Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1994, Page 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1994
Fréttir______________________________________________________
Ólafur Gunnarsson hættur í hungurverkfalli:
Sveltið virtist
skerða dómgreind
- ljóst að fangelsið er ekki mannsæmandi, segir ráðuneyti
Ólafur Gunnarsson, meintur höf-
uöpaur í stóra fíkniefnamálinu, er
hættur í hungurverkfalli sem stóð
15 daga. Ólafur segir ákvörðun sína
tekna í ljósi þess að hann hafi þurft
að vera viðstaddur yfirheyrslur í
máli sínu og annarra fyrir héraðs-
dómi.
„Virðist hungurverkfall skerða
dómgreindina mikið og má ég ekki
við því eins og er en hugsanlegt er
að ég haldi áfram þar sem frá var
horfið ef ekkert verður að gert. Ég
er ekki einungis að hugsa um mig
sjálfan heldur líka til þeirra sem eiga
eftir að dúsa hér,“ segir Ólafur í bréfi
tilDV.
Þá var fyrir hönd Ólafs, sem setið
hefur í gæsluvarðhaldi í Síðumúla-
fangelsi frá því í september síðast-
liðnum, skrifað hréf til Áma Sigfús-
sonar borgarstjóra til að knýja á um
úrbætur og segist Árni ætla að ræða
við lögmenn borgarinnar til að koma
ábendingum Ólafs á framfæri. Þá var
forseta íslands einnig skrifað bréf en
Ólafi bent á að hafa samband við
dómsmálaráöuneytið.
„Þetta er langur tími orðinn, það
er alveg rétt. Það sem viö gerum er
aö ræða við lækna sem fylgjast með
honum. Ég held aö máhö sé að verða
búið og þá krefjast rannsóknarhags-
munir ekki lengur að hann sé ein-
angraður frá öðrum,“ segir Hjalti
Zóphóníasson, skrifstofustjóri í
dómsmálaráðuneytinu.
Hjaiti segir ljóst að aðbúnaður í
fangelsinu sé ekki mannsæmandi.
Húsnæðið sé hins vegar þannig að
róttækar breytingar fara ekki fram
en reynt hafi verið að vinna að úrbót-
um þar sem þeim varð við komið.
EinarGíslason
heiðraðuríEyjum
Ómar Gardarsson, DV, Vestmaiuiaeyjunr
Dagskrá sjómannadagsins í Vest-
mannaeyjum var með hefðbundnu
sniði og fór fram í björtu og góðu
veðri.
Sjómannaguðsþjónusta í Landa-
kirkju var á sunnudag og minningar-
athöfn um þá sem drukknað hafa eða
farist með öðrum hætti við störf á
sjónum. Minningarathöfnin hefur í
38 ár verið í höndum Einars Gísla-
sonar í Betel. Vegna lieilsubrests
hefur Einar ákveðið að hætta og tek-
ur Snorri Óskarsson predikari við.
Einar var af þessu tilefni heiöraður
af Sjómannadagsráði Eyja.
Akureyri:
Áttateknir
Sex voru teknir fyrir of hraðan akst-
ur á Akaureyri á föstudagskvöld. Sá
sem hraðast ók var á 140 km hraða.
Sex voru vistaðir i fangaklefa lögregl-
unnar á Akureyri um helgina. Á laug-
ardagskvöldið voru tveir teknir fyrir
of hraðan akstur. Einn var tekinn
vegna gruns um ölvun við akstur.
Einar Gislason og Sigurlína Jóhannesdóttir, eiginkona hans, til hægri en Einar var heiðraður á sjómannadaginn
f Eyjum. Til vinstri Snorri Óskarsson og eiginkona hans, Hrefna Brynja Gísladóttir. DV-mynd Omar
; ForystumennAlþýðubandalags
og óháöra borgara, U-iista, á
Raufarhöfh híttast í dag til að
ræða myndun meirihiuta í Rauf-
arhafnarhreppi eftir að sam-
þykkt var samhljóða á félags-
fundi í Alþýðubandalaginu á
sunnudagskvöld að heQa viðræð-
ur viö óháða. Búist er við að íljót-
lega komi í ljós hvort meirihluta-
myndunin tekst.
„Við ræddum viö sjálfstæðis-
menn og framsóknarmenn en það
tók sinn tíma að uppgötva að það
kæmi ckkert út úr því. Við mælt-
um með viðræðum við óháða og
ég býst við aö við veröum snögg
að sjóða þetta saman,“ segir
Reynir Þorsteinsson, oddviti AI-
þýðubandalagsins.
; „Það var bara hræðsluáróður í
kosningunum að við ætluðum að
reka sveitarstjórami og fram-
kvæmdastjóra Fiskiðjunnar og
Jökuls en við höfum ekki legið á
þeirri skoðun okkar að okkur
þyki það skringilegt stjórnarfar
að æðstu menn fyrirtækja séu
bæði í stjómum fyrirtækjanna og
í hreppsnefnd," segir hann.
Flytja Macbeth
^íþýðingu
Athygli hefur vakið að við upp-
fœrslu Frú Emiliu á Macbeth,
sem forsýndur er í dag í tilefni
listahátíðar, er notast viö þýð-
ingu Matthiasar Jochumssonar
en ekki þýðingu Helga Hálfdan-
arsonar.
Guðjón Pedersen leíkstjóri seg-
ir skýringuna einfalda:
„Okkur þykir þýðing Matthías-
ar fallegri. Þaö er lika gaman
vegna þess aö hún hefur aldrei
verið flutt á sviði svo við vitum
til. Eftir því sem við best vitum
var þýðing Matthíasar notuð í
Ríkisútvarpinu 1943 í flutningi
sem Lárus Pálsson sfjómaði.“
Þór Tulinius leikur Macbetii,
Edda Heiðrún Backman frú Mac-
beth, en Duncan Skotakonungur
leikur Þröstur Guöbjartsson.
í dag mælir Dagfari
Yfirborgarstjóri
ans sem þýðir í raun að það verður
hann sem ræður en ekki Ingibjörg
Nú er liðin rúm vika síðan,Reyk-
víkingar vöknuðu upp við það að
borgin þeirra væri fallin. Þeir sátu
uppi með nýjan borgarstjóra, Ingi-
björgu Sólrúnu. Eða svo héldu þeir.
Kjósendur R-listans héldu nefni-
lega að þeir væm að kjósa til for-
ystu fólkið sem var boðið fram á
R-listanum. Það þvældist að vísu
nokkuð fyrir sjálfstæðismönnum
að skilja það enda vissu sjálfstæðis-
menn ekki hvaða fólk þetta var og
auglýstu eftir því. Sjálfstæðismenn
spurðu hvaða fólk væri á bak við
grímumar. Á bak við hvaða grímu
er Alfreð Þorsteinsson, var spurt?
Þeir hefðu átt að spyrja um nýja
borgarstjórann. Það hefur nefni-
lega komið í Ijós að Ingibjörg Sólr-
ún var alls ekki á bak við sína eig-
in grímu og hún var alls ekki sú
sem á að stjóma borginni eftir að
hún féll í ræningjahendur. Það hef-
ur sem sé komið í ljós að maðurinn
sem á stjóma borginni er maður
sem alls ekki var í framboði.
Þessi maður er Stefán Jón Haf-
stein sem þekktastur er úr þjóðar-
sálinni, maðurinn sem leysti öll
heimsins vandamál og hafði skoð-
anir á öllu milh himins og jarðar í
beinum útsendingum í útvarpinu
þegar þjóðinni var orðið mál að
skammast út í þá sem réðu.
Nú hefur Stefán Jón verið nefnd-
ur sem líklegasti kandídatinn til
að stjóma borginni, eða að minnsta
kosti að stjóma Ingibjörgu Sólr-
únu. Á bak við grímuna af Ingi-
björgu Sólrúnu var Stefán Jón Haf-
stein. Ekki Ingibjörg sjálf.
Það er auðvitað ekki hægt að fá
betri mann. Það var hins vegar
skynsamlegt af R-listafólkinu að
tefla ekki Stefáni Jóni fram á lista
sínum enda óþarfi að kjósa fólkið
sem stjómar þegar aðrir geta tekið
að sér að ná í atkvæðin. Þar með
þarf Stefán Jón ekki aö standa
neinum kjósendum reikningsskil
gerða sinna. Getur hann þá um leið
vísað til þess fordæmis sem sjálf-
stæðismenn sköpuðu á síðasta
kjörtímabih þegar þeir náðu sér í
tvo borgarstjóra án þess að þeir
borgarstjórar hefðu nokkra sinni
verið kosnir sem slíkir.
Menn mega ekki misskhja þetta
og halda að Stefán Jón Hafstein
verði ráðinn í óþökk Ingibjargar
Sólrúnar. Hún hefur sjálf um það
ráðagerð að leita sér ráðgjafa,
hvort heldur hann verður að nafn-
inu til yfirborgarstjóri ehegar
ráðunautur. Aðalatriðiö er að Ingi-
björg Sólrún fari að ráðum ráögjaf-
Sólrún.
Enda þótt Ingibjörg Sólrún hafi
verið kosin má ekki gleyma því að
hún var grímuklædd og dulbúin
og hún getur ekki vitað aht eða
gert aht og þess vegna þarf að fá
mann sem bætir það upp með því
vita aht og geta allt.
Hver er þá betri en sjálfur maður-
inn með þjóðarsálina, Stefán Jón
Hafstein? Hann kemur beint úr
undurdjúpum þjóðarsálarinnar og
veit upp á hár hvað þar hrærist og
hefur líka áralanga reynslu af því
að setja ofan í við fólk sem hefur
ekki réttar skoðanir og kann svör
við öhum spumingum. Ingibjörg
Sólrún og R-hstinn lögðu einmitt
höfuðáherslu á að lýðræðið fengi
að njóta sín og stjómendur borgar-
innar hefðu náið samband við kjós-
endur. Fuhtrúi þjóðarsálarinnar er
réttur maður á réttum stað og í
raun og veru er óþarfi að útfæra
lýðræðið nánar heldur en með því
einu að ráða Stefán Jón Hafstein.
Hann veit svörin. Hann er lýðræðið
holdi klætt. Hann er okkar maður.
Það var mikið lán að R-listinn
skyldi sigra í kosningunum og að
borgin skyldi falla. Annars fengju
Reykvíkingar ekki að njóta starfs-
krafta Stefáns J. og þeirrar þjóðar-
sálar sem hefur talaö við hann í
síðdegisútvarpinu í mörg, mörg ár.
Það hefur líka reynst farsælt og
skynsamlegt hjá R-hstanum að fela
frambjóðendur sína á bak við grím-
ur og hleypa þeim ekki að í kosn-
ingabaráttunni. Það var aldrei
meiningin að frambjóðendumir
eða kjömir borgarfuUtrúar R-hst-
ans réðu neinu eftir kosningar. Það
var aht annað fólk sem átti og vUdi
komast að. Stefán J. Hafstein er
fuUtrúi þess. Hann er fuUtrúi
þeirra óbreyttu kjósenda sem meö
atkvæðum sínum komu R-hstan-
um til valda til að hinir óhreyttu
kjósendur tækju við borginni.
Dagfari