Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1994, Síða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1994
Stuttar fréttir
BjargaðíRúanda
Fylgismenn stjórnar Rúanda
ílytja fólk af tútsí-ættbálki á ör-
ugg svæöi í staö þess að drepa
það.
KvartaðíBosníu
Stjórnvöld í Bosníu kvarta und-
an því að sáttasemjarar ætli að
setja fram úrslitakröfur.
Peres með leynibréf
Símon Peres,
utanríkisráð-
herra ísraels,
opinberaði
leynilegt bréf i
gær þar sem
hann viður-
kennir mikil-
vægi palest
ínskra stofnana
Jerúsalem.
Rætt um ref síaðgerðir
Ráðabrugg um refsiaðgeröir
gegn Norður-Kóreu færðist í auk-
ana í gær.
Fordæmaskýrslu
Stjórn Norður-Kóreu hefur for-
dæmt skýrslu kjarnorkueftirlits-
nefndar SÞ.
Minnaplútóníum
Bandaríkin reyna að finna leið-
ir til að fá vini sína til að minnka
plútóníumbirgðir.
Israelsmenn og Jórdanir ræöa
saman um efnahagssamvinnu
ríkjanna.
Byssumaður tekinn
Maður sem grunaður er um
morð á kaþólskum kardínála í
Mexikó hefur verið handtekinn.
Bannaflug
Bandaríkin eru reiðubúin að
banna allt áætlunarflug til Haítí.
Maior í vondum máium
Svo kann að
fara að John
Magor og
Íhaldsflokkur
hans fái aðeins
sex sæti á Evr-
ópuþinginu nú
en flokkurinn
hefúr verið
moö 32 þingmenn þar, segir í
skoðanakönnun í Guardian.
Ræðastækkun
Eitt erfiðasta mál ársfundar
OECD er hvernig taka eigi ríkjum
sem vilja komast í samtökin.
AnlaupiAisir
Alsírsk stjórnvöld segjast hafa
handtekið 75 félaga í samtökum
harðsnúinna múslíma.
Minnaofbeldi
Dauðsföllum af völdum póli-
tísks ofbeldis í Suður-Afríku hef-
ur fækkað úr 487 í apríl í 195 i maí.
Aristíde ásakar herfor-
Ingja
Jean-Bertr-
and Aristide,
afsettur forseti
Haítí, sakaði
lierforíngja-
klíkuna, sem
fer með völd,
um að styðja
eilurlylja-
smyglara
og að barátta gegn eitursölum
gæti styrkt lýðræðið.
Skjálfti drepur
Öflugur jarðskjálfti varð tveim-
ur að bana í Kólumbíu í gær og
særði þrjátíu.
Leitarmenn hafa íúndið svarta
kassann úr kínversku flugvélinni
sem fórst meö 160 manns í gær.
Reuter
Norrænirheiðra
færeyskan
kóngsbónda
Færeyski kóngsbóndinn Danjal
Pauli Danielsen í Velbastað hefur
verið sæmdur norrænu þjón-
ustuoröunni, sem kennd er við
Jacob Letterstedt, fyrir árið 1994.
Orðunefndin segir í úrskurði
sínum aö Danielsen hafl í menn-
ingarstarfi sínu í Færeyjum sýnt
norrænum málum mikinn áhuga
og hann hafi gengið hart fram í
því í tíð sinni sem menntamála-
ráöherra að áform um Norræna
húsið í Þórshöfn yrðu að veru-
leika.
Danjal Pauii Danielsen er íjórt-
ándi maðurinn sem fær þessa
viöurkenningu sem allajafna er
afhent af þingforsetanum í
heimalandi verðlaunahafans.
Útgefandi Rush-
diesræðstá
norskustjórnina
William
Nygaard,
norskur útgef-
andi bóka
breska rithöf-
undarins Sal-
mans Rushdi-
es, réðst harka-
lega á norsku
ríkisstjórnina í gær fyrir aö-
gerðaleysi gagnvart stjómvöld-
um í íran. Nygaard særðist
hættulega í tilræði í fyrra og talið
var að það tengdist útgáfu Söngva
satans eftir Rushdie.
Nygaard er í felum og sagði
hann hneykslanlegt að stjómvöld
hefðu aðeins gagnrýnt írana.
TT, Reuter
Utlönd
Hátíðahöldunum í mimiingu D-dagsins lauk með flugeldasýningu:
Gleymum ei aó þeir
björguóu heiminum
- sagði Clinton Bandaríkjaforseti um fyrrum innrásarliða
Stjómvöld 1 Suður-Jemen stóryrt:
Segja vopnahléstílboð
norðanmanna vera lygi
n Bandaríkjaforseti og aðrir leið-
togar bandamanna héldu á brott frá
ströndum Normandí í gærkvöldi og
efnt var til stórkostlegrar flugelda-
sýningar til að minnast D-dagsins,
innrásar heria bandamanna sem
varð upphafið aö endalokum yfir-
ráða nasista í Vestur-Evrópu.
Clinton þakkaöi uppgjafaher-
mönnum fyrir að hafa stefnt lífi sínu
í hættu fyrir hálfri öld.
„Við skulum aldrei gleyma því að
þegar þeir voru ungir björguðu þess-
ir menn heiminum," sagði Clinton
við þúsundir orðuskrýddra fyrrum
hermanna innan um 9386 grafir
bandarískra hermanna uppi á háum
bakka við Omaha Beach.
„Ég hef aldrei upplifað neitt þessu
líkt,“ sagði Clinton við fréttamenn
og var greinilega hrærður mjög.
Að loknum hátíðahöldunum fóru
þjóðarleiðtogarnir hver í sína áttina
og fór Clinton til Parísar þar sem
hann ræðir við franska stjórnmála-
menn og kaupsýslumenn næstu tvo
dagana.
Með öndina í hálsinum
En ballið var þó ekki búið því tug-
þúsundir manna horfðu með öndina
í hálsinum á flugeldasýningu sem
frönsk stjórnvöld buðu til í borginni
Caen í Normandí þar sem kom til
harðra bardaga milli hersveita Þjóð-
veria og bandamanna eftir innrásina
6. júní 1944.
Skrauteldarnir sprungu yfir risa-
stórum, upplýstum píramída og
blöðrur svifu tíl himins í táknrænni
endursköpun frelsunar Frakklands.
Francois Mitterrand Frakklands-
forsetí, sem var gestgjafi stærstu al-
þjóðlegu minningarathafnarinnar
við Omaha Beach, komst við þegar
harm talaði um sættir fymun óvina.
„Ég þakka ykkur fyrir frelsi heims-
Stjómvöld í klofningsríkinu Suð-
ur-Jemen sökuðu norðanmenn um
að bijóta vopnahléð sem þeir höföu
lýst yfir frá miðnætti síðastliðnu og
íbúar í Aden, höfuðborg suðurhlut-
ans, sögðust hafa heyrt sprengju-
drunur snemma í morgun.
í yfirlýsingu varnarmálaráðuneyt-
is Suður-Jemens í morgun var sagt
að vopnahlé norðanmanna væri
„enn ein lygin“ og stjómvöld í Sanaa,
hofurðborg Norður-Jemens, hefðu
fyrirskipað hersveitum sínum að
sækja fram á öllum vígstöðvum við
Aden.
íbúar í Aden sögðust hafa heyrt
sprengjuhvelli af og til í morgun en
nóttín var þó róleg. Þeir sögðu útílok-
að að segja tíl um hvaðan
sprengjudrunurnar kæmu eða þá
hvort hersveitir ríkjanna tveggja
væru að skiptast á skotum. Heijir
landanna tveggja hafa barist frá ,því
4. maí.
Norður-Jemenar sögðust ætla að
láta af öllum bardögum á miðnætti í
gærkvöldi að staðartíma.
„Við höfum tilkynnt framkvæmda-
stjóra Sameinuðu þjóðanna og fram-
Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Joe Dawson, fyrrum hermaður I innrásarliði bandamanna í Normandí, fara frá
Omaha Beach að ameríska kirkjugarðinum í Colleville þar sem þeir minntust fallinna Bandaríkjamanna.
Simamynd Reuter
ins sem skuldar ykkur svo mikið,"
sagði hinn 77 ára gamli forseti sem
einn leiðtoganna tók beinan þátt í
andspyrnunni gegn nasistum.
Mitterrand notaði tækifærið og bar
lof á Rússa og Þjóöveija sem voru
útilokaðir frá hátíðahöldunum.
Hann lofaði hetjudáðir rússnesku
þjóðarinnar sem barðist gegn heijum
Hitlers og hratt þeim af höndum sér,
svo og afrek þýskra andófsmanna
sem buðu harðstjórn nasista birginn.
„Sú Evrópa sem bjargaðist gat að-
eins orðið önnur Evrópa: 340 milljón-
ir Evrópubúa hafa sameiginlega
löggjöf. Vopnuð átök þeirra í milli
eru óhugsandi. Óvinir úr orrustunni
um Normandí hafa sæst og ganga í
takt í dag,“ sagði Francois Mitterr-
and. Reuter
Þessi sómalska fjölskylda bíður effir að komast burt frá Aden í Suður-
Jemen. Símamynd Reuter
kvæmdastjóra Arababandaiagsins
að vopnahléð gangi í gildi á mið-
nætti,“ sagði Mohammad Salem Bas-
endwa, utanríkisráðherra Norður-
Jemens.
Aðeins nokkrum klukkustundum
áður en vopnahléð átti að ganga í
gildi réöust herflugvélar frá Suður-
Jemen á olíuvinnslusvæði norðan-
manna en ekki urðu neinar skemmd-
irámannvirkjum. Reuter