Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1994, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1994, Qupperneq 9
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1994 9 Norska stjómin heimilar veiði á 301 hrefnu: Grænfriðungar hóta aðgerðum Norskir hvalveiðimenn fá að veiða 301 hrefnu í ár og skiptist kvótinn þannig að 112 dýr verða veidd í vís- indaskyni en 189 í ábataskyni. í heildina er þetta fimm hrefnum fleira en veiða mátti í fyrra. Steinar Bastesen, formaður félags norskra smáhvelaveiðimanna, er ánægður með að veiðar skuli leyfðar en honum finnst kvótinn of lítill. Þótt grænfriðungar hafi hótað að grípa til aðgerða gegn ábataveiðun- um er Bastesen hvergi banginn. „Greenpeace-samtökin hafa tapað í öllum aðgerðunum sem þau hafa beitt sér fyrir gegn okkur. Ég óttast heldur ekki að Paul Watson og Sea Shepherd muni sýna sig við veiðarn- ar í ár,“ segir Bastesen. Geir Wang-Andersen, yfirmaður aðgerða Greenpeace í Noregi, tekur af öll tvímæli og segir að gripið verði til aðgerða gegn hrefnuveiðunum í ábataskyni. „Við ætlum að biðja alþjóðlega samstarfsaðfia okkar að herða að- gerðimar gegn hvalveiðum Norð- manna,“ segir Wang-Andersen. Hann vUdi ekki segja til hvaða að- gerða yrði gripið en hann gerði ljóst að Greenpeace myndu tæplega grípa til aðgerða ef norska stjómin hefði aðeins heimUað veiðar í vísinda- skyni. Reiknað er með að tæplega þrjátíu bátar muni stunda hrefnuveiðarnar í ábataskyni í ár en norska sjávarút- vegsráðuneytið mun skipta kvótan- um milli skipa og ákveða hvenær veiðamar mega hefjast. Eftirlitsmenn verða um borð í hveijum báti. Stein Owe, deUdar- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir að það verði dýralæknar sem muni fylgjast með því að dýrin verði veidd á réttan hátt. Þá hafa hval- veiðimenn einnig sótt námskeið í aö aflífa dýrin á sem mannúölegastan hátt. NTB Þessi þriggja mánaða snáði frá Rúanda, með annan fótinn i gifsi, getur talist heppinn þvi að hann komst til Frakk- lands fyrir tilstilli starfsmanna hjálparstofnana. „Þrjátíu og tvö börn frá Kigali, höfuðborg Rúanda, voru flutt til Parísar i fyrradag þar sem gert verður að sárum sem þau hafa hlotið i skálmöldinni í heimalandinu. Símamynd Reuter Nýr fiskveiðisamningur ESB og Grænlands undirbúinn: ESB greiðir aðeins fyrir þann f isk sem veiðist Evrópusambandið er reiðubúið að styðja fjárhagslega við bakið á fisk- vinnslufyrirtækjum í sameign Grænlendinga og fyrirtækja innan sambandslandanna. Þetta kemur fram í minnispunktum frá danska sjávarútvegsráðuneytinu til mark- aðsnefndar danska þingsins. Hér er verið að lýsa tilmælum framkvæmdastjómar ESB til sjávar- útvegsráðherra aðUdarlandanna sem munu funda á föstudag til að veita framkvæmdastjóminni umboð tU að gera nýjan fískveiðisamning við grænlensku heimastjómina og dönsku ríkisstjómina. Með sameignarfyrirtækjunum ætti að verða auðveldara að nýta þá fisk- veiðikvóta sem ESB hefur keypt af Grænlendingum eins og kveðið er á um í samningum ríkjanna. Grænlendingar fá í staðinn toU- frjálsan aðgang að mörkuðum ESB, jafnvel þótt þeir hafi sagt sig úr þá- verandi EB árið 1985. Núverandi fiskveiðisamningur rennur út í árslok 1995 og á nú að framlengja hann um sex ár. ESB mun fara fram á ýmsar leiðréttingar við gerð nýs samning. Vegna minnkandi fiskistofna við Grænland hefur fiskiskipum ESB veist erfitt að veiða aUan þann fisk sem sambandið hefur keypt hverju sinni og greitt fyrir. Af þeim sökum hefur samningurinn verið gagnrýnd- ur innan sambandsins og í framtíð- inni mun það ekki greiða fyrir meira en veiðist. Kvóti ESB við Grænland er nú 150 þúsund tonn sem færir Grænlend- ingum tekjur upp á rúmlega tvo og hálfan miUjarð íslenskra króna á ári. Ritzau Útlönd DonJohnsoní afvötnunhjá Bandaríski sjónvarps- og kvikmynda- leikarinn Don Johnson, sem er frægastur fyrir að troða upp í sjón- varpsflokkn- um Miami Vice, lagðist á föstudag inn á Betty Ford stofnunina í Los Angeles þar sem menn eru vand- ir af áfengi og iikniefnum. Ekki var skýrt frá því hvað amaðí að leikaranum en hann ætlar aö vera á stofnuninni næstu ijórar vikurnar. Melanie Griffith, eiginkona Johnsons, sótti um skilnað í mars og krefst forræöis yfir flögurra ára dóttur þeirra. Heitarpylsur auka krabbalík- urhjábörnum Börnum sem borða mikið af heitum pylsum er hættara við aö fá barnahvítblæði en öðrum jaíh- öldrum þeirra, að því er nýjar rannsóknir visindamanna í Bandaríkjunum sýna. Vísindamennirnir komust að því að börnum sem láta meira en tólf pylsur ofan i sig á mánuði hverjum og eiga feður sem voru sömu pylsuætumar er niu sinn- um hættara við að fá sjúkdóminn. „Efþetta reynist rétt bendir það til þess að minni pylsuneysla gæti leitt til minni hættu á hvit- blæði, sérstaklega meðal þeirra sem borða mest,“ segir í grein sem vísindamennimir skrifuðu í tímarit um krabbameín. Rannsóknin náði til 232 barna sem höföu fengið hvítblæði og 232 sem höföu ekki fengið sjúkdóm- inn. ekkiáhyggjuraf sósíalistum Vestrænir fjárfestar í Ungveija- landi kippa sér ekkert upp við það þótt ungverskir kiósendur hafi komið fyrrum kommúnistum til valda í kosningunum sem fóru fram á dögunum., Ekkert land Austur-Evrópu hefur fengið jafn mikið fjármagn frá Vesturlöndum á undanförn- um árum og Ungverjaland. Vest- rænir forsfjórar segja enga hættu á því að landið hverfi af vegi kap- ítalismans og hinir nýju leiðtogar sýni þess engin merki að þeir vilji hverfa aftur til gamla tímans. Kaupsýslumenn segja að sósíal- istar sem sigruðu í kosningunum muni halda áfram að auka fijáls- ræðið í efnahagsmálum Ung- veijalands. Julia Robertsí vandrædum meðhlutverk Kvikmynda- leikkonan .lui- iaRobertssegir að það verði sí- fellt erfiðara fyrir finna verk því aö þau séu flest skrif- uð meö „yngri konur“ i huga. Julia er 26 ára. „Ég á í mesta basli með aö finna handrit sem mér líkar við,“ sagði leikkonan í viðtali sem birtist í júníhefti tímaritsins Vogue. „Mest af því sem skrifað er fiallar um yngra fólk því aöstæður í lífi okkar veröa flóknari eftir því sem VÍðeldumst“ Reuter Breski kvennabósinn og ráðherrann fyrrverandi, Alan Clark, hefur vísaö á bug ásökunum fýrrum ást- konu sinnar, dómarafrúarinnar Valerie Hark- ess, að hann hafi eignast barn með 24 ára gamalli konu. Játningar Clarks í endurminn- ingum sínum um ástarævintýri með konu dómarans og dætrum hennar tveimur hafa haldið breskum blöðum og almenningi í heljargreipum að undanförnu. Andstæðingar ESBíNoregi fastirfyrir Andstæðingar aöildar Noregs að Evrópusambandinu sækja stöðugt í sig veðrið og eru nú orðnir 56 prósent þjóðarinnar, ef marka má skoöanakönnun norska Dagblaðsins fyrir júní- mánuö. Aðeins 32 prósent eru með aðild en tólf piósent hafa ekki enn gert upp hug sinn.' Fjölgun hefur orðið um eitt pró- sentustig meðal andstæöinganna en stuðningsmönnum hefur fækkað að sama skapi ef miðað er viö könnun blaðsins í maí. Könnunin sýnir ennfremur aö vonir rikisstjórnarinnar um að fiskveiöisamn ingurinn við ESB mundi snúa dæminu við hafa að engu orðið. Einungis níu prósent þeirra sem búa nyrst í Noregi styðja aðild en 69 prósent eru andvíg. Austurríkis* hiutameðESB Líklegt þykir að austurrískir kjósendur greiði atkvæði meö aðfid Austurríkis að Evrópusam- bandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer þann 12. júní. Skoð- anakönnun, sem birtist í gær, bendir þó til þess að mjög mjótt veröi á mununum. Könnunin leiddi í ljós aö 48 pró- sent aðspurðra voru almennt hlynntir aðild að ESB en 37 pró- sent aimennt á móti og 15 prósent voru óákveðin. Þegar þeir einir eru teknir sem höfðu tekiö ein- dregna afstöðu voni fylkingarnar jafhar, 31 með og á móti. Austurrikismenn eru fýrstir þjóöanna fiögurra sem hafa sótt um aðild að ESB til aö gera út um málið í þjóðaratkvæði. Finnar, Norðmenn og Svíar kjósa ekki um aðildina fyrr en í haust. Mark„JimTagg- art“ McManus látinn í Glasgow Skoski sjón- varpsleikarinn Mark McMan- us, sem íslend- ingum er að góðu kunnur sem hinn úrilli Jim Taggart lögregluforingi í Glasgow, lést á sjúkrahúsi í borginni í gær. McManus lagðist inn á sjúkralius i síöustu viku með lungnabólgu. „Leikarinn Mark McManus og löggan Jim Taggart féllu saman eins og flís við rass,“ sagði Robert Love, yfirmaöur leiklistardeildar skoska sjónvarpsins. McManus iét í 30 Taggart- myndum og lauk þeirri síðustu í apríl. Reuter, NTB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.