Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1994, Side 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNl 1994
Fréttir
Formannsslagurinn 1 Alþýðuflokknum:
Jón gerir ekki f lokk-
inn að fjöldahreyf ingu
- segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra sem býður sig fram til formanns
Ég mun ná betur til fólksins sem formaöur Alþýðuflokksins heldur en Jón Baldvin Hannibalsson, segir Jó-
hannaSigurðardóttirfélagsmálaráðherra. DV-myndBG
- Þú sagðir í fjölmiðlum, þegar þú
sagðir af þér varaformennsku í Al-
þýðuflokknum, að þú hefðir gert
mistök með þvi að bjóða þig ekki
fram gegn Jóni Baldvin 1990 og aft-
ur hefðir þú gert þau mistök að
bjóða þig ekki fram gegn honum
1992. Hvers vegna léstu ekki verða
af því þá?
„Það var kominn upp þá þegar
mikill ágreiningur milli okkar Jóns
Baldvins um áherslur og fram-
kvæmd á stefnu flokksins. Ég hug-
leiddi það mjög alvarlega 1990 og
aftur 1992 að bjóða mig fram gegn
Jóni Baldvin. Þá náðist ákveðin
málamiðlun sem ég tel að ekki hafi
verið fylgt nægilega eftir í fram-
kvæmd eins og þróun mála hefur
leitt í ljós. Þessu gerði ég meðal
annars grein fyrir þegar ég sagði
af mér sem varaformaður."
- Hvers vegna þá núna?
“Ég tel að stundin sé komin núna.
Það er alvarlegt umhugsunarefni
fyrir flokkinn, miðað við stöðu
hans, hvort viö séum við óbreyttar
aðstæður, óbreytta forystu,
óbreyttar áherslur í ýmsum mála-
flokkum og miðað við þá ímynd
sem flokkuriim hefur, sem margir
kalla framlengingu á hægri öflun-
um í þjóðfélaginu, fær um að ná
þeirri tiltrú og hljómgrunni hjá
fólkinu í landinu sem gerir þennan
flokk að trúverðugum jafnaðar-
mannaflokki."
- Fyrir utan ESB-málið; hver eru
stærstu málin sem ykkur Jón
greinir á um í dag?
„Það eru auðvitað sömu máhn
sem koma upp aftur og aftur. Til
dæmis hvemig við tökum á ríkis-
fjármálunum; hvemig við tökum á
atvinnumálunum í þeirri djúpu
efnahagslægð sem við höfum verið
í. Ég er þeirrar skoðunar aö það sé
eðlilegt að sefja peninga inn í at-
vinnulífið meira en gert hefur verið
ef það rennur til arðbærra fram-
kvæmda. Jón Baldvin hefur aftur
á móti viljað skera enn meira niður
í ríkisútgjöldum en samstaða er um
í ríkisstjórn, meðai annars hjá
samstarfsflokknum. Mér hefur
fundist að með því myndum við
höggva mjög nærri velferðarkefinu
og auka á atvinnuleysið. Við mynd-
um þrengja mjög að þeim hópum
sem þyngstar hafa borið byrðarn-
ar.“
- Þegar þú sagðir af þér varafor-
mennskunni, var það vegna þessa
málefnaágreinings eða blandaðist
inn í það skipun Ossurar Skarphéð-
inssonar í ráðherrastól?
„Skipun Össurar blandaðist ekk-
ert inn í það mál. Það var fyrst og
fremst málefnaágreiningur og
ágreiningur um vinnubrögð for-
mannsins. Ágreiningurinn hefur
aftur og aftur komið upp á yfir-
borðið þrátt fyrir þaö að við Jón
Baldvin höfum sest niður og reynt
að leysa hann. Síðasta alvarlega
tilraunin var gerð undir áramót
1992. Þá fórum við yfir málin til að
reyna að bæta okkar samskipti.
Samt hefur ekkert breyst hjá Jóni
Baldvin. Ég held því fram að forða
hefði mátt ýmsum átökum ef hann
hefði tekið meira tillit til skoðana
annarra á framkvæmd stefnu
flokksins og haft samráð við sína
samstarfsmenn."
- Þú segir að það verði að koma til
uppgjörs milli ykkar Jóns Baldvins
nú. Eru áherslur Jóns varðandi
ESB-málið punkturinn yfir i-ið?
„Þú talar um uppgjör. Ég vil að
fólk eigi kost á því aö velja sér
nýjan formann. Ég hef fundið það
að fólk vih breytingar á foryst-
unni. Það eru margir sem telja að
Jón Baldvin geti ekki unnið þann
hljómgrunn hjá fólki sem þarf til
að leiða flokkinn í erfiðum alþing-
iskosningum. Eins eru það þessi
áherslumál sem ég hef nefnt og svo
er það núna ESB-máhð sem er stór
þáttur í okkar deilu.“
- Þú varst í fundaherferð um land-
ið upp úr miðjum mai og ræddir við
alþýðuflokksfólk. Varst þú hvött til
að fara nú fram gegn Jóni Bald vin?
„Ég heyrði það auðvitaö að
flokksmenn um land aht hafa veru-
legar áhyggjur af þvi hvað Alþýðu-
flokkurinn er í mikihi lægð, jafnvel
þótt hann hafi náð fram ýmsum
umbótamálum í þessari ríkisstjóm
og hafi auðvitaö átt sinn þátt í þeim
árangri sem náðst hefur í efnahags-
málunum. Þaö er eins og það skih
sér ekki í fylgi. Ég varð vör við það
að fólk hefur vaxandi áhyggjur af
því að flokkurinn hafi sveigst til
hægri. Mörgum finnst hann ekki
skilgreina sig nægilega í fram-
kvæmd sem jafnaðarmnanna-
flokkur undir forystu Jóns Bald-
vins. Og að hann hafi færst of ná-
lægt íhaldsöflunum í þjóðfélaginu.
Mörgum þykir nauðsynlegt að
skipta um forystu til að breyta
þessu. Menn benda á að Jón Bald-
vin hafi fengið sinn tíma. Menn
hafa ekki lengur trú á því að hann
geti breytt ímynd flokksins eins og
þarf til þess að hann nái árangri.
Þetta var þaö sem ég fann fyrst og
fremst í samtölum við fólk á ferð-
um mínum um landið. Margir
sögðu líka að nú gæti ég ekki leng-
ur skorast undan því að bjóða mig
fram th formanns."
- Jón Baldvin nefndi þá hugmynd
við þig á dögunum að þið drægjuð
Yfirheyrsla
ykkur bæði til hlés og þriðji maður-
inn, t.d. Sighvatur, kæmi inn i
myndina. Ertu andvíg hugmynd-
inni, sama hver þriðji maðurinn
væri?
„Það er rétt aö Jón Baldvin nefndi
Sighvat Björgvinsson og engan
annan þótt eftir því væri gengið.
Það er alveg ljóst að Sighvatur hef-
ur staðið fyrir sömu áherslum og
Jón Baldvin varðandi framkvæmd
á stefnu flokksins. Því sé ég ekki
hveijar breytingar yrðu við þau
formannsskipti.'‘
- Ertu með varaformannskandídat
tilbúinn?
„Nei, ég er það ekki."
- Hefur þú rætt við einhveija?
„ Ekkert er fastsett í því efni.
Hins vegar hafa veriö nefnd ýmis
nöfn í mín eyru en ég á ekki von á
því að það skýrist neitt fyrr en á
flokksþinginu sjálfu."
- Hefur þú kynnt þér afstöðu þing-
manna flokksins í þessu máli?
„Við höfum talað saman, ýmsir
þingmenn. Ég geng hins vegar ekki
á eftir mönnum til að knýja fram
afstöðu þeirra til mín eða Jóns
Baldvins. Það er mál hvers og
eins."
- Verður stjórnarsamstarfið í
hættu ef þú verður kosin formaður
flokksins?
„Ég fæ ekki séð hvers vegna það
ætti að vera. Við Davíð Oddsson
forsætisráðherra höfum átt ágætt
samstarf og ég fæ ekki séð að það
þurfi að verða þar breyting á þótt
ég verði formaður flokksins. Það
er ágætt trúnaðarsamband á milli
mín og Davíðs Oddsson, sem er afar
mikilvægt hjá forystumönnum
flokka sem eru saman í ríkisstjórn.
Það er ekki langt eftir af þessu kjör-
tímabiii og ég fæ ekki séð að for-
mennska mín ætti að tefla ríkis-
stjómarsamstarfinu í hættu. Ég
mun að vísu leggja aðrar áherslur
á í ýmsum málaflokkum, aðrar en
Jón Baldvin hefur gert. Ég vil
treysta velferðarkerfið í sessi í
samræmi við stefnu flokksins, sem
er aldrei brýnna en nú. Og tekið
yrði á á annan hátt en gert hefur
verið. Ég vil leggja aukna áherslu
á atvinnuuppbyggingu fyrir ungt
fólk. Eins varðandi ófaglærða sem
hafa orðið harðast úti í atvinnu-
leysinu. Þá hygg ég að afstaöa mín
til ESB, sem mikið verður fjallað
um á næstunni, séu raunhæfari og
meira í samræmi áherslur sam-
starfsflokksins, og reyndar ann-
arra flokka líka, en skoðanir Jóns
Baldvins. Þess vegna sé ég ekki
hvað það er sem ógna ætti stjómar-
samstarfinu. Ég heyri hins vegar
að menn era að reyna að planta
þeim ótta inn í þá umræðu sem nú
á sér stað um formannsslag okkar
Jóns Baldvins."
- Hvað ætlar þú að gera ef þú tapar
í kosnmgunni til formanns flokks-
ins?
„í lýðræðislegum flokki unir
maður þeirri niðurstöðu sem verð-
ur hveiju sinni."
- Getur þú unað því að tapa og
flokkurinn haldi áfram með sömu
áherslur og þú ert nú að mótmæla?
„Ég er aö gefa kost á mér til þess
að flokkurinn hafi val. Ég tel mig
geta gert þennan flokk aö fjölda-
hreyfingu og breytt áherslum hans
og ímynd í takt við þá félagshyggju-
vinda sem nú blása. Ég ætla ekki
að gefa mér langan tíma til þess.
Ég ætla ekki að gefa mér 10 ár í að
gera flokkinn aö þeirri fjöldahreyf-
ingu sem ég vil sjá og gefa honum
þá ímynd og þær áherslur sem ég
vil að uppi séu í Alþýðuflokknum.
Ef ég fæ engu áorkað á 2 árum er
ég tilbúin að gefa öðmm tækifæri
til að taka við stjóminni og sanna
sig. Jón Baldvin getur ekki ætlast
til þess að ég verði sett út í horn
með mín stefnumál og mínar skoð-
anir þótt ég tapi þessum formanns-
kosningum. Ég er tilbúin að taka
ósigri jafnt sem sigri. En þaö verða
allir aö skilja að í lýðræðislegum
flokki er ekki hægt að ætlast til að
maður hætti að standa á stefnu-
málum sínum og sannfæringu.
Flokkurinn verður að hafa rúm
fyrir mínar skoðanir líka ef ég á
að geta starfað í honum. Ég gæti
þá frekar hugsað mér að snúa mér
að öðrum viðfangsefnum og allt
eins þá að gera hlé á mínum pólit-
ísku störfum."
- Kemur sérframboð til greina ef
þú tapar?
„Það hefur ekkert slíkt komið
upp í mínum huga."
- Össur Skarphéðinsson sagði í
sjónvarpsviðtali á kosninganótt að
sigur R-listans boðaði breytingar á
flokkakerfinu á íslandi. Ertu sam-
mála því?
„Ég er hjartanlega sammála
þessu. Ég sé fyrir mér að þessi
bylgja, þessi straumur sem hefur
farið hér um í Reykjavík, er ákall
fólksins um breyttar áherslur í
málefnum borgarinnar. Fólk er að
biðja um að hin mjúku gildi taki
við af hinum hörðu gildum fijáls-
hyggjunnar. Stjómmálin hér, alveg
eins og í Evrópu, hafa verið eins
konar tæknihyggja þar sem mæli-
stika reiknistokksins er lögð á alla
skapaða hluti en mannúðleg sjón-
armið em látin vílqa. Og nú kemur
ákall frá fólkinu sjálfu um breyttar
áherslur. Þeir sem stýra stjóm-
málaflokkunum geta ekkert stöðv-
að þessa strauma. Fólk er að biðja
um jafnaðarstefnuna í fram-
kvæmd. Það er kjami þessa máls."