Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1994, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1994
11
Sviðsljós
AKUREYRI
///////////////////////////////
Afmælisveisla
á Eskifirði
í hringiðu helgarinnar
Þær Rúna Björg Sigurjónsdóttir, Erna Knútsdóttir, Herdís Steinarsdóttir og
Bára Knútsdóttir spila aUar með Skólalúðrasveit Grafarvogs og létu sig því
ekki vanta í grillveislu sem GrafarvogSsókn stóð fyrir á sjómannadaginn.
Grafarvogsbúar hafa nú loksins fengið kirkju og var fyrsta messan í stóra
sal kirkjunnar á sunnudaginn. Sóknarbömum gafst einnig tækifæri til að
skoða kirkjuna og safnaðarheimilið. Þær stöllur höfðu nýlokið að spila fyrir
nærstadda með lúðrasveitinni í tilefni dagsins.
Þessir ágætu herramenn voru heiðraðir af félögum sínum í Meistarafélagi
húsasmiða á 40 ára afmæh félagsins á laugardaginn. Þeir hafa allir starfað
mikið með félaginu og heita: Gunnar Björnsson, Jósep Halldórsson, Gissur
Sigurðsson og Ingólfur Finnbogason.
Keppendur um titlana Miss American Dream og Miss Oroblu sýndu m.a föt
frá versluninni Arma Supra á Hverfisgötu á úrshtakvöldinu sem haldið var
á Hótel íslandi á fostudaginn. Stúlkurnar klæddust herklæðum en verslunin
sérhæfir sig í hermannafotum og minjagripum úr stríðinu. Stúlkurnar tóku
sig vel út í þessum klæðnaði enda hver annarri glæsilegri.
24 síðna aukablað um Akureyri
fylgir DV á morgun.
Þar verður m.a. fjallað um Akureyri sem
ferðamannabæ og rætt við fólk í ferðaþjónustu.
Þá verður einnig hugað að mannlífi í bænum.
Farið verður í heimsókn í fyrirtæki, rætt við fólk
í atvinnulífinu og fólkið á götunni.
Heiðurshjónin Kristin Péturs-
dóttir og Þorvaldur Friðriksson
héldu nýlega upp á 70 ára afmæli
sitt í húsi Slysavarnafélagsins á
Eskifirði. Fjölmenni samfagnaði
þeim og það var mál manna að
veislan hefði verið einstök í sinni
röð. Mikið var spilað og sungið
enda margir góðir söngvarar og
tónhstarmenn í ættinni; strákamir
þeirra Stínu og Valda og aðrir
skemmtikraftar í ættinni svo sem
Björn Valur Ellertsson, séra Davíð
Baldursson, Trausti Ragnarsson,
Ágúst Ármann Þorláksson og Þor-
lákur Friðriksson.
Kristín og Þorvaldur ásamt börnum sínum. Frá vinstri: Guðmann, Ellert
Borgar, Elinborg, Friðrik, Þórhaliur og Haukur Helgi.
DV-myndir Emil Thorarensen
Sóknarpresturinn á Eskifirði, séra
Davið Baldursson, ásamt eigin-
konu sinni, Inger Lindu Jónsdóttur,
sýslumanni á Eskifirði.
Ellert Borgar, bæjarfulltrúi í Hafn-
arfirði, ásamt Kristínu móður
sinni.
Fagur fiðluleikur
Tónleikar voru í íslensku óperunni á sunnudag. Igor
Oistrakh lék á fiðlu við undirleik Natahu Zertsalova
á píanó. Á efnisskránni voru verk eftir Ludwig van
Beethoven, Johannes Brahms, Niccolo Paganini, Er-
nest Chausson og Efrem Zimbahst.
Meðal merkustu fiðluleikara á þessari öld má tví-
mælalaust telja David Oistrakh frá Sovétríkjunum.
Stíh hans einkenndist af tilfinningaríkri túlkun, mikl-
um og fógrum hljómi og miklu næmi á hrynjandi og
hendingaskipun. Sonur hans, Igor, hefur að mörgu
leyti svipaðan stíl sem glöggt mátti heyra á tónleikim-
um. Viö þær væntingar sem flestir höfðu fyrir tónleik-
ana kom þó á óvart að þessi heimsfrægi fiðluleikari
skyldi ekki hafa óaðfinnanlega tækni. Sumir erfiðir
staðir voru ekki nógu hreint spUaðir. Gætti þess einna
helst í kaprísum Paganinis sem mistókust að verulegu
leyti í flutningi. Þá spiUti það einnig fyrir þessum verk-
um að píanóið sló hljóma undir sem bæta engu við
gUdi þeirra; draga þvert á móti frekar úr skýrleika og
fletja þau út. Staðreyndin er sú að verk af þessu tagi,
sem hafa ekkert til síns ágætis annað en glæsUeika
tæknlhreUnanna, verða að fá óaðfinnanlegan flutning
til þess að gaman sé að hlusta á þau.
Oistrakh naut sín hins vegar mjög vel í öðrum verk-
um. Hin stílhreina vorsónata Beethovens hljómaði
mjög vel og sama má segja um sónötu Brahms nr. 3 í
d moU. í þessum verkum nutu sín vel hin skýru styrk-
brigði fiðluleikarans og fjölbreytt blæbrigði fiðlutóns-
ins. Hendingamótun var einnig frábærlega skýr og vel
mótuð. Hér varð mönnum ljóst að Oistrakh er túlk-
andi af fyrstu gráðu sem fær út úr tónlistinni aUt sem
hún býr yfir. Eftir hlé var komið að verkum af léttara
tagi. Poeme eftir Chausson og fantasía ZimbaUsts um
Tóiílist
Finnur Torfi Stefánsson
stef Rimsky-Korsakovs úr Gullna hananum eru prýði-
lega samin verk og faUa vel að fiðlunni þótt þau hafi
enga sérstaka Ustræna dýpt. Oistrakh lét mjög vel að
leika þessi verk. Hinn rómantíski stUl, sem á köflum
varð ofurUtið væminn, var honum greinUega mjög
auðveldur. Sama má segja um þau mörgu aukalög sem
leikin voru. Þau voru í svipuðum anda og Oistrakh fór
þar mjög á kostum. Píanóleikur Zertsalovu var yfir-
leitt skýr og vel af hendi leystur en án sérstakra til-
þrifa. Þetta voru vel heppnaðir tónleikar og áheyrend-
ur fóru glaðir heim.