Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1994, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1994, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1994 13 pv___________________________________________Neytendur Sumarblómasalan í fullum gangi: Stjúpumar em langvin- sælasta sumarblómið - seldar á sama verði og í fyrra á allflestum stöðunum „Viö seldum á miUi 60 og 70 þúsund stjúpur um síðustu helgi og um 200 þúsund stjúpur helgina þar á undan, sem er um það bil helmingur af venjulegri sumarsölu," sagði Krist- inn Einarsson, sölustjóri hjá Blómavali, en Blómaval olli miklum titringi á blómamarkaðinum fyrir skömmu þegar verslunin auglýsti 30 stjúpur í hakka á rétt tæpar þúsund krónur og svo aftur tíu stjúpur í bakka á 399 kr. Kapphlaup um kúnnann Miklu máli skiptir fyrir söluaðila að ná til neytenda þessa dagana því stjúpurnar eru mjög stór hluti af allri sumarblómasölunni, t.d. á milh 70 og 80 prósent í Blómavali. Það kom blaðamanni því á óvart hversu lítill verðmunurinn er á milli verslana en oft er engu líkara en að um verð- samráð sé að ræöa. í augnablikinu eru engin tilboð í gangi svo af þeim 15 stöðum sem neytendasíðan hafði samband við kostaði stjúpan 50 krón- ur á átta stöðum, 45 krónur á þremur stöðum og 40 krónur á fjórum stöð- um. Verðmunur á hæsta og lægsta veröi er 20%, þó ekki sé nema um 5 krónur að ræða. En það eru ekki næstum því allar verslanimar sem taka þátt í verð- samkeppninni. Einn söluaðilinn gaf blaðamanni þá skýringu að fæstar þyrðu það af ótta við verðhrun í kjöl- farið. Flestir söluaðilamir halda sig við sama verð og í fyrra en þá var algengasta verðið 50 kr. á stykkið. Harðgerð planta Ástæðan fyrir vinsældum stjúp- unnar kemur til af því að hún er ein- staklega harðgerð, blómrík og dugleg planta sem stendur alveg fram í sept- emberlok, eða þar til fer að frysta. Hún þolir íslenska veðráttu vel, jafnt sumar og sól sem slagveður, rigningu og rok. Hjá Blómavali fengust þær upplýsingar að engin ein planta kæmist með tærnar þar sem stjúp- urnar hafa hælana hvað vinsældir snerti þótt petúnía, eða tóbakshom, væri líka vinsæl. Hún ber stórt klukkulaga blóm og er síblómstrandi yfir sumarið. Neytendasíðan hafði samband við Skógræktarfélag Reykjavíkur, Ár- bæjarblóm, Byko, Blómaval, Gróðr- arstöðvamar Alaska, Garðshom, Birkihlíð, Fífilbrekku, Lund, Grænu- hlíð, Mörk, Skuld, Borg (Hvera- geröi), Engi (Laugarási í Biskups- tungum) og Garðplöntusölu ísleifs í Mosfellsbæ. Rétt er að taka fram að ekkert mat var lagt á gæði í þessari könnun. Skrúfurá visum Ef þú átt krukkur með skrúf- uðu loki er upplagt að nota þær undir nagia, skrúfur og annað smádót í bilskúmum. Til aö þær taki sem minnst pláss er best aö skrúfa lokin föst neðan á hillu í skúmum. Þegar þig vantar eitt- hvað úr krukkunum skrúfar þú þær af lokinu undir hillunni til þess aö taka þær niður en fyrir bragðið era þær alltaf á vísum stað. Silfurmunir og sykur Það er gamalt húsráð að geyma silfunnuni i dökkum klút en einnig er gott áð Jeggja nokkra sykurraola í hirsluna. Þá fellur lajigtum seinna á silfrið. Leöurstíg- velm Leður- og kuldastígvél úr mjúku leðri leggjast yfirleitt út af. Hægt er að komast hjá þessu ef snúra er fest á fatasnagann eða á hengið með klemmu á öðrum endanum. Klemman er sett efst á stígvélið og lengd snúrunnar stillt þannig að stígvélið standi rétt. Einnig er hægt að stinga pappahólkum niður I stigvélin til að halda þeim uppi. Hengi fyrir smájfólkið Hluti af því hvimleiða vanda- máli að börnin henda frá sér úti- fótunum á gólfið er að þau ná ekki upp í fatahengið. Gott ráð er því að utbúa snaga eða lítiö hengi neöarlega i skápnum svo þau getí hengt flíkumar sínar upp sjálf. Kryddskúffa Kryddskúfifa er lausn sem sparar bæöi spor og þrif. Tæmdu eina skúflú í eldhúsinu, helst ná- lægt eldavélinni, og skrúfaðu eða límdu þunna trélista langsum í botninn á henni. Leggðu kryddglösin svo á hliðina, milli listanna, og láttu miðana snúa fram þannig að þú sjáir hvað á þeim stendur. Rúmfötí sumarbú- stað Ef þú óttast að mýs komist í sumarbústaðinn að vetrarlagi og spilli rúmíötunum er ráð að hengja þau á prik uppi undir lofti. Skrúfaðu trausta króka í loftið og dragðu prikí þá. Leggðu dýnur og teppi upp á prikin og púöa má hengja upp með sterkum klemm- um. . Þú getur notað prikin til blóma- þurrkunar á sumrin og er það jafnft-amt til prýði í sumarbú- staðnum. Rfilbrekka Engi Borg Isleifur Árbæjarblóm Lundur Byko Hjá hinum í könnuninni F rístundafarsímar Nú geta þeir sem einungis telja sig þurfa að nota farsíma á kvöldin og um helgar, t.d. sumarbústaða- eigendur og eldra fólk sem lítur meira á hann sem öryggistæki, fengið símann á betri kjörum en aðrir. Póstur og sími býður lægra stofn- og afnotagjald í farsímakerfinu fyr- ir þá aðila sem einungis nota far- símann utan álagstíma, þ.e. á milli kl. 18 og 8 og um helgar. Þessir eig- endur „frístundafarsíma" borga 2.490 kr. í stofngjald í stað 11.691 kr. og 498 kr. í afnotagjald í stað 1.519 kr. Það kostar eigendur frístunda- farsíma jafn mikið að hringja inn- anlands utan álagstíma og eigend- ur venjulegra farsíma en ef frí- stundafarsíminn er hins vegar not- aður á álagstíma á virkum dögum er tekið þrefalt farsímagjald. Að matí Pósts og síma má með þessari lækkun búast við að farsímaeign verði almennari en áður. Stjúpurnar eru sivinsælar enda þola þær vel íslenska veðráttu, blómstra vel og standa lengi. Verðið á þeim er ósköp svipað hjá söluaðilum á höfuð- borgarsvæðinu en oft örlítið lægra úti á landi. DV-mynd GVA •sluninni sem tilgreind er hér til hliðar Þessi seðill gildir til: 30. júní 1994 nuio HEIMILISTÆKI OFN - blástur 8 valstillingar Verö ábur kr. 48.150,- Verb nú kr. 41.000,- 1 'dWaxr^xo HELLUBORÐ - Venjuleg 4 hrabhellur Verb kr. 10.100, HELLUBORÐ - Keramik Verb áöur kr. 40.500,- Verb nú kr. 35.000,- nmo ELDHÚS Sími 814448 Grensásvegi n i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.