Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1994, Side 15
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1994
Staða stéttarfélaga í
Evrópusambandinu
„I sambandi við undirbúning að EES-
samningunum um frelsin Qögur voru
margir sem kröfðust þess að frelsin
væru fimm, með því að starfsemi stétt-
arfélaga væri bönnuð.“
„Landslög í aðildarríkjum ESB tryggja yfirleitt ekki samningsrétt stéttar-
félaga,“ segir m.a. í greininni.
Stéttarfélög eru ekki bönnuö inn-
an ESB en staða þeirra er afar veik
sé tekið mið af stöðu þeirra á Norð-
urlöndum. Staða og réttindi al-
mennra launamanna eru spegii-
mynd þessara aðstaeðna, hvað sem
líður tölum um meðalþjóðartekjur
á mann.
Margar ástæður
Ástæður þess að stéttarfélög eru
veik innan ESB eru margar. Sem
dæmi má nefna eftirfarandi:
1. Lög í aðildarríkjum ESB kveða
ekki á um skyldu launafólks að
vera í stéttarfélagi. Hið gagnstæða
er fremur regla og algengt að fyrir-
tæki krefjist þess að launafólk sé
utan stéttarfélaga ella fái það ekki
atvinnu eða missi hana.
2. Fjármagnseigendur beita mis-
kunnarlausum áróðursmætti
fjölmiðla til að ófrægja stéttarfélög
og forystumenn þeirra í því skyni
að draga úr samtakamætti launa-
fólks.
3. Landslög i aðildarríkjum ESB
tryggja yfirleitt ekki samningsrétt
stéttarfélaga. Víða í aðildarríkjum
ESB gengur stéttarfélögum illa að
fá samningsrétt sinn viðurkenndan
af viðkomandi launagreiðendum.
4. Verkfallsréttur er í sumum
ESB-löndum ekki bundinn við
stéttarfélög heldur sérhvem ein-
stakling. Þetta þýðir að hver og
einn launamaður - ekki stéttarfé-
lagið í heild sinni - ákveður hvort
hann fylgir ákvörðun stéttarfélags
um aðgerðir.
5. í sumum ESB-ríkjum getur
vinnumálaráðherra úrskurðað að
KjaUariim
Gunnlaugur Júlíusson
hagfræðingur og formaður
Samstöðu um óháð ísland
öll samtök launafólks verði að lúta
kjarasamningi sem ein samtök
hafa gert, óháð þvi hvemig hann
er eða hver séu viðhorf annarra
stéttarfélaga gagnvart honum.
6. Mörg stéttarfélög og sambönd
stéttarfélaga innan ESB em fremur
reist á grundvelh trúarbragða,
tungumála eða landshluta fremur
en sem baráttusamtök launafólks.
Innbyrðis sundurleitni slíkra fé-
laga hefur grafið undan stöðu stétt-
arfélaga hman ESB.
Fyrrgreind atriði veikja stöðu
stéttarfélaga innan ESB og draga
mjög úr virkni þeirra. Því mega
stéttarfélög sín lítils við ákvarð-
anatöku innan aðildarríkja ESB og
í stofnunum þess. í sambandi við
undirbúning að EES-samningun-
um um frelsin fjögur vom margir
sem kröfðust þess að frelsin væm
fimm, með því að starfsemi stéttar-
félaga væri bönnuð.
Markmið ESB
Hægt er að draga saman gmnn-
markmið Evrópusambandsins á
eftirfarandi hátt:
1. Gera mörg þjóðríki að einum
hindmnarlausum heimamarkaði
fyrir evrópsk stórfyrirtæki.
2. Að reisa tollmúr gagnvart erf-
iðum keppinautum og veita evr-
ópskri framleiðslu fríðindi í sam-
keppni við þá.
3. Að setja evrópsk lög og koma
á fót yfirþjóðlegum stofnunum til
að takmarka möguleika aðildar-
landa, þjóðþinga og stjórnmála-
manna í aðildarríkjunum á að auka
hlut launafólks á kostnað fjár-
magnsins.
4. Að skapa með samningum við
önnur ríki markað fyrir iðnvam-
ing Evrópu gegn aðgangi aö mikil-
vægum hráefnum og auðlindum.
Gunnlaugur Júlíusson
Ofstækið gegn reykingum
í eina tíð var bannað að éta hrossa-
kjöt á íslandi og síðar var algert
bann á neyslu áfengra drykkja,
nema auðvitað messuvínið. Fyrra
bannið var frá kirkjunni komið en
það síðara var af rótum múha-
meðstrúar, fluttist með musteris-
riddumm til Evrópu. Það er ein-
ungis í sögu trúarbragðanna sem
fólk, einstaklingar, hefur verið of-
sótt vegna neyslu sinnar. Slíkt hef-
ir verið kaliað ofstækistrú.
Nú veltir margur því fyrir sér
hvaðan ofstækið gegn reykingum
er runnið. Allir vissu hveijir stóðu
fyrir banni hrossakjötsáts og vín-
banni. Nú dettur mörgum í hug:
Hver er á bak við grímumar, eins
og frægt varð dagana fyrir sveitar-
stjórnarkosningamar? Hverjir fel-
ast á bak viö þær? Em það ofstæk-
isfullir alþingismenn og -konur?
Eru það læknamir? Eru það
lungnakrabbameinssjúklingar sem
enn em á lífi? Em það samtök
astmasjúklinga? Era það aðstand-
endur þeirra sem em látnir, sann-
anlega af afleiðingum reykinga?
Eru þetta umhverfisráðuneytis-
fulltrúar? Eða era þetta bara leyni-
samtök sem hafa sett sér þetta
markmið? Andartak - kannski
heildsalar án tóbaksumboða sem
em að koma fótunum undan öðr-
KjaJlariim
Erla Guðmundsdóttir
löggiltur skjalaþýðandi og
dómtúlkur
um heildsölum sem þeim er illa
við?
Heilsufarfólks
Við erum öll misjafnlega vel búin
til lífsgöngunnar, líklega að mestu
leyti arfgengir eiginleikar. Við er-
um þó með langlífustu þjóðum
þessa heims. En það er engu líkara
en að mikið mannfall sé með þjóð-
inni nú og er þó enginn svartidauði
á ferð, spánsk veiki eða stórabóla.
Þetta gengur svo langt að á
sjúkrahúsum landsins er engu lík-
ara en aö reykingafólk sé að púa
út úr sér bakteríum yfir starfsfólk
og aðra sjúklinga. Þeim er þó leyft,
t.d. á Landspítalanum, að hópast
saman í gluggalausu herbergi. Era
þetta pyntingar í ákveðnum til-
gangi? Hvað snertir sængurkonur,
þá mega þær fara og reykja utan-
dyra.
Á vinnustað er reykingafólki
ekki einu sinni leyft að hafa sóma-
samlegt afdrep tíl reykinga. Nú
bæ, sem og á öðmm flugvöllum.
Þó hafa Flugleiðir lokað á reyk-
ingafólk.
Mannréttindi
Hvað er það sem má og hvað má
ekki? Við eigum lög yfir það sem
heita refsilög einu nafiii og hegn-
ingarlög öðm nafni. Ef það er refsi-
vert að reykja, hvers vegna setur
Alþingi ekki lög um slíkt og bætir
þeim inn í refsilöggjöfina? Hvað
segir vinnulöggjöfin? Hvað segja
lögin um hollustuhætti og aðbúnað
á vinnustöðum?
Hefur verið búið svo um hnútana
„Ef þaö er refsivert að reykja, hvers
vegna setur Alþingi þá ekki lög um slíkt
og bætir þeim inn í refsilöggjöfina?“
nýverið var þaö tekið upp á Kefla-
víkurflugvelli að sá sem vill við-
hafa þann ósið að reykja veröur að
fara að minnsta kostí átta metra frá
byggingu til þess! Hefur nokkur
kynnt sér andrúmsloftið almennt á
þeim vinnustað? Bensínsvækja úr
flugvélunum og allt sem þeim fylg-
ir er það sem fyllir loftið á þeim
að allt reykingafólk sé orðið sakbit-
ið af að hafa vanið sig á að reykja
og því sé það orðið þáttur í lífs-
mynstri þeirra? Er það þess vegna
sem enginn möglar gegn þessum
yfirgangi? Er þetta hræðsluher-
ferð? Af hverju iátið þið ekki í ykk-
ur heyra, þið sem reykið?
Erla Guðmundsdóttir
15
Tvöfalt gler í Ráðherrabú*
staðinn
legt að setja
tvöfalt gler í
Ráðherrabú-
staðinn við
Tjömina þótt
það hafi
eflaust verið
einfaltífrum- Jón Sigurjónsson,
gerð hússins. verkfræölngur hjá
Húsið er allt Rannsóknasl. bygg-
hið vandaö- inaariönaðarlns.
asta og eina ástæðan fyrir að ekki
var tvöfalt gler í uppranalegri
mynd er aldur þess. Allir sem
muna eftir hvernig er að hafa ein-
falt gler í gluggum vita að eini
kostur þess er rómantískar frost-
rósir í köldu vetrarveðri sem þá
myndast úr hrimi innan á rúðun-
ura. Engin rós er án þyma stend-
ur einhvers staðar og það á jafn-
vel við um þessar frostrósir. Um
leið og eitthvað hlýnar breytast
þær í vatn sem er raunar miður
og skemmir bæði gluggann og
jafhvel næsta umhverfi hans.
Þetta veldur sífelldu og hvim-
leiðu viðhaldi gluggans og styttír
endingu hans.
í nútíma húsum meö tvöföldu
gleri tapast að jafnaði um þriðj-
ungur upphitunarvarmans út um
glugga hússins. Tvöfalt gler ein-
angrar mun betur en einfalt, þvi
veldur loftbiliö miili glerjanna.
Af þessum tveimur orsökum,
rakaþéttingarhættunni og þeirri
orkusóun sera einfalt gler veldur,
er löngu búið að ákveða í bygg-
ingarreglugeröum að nota skuli
a.m.k. tvöfalt gler."
Eyðileggur útlit
„Það var
búið að
augnstinga
Ráðherrabú-
staðinn að
liluta til, þaö
er að segja
taka alla
ramma eða
fög úr húsinu
og setja tvö-
fait verk-
smiðjugler í staðinn. Það er hefð-
bundin aðferð sem hefur tíðkast
mjög Iengi og hún eyðileggur út-
lit húsa. Þegar til stóð að gera viö
glugga Ráðherrabústaðarins var
ákveðið að smíða ný fög í húsiö
aftur eins og alltaf er gert við frið-
uð hús. Til þess að halda í upp-
mnalegt útlit hússins var ákveð-
iö að sefja einfalt gler í þessa
ramma og kítta það á hefðbund-
inn hátt. Viö leggjum áhersiu á
að handverkiö og útlitið sem fylg-
ir því sjáist.
Viö erum alls ekki að leggja það
til að síðan eigi að vera einfalt
gler í þessu húsi eða öðrum hús-
ura heldur leggjum eindregiö til
að settir séu innri rammar sem
annaðhvort séu fastir við hina
rammana eða lausir og opnist inn
eins og hefö er fyrir úti um alla
Evrópu og Noröurlönd. Það gefur
ívið betri hitaeinangmn og allt
að helmingi beu-i hljóðeinangr-
un. Tæknilega séð, ef rétt er að
staðið, er þetta betri lausn en
verksmiðjugler sem oft vill bila,
og menn þekkja þaö að hafa móðu
milli gleija.
Varöandi kostnaö er rétt að
taka það fram aö þetta getur ver-
iö ívið dýrari lausn en tvöfalda
glerið. Þá ber þess að gæta aö oft
þarf ekki að smiða nýja glugga í
hús heldur einungis gera við.
Frágangur viö að taka glugga úr
og í sparast þá þannig aö kostnaö-
ur getur orðið svipaður."
Magnús Skúlason,
arkitekt bjá húsfrið-
unamefnd.