Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1994, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1994, Síða 25
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1994 25 Fréttir - en þrjá hoplaxa líka Orn Sigurhansson með stærsta laxinn úr Norðurá og stærsta laxinn ennþá í stangaveiðinni á þessu sumri, 18,5 punda á Munaðarnessvæð- inu í Norðurá i Borgarfirði. Norðurá var rétt kringum 100 laxa í gærkvöldi. DV-mynd Hannes Laxveiðin byrjar betur en margir höföu spáð fyrir um og fyrstu tölur úr veiðiánum eru bara góðar. Á þessari stundu hafa veiðiárnar sem hafa opnaö gefið næstum 200 laxa. Og það er oft þegar fiskifræðing- amir segja ekki mikið að veiðin er góð og núna voru þeir óvenjulega þögulir. Eða eins og Eyþór Sig- mundsson sagði um daginn: „Núna Véiðivon Gunnar Bender gæti orðið góö veiði því að fiski- fræðingamir segja ekki neitt.“ „Þetta var alveg ágætt, við feng- um 6 laxa og 3 hoplaxa, þetta vom laxar frá 10 upp í 15 pund og tóku allir maðk,“ sagði Hilmar Ragnars- son en hann var opna Laxá á Ásum viö þriðja mann. Þeir hættu á há- degi í gær en Laxá á Ásum er opn- uð núna fimm dögum seinna en venjulega. Það hefur greinilega sitt að segja. Þetta á víst að gera með fleiri veiðiár þetta sumarið, eins og Víðidalsá og Miðfjarðará, höfum við heyrt. „Enginn af þessum löxum sem viö veiddum var með lús, þeir hafa verið komnir fyrir einhverjum dög- um. Við fengum þessa laxa frá Efsta-Dulsa í Brúarstreng. Það var gott veöur en töluvert mikið vatn í ánni. Það vom laxar að koma í ána svo að næstu veiðimenn ættu að fá eitthvað," sagði Hilmar enn- fremur. Þeir hjá SÖ kjötvörum em í ánni fram aö hádegi í dag en þá taka þeir bræður Gunnar og Magnús Gunnnarssynir við. Blanda gaf 17 hrygnur fyrsta daginn „Veiðin byijaði vel í Blöndu og fyrsta daginn sem mátti veiða, á sunnudaginn, veiddust 17 laxar og það voru allt hrygnur," sagði Sig- urður Kr. Jónsson á Blönduósi er við spurðum frétta af Blöndu. „Einn og sami veiðimaðurinn, Kári Valgarðsson á Sauðárkróki, veiddi 7 laxa þennan fyrsta veiðidag en næsti maöur við hliðina á honum veiddi ekkert. Svona getur veiðin veriö og Kári þekkir ána feiknavel. Þetta vom laxar frá 10 upp í 14 pund,“ sagði Sigurður ennffemur. Stærsti fiskurinn er 4,5 pund „Á þessari stundu hafa veiðst um 115 fiskar hjá okkur og hann er 4,5 pund sá stærsti. Það var Skúh Pét- ursson sem veiddi fiskinn á flug- una Black Oust,“ sagði Sólveig Jónsdóttir á Amarvatni er við leit- uðum frétta af urriðasvæðinu. „Það þarf að bara að hlýna, þá fer fiskurinn að taka betur hjá veiði- mönnum, en í dag var þó 5 stiga hiti,“ sagði Sólveig Pétursdóttir í lokin. Laxá á Ásum: Opnunin gaf 6 væna laxa Wesley Snipes: listin að passa ímyndina Leikarinn Wesley Sni- pes virðist hafa áhyggjur af því hvernig almenn- ingur hugsar um hann. Leikarinn ungi er að mörgum taiinn eiga gott tækifæri til að verða næsta kyntákn kvik- myndanna. Eitthvað virðist þessi bjarta fram- tíö þó hafa ruglað piltinn íríminu. Um daginn var hann beðinn að taka þátt í góð- gerðarsamkomu til styrktar eyðnisjúkum. Leikarinn ungi þráaðist lengi við en samþykkti loks að mæta með því skilyrði að hann fengi að taka með sér tvær ungar og fallegar fyrir- sætur. Gárungamir segja að með þessu hafi Snipes viljað koma í veg fyrir allt tal um að hann væri samkynhneigður. Svidsljós Wesley Snipes, karlmennskan uppmáluð. Leikhús Námskeiö Námskeið í skyndihjálp Reykjavíkurdeild RKI gengst fyrir nám- skeiði í almennri skyndihjálp sem hefst miðvikudaginn 8. júni í Ármúla 34,3. hæð (Múlabæ). Kennt verður 3 kvöld frá kl. 19-23. Þann 15. júní verður svo haldiö námskeið um það hvernig á að taka á v móti þyrlu á slysstað. Áhugasamir skrái sig í síma 688188 kl. 8-16. Litli íþróttaskólinn á Laugarvatni býður upp á þrjú 6 daga námskeið fyrir stráka og stelpur á aldrin- um 9-13 ára (f. ’81-’85) á tímabilinu: 19.-25. júni, 26. júní-2. júlí og 3.-9. júlí. Þátttökugjaldið er kr. 16,500. Veittur verður systkinaafsláttur auk vinaafslátt- ar. Tapað fundið Gönguklúbbur Hana-nú í Kópavogi er það orðin hefð að Göngu- klúbbur Hana-nú gengur á miUi kosn- ingaskrifstofa flokkanna að morgni kosn- ingadags og tekur út stöðuna. Síðasti kosningadagur var engin undantekning í þessu efni en það voru um 100 blómum skrýddir gönguklúbbsfélagar sem gengu syngjandi á milli flokkskrifstofanna. Meðfylgjandi mynd sýnir félagana á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Kvenúr fannst Fyrir u.þ.b. viku fannst kvenúr á bíla- stæði við Hátún. Upplýsingar í síma 21509. 63 27 00 Bridgeklúbbur Félags eldri borgara í Kópavogi í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19 verður spilaður tvímenningur að Fannborg 8 (Gjábakka). ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stóra sviðið GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Simonarson Föd. 10/6, laud. 11/6, mvd. 15/6, næstsið- asta sýning, fid. 16/6, síðasta sýning, 40. sýning. „Áhugaleiksýning ársins” LEIKFÉLAG HORNAFJARÐAR sýnir ÞAR SEM DJÖFLAEYJAN RÍS eftir Einar Kárason í leikgerð Kjart- ans Ragnarssonar Sud. 12/6 kl. 20.00. f Aðeins þessi eina sýnlng. Litla sviðið kl. 20.30 KÆRA JELENA eftir Ljúdmílu Razúmovskaju Á morgun, uppselt, 170. sýning, næstsíð- asta sýning, sud. 12/6, nokkur sæti laus, síðasta sýning. LEIKFERÐ UM NORÐAUSTURLAND ÁSTARBRÉF eftir A.R. Gurney Þrd. 7/6 kl. 20.30 -Húsavik mvd. 8/6 kl. 20.30 - Skúlagaröur fld. 9/6 kl. 20.30 - Raufarhöfn föd. 10/6 kl. 21.00 - Þórshöfn Id. 11/6 kl. 21.00- Vopnafjörður Mlöasala fer fram viö Inngang á sýnlng- arstöðum. Einnig er tekið á mótl sima- pöntunum i miðasölu Þjóðleikhússins frá kl. 10-17 virka daga i sima 11200. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudagafrá 13.00-18.00 og fram aö sýningu sýningardaga. Tekiö á móti símapöntunum virka daga frákl.10. Græna linan 99 61 60. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Akureyrar Sýnir á Listahátið i Reykjavik fiarfar eftir Jim Cartwright í Lindarbæ íkvöld kl. 20.30. Miðvikudag 8. júni kl. 20.30. Fimmtudag 9. júni kl. 20.30. Forsala aðgöngumiða er i miðasölu listahátiðar í islensku óperunni dag- lega kl. 15-19, simi 11475, sýningardaga i Lindarbæ frá kl. 19. Sími 21971. Tilkyimingar Ný Ijóðabók „Vatnaliljur handa Narkissos” er heiti nýrrar ljóðabókar eftir Lárus Má Bjöms- son en í henni er einkum tekist á við tvö viðfangsefni: annars vegar menn-staði, bólfestu staða í mönnum, hins vegar álög og fjötra ástarinnar. Vatnaliijur er önnur frumsamin ljóðabók höfúndar. Félag eldri borgara í Rvík og nágrenni Þiðjudagshópurinn kemiu- saman í kvöld kl. 20. Sigvaldi leikur lög og leiðbeinir. Allir velkomnir. Farin verður kvöldferð funmtudaginn 9. júní, ekinn Bláfjalla- hringur. Upplýsingar á skrifstofu félags- ins, sími 28812, kl. 9-16 virka daga. Styrkur úr minningarsjóði Kristín Árnadóttir, sænskukennari á Akureyri, hefur fengið styrk að upphæð sænskar krónur 3.000 úr minningarsjóði Per-Olaf Forshell. Hlutverk sjóðsins er að styrkja stöðu sænskukennslu á íslandi og menningarsamvinnu milli Svíþjóðar og íslands. Ferðafélag íslands Opið hús að Mörkinni 6 (risi) kl. 20.30 í kvöld. Kynntar veröa öku- og skoðunar- •ferðir í júní og júlí. Árbókin nýja „Ystu strandir norðan djúps" liggur frammi. Árgjaldið er 3.100 kr og bókin fylgir. Heitt á könnunni, allir velkomnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.