Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1994, Page 2
2
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1994
Fréttir
Ef Jón Baldvin fellur í formannsslagnum í Alþýðuflokknum:
Ég myndi af henda nýjum
formanni lausnarbeiðni
sem ráðherra, segir Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og formaður flokksins
„Ég mun ekki kljúfa Alþýöuflokkinn. Maður sem heitir Jón Baldvin Hannibalsson gerir það ekki.“ DV-mynd BG
- Þú ert búinn að vera formaður
Alþýðuflokksins í 10 ár. Jóhanna
Sigurðardóttir segir að þér hafi
ekki tekist að fiska eins og karlinn
í brúnni á að gera. Hverju svarar
þú þessu?
„Lítum á hvað mér hefur tekist
og ekki tekist. Ég tók við for-
mennsku í Alþýðuflokknum þegar
hann var í stjórnarandstöðu 1984
og þá mælduð þið á DV flokkinn
meö aðeins 4 prósenta fylgi. Mér
tókst á árabilinu 1985 til 1987 aö
endurreisa flokkinn meö mínum
samstarfsmönnum og efla hann að
fylgi. Viö náöum málefnalegu
frumkvæði og frumkvæði í mynd-
un ríkisstjórnar síðar. Fylgi hans
1991 var 15,5 prósent. Nokkrum
vikum áöur mældist hann með 11,7
prósenta fylgi í skoöanakönnum
DV. Staða hans í skoðanakönnun-
um er vanmetin. Við höfum verið
í fjórum ríkisstjórnum síðastliðin
sjö ár. Þetta er mesta erfiöleika-
tímabil íslensku þjóðarinnar á lýð-
veldistímanum. Það er pólitískt
lögmál að stjómarflokkur hlýtur
að gjalda þess þegar fólk upplifir
minna í pyngjunni eða upplifir kja-
raskerðingu og hefur orðið fyrir
vonbrigðum. Þá kenna menn
stjórnarflokkum um. Enginn hefði
fengið því breytt, hver sem hefði
verið formaður. Gagnrýni Jóhönnu
Sigurðardóttur á fylgisstöðu
flokksins er þar aö auki ótrúverðug
vegna þess að hún kemur frá henni.
Hún hefur verið varaformaður
flokksins nær allan tímann eða sex
ár. Hún hefur verið ráðherra
flokksins i öllum þessum ríkis-
stjórnum. Hún ber sameiginlega
ábyrgð á stefnu og framkvæmd."
- Jóhanna segist muni afla flokkn-
um meira fylgis en þú getir í kom-
andi þingkosningum?
„Eitt era vinsældir sfjómmála-
manna. Vinsældir félagsmálaráð-
herra seinni misserin mælast stöð-
ugt miklar. Þaö er athyghsvert að
þær vinsældir eru hvað mestar
meðal yfirlýstra fylgismanna
stjórnarandstöðuflokkanna, and-
stæðinga Alþýðuflokksins. Hún
segir í viðtali við ykkur að fylgið
hafi ekki skilað sér til Alþýðu-
flokksins. Vinsældir hennar skila
sér ekki til Alþýðuflokksins. Fyrir
utan það sem ég sagði um erfið-
leikatímabilið sem bitnar á stjórn-
arflokki er ein skýring á því sem
Jóhanna gleymir og hún er þessi.
Það er ekki trúverðugt ef ráöherra
í ríkissijóm fríspfiar, firrir sig
ábyrgð, gerir ágreining í fiölmiðl-
um, gagnrýnir samstarfsmenn sína
fyrir tillögur sem við sameiginlega
bemm ábyrgð á. Það getur aflað
vinsælda en það er á kostnað sam-
starfsmanna. Það er ótrúverðugt
og skaðar AIþýðuflokkinn.“
- Jóhanna segir Alþýðuflokkinn
vera hægri flokk, framlengingu af
Sjálfstæðisflokknum. Hverju svar-
ar þú þvi? ____________________
„Það er einfaldlega rangt. Al-
þýðuflokkurinn er róttækur umbó-
taflokkur. Jafnaðarmönnum mörg-
um sámar það þegar trúnaðarmað-
ur flokksins notar sömu árásimar
á flokkinn og andstæðingamir. Það
kann aö vera fallið til vinsælda hjá
andstæðingunum en styrkir ekki
flokkinn. Um það má segja eins og
foröum að þeim er hún verst er hún
unni mest. Stjórnmálamaður, sem
sækist eftir formennsku í flokki,
getur ekki leyft sér þann munaö
að firra sig ábyrgð. Allra síst getur
hann leyft sér að velta ábyrgðinni
af óvinsælum ákvöröunum yfir á
aðra. Þess vegna er ekki allt sem
sýnist þegar Jóhanna segist ætla
að auka mjög fylgi Alþýðuflokksins
verði hún formaður. Hún verður
ekki í þeirri aðstöðu að vera í vin-
sældaleik sem formaður. Þá verður
hún að bera ábyrgö.“
- Þegar þú fórst fram gegn Kjart-
ani Jóhannssyni og felldir hann var
atburðarásin ekki ósvipuð og nú.
Er ekki Jóhanna að nota sömu rök
eftir sveitarstj órnarkosningarnar
nú?
„Það er einn reginmunur á þessu
tvennu. Ég var ekki í forystu Al-
þýðuflokksins 1984. Flokkurinn
var ekki í ríkisstjóm. Ég bar ekki
sömu ábyrgð og Jóhanna ber nú á
stefnu og störfum Alþýðuflokksins.
Mín gagnrýni á stefnu flokksins og
starfsárangur var trúverðug vegna
þess að ég bar ekki ábyrgð á þeim
ógöngum sem Alþýðuflokkurinn
var þá í. Þá var Alþýðuflokkurinn
í slæmri pólitík. Það er hann ekki
nú.“
- Er umræðan um aðildumsókn að
ESB eða ekki punkturinn yfir iið í
langvinnum deilum ykkar Jó-
hönnu?
„Jóhanna Sigurðardóttir hefur
aldrei fyrr en í blaðaviðtali um
daginn gert nokkum ágreining um
Evrópustefnu Alþýðuflokksins.
Hún hefur verið afskiptalítil um
þau mál eins og mörg önnur. Þó
hefur hún sem félagsmálaráðherra
verið mjög jákvæð 1 samstarfinu
um félagsmálaþátt EES. Ég ætla
ekki að láta flokksþing Alþýðu-
flokksins gera eitt eða neitt í því
efni. Staða málsins er þessi. Starfs-
hópur sem hefur unnið vel og
dyggilega undanfama mánuði mun
leggja fyrir flokksþing drög að
stefnuyfirlýsingu. Þaö er almenn
stefnuyfirlýsing. Þar verður stillt
upp hverra kosta við eigum völ og
markaðar meginlínur að því er
varðar framtíðarstefnuna. “
- Þið Jóhanna hafið deilt i mörg
ár. Þessar deilur ykkar enduðu með
Yfirheyrsla
því að hún sagði af sér sem vara-
formaður. Hvort eru deilur ykkar
málefnalegar eða persónulegar?
„Þegar Jóhanna greip tfi þess
ráðs, vegna óánægju meö ákvörð-
un þingflokksins um val á ráðherr-
um, að segja af sér, þá sagði hún
að þetta væri ekki málefnalegt
heldur persónulegt. Hún gagn-
rýndi vinnubrögð formanns og
taldi sig hafa verið sniðgengna. Það
átti þó ekki við um ákvörðun um
ráðherraskipanina. Það var ekki
ákvörðun formanns. í fyrsta sinn í
sögu þingflokks Alþýðuflokksins
gengum við tfi atkvæða í þingflokki
um val á ráðherrum fremur en að
formaður gerði tillögur um þá. Ég
verð samt að taka það trúanlegt
sem hún segir nú aö þetta sé mál-
efnaágreiningur. Og um hvað er
hann? Hún nefnir tfi ríkisfjármál,
velferðarmál og ESB-mál, sem
aldrei hefur verið ágreiningur um
mifii okkar. Þetta er allt í mynstri.
Það hafa alltaf komið upp upphlaup
í tengslum við afgreiðslu fjárlaga á
hverju hausti. Þar hefur defian
snúist um fasta liði eins og venju-
lega. Alþýðuflokkurinn hefur fylgt
fram þeirri stefnu að nauðsynlegt
sé aö gæta aðhalds og spamaðar í
ríkisrekstri, svo fremi að ekki
næðist samstaða um að hækka
skatta eða auka enn á erlendar
skuldir. Þessar defiur hafa því snú-
ist um kröfur hennar í einhverjum
tilteknum málum um meiri pen-
inga. Þær eru ótaldar stundirnar
sem ég hef þurft að semja við sam-
starfsaðila í ríkisstjóm tfi að afla
þessara peninga. Það hefur auðvit-
að verið erfitt því viö höfum þá
þurft aö koma meö tillögur um
hvar eigi að skera niður á móti. Það
er ekki auðvelt. Mér þykir það
ósanngjarnt af Jóhönnu, eftir allt
það sem við samstarfsmenn henn-
ar höfum á okkur lagt tfi þess að
verða við hennar óskum, aö gera
þennan ágreining opinberan áður
en niðurstaða er fengin. Tfi þess
eins að láta líta svo út að hún ein
standi fast á auknum fjárveitingum
til góðra mála en við hinir séum á
móti. Fram hjá því verður ekki
horft að niöurstaðan hefur ævin-
lega orðið sú aö málin hafa verið
leyst. ímyndin hefur aftur á móti
orðið sú að félagsmálaráðherra
hafi sett úrslitakosti og aðrir orðið
að beygja sig fyrir þeim. Þetta er
spurning um vinnubrögð. Jóhanna
gagnrýnir vinnubrögð min sem
hún kallar sólóspil. Ég hef aldrei
kynnst hjá neinum öðrum stjórn-
málamanni en henni svona vinnu-
brögðum. Eg tel að þau séu til þess
fallin að afla henni vinsælda en
skaða ímynd flokksins. Og í annan
stað em þetta vinnubrögð sem for-
maður í flokki getur ekki leyft sér
að beita. Hann getur ekki sýnt sam-
starfsfólki sínu slíkt tilhtsleysi og
yfirgang.
- Er einhver minnsta von til þess
að þið Jóhanna getið unnið saman
eftir þetta, hvernig sem formanns-
kjörið fer?
„Ég hef sem formaöur flokksins
verið seinþreyttur til vandræöa út
af þessum endurteknu upphlaup-
um Jóhönnu í tengslum við fjárlög.
Ég hef þagað en ekki skýrt frá
málunum opinberlega. Ég hef lagt
mig fram um aö fá niðurstöður.
Mér hefur samt tekist að tryggja
samstööu í flokknum. Niðurstaðan
hefur að vísu orðið á kostnað
ímyndar Alþýðuflokksins. Ég tek
undir það sem Jóhanna segir. í
jafnaðarmannaflokki verður að
vera rúm fyrir skoðanir Jóhönnu
Sigurðardóttir. Það verður hka að
vera rúm fyrir skoðanir meirihluta
flokksins sem nútímalegs jafnaðar-
mannaflokks. Ég segi það hreint
út. Ágreiningurinn er mestan part
tilbúinn og ég sanna það með því
að segja hann hefur alltaf verið
leystur. En varðandi spurninguna
um samvinnu okkar Jóhönnu í
framtíðinni þá bendi ég á að ég hef
getaö átt samstarf við Jóhönnu og
náð niðurstöðu í málum allan
þennan tíma. Það er óbreytt að
minni hálfu.. Hins vegar verða
menn að horfa á staðreyndir mála.
Viö erum í ríkisstjórn. Ég hef leitt
okkar flokk í mörgum ríkisstjóm-
um. Ég er utanríkisráðherra og hef
borið ábyrgð á Evrópustefnunni,
bæöi gagnvart flokki og ríkisstjórn
í bráðum 7 ár. Ef samstarfsmaður
minn í ríkisstjórn býður sig fram
tfi formennsku í Alþýðuflokknum,
á þeirri forsendu að hann sé ósam-
mála stefnu flokksins í Evrópumál-
um og nær kjöri, þá er það van-
traust á störf mín sem utanríkis-
ráðherra. Viðbrögð mín yrðu þessi:
Ég myndi afhenda nýjum formanni
lausnarbeiðni tfi að gefa honum
kost á aö velja sér annan mann,
sem hann bæri traust til að fram-
fylgja sinni stefnu í þessum mikil-
vægu málum. Að vísu er þess aö
geta að í Alþýðuflokknum er þaö
þingflokkurinn sem tekur slíkar
ákvarðanir. Þess vegna spyr ég í
ljósi þess að Jóhanna segist vera
aö stilla sér upp á grundvelli mál-
efnaágreinings: Lítur hún eins á ef
flokksþingið hafnar kröfum henn-
ar og hún nær ekki kjöri að hún
ætti þá að gefa núverandi formanni
fuht svigrúm til þess að ná sam-
stöðu um forystusveit til aö fram-
fylgja stefnu flokksþingsins? Einu
er við að bæta. í lýðræðislegum
flokki eiga menn að vera reiðubún-
ir tfi þess að taka sigri jafnt sem
ósigri. Ég mun beygja mig undir
vilja flokksþingsins bæði um val á
forystumönnum og málefnum. Ég
mun ekki kljúfa Alþýðuflokkinn.
Maður sem heitir Jón Baldvin
Hannibalsson gerir það ekki. Sum-
ir mundu ætla aö kona sem ber
nafnið Jóhanna Sigurðardóttir og
er nafna ömmu sinnar Jóhönnu
Egilsdóttur myndi ekki gera það
heldur. Það á að vera rúm fyrir
okkar skoðanir í flokknum. En þá
veröa líka vinnubrögðin að breyt-
ast.