Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1994, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1994 •5 Fréttir Landasalan áætluð út frá kolasíunotkun: Ríkið tapar milljarði „Viö gerðum fyrir nokkru könn- un á sölu ávirkra kola sem notuð eru í kolasíur en þau nota eiginlega engir nema bruggarar. Samkvæmt innflutningi á þeim reiknaðist okk- ur til að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefði tapað milljarði af sölu brenndra drykkja. Rétt er að taka fram að þá áætluðum við að ein- ungis helmingur innfluttra kola hefði verið notaður til áfengisfram- leiðslu," sagöi Ólafur Guðmunds- son, rannsóknarlögreglumaður hjá forvarnardeild lögreglunnar í Reykjavík. Kolasíur eru notaðar til að sía landa og reiknaði Ólafur dæmið þannig að landasalan hefði komið í stað áfengissölu Áfengis- og tó- baksverslunarinnar. Rétt er að taka fram að ávirk kol eru sjaldgæf til annarra nota og sérstök tegund ávirkra kola er notuð til áfengis- framleiðslu. í DV í gær var greint frá þvi að ungmenni á aldrinum 12 til 24 ára hefðu eytt um 100 milljónum til landakaupa á seinasta ári ef marka má skoðanakönnun sem Gallup gerði í apríl. Samkvæmt þeirri könnun drukku umrædd ung- menni að meðaltali 1,5 lítra af landa á seinasta ári. Er þá eftir að telja þá sem eldri eru og neyta einnig landa í ríkum mæli. Ólafur sagði útreikninga blaðsins í gær, sem byggðust á Gallup- könnuninni, nokkuð raunsæja en þó væri erfitt að finna út neyslu- venjur ákveðinna aldurshópa. Þá er einnig rétt að árétta um- mæli lögreglumanns í samtali við DV í gær. Þar sagöi hann að á þeim tíma sem könnunin náði til, það er síðastliðins árs, hefðu sérstakar aðgerðir staðið yfir gegn bruggur- um og eitthvað hefði slegið á fram- boðið um tíma. Fyrir þann tima mætti því gera ráð fyrir að fram- boðið hefði verið enn meira og nú hefði framboðið aukist á ný. Þetta væri ljóst af þvi að engar sérstakar aðgerðir lögreglu gegn bruggurum hefðu staðið yfir frá því í desember síðasthðnum. Síldin hafi for- gang á loðnuna „Það er ekki ólíklegt að framtíð- arskipting norsk-íslenska síldar- stofnsins sé undir því komin hversu mikið við náum að veiða úr stofnin- um og því hljótum því að sinna síld- inni á undan loðnunni sem við getum veitt síðar í haust eða jafnvel eftir áramót," segir JÓhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðv- ar Þórshafnar, um væntanlega síld- veiði á næstunni. í gær var vitað um eitt skip sem var á leið á miðin austur af Langa- nesi þar sem hafrannsóknaskip fann mikla síldargöngu í síöustu viku. Fleiri skip eru á leiðinni og má búast við aö það skýrist mjög fljótlega hvað þarna er á ferðinni, hversu mikla síld er um að ræða og í hvaða ásig- komulagi hún er. „Svo á alveg eftir að koma í ljós hvað við fáum mikið í okkar hlut af þessum stofni, hvort það verður helmingur, 80% eöa jafnvel ekki nema 2%. Það fer að sjálfsögðu eftir því hvernig við sinnum þessum hlut- um. Einnig spilar þar inn í að ef síld- in er jafn veiðanleg og loðnan þá er síldin verðmætara hráefni. Þar er því meiri tekjuvon og þetta er óneitan- lega spennandi," sagði Jóhann. Hann sagði að í bræðslunum á Norður- og Austurlandi væru menn á fullri ferð að undirbúa móttöku á loðnu strax í næsta mánuði. Fregn- imar um síldargönguna hefðu ein- ungis hraðað þeim undirbúningi. Fyrsta sildin úr norsk-íslenska síldarstofninum i nær 30 ár var söltuð i Neskaupstað á laugardag, 4. júní, i tilefni sjómannadagsins. Síldin var úr afla rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar sem fann sildina á dögunum við landhelgismörkin þar sem hún var á leið í ætisleit til íslands - í islenska firði. Sildin var söltuð upp á gamla mátann og kom fjöldi fólks til að horfa á. Rifjaði það upp þá gömlu, góðu daga í síldarævintýrinu mikla um og eftir 1960. DV-mynd Hjörvar Sigurjónsson, Neskaupstað Greiðslukjör til allt að 36 mánaða án útborgunar. Úrval notaðra bíla j.-a» Toyota Camry XLi 2000 ’87, ss„ 4 Hyundai Elantra 1600 ’93, 5 g„ 4 d„ grár, ek. 110 þús. km. d„ hvítur, ek. 18 þús. km. Verð 650.000 Verð 1.120.000 13. Suzuki Swift 1000 ’90, 5 g„ 5 d„ blár, ek. 70 þús. km. Verð 450.000. TILBOÐ VIKUNNAR Mazda 323 F 1600 ’92, 5 g„ 5 d„ blár, ek. 33 þús. km. Verð 1.130.000 Lada Samara 1500 '92, 5 g„ 4 d„ rauður, ek. 13 þús. km. Verð 560.000 Hyundai Exel 1500 ’88, ss„ 5 d„ hvítur ek. 76 þús. km. Verð 420.000 2. MMC Lancer 1800 ’90, 4x4, 5 g„ 5 d„ blár, ek. 62 þús. km. Verð 990.000 Lada Sport 1600 ’91, 5 g„ 3 d„ rauður, ek. 62 þús. km. Verð 550.000 Lada Safír 1300 ’91, 4 g„ 4 d„ hvítur, ek. 34 þús. km. Verð 290.000 Mazda 323 1500’89 ss„ 3 d„ Ijós- brúnn, ek. 85 þús. km. Verð 490.000 MMC Lancer 1500 ’89, 5 g„ 4 d„ Ford Escort 1300 ’86, 5 g„ 3 d„ ek. 94 þús. km. Verð 640.000 rauður, ek. 100 þús. km Verð 260.000 Renault Expres ’88, 5 g„ 4 d„ hvítur, ek. 112 þús. km Verð 420.000 Subaru 1800 GL ’87, 5 g„ 5 d„ hvitur, ek. 84 þús. km. Verð 680.000 Opið virka daga kl. 9-6, laugardaga 10-14. ■ NOTAÐIR BIIAR 814060/681200 smxjuiWÆisnnAirr 12. LADA Lada Samara 1500 ’94, 5 g„ 4 d„ Ijósblár, ek. 5 þús. km. Verð 660.000 NOTAÐIR BÍLAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.