Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1994, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1994, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1994 Viðreisnairómaiitík Orðabókarskilgreining á rómantík er m.a. sú, að hún sé „óraunhæf gyllandi viðhorf, ósk- hyggja, vökudraumar." Viðeyjar- viðreisn byggist á rómantík af þessu tagi. Menn áttu sér vöku- drauma um að endurskapa stjóm sem þeir sáu í Ijósi gyllandi við- horfa. Reynslan af Viðeyjarviðreisn bendir til þess að vökudraumarnir um stjórnina hafi verið óraunhæfir enda er Davíð Oddsson enginn Bjami Benediktsson og Jón Bald- vin enginn Gylfi Þ. Gíslason. Brenglað mat Þar að auki byggðist óskhyggjan um endurfædda viðreisn á brengl- uðu mati á ágæti hennar. Dr. Gylfi Þ. Gíslason reynir að festa við- reisnarrómantikina í þjóðarvit- undinni með bók sinni um við- reisnarárin. Eldri menn eru þó reynslunni ríkari þótt þeir hafi gagnrýnt bókina minna en efni standa til. Viðreisnarstjómin tapaði kosn- ingunum vorið 1971 vegna reynslu fólksins af framkvæmd viðreisnar- stefnunnar. Til eru góöar heimildir um áhrif viðreisnar á kjör fólksins í landinu, m.a. lýsingar sigurvegara kosning- anna 1971. Einkenni viðreisnar í stuttu og hnitmiðuðu máli rifj- aði Ólafur Jóhannesson, þá forsæt- isráðherra, upp einkenni stjórnar- stefnu viðreisnar á fundi í Fram- sóknarfélagi Reykjavíkur 27. júní 1974 og sagði: „Stjórnarstefna viðreisnartíma- bilsins einkenndist m.a. af gengis- fellingum og atvinnuleysi, kjara- skerðingu og stríði við launþega- samtökin, aðgerðarleysi í landhelg- ismálinu, undirlægjuhætti gagn- vart útlendingum í utanríkis-, vamar- og stóriðjumálum, sinnu- leysi um endurnýjun skipaflotans KjáUarinn Dr. Hannes Jónsson fyrrv. sendiherra vegna vantrúar á höfuðatvinnu- vegi okkar þannig að togaramir vom látnir grotna niður úr 43 í 20 á tímabilinu, og vanrækt var að endumýja og viðhalda frystihús- unum.“ Síðar bætti Ólafur við lýsinguna og sagði: „Á viðreisnartímabilinu var gengið lækkað fjórum sinnum og samtals 81,5% gagnvart dollar þannig að dollarinn kostaði hðlega 16 krónur 1959 en liðlega 88 krónur í lok viðreisnartímabilsins. Handa- hóf og skammvinn gróðasjónarmið einkagróðahyggjumanna vom lát- in ráða forgangi fjárfestingarfram- kvæmda, launþegar voru látnir búa við öryggisleysi og atvinnu- leysisvofan gekk ljósum logum um land allt með þeim afleiðingum, að fjöldi fólks flúði til útlanda, einkum Svíþjóðar og Ástralíu, í atvinnu- leit... Utanríkisstefna viðreisnar einkenndist af aftaníossahætti og undanlátssemi við erlenda aðila, en í atvinnumálum var vantrú íhalds og krata á þjóðlegum at- vinnuvegum allsráðandi og oftrú þeirra á erlendu framtaki." Stingur þessi lýsing Ólafs vissu- lega í stúf við lýsingar Gylfa og veitir innsýn í þau óraunhæfu og gyllandi viðhorf, sem viðreisnar- rómantíkin byggist á. Ólafur reynist sannspár, þegar hann sagði að gera verði ráð fyrir því, að viðreisnarstefnan „verði á ný framkvæmd, komist þessir flokkar aftur til valda“ og að við gætum þá átt von á sama ástandi og á viðreisnartímabilinu. Kannast menn ekki allt of vel við þetta ástand nú, 1994? Dr. Hannes Jónsson „Viðeyjarviðreisn byggist á rómantik af þessu tagi,“ segir dr. Hannes m.a. í greininni. „Reynslan af Viðeyjarviðreisn bendir til þess að vökudraumarnir um stjórn- ina hafi verið óraunhæfir enda er Dav- íð Oddsson enginn Bjarni Benediktsson og Jón Baldvin enginn Gylfi Þ. Gísla- Opið bréf til forseta Hæstaréttar Forseti Hæstaréttar íslands, hr. Hrafn Bragason: Ég fékk boðsent bréf þitt, dags. 2. júní 1994, þar sem þú fjallar um ummæli þín um sjúka menn á málþingi Dómarafélags ís- lands og Lögmannafélags íslands á Þingvöllum 27. maí sl. Bréfið er stílað til mín og Lög- mannafélags íslands og í þvi felst afsökunarbeiðni þín til mín og Lög- mannafélagsins ef ég skil þig rétt. Ég, fyrir mitt leyti, vil ekki taka afsökunarbeiðni þína góða og gilda og valda því ýmsar ástæður. Ekkert sinnt kröfum mínum Ég vil fyrst nefna að í bréfinu segir þú að ummæh þín um sjúka menn hafi ekki átt við um mig. Er ekki ástæða til að taka við afsökun- arbeiðni frá manni sem telur sig ekki hafa haft í frammi þá háttsemi sem hann biðst afsökunar á. Þá er afsökunarbréfið með þeim ann- marka að þú yfirlýsir að Tryggvi Gunnarsson hæstaréttarlögmaður hafi á Þingvahafundinum fjallað um nokkra dóma Hæstaréttar á ósæmilegan hátt að þínu mati. Ég dreg í efa réttmæti þeirrar athuga- semdar og að hún hafi átt við í af- sökunarbréfmu. Meginástæður mínar fyrir því að neita að taka ghda afsökunarbeiðni þína eru þó þær að þú hefur sem embættismaður Hæstaréttar ís- lands skrifað leynibréf, m.a. th hér- aðsdómstólanna í landinu, og m.a. Kjallarinn Tómas Gunnarsson lögmaður farið niðrandi orðum um lögmenn og störf þeirra og flokkað lögmenn. Hefur þú, forseti Hæstaréttar ís- lands, á þann hátt haft ólögmæt afskipti af störfum héraðsdómstól- anna sem eiga að vera óhlutdrægir og sjálfstæðir. Auk þess hefur þú sem forseti Hæstaréttar að rnínu mati brotið starfsskyldur þínar og ekki sinnt ítrekuðum óskum mín- um um að upplýsa mig um á hvaða gögnum skjöl Hæstaréttar sem varða mig persónulega eru byggð. Hefur þú, forseti Hæstaréttar ís- lands, ekkert sinnt kröfum mínum um opinbera rannsókn á þessum atriðum og fleirum. Hvað meintan sjúkleika manna, sem tengjast réttarkerfinu, varðar getum viö látið það hggja á mhli hluta hvort atvikið á Þingvöllum var slys eða ekki. Fram hjá hinu verður ekki horft aö valdamenn réttarkerfisins hafa notað sjúk- leikaákvæði réttarfarslaga ótæpi- lega og á óréttmætan hátt að mínu mati. „Persónulegur harmleikur“ Ég minni á að Þorgeir Þorgeirs- son rithöfundur fékk ekki að flytja mál sitt sjálfur fyrir Hæstarétti Is- lands á sínum tíma en átti síðan mikinn hlut að flutningi þess sama máls fyrir Mannréttindanefnd Evr- ópuráðsins og Mannréttindadóm- stólnum í Strassborg. Þá hefur mér verið sagt að fréttamaður sem spurði Valtý Sigurðsson, formann Dómarafélags íslands, um fuhyrð- ingu mína um lögbrot, tengd dóm- stólunum, hafi fengið það svar að þar væri um „persónulegan harm- leik“ að ræöa. Friðgeir Bjömsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykja- víkur, kom þeim skhaboðum til mín að hann hefði haft miklar áhyggjur af mér. Loks vh ég nefna dóm Hæstarétt- ar í máh nr. 185/1994, upp kveðinn 18. maí 1994, en þar segir: „Það er ljóst, að það er ekki á færi Jóhönnu Tryggvadóttur, sem flutt hefur þetta mál og önnur að undanfórnu, að reka mál þannig fyrir dómstól- um, að viðunandi sé, sbr. dóma Hæstaréttar 24. nóv. 1993 og 29. aprh 1994. Héraðsdómara í þessu máh er rétt að taka afstöðu th þess, hvort neyta beri úrræða 6. mgr. 17. gr. laga nr. 91/1991.“ Héraðsdómari í Reykjanesi sinnti þessari ábend- ingu Hæstaréttar engu og dæmdi hinn 26. maí 1994 gegn Jóhönnu án þess að fjalla um hæfi hennar. Tómas Gunnarsson „Meginástæður mínar fyrir því að neita að taka gilda afsökunarbeiðni þína eru þó þær að þú hefyr sem emb- ættismaður Hæstaréttar Islands skrif- að leynibréf, m.a. til héraðsdómstól- anna í landinu.. Úrelf löggjöf „Lögin um stéttarfélög og vinnudeil- ur á almenn- um markaöi eru frá 11. júní 1938 og verða því 56 ára gömul innan fárra HannesG.Sigurðs- daga. Lögin aðstoðarfram- eruekkimikh "væmdast.or, VSi. að vöxtum og eru aðeins 18 grein- ar enda hefur á þessari rúmu hálfu öld sem þau hafa ght þurft að leita th dómstóla með fjölda áhtamála vegna þess hve lögin eru óljós. Lögin eru barn síns tíma og eru sett við allt aðrar aðstæður en þær sem ríkja í dag. Á þeim tima voru réttindi launa- manna næsta lítil en nú eru öll helstu réttindi þeirra tryggð i margvíslegri löggjöf. Verkfah meinatækna opnaði augu margra fyrir því hversu óeðhlegt það er að lítið brot starfsmanna geti lamað stærsta vinnustað landsins svo vikum skiptir og valdið með því stór- fehdu tjóni. Sömu aðstæöur eru uppi á mörgum sviðum. Sú sér- staða að við búum á eyju skapar vissum stéttum yfrrburðastöðu th að knýja fram sérhagsmuni sína á kostnað annarra. Jafnframt skapa þessar aðstæður óöryggi í öhum atvinnurekstri. VSÍ hefur á undanförnum árum einkum bent á tvö atriði sem lag- færa þarf í núverandi löggjöf, þó ljóst sé að semja þurfi ný lög frá grunni. Þar má fyrst telja að færa þarf verkfahsheimhdina frá trúnaöarmannaráöi stéttarfélaga til félagsmannana þennig að þeir eigi þess kost að taka sjálfir ákvörðun um vinnustöðvun i leynhegri, skriflegri atkvæða- greiðslu. Hitt er að vinnustöðvan- ir gagnvart einstökum fýrirtækj- um verði einungis heimilar að því thskildu aö þær taki tíl ákveðins lágmarksflutfahs stai-fsmanna þeirra. Fráleitar f or- sendur „Ég tel það vel geta kom- iötilgreinaað endurskoða eitthvað í vinnulöggjöf- inni.Súmein- semd sem þeir viröast hins vegar sjá . .. hjá Vinnu- son>for8e,iASI- veitendasam- bandinu í of miklu valdi verka- lýðsfélaganna og of htlum sveigj- anleika á vinnumarkaöi vegna of mikhs valds félaganna er hins vegar út í hött, Það finnst mér ekki vera sú ástæða sem thefhi getur gefið til endurskoðunar á vinnulöggjöfinni því sveigjan- leiki á vinnumarkaði er sennhega meiri hér heldur en nokkurs staðar í Evrópu. Endurskoöun löggjafarinnar gæti hins vegar farið fram af ein- hverjum tæknhegum ástæðum þó ekki væri nema vegna þess að hún er fVá árinu 1938. Vel má vera að bæta þurfi einhverju inn I hana, sem síðar er komið th, ekki sist nú þegar við erum að tengjast nýjum svæðum með EES-samningnum. Forsendurnar sem þeir gefa sér, sem sagt það að draga verði úr möguleikum smáhópa th að valda stórtjóni með verkföhum, eru hins vegar alveg út í hött.“ BenediktDaviðs-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.