Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1994, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1994, Page 4
4 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994 Fréttir__________________________________________pv Sól Cola hræðilég mistök og upphaf ógæfu Sólar hf.: Mér liður mjög illa yfir að bregðast trausti - hef enga trú á aö nokkur vilji ráða mig, segir Davíö Scheving Thorsteinsson Davíð Scheving Thorsteinsson segir að það sé átakanlegt fyrir sig að hafa brugðist trausti hluthafanna sem hafi treyst sér fyrir fyrirtækinu. Hann segist bera alla ábyrgðina á því hvernig fór fyrir Smjörliki-Sól. DV-mynd Brynjar Gauti - Nú hefur þú verið einn af vinsæl- ustu stjórnendunum í íslensku við- skiptalifi siðustu árin og Sól hf. hefur oft verið valið vinsælasta fyrirtækið í landinu. Er það ekki persónulegur ósigur að þurfa að yfirgefa fyrirtækið við þessar aðstæður? „Jú, þetta er auðvitað ömurlegt. Það er sérstaklega átakanlegt að hafa brugðist trausti hluthafanna sem treystu mér fyrir fyrirtækinu sínu og rýra það fé sem þeir hafa í fyrir- tækið lagt. Fyrir mig persónulega er þetta jafn ömurlegt. Það hefur ekki verið átakalaust að komast í gegnum þessa erfiðu tíma og það hefur tekið mjög á fjölskyldu mina og mig.“ - Það hefur komið fram að þú hefur afsalað þér stórum hluta af eftir- launakröfum og segist vera með allt veðsett upp í topp, tapir um sjö millj- óna hlutafé, o.s.frv. Stendur þú ekki eftir eignalaus maður? „Nei, en enginn, alls enginn, þar með talið allir bankar og sjóðir, tapa jafn miklum peningum og ég. Ég vil þó ekki gefa upp töluna nákvæmlega. Ég afsalaöi öllum eftirlaunasamn- ingnum en ég held húsinu, með að vísu nokkrum skuldum áhvílandi, og svo fæ ég starfslokasamning meö launum í sjö mánuði. Það öryggi sem felst í því að hafa eftirlaunasamning í ellinni er horfið. Það sem mestu máh skiptir er samt auövitað ekki fasteignirnar heldur það að eiga góð böm, konu, fjölskyldu og heilsu.“ - Núverandi hluthafar koma til með að fá aðeins brot, eitthvað um 1/20 hluta, þeirrar eignar sem þeir eru skráðir fyrir. Ljóst er að stærsti hlut- hafinn tapar um 10 milljónum og um 40 hluthafar tapa miklu. Hefur þú ekki brugðist þessu fólks sem treysti þér fyrir peningunum? „Jú, alveg tvímælalaust. Mér líður mjög iUa yfir þessu." Mér að kenna hvern- ig komið er -Smjörlíki hf. var stofnað árið 1946 og gekk ætíð mjög vel, eða þangað til þú hófst gosdrykkjaframleiðsluna og siðar vatnsframleiðsluna. Er ábyrgðin á því hvernig nú er komið fyrir traustu fyrirtæki ekki algjör- lega þin? „Ég axla hana að minnsta kosti og tek hana á mig. Auðvitað vorum við fleiri sem tókum þessar ákvarðanir í stjóm fyrirtækisins en ég ber ábyrgðina og þetta er mér aö kenna hvemig komið er. Þetta vom fyrst og ffemst mínar hugmyndir með gos- og vatnsfram- leiðsluna og það gengur aUt saman mjög vel núna. Það tók bara lengri tíma en ætlað var og kom of seint.“ Sól-Cola hræðileg mistök - Hefur þú ekki gert mörg verulega „dýr“ mistök á ferli þínum hér i Smjörlíki/Sól? Dæmi sem koma upp i hugann eru til dæmis framleiðslan á Sól-Cola sem þið neyddust til að henda 67 þúsund Htrum af. „Jú, það vom alveg hræðUeg mistök. Sól Cola var upphaf ógæfunnar. Það vom tæknileg mistök, hönnunarleg mistök og bragðið var mistök. Þannig að þetta var aUt saman ein hörmung- arsaga. Þó má þegar maður talar um þessar hörmungar benda á hið fjöl- marga í framleiðslunni sem hefur heppnast mjög vel. Það má ekki gleyma því. Sól-Cola var upphafiö að erfiðleikum fyrirtækisins. Það versta við þetta var að fólk tók Sól-Cola mjög vel og var tilbúið að smakka eitthvað nýtt.“ - Þegar Iðnaðarbankinn veitti á sín- um tima stór lán tU framleiðslunnar í Smjörlíki/Sól og ráðist var í fjárfest- ingar upp á hundruð milljóna króna þá varst þú um tíma formaður bankaráðs? Var það ekki óeðlilegt og siðlaust? „Iönaðarbankinn lánaði ekki í þetta. Það voru Iönlánasjóður og Iðnþróun- arsjóður sem ég átti enga aðUd að og Glitnir tók eitthvað af vélunum á kaupleigusamning. Ég sat í banka- ráði Iðnaðarbankans sem seinna Yfirheyrsla Ari Sigvaldason varð íslandsbanki. Aðalviðskipta- banki fyrirtækisins hefur frá 1931 verið Útvegsbankinn, þannig kom- umst við inn í íslandsbanka. Banka- ráðið flaUar ekki um lánveitingar, þannig að það kom aldrei tU minna kasta að taka ákvörðun um lán.“ Grætur yfir vatnsútflutningi - Þú hefur sagt að töppun vatns á fiöskur til útflutnings hafi orðið fyrir- tækinu endanlega að falli. Hefði ekki verið gáfulegra að halda sig við djús- inn og smjörlíkið, eins og nú virðist vera stefnan í fyrirtækinu? „Jú, tvímælalaust. Ef við hefðum ekki farið út í stækkun væri fyrir- tækið mjög vel statt núna. Hins vegar má spyija: Var það ekki svipuð ævin- týramennska á sínum tíma að fara út í djúsframleiðsluna 1972? Þá hafði aldrei verið framleiddur djús á ís- landi. Það hefði verið talin ævintýra- mennska hefði það misheppnast en varð gott af því það heppnaðist. Vatnsútflutningurinn tU Bandaríkj- anna misheppnaðist. Auðvitað skammar maður sjálfan sig og græt- ur yfir því aö þetta skyldi hafa verið gert. Það er á hreinu að á vissum tímapunktum hefði átt að taka aðrar ákvarðanir. Það er gott að vera vitur eftir á.“ - Þú fjárfestir í vélum og tækjum fyrir hundruð mUljóna út á vatns- sölusamninga sem meðeigandi þinn sagðist hafa gert í Bandaríkjunum. Svo kom í ljós að hann gat lítið selt og rúmlega 400 milljónir fóru í súg- inn. Hvernig gast þú látið blekkja þig svona illilega? „Maðurinn lagði aUa þessa sölu- samninga fram sem síðar reyndust ekki á rökum reistir og stóðust ekki. Hann borgaði sjálfur hluta af vélun- um til að staðfesta pantanir. Hans tap er yfir 300 milljónir, þannig að hann tapaði líka á þessu. Hann hafði einkaleyfi á sölu á afurðum íslensks bergvatns nema á íslandi og í Jlret- landi og neitaði síðan að hefja sölu nema að við stækkuðum verksmiðj- una. Þetta vatnsævintýri tók lengri tíma aö verða að veruleika heldur en lánastofnanir gátu beðið eftir. Það er núna góður gangur á þessari vatnsverksmiðju og hún er mjög arð- vænleg." Ég er atvinnulaus - Nú hefur komið fram í fréttum að allar vatnssölutilraunir Norðmanna hafa farið í súginn og að þessi mark- aður er gifurlega erfiður. Það þurfi áratugi til að byggja upp nafn og mikla fjármuni í auglýsingar o.s.frv. Þurftir þú ekki að rannsaka markað- inn betur áður en ráðist var í sam- keppni við fyrirtæki sem höfðu ára- tuga reynslu á þessu sviði? „Markaðurinn var auðvitað rann- sakaður. Það sem gerðist var að við vorum komnir með litla verksmiðju og með mjög góðan viðskiptavin í Bretlandi. Salan á íslandi var að hefj- ast en við höfðum ekkert selt í Bandaríkjunum. Þá kemur meðeig- andinn og segir að sölumöguleikarn- ir í Bandaríkjunum séu svo mikhr og hann hafi svo marga samninga að hann neiti að byija að afgreiða vegna þess að íslenskt bergvatn geti ekki annað eftirspum. Þarna tek ég þessa röngu ákvörðun að láta undan gegn því að hann komi með meira fé inn í fyrirtækið í stað þess að krefj- ast þess að hann keypti okkur út. Það voru fyrir hendi markaðsmöguleikar í Bandaríkjunum meðal annars vegna þess að stórt fyrirtæki eins og Perrier missti mikla markaðshlut- deild. Þá opnaðist markaðurinn og þaö streymdu inn ný nöfn en því miður ekki okkar því maðurinn kunni ekki að selja.“ - Að lokum, Davíð, hvað hyggstu taka þér fyrir hendur þegar þú hætt- ir hér í fyrirtækinu um mánaðamót- in? „Ég er atvinnulaus og mun reyna að verða mér úti um eitthvað til að vinna við. Það hafa að vísu hringt í mig útflytjendur og viljað fá mig með sér í samstarf. Ég hef hins vegar enga trú á því að nokkur vilji ráða mig. Þá verð ég bara að fara út í ein- hverja starfsemi sjálfur."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.