Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1994, Qupperneq 7
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994
7
Fréttir
Hrókeringar krataráðherranna:
Guðmundur vilcfli
fá félagsmálin
Davíð Oddsson forsætísráðherra
hefur skýrt frá því opinherlega, og
það oftar en einu sinni, að Jón Bald-
vin Hannibalsson hafi skýrt sér frá
því síðastliðinn þriðjudagsmorgun
hvaða maður tæítí við félagsmála-
ráðuneytinu af Jóhönnu Sigurðar-
dóttur. Jón Baldvin hafði hringt frá
Finnlandi í Davíð til að skýra honum
frá þessu áður en Jóhanna sagði af
sér.
Jón þrættí fyrst fyrir að hafa nefnt
nafn og að hafa sagt að hann hefði
umboð þingflokksins. Nú segir Jón
Baldvin að þetta hafi verið trúnaöar-
samtal og hann skýri ekki frá efni
þess.
Samkvæmt heimildum DV skýrði
Jón Baldvin forsætisráðherra frá því
í áðumefndu símtah að Sighvatur
Björgvinsson, iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra, myndi bæta við sig félags-
málaráðuneytinu. Jón Baldvin hafði
þá rætt í síma við flesta ef ekki alla
þingmenn Alþýðuflokksins.
Það sem síðan gerðist var að Guö-
mundur Ámi sóttist eftir því að fá
félagsmálaráðuneytið og að Sighvat-
ur tæki aftur við heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu. Jón
Baldvin, Sighvatur og aðrir þing-
menn flokksins féllust loks á ósk
varaformannsins og samþykktu
hana á fundi í gær.
- sjá einnig baksíöu
„Satt og logið sitt er hvað“:
H vað sagði Jón við Davíð?
Einkennileg deila hefur farið fram
í fjölmiðlum milh þeirra Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra og Jóns
Baldvins Hannibalssonar utanríkis-
ráðherra. Dehan snýst um hver Jón
Baldvin hafi sagt forsætisráðherra
að yrði félagsmálaráðherra eftir að
Jóhanna Sigurðardóttir hafði til-
kynnt Jóni Baldvin að hún ætlaði að
segja af sér.
Davíð Oddsson sagði, daginn sem
Jóhanna sagði af sér ráðherradómi,
að Jón Baldvin hefði þegar tílkynnt
sér hver myndi taka við af Jóhönnu
sem félagsmálaráðherra. Jón hefði
sagt að hann hefði samþykki þing-
flokks krata fyrir þessu.
Jón Baldvin svaraði að þetta væri
ekki rétt hjá forsætisráðherra. Hann
hefði ekkert sagt um það hver tæki
við enda þingflokkurinn ekki búinn
að funda um máhð.
Davíð Oddsson segir svo í viðtali
við Morgunblaðið í gær að Jón Bald-
vin hafi sagt orðrétt við sig:
„Ég tilkynni þér hér með form-
lega...“ og svo var það nefnt. Þá
spurði ég: Hefurðu umboð þing-
flokksins til þess? Og hann svaraöi:
Ég hef fuht umboð til þess, það var
samþykkt í gær.“
Jón Baldvin var spurður eftir þing-
flokksfund í gær hvort þaö hefði ver-
ið hrókeringin með þá Guðmund
Áma og Sighvat sem hann sagði
Davíð Oddssyni frá síðasthðinn
þriðjudag og dehan stendur um.
Nei, það er ekki svo, enda var það
trúnaðarsamtal sem ég get ekki skýrt
frá efnislega."
Jóni var þá bent á það sem Davíð
Oddsson segir í viðtali við Morgun-
blaðið í gær og áður er nefnt.
„Ég er margsinnis búinn að skýra
frá því að ég hef ekki leitað eftir eða
sóst eftir neinu umboði frá þing-
flokknum enda er það ekki í sam-
ræmi við starfsreglur og venjur Al-
þýðuflokksins. Ég hef mitt umboð
sem formaður flokksins frá flokks-
þingi,“ sagði Jón Baldvin.
Hann var þá spurður hvort forsæt-
isráðherra væri að segja ósatt í við-
talinu.
„Ég ætia að biðja þig að skhja einn
hlut. Á þriðjudag, þegar ég var stadd-
ur erlendis, átti ég samtal við forsæt-
isráðherra sem var trúnaðarsamtal.
Ég skýri ekki og get ekki skýrt frá
efnisatriðum þess. Ahs ekki,“ sagði
Jón Baldvin.
ÞJOÐHATIÐIN A ÞINGVOLLUM
17. JÚNÍ1994
Endursýning
í Sjónvarpinu
Sjónvarpið og Þjóðhátíðarnefnd hafa ákveðið að sýna
valda kafla úr sjónvarpsdagskránni 17. júní.
Endursýningin verður sunnudaginn
26. júní n.k. og hefst kl. 12.45.
ÞJÓBHÁTÍÐARNEFND 50 ÁRALÝÐVELDIS ÁÍSLANDI
msmmsss^mm
IXIORDMEIMDE
Á SJÓHVMPS- 06 MYNDUNDSTÆCTOM
NORDMEIMDE
OTHOMSON
63DS59 nic er vandaS 25" Nicam-sfereo litasjónvarp me5 Black Malrix-skjó, möguleika ó 16:9 bre&jaldsmóltöku
án þess ab myndin aflagist, 40W Nicam stereo-magnara,4 hátölurum. Stereo Wide, INNBYGGÐUM Spatial Effect,
semeykur hljóSmöguleikana, tenai fyrir heymartol meö sér styrkstilli óháð hátölurum tækisins, 60 stöðva minni,
sjálfvirkri stoðvaleit, Pal-Secam-NTsC-video, fullkominni fjarstýringu, a5ger5astýringum á skjá, innsetninqu
stöðvanafna á skjá, timarofa, bamalæsingu, íslensku textavaipi, Scart-tengi, tengi fyrir 2 auka baknátalara o.ml.
Heimsmeisfaratilboð aðeins: 82.200,- eða 74.800,-
'stgr.
IMORDMEIMDE
O THOMSON
70DS59 nic er vandað 28" Nicam-stereo litasjónvarp með Black Matrix-skjá, möguleika á 16:9 breötjaldsmáltöku
án pess a5 myndin aRagist, 40W Nicam stereo-magnara4 bátölurum. Stereo wide, INNBYGGÐUM Spatial Effed,
sem eykur hljáSmöguleikana, tenai fyrir beyrnartol með sér styrkstilli óháð hátölurum tækisins, 60 stöðva minni,
sjálfvirkri stöðvaleit, Pal-Secam-NTSC-video. fullkominni fjarslýringu, aðgerðastýringum á skjá, innsetninqu
stöðvanafna á skjá, tímarofa, barnalæsingu, islensku textavarpi, xarMengi, tengi fyrir 2 auka baknátalara o.ml.
HeimsmeistaratilboS aðeins: 87.900,- eða 79.800,-
'stgr.
NORDMENDE I :;:iíil
O THOMSON
VTH-232 ervandað myndbandstæki
meS þróSlausri fiarstyringu, hrað-
spólun með mynd, sjálfvirkri stöðva-
leit, 8 liða/365 daga upptökuminni,
barnalæsingu, Long play-upptöku og afspilun (hentar vel fyrir HM-upptökurnar) o.m.fl.
Heimsmeistaratilboð aðeins: 39.900,- eba 35.900,-
stgr.
Frábær greibslukjör vib allra hæfi