Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1994, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1994, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994 11 upplifun fyrir þær. Við fengum r 'r- stakan húsvagn fyrir okkur meðan á upptökum stóð en það má auðvitað segja að líf okkar haíi snúist að miklu leyti í kringum bíómyndina á með- an.“ Eins og leikur „Æfingarnar hófust 4. maí 1993 en tökur fóru af stað um miðjan maí og stóðu yfir fram í miðjan ágúst. Við þurftum að mæta allt frá tveimur upp í fjóra daga í viku. Strákamir skiptu með sér hlutverkinu þannig að þegar annar varð þreyttur tók hinn við. Að sumu leyti var þetta eins og aö fara í leikskóla því þeir fengu sína eigin fóstru sem lék við þá og kenndi eitt og annað til aö stytta þeim stundir. Auk þess var ég alltaf með og gat fylgst meö öllu,“ segir Ágústa enn fremur. „Þetta var allt eins og leikur fyrir strákana og nánast eins og að fara í Disneyland. Leikstjórinn og aðrir aðstandendur myndarinnar vildu einmitt hafa það þannig því þá náðu þeir því besta út úr bömunum. Ég er alveg viss um að þessi reynsla hefur þroskað þá,“ segir Sigurður og Ágústa bætir við að Hlynur hafi ver- ið örlítið tilbaka sem tvíburi en sé nú orðinn sjálfstæðari en bróðir hans. „Þeim gekk báðum mjög vel í skóla í vetur og Hlyni alveg sérstak- lega.“ Að sögn þeirra hjóna hefur sam- bandið við kvikmyndagerðarfólkið aldrei rofnað. „Við eignuðumst marga góða vini í gegnum þetta. Strákunum hafa verið færðar gjafir og hópurinn er duglegur að hittast." Stolt af strákunum Fjölskyldan sá síðan myndina fyrst í byijun maí þegar starfsfólki var sýnd hún. Aftur fóru þau á frum- sýningu og síðan skelitu þau sér á venjulega sýningu í kvikmyndahúsi til að upplifa viöbrögð hins venjulega borgara. „Þá fyrst vissi maöur hvemig fólk tók myndinni," segir Ágústa. The Fhntstones hefur fengið ágæta dóma hjá gagnrýnendum. Þegar þau em spurð hvort eitthvað hafi komið þeim á óvart þegar þau sáu myndina í heild sinni segja þau svo ekki hafa verið. „Kannski aðal- lega upphafsatriðið þar sem við höfð- um ekki séö það í gerð og einnig nokkur atriði með Fred í vinnunni. Annars vom krakkamir mjög mikið viðstödd tökur þannig að maður hafði upplifað þetta allt áður. Mörg atriði voru tekin upp en síðan sleppt í myndinni sjálfri," útskýra þau. Þau Ágústa og Sigurður Ómar segjast vera mjög hreykin af tvíburunum. Þeir hafi staðið sig vel. „Það var mjög gaman að fylgjast með tökunum vegna þess hversu mikið var lagt í leiksviðið. Hvert smáatriði var nákvæmlega úthugs- að,“ segja þau. „Okkur fannst mjög sniðugt að sjá hvemig sviðið getur litiö út sem víðátta á mynd en í raun- inni var þetta allt á örlitlum bletti og allt kvikmyndatökuliðið var nán- ast ofan í því sem var að gerast. Upp- tökumar fóm fram á þremur stöð- um; í stórri skemmu í Universal vom byggð hús þeirra Freds og Barneys, síðan var heil gata byggð í þjóðgarði Vasquez Rocks en þar er sérstök klettabyggð sem hefur verið notuð í mjög mörgum bíómyndum, og svo í Sheldon-námunum skammt frá Los Angeles. Það var mjög gaman að fylgjast með uppbyggingu sviðs- myndarinnar því aUt þurfti að búa til, jafnt skartgripi, fot, húsbúnað sem húsin." Tvíburarnir Marinó og Hlynur með leikstjóra myndarinnar, Brian Levant. Bamm Bamm, annar tvíburinn, ásamt „foreldrum" sínum Barney og Betty sem leikin eru af Rosie O’Donnell og Rick Moranis. Meðal fræga fólksins Frægir leikarar leika í kvik- myndinni og má þar nefna ekki minni stjörnur en Elizabeth Taylor og John Goodman. Þá eru leikkonur myndarinnar, Rosie O’Donnell og Elizabeth Perkins, vel þekktar. „Þetta er allt ágætis fólk og við um- gengumst það nær daglega meðan á þessu stóð. Hins vegar náðum við bestu sambandi við Rosie O’Donnell þvl hún er opin persóna og gefur meira af sér en hin. John Goodman var meira fyrir að vera með sjálfum sér. Þaö var mjög gaman að hitta Elizabeth Taylor og hún var mjög vinaleg við okkur. Hún hefur átt við veikindi að stríða í mjöðm og haltr- aði svohtiö þegar hún gekk um. Hins vegar var ekki nokkur leið aö sjá það þegar hún var komin í gerviö og hún lýsti í rauninni upp sviðsmyndina. Það fór ekki á milli mála að þarna var stjarna á ferð. Við sáum hana hka algjörlega ófarðaða í jogging- galla og það var svohtið skrítið." Fengu umboðsmann Þeir Marinó og Hlynur eru hálf feimnir við blaðamann og vhja sem minnst tjá sig sjálfir. Þeir viður- kenna þó að það hafi verið mjög skemmtilegt að leika í bíómyndinni. Þeir vhja helst ekki tjá sig á íslensku þótt þeir skhji hana vel en foreldrar þeirra segja að töluð sé íslenska á heimihnu. Það voru miklir samningar sem þurfti að útbúa varðandi hlutverk strákanna í myndinni og foreldrar þeirra treystu sér ekki til að lesa allt smáa letrið þannig að þeir fengu sér umboðsmann th að sjá um málin. Þegar foreldrarnir eru spurðir hvort tvíburamir séu ekki orðnir ríkir eft- ir þetta ævintýri segja þau að þeir hafi fengið vel borgað en það hafi aht verið lagt inn á bundinn reikning samkvæmt lögum í Bandaríkjunum. „Þeir fá ekki þá peninga fyrr en 18 ára. Við hefðum tekið þátt í þessari kvikmynd þótt við hefðum ekkert fengið borgað fyrir, þetta hefur verið svo skemmtheg lífsreynsla." - En er ekki erfitt að þekkja þá bræður í sundur? „Nei, ekki fyrir okkur. En þeir voru ánægðir með það í stúdíóinu að þeir þekktu þá ekki í sundur." - Þegar þeir bræður er spurðir hvað þeim hafi þótt skemmthegast í mynd- inni svara þeir:? „Þegar Fred fór í keilu." SVARTISVANURINN Laugavegi 118 Nætursala um helgar Videotilboð Ein ný spóla og “ önnur eldri, 1 Vi I kók og Maarud snakk kr. 500 HYUNDiy Hjólaskóflur AMMNN Beltavagnar BOMRG Jarðvegsþjöppur Skútuvogi 12A, s. S1-812530 Þú sem ert félagshyggjumaður. Af hverju að kyssa á vöndinn? Hefur Mogginn haldið uppi vörn fyrir skoðanir þínar? Hluti af öllu því dóti sem framleitt hefur verið í tengslum við myndina. - íélagshyggjublaðið. Sími 631-600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.