Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1994, Page 17
LAUGARDAGUR 25. JtJNÍ 1994
17
Stefnir í stærsta
landsmót frá upphafi
- segir Fannar Jónasson, framkvæmdastjóri mótsins
Það verður í mörgu að snúast hjá Fannari Jónassyni, framkvæmdastjóri
landsmótsins á Hellu, en mótið hefst næstkomandi mánudag.
Á myndinni ræðir hann við Má Adolfsson, þúsundþjalasmið á Hellu.
DV-mynd E.J.
Næstkomandi mánudag hefst
landsmót hestamannafélaganna á ís-
landi á Gaddstaðaflötum við Hellu
með keppni í heimsbikarkeppninni í
hestaíþróttum.
Á þriðjudaginn hefjast dómar kyn-
bótahrossa. Landsmót hafa sífellt
orðið umfangsmeiri og nú verður
sett met hvað varðar fjölda kynbóta-
hrossa. Jafnframt hafa einkunnir
þeirra hækkað.
Búist er við þúsundum gesta, jafn-
vel allt að fjögur þúsund útlending-
um.
Fannar Jónasson á Hellu er fram-
kvæmdastjóri landsmótsstjórnar.
„Ef aUt gengur upp verður þetta
stærsta landsmót frá upphafi,“ segir
hann. „Ferðaskrifstofur búast við
milli þrjú og fjögur þúsund útlend-
ingum, en þeir hafa pantað upp allt
gistirými á Hellu, í Ames-, Rangár-
valla- og Skaftafellssýslum og allt til
Reykjavíkur.
Svæðið er tilbúið. Þar er aðstaða
fyrir tjöld, snyrtingu, bílastæði, og
annað sem snertir gesti, stutt frá
sýningarsvæðinu. Áhersla verður
lögð á að veitingar verði góðar og fjöl-
breytilegar, jafnt heimihsmatur á
hóflegu verði, sem skyndibitamatur.
Geysisterk hross
Hrossin verða geysisterk. Kynbóta-
hross verða fjölmörg og í A- og B-
flokki gæðinga eru skráð 90 hross í
hvomm flokki. í gæðingakeppni
bama og unglinga mæta litlu færri
hross og knapar og í úrvalstölt-
keppninni era keppendur rúmlega
fjörutíu.
Þátttaka í kappreiðum er einnig
.góð. Við verðum með 700 fermetra
markaðstjald á daginn, til að kynna
vöru og þjónustu. Á fostudags- og
laugardagskvöld verða þar dansleik-
ir með hljómsveit Geirmundar Val-
týssonar.
Sumargleðin
á kvöldvöku
Á laugardagskvöldið verður kvöld-
vaka og þar mætir meðal annarra
Sumargleðin með staðbundið efni.
Ræktunarbúin fá góðan sýningar-
tíma.
Þeim er skipt í tvo hópa og veröur
fyrri hópurinn á fostudaginn en sá
síðari á laugardaginn. Dómarar meta
allar sýningarnar og velja flmm
bestu hópana.
Utvarpsstöð
fyrir útlendinga
Útvarpsstöð verður rekin á staðn-
um með beinum lýsingum og við-
tölum og verða útlendingum gerð
sérstök skil því sérstakar rásir verða
á ensku og þýsku. Útvörp verða seld
á staðnum á vægu verði.
Aðgangseyrir verður 5.000 krónur
fyrir alla dagana fyrir fullorðna,
4.000 krónur frá laugardagsmorgni
og 2.000 krónur frá sunnudags-
morgni. Fyrir böm átta til ellefu ára
verður aðgangseyrir 1.000 krónur og
500 krónur frá laugardagsmorgni,"
segir Fannar Jónasson, fram-
kvæmdastjóri landsmótsins á Hellu,
aölokum. -E.J.
SUMARBÚSTAÐUR
Sumarbústaðalóðir (vatnsbakkalóðir)
Til sölu er nýsmíðaður 50 m2 sumarbústaður m/20 m2 svefnlofti.
Og til leigu örfáar sumarbústaðalóðir undir fjallshlíð mót suðri við
veiðivatn I Borgarfirði, í vatninu veiðist bæði silungur og lax. Við
vatnið er golfvöllur og góðar gönguleiðir, sundlaug er I næsta
nágrenni, 85 km akstur að vatninu frá Rvk. Hagstætt verð. Upplýs-
ingar veittar í síma 91-23721 og 985-50237.
Kvöldverðartilboð
vikuna 23.-30. júní ’94
Sjávarsúpa
með blönduðu sjófangi
Glóðað lambafílle
með grænmeti og rauðvínssósu
Vanilluís í pönnukökuskjóðu
með ferskum ávöxtum
Verð kr. 1.950
Borðapantanir í síma 88 99 67
I
Allt að 400.000 kr. afsláttur!
Allt að 36 mán.
Renault Nevada 21 2000 cc vél ’91
ek. 49.000 km, 5 g., blár. Gangv. 1.250.000,
afsl. 400.000, afslv. 850.000.
BMW 518i 1800 cc vél '90
ek. 37.000 km, 5 g., blár, toppeintak.
Gangv. 1.750.000, afsl. 170.000,
afslv. 1.580.000.
MMC Pajero langur, dísil turbo 2500 cc vél
ek. 109.000 km, sjálfsk., grænn.
Gangv. 2.050.000,
afsl. 160.000, afslverð 1.880.000.
Opið laugardag
10-16
greiðslukjör!
BMW 520i 2000 cc vél ’88
ek. 106.000 km, 5 g„ beigemetallic.
Gangv. 1.390.000, afsl. 240.000,
afslv. 1.150.000.
Ford Ranger XLT 2900 cc vél ’88
ek. 85.000 km, sjálfsk., 4x4, rauður.
Gangv. 1.060.000, afsl. 200.000,
afslv. 860.000.
Saab 9000 turbo 16V 2000 cc vél, ’90
ek. 60.000, sjálfsk., d-grár, einn með öllu!
Gangv. 2.000.000, afsl. 150.000,
afslv. 1.850.000.
Faxafeni 8 - sími 91-68 58 70
Nettari
myndbandstæki
Fullkomið myndbandstæki; lítið og meðfærilegt aðeins 36 sm á
breidd, frábær gæði, 4 hausa og Nicam stereo.
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 • SÍMI 69 15 OO