Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1994, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1994, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994 Dagur í lífí Áma Sigfússonar: Háþrýstisprautu leitað og að ekki er farið eftir einhverjum pólitískum línum við afgreiðslu mála í borgarráði. Þetta eru af- greiðslumál þó það hafi hljómað öðruvísi í kosningabaráttunni. Menn voru ágætíega sammála um alla þættí á þessum fundi. Pylsa í forrétt Klukkan fimm fór ég með dætr- um mínum í leiðangur til stórfjöl- skyldunnar til að leita að háþrýsti- sprautu sem við höföum fjárfest sameiginlega í. Við notum hana til að þrífa planið hjá okkur. Hins veg- ar bar leitin ekki árangur þannig að við fórum í staðinn og keyptum okkur pylsu. Hún var nokkurs konar forréttur fyrir kvöldmatinn. Við fengum gestí um sexleytið þannig að það var kvöldmatarstúss fram til hálfátta en við vorum með sérstaka innbakaða snúða með fersku salati. Við setjum skinku, ost og gráðost í deig og bökum síð- an í ofni. Þetta er borðað með fersku salati og dijon-sinneps- og hunangssósu. Það voru tólf manns sem snæddu þetta saman en það er oft gestkvæmt hjá okkur seinni- partinn. Síðan fylgdist ég með leiknum klukkan átta. Annars hefur þessi heimsmeistarakeppni ekki valdið vandræðum í hjónabandi okkar. Við Bryndís fórum síðan út í góðan göngutúr fyrir háttinn. Garðvinn- an varð að bíða næsta dags. Þetta var kannski ekki alveg hefðbundin dagur enda sumarið oft rólegri tími. Eftir allan hamaganginn á mér og kringum mig frá áramótum reyni ég að draga úr og vil helst vera kominn heim um sexleytið. Á þriðjudagskvöldum höfum við allt- af fiölskyldukvöld og því ætlum við að halda. Ég vakna alltaf klukkan hálfátta til að undirbúa daginn og börnin. Elsta dóttír mín er í Vinnuskólan- um og mætir klukkan átta. Sú næstelsta er hins vegar heima og sér um húsið og bróður sinn sem er á sjötta ári. Ég fer með yngsta soninn í leikskóla áður en ég held í vinnuna. Síðan hefst starfsdagur í Stjórnunarfélaginu. Um þessar mundir erum við að undirbúa námskeið fyrir haustið og tíminn fram til klukkan ellefu hefur farið í það. Síðan hef ég þurft að huga að tímaritinu Stjórnun sem er einnig verkefni fyrir haustið. Það kemur út haust og vor og kynnir námskeið og verkefni Stjórnunar- félagsins. Einnig erum við að und- irbúa komu Letta hingað til lands þar sem um er að ræða stjómenda- þjálfun í samstarfi við ríkisstjórn- ina. Hún leggur til fiárframlag til stuðnings fyrram Ráðstjórnarríkj- um til uppbyggingar. í stað þess að senda peninga út bjóða þeir mönn- um hingað til lands í þjálfun. Hing- að hafa komið tólf til fimmtán full- trúar í einu og er þetta þriðja árið. Við erum að leggja síðustu hönd á kostnaðaráætlun vegna verkefnis- ins. Einnig erum við að undirbúa viðskiptaskóla Stjórnunarfélagsins og Nýherja en skráning í hann er að sumarlagi. í minnihluta Borgarráðsfundur hófst klukkan tólf og stóð hann til hálffiögur. Þetta var frekar venjulegur fundur en þarna kynntist ég í fyrsta skipti aðstoðarmanni borgarstjóra, Krist- ínu Árnadóttur. Annars var þetta hefðbundinn fundur. Reyndar var tilkynnt tilboð um skuldabréfaút- boð borgarinnar upp á 430 milljón- ir. Það kom reyndar fram að tilboð sem berast okkur eru mun hag- A þriðjudögum er fjölskyldukvöld hjá Arna Sigfússyni. Hér er hann með Bryndísi, Aldísi Kristínu, Védisi Hervöru, Guðmundi Agli og Sigfúsi Jóhanni. DV-mynd GVA stæðari en þau sém berast til ann- arra sveitarfélaga sem sýnir styrk Reykjavíkur. Mér þótti ánægjulegt að fá það staðfest af markaðnum sjálfum. Það er vissulega ólíkt að stjórna fundi eða sitja undir honum og ég býst við að fundurinn hefði getað gengiö hraðar ef ég hefði stjómað. Annars erum við bara að fialla um málefni og þaö sýnir sig best á þess- um fundum að menn eru sammála Finnur þú fimm breytingai? 263 Við gaetum stöðvað þetta illgirnislega slúður um að ég giftist þér einung- is peninganna vegna ef þú létir mig hafa dágóða summu ÁÐUR en við giftum okkur! Nafn:........ Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimihsfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Rummikub-spil- ið, eitt vinsælasta ijölskyldu- spil í heimi. Það er þroskandi, skerpir athyglisgáfu og þjálfar hugarreikning. 2. verölaun: Fimm Úr- valsbækur. Bækumar sem eru í verðlaun heita: Mömmudrengur, Þrumuhjarta, Blóðrúnir, Hetja og Ban- væn þrá. Bækumar era geftiar út af Fxjálsri fiölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 263 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundr- uð sextugustu og fyrstu get- raun reyndust vera: 1. Kristín Halla Haraldsdóttir, Nesveg 8, 350 Grundarfiörður. 2. Halla Frímannsdóttir, Leirubakka 22, 109 Reykjavík. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.