Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1994, Side 21
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994
21
DV
Skák
Karpov tókst ekki að
sigra í Las Palmas
Stórkostlegur sigur Anatolys
Karpovs í Linares í febrúar veröur
varla endurtekinn en engu aö síður
mátti allt eins búast við aö yfirburðir
Karpovs yrðu umtalsverðir á alþjóð-
legu móti í Las Palmas á Kanaríeyj-
um sem fram fór fyrir skömmu.
Mótið var skipað tíu stórmeisturum,
allsterkum, og taldist til 17. styrk-
leikaflokks FIDE. En Karpov brást
bogalistin að þessu sinni. Tap fyrir
Frakkanum unga, Joel Lautier, varð
til þess að hann varð að láta sér lynda
2. sætið.
Sigurinn kom í hlut Gatas Kam-
skys sem hélt síðan rakleiðis frá
Kanaríeyjum til New York tii þess
að berja á Vladimir Kramnik. Hann
tapaði ekki skák og ekki ber á öðru
en að hann standi vel undir 2.695 stig-
um sínum. Kamsky-feðgar, Gata og
Rustam, hafa lengi stefht að heims-
meistaratitli, bæði leynt og ljóst - það
skyldi þó aldrei vera að skákunnend-
ur þurfi að fara að taka mark á þeim?
Lítum á lokastöðuna í Las Palmas:
1. Kamsky, Bandaríkin, 6,5 v.
2. Karpov, Rússlandi, 6 v.
3. - 4. Lautier, Frakklandi, og Top-
alov, Búlgaríu, 5,5 v.
5. Judit Polgar, Ungverjalandi, 5 v.
6. - 8. Dlescas, Spáni, Morovic, Chile
og Adams, Englandi, 4 v.
9. Sírov, Lettlandi 3,5 v. 10. Epishln,
Rússlandi, 1,5 v.
Sírov var hefilum horfinn og Epis-
hín (2675 stig), sem er einkum frægur
í skákheiminum fyrir megna andúð
á haðkerum og sturtuklefum, tókst
aðeins að krækja í þijú jafntefli. Bet-
ur má Judit Polgar una við sitt en
hefur kannski vonast eftir fleiri
vinningum eftir stórsigur á sterku
móti í Madríd eigi alls fyrir löngu.
Frakkinn ungi, Joel Lautier, gerði
sér lítið fyrir og vann fjórar fyrstu
skákirnar, þar á meðal Karpov í
Umsjón
Jón L. Árnason
íjórðu umferð. Þremur næstu skák-
um tapaði hann hins vegar - gegn
Kamsky, Illescas og Judit og þar með
var draumurinn um sigurlaunin úr
sögunni.
Þetta er í annað sinn sem Lautier
tekst að bera sigurorð af Karpov -
fyrst varð Karpov að lúta í duffið í
Dortmund í fyrra. Að þessu sinni
tókst Lautier að hrekja nýstárlega
áætlun Karpovs í þekktu afbrigði
Nimzo-indverskrar vamar. Karpov
sá í raun og veru aldrei til sólar.
Hvítt: Joel Lautier
Svart: Anatoly Karpov
Nimzo-indversk vörn.
1. d4 RfB 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2
0-0 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 b6 7. Bg5 Bb7
8. e3 c5 9. dxc5 bxc5 10. f3 a5 11. Rh3
h6 12. Bh4 a4!?
Upphafið að óvenjulegri áætlun
Karpovs í þessari þekktu stöðu. Eftir
12. - d6 13. 0-0-0 Ha6 14. Be2 Rbd7
er fram komin staða úr skák Xu Jun
við Jóhann Hjartarson á millisvæða-
mótnu í Biel í fyrra, sem lauk með
jafntefli eftir gríðarlegar sviptingar.
13. 0-0-0 He8 14. Be2 e5 15. Rf2 Db6
Hugmynd Karpovs byggist á því að
láta d-peðið sitja óhreyft á upphafs-
reitnum, m.a. til þess aö geta losað
um leppun riddarans á f6 með þessu
móti, án þess að eiga á hættu aö fá
tvípeð. Lautier tekst að sýna fram á
vankanta þessarar áætlunar.
16. Rd3! g5
Karpov er meinilla við að veikja
peðastöðu sína á þennan hátt en
hann á ekki annars úrkosti.
17. Bg3 d6 18. h4 g4 19. h5! Rbd7 20.
Rf2 d5 21. Hh4!
Nú er svartur fyrr eða síðar knúinn
til uppskipta á f3, sem gefur hvítum
hrók kjörin sóknarfæri eftir g-lín-
unni.
21. - d4 22. Dd2 gxf3 23. gxf3 Hab8 24.
Hgl Kf8
Hvað annað? En nú er orðið ljóst
að byrjunartaflmennska svarts hefur
misheppnast.
25. exd4 cxd4 26. Dxh6+ Ke7 27. Rd3
Ba6 28. Dd2 Kd8 29. Hdl Rc5
30. Rxc5 Dxc5 31. Dg5!
Og nú kaus Karpov að leggja niður
vopn. Eina vörnin við hótununum
32. Dxf6+ og 32. Hxd4+ er 31. - De7,
sem einfaldast er svarað með 32. h6
og ekki þarf að spyija að leikslokum.
-JLÁ
y Á veiðidegi fjölskyldunnar er
tilvalið tækifæri til að grípa
veiðistöngina, freista gæf-
unnar ög njóta útiverunnar.
)> Ókeypis veiði er í boði víða
um land. Þú færð upplýsinga-
bækling á næstu bensínstöð.
Ferðaþjónusta bænda
Sími 91 - 62 36 40 og 91- 62 36~43
Veií»dagul'
fjö»sKyW«Jnar
1 26. junil
Margfaldur metsöluhöfundur
COUN FORBES
ELDKROSSINN
Æsileg spennusaga
eins og þær gerast bestar
frá margföidum metsöluhöfundi
og meistara spennusögunnar
-11.BÓKIN
sem kemur út eftir hann á íslensku
Aðeins 895 kránur á næsta sölustað
- og ennþá ódýrari í áskrift! Sími 63 27 OO
NÝBÓK