Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1994, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1994, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994 Sérstæð sakamál S1 áttuvélin Sagan hefst á góðviðrisdegi í byrj- un október 1989 í enska þorpinu Leavenheath og sumum þeirrá sem fjölluðu um hana í breskum blöð- um þótti hún svo óvenjuleg að þeir hktu henni við sakamálsögur Agöthu Christie. Á jörð við Leavenheath stendur húgarður, Spring Fram, og eigandi hans, Christopher Whybrow, 48 ára, lögfræðingur og milljónamær- ingur. Allt í einu stóð hann við dyr nágranna sinna og bankaði ákaft. Þegar þeir opnuðu fyrir honum brá þeim mjög því fot hans voru rifin, hann rennblautur og hræðsla og undrun skinu úr svip hans. í raun virtist hann í þann veginn að fá taugaáfall. „Þau reyndu að drepa mig,“ sagði hann, en af svip hans mátti ráða að hann tryði vart eigin orðum. „Já, þau reyndu að drepa mig,“ sagði hann aftur, eins og til að sannfæra sjálfan sig og þá sem hann stóð frammi fyrir. Elskhuginn Susan Whybrow. Christopher Whybrow. Nágrannarnir sögðu Whybrow að koma inn fyrir og þegar þeir höfðu heyrt sögu hans var hringt á lögregluna. Hún kom skömmu síðar og þá hófst nákvæm yfir- heyrsla sem leiddi í ljós ótrúlega atburðarás. Um allnokkurn tíma hafði Christopher haft grun um að kona hans, Susan, sem var 48 ára eins og hann, ætti sér elskhuga. Honum hafði hins vegar ekki tekist að fá neinar sannanir fyrir þeim grun- semdum sínum. Hann hafði engu að síður grun um hver sá maður gæti verið. Susan hafði hafið flug- nám og var kennari hennar, Denn- is Saunders, sömuleiðis 48 ára. Taldi Christopher að hann væri elskhuginn. Að morgni þessa dags hafði Sus- an farið inn í borgina Colchester til innkaupa. Hún hafði komið aft- ur heim um hádegisbilið og sagt manni sínum að hún hefði ákveðið að gefa honum uppáhaldsrétt hans í hádegisverð. Það var humar. Hins vegar sagðist hún vilja eiga ástar- leik með honum á stofugólfinu áð- ur en sest væri að snæðingi. „Ástarleikurinn" Susan skildi nú við mann sinn í stofunni. Hann tók hana alvarlega, afklæddist og beið hennar. Hann hélt hana hafa farið út í bíl að sækja vörumar. En allt fór á annan veg en hann hafði vænst. Þegar Susan kom aftur sagði hún honum að fara í fötin því hún vildi fá ánægjuna af því að afklæða hann. Það fannst honum dálítið undarlegt, því kona hans hafði verið kaldlynd um all- nokkurt skeið. Reyndar má segja að er hér var komið hefði Christo- pher átt að vera ljóst að ekki væri allt með felldu. Hann ákvað hins vegar að láta konu sína ráða og klæddi sig aftur. „Slakaðu nú á,“ hvíslaði Susan í eyra hans. Svo tók hún utan um hann en fór jafnframt að mjaka honum í átt til dyra að garðinum. Ailt í einu var Christopher ljóst að hann var ekki einn. Hann sneri sér við en kona hans herti þá tökin á honum svo hann slyppi ekki frá henni. Við dymar sá hann grímu- klæddan mann. í fyrstu hélt Christopher að um væri að ræða ræningja sem hvoragt þeirra þekkti. Hann rak upp aðvöranaróp. En í stað þess að taka í hönd manns síns og hlaupa með honum út úr stofunni og frá grímuklædda manninum hrinti hún honum í fang hans. Sá grímuklæddi reiddi þegar til höggs og sló hann niður. Spring Farm. Áætlunin Christopher reis upp og reyndi að verja sig. Um hríð stóðu slags- mál milli mannanna tveggja og tókst Christopher þá að rífa grím- una af gestinum óboðna. Reyndist. hann vera Dennis Saunders. Þar var þá komin elskhuginn, hugsaði Christopher. Hann svipaðist í ör- væntingu um eftir Susan en gerði sér svo ljóst að frá henni væri engr- ar hjálpar að vænta. Hún stóð og horfði á hann hatursfullu augna- ráði. Svo hljóp hún fram hjá mönn- unum tveimur og út í garðinn. Átök þeirra héldu áfram. Nokkram augnablikum síðar heyrði Christo- pher að ræst var stór garðsláttuvél en í raun var hún htil dráttarvél með beittum skurðhnífum. Var Susan þar að verki og kom hún nú akandi á henni upp að dyrunum. Þá varð Christopher ljóst hvað til stóð. Nokkrum vikum áður hafði hann sýnt konu sinni frétt í blaði þar sem greint var frá óvenjulegu slysi. Maður hafði slasast alvarlega og drukknað þegar hann hafði verið að slá bletti með sams konar sláttu- vél. Hafði hann misst stjórnina á henni, ekið ofan í skurð og drukkn- að. Christopher var nú sannfærður um að verið væri að setja á svið slys. Væri ætlunin að svipta hann lífi. Kona hans og elskhugi hennar ætluðu að myrða hann. Barátta upp á líf og dauöa Christopher var ljóst aö aðeins var ein leið til að koma í veg fyrir að áætlunin yrði að veruleika. Hann yrði að hafa betur en Dennis Saunders. Og það yrði að gerast án utanaðkomandi hjálpar því hávað- inn í sláttuvélinni var slíkur að enginn nágrannanna myndi heyra neyðaróp hans. Dennis var sterkur. Hann náði að draga mátt úr Christopher en dró hann síðan út í garðinn. Susan sat á sláttuvélinni og nálgaðist stöðugt. Var Christopher ljóst að brátt stykki hún af henni og þá myndi Dennis kasta honum fyrir hana. Myndi hún þá tæta hann og ýta honum þann stutta spöl sem var út í litla tjörn í garðinum. Þar myndi hann svo drakkna helsærð- ur. Susan og Dennis myndu síðan tilkynna „slysið“. Christopher sá hárbeitt skurð- blöð sláttuvélarinnar snúast. Duld- ist honum ekki hvemig hann yrði úthts eftir að honum hefði verið hent fyrir þau og myndi hending ráða hvort hann léti lífiö áður en véhn hefði ýtt honum út í tjörnina eða hvort hann drukknaði í henni. Óvæntur styrkur Allt í einu var sem aukinn styrk- ur færðist í Christopher. Hann gat ekki gert sér grein fyrir því hvaðan hann kom en nú hafði hann loks í fullu tré við Saunders. Og augna- bhki síðar tókst honum að rífa sig lausan og ýta honum frá sér. Svo hljóp hann niður að tjörninni og stakk sér til sunds. Um leið og hann kom í vatnið sparkaði hann af sér skónum en synti síðan út á miðja tjörnina. Þar yrði ekki komist að honum með sláttuvéhna. Hann synti um í tjörninni þar til Susan og Dennis varð ljóst að áætl- un þeirra haföi mistekist. Þá hlupu þau að bíl hennar og óku burt á miklum hraða. Sláttuvélin var enn í gangi þegar Christopher synti loks í land og hljóp til nágranna sinna th að fá aðstoð. Honum var nú ljóst að Sus- an hafði alls ekki farið í innkaupa- ferð til Colchester heldur hafði hún sótt Dennis þangað og falið í bíl sínum á heimleiðinni. Sluppu úr landi Þegar Suan hafði sagt manni sín- um að hún vhdi ástarleik með hon- um á stofugólfinu og bað hann að bíða sín meðan hún skryppi frá hafði hún farið að segja Dennis að nú gæti hann sett upp grímuna og farið að garðdyrunum. Og þegar hún tók utan um mann sinn var hún í raun að létta Dennis að ná góðu taki á honum. Þá var auð- skýrt hvers vegna hún hafði sagt manni sínum að klæðast á ný svo hún gæti haft ánægjuna af því að fækka fötum hans. Sjaldgæft er, ef ekki óþekkt, að menn sitji naktir á sláttuvélum. Susan og Dennis vildu ryðja Christopher úr vegi svo að þau gætu búið saman á Spring Farm og notið þess fjár sem hann átti í banka en það svaraði th um fimm- tíu mhljóna íslenskra króna. Þegar Christopher hafði sagt lög- reglunni sögu sína vora þegar gerðar ráðstafanir th að lýsa eftir Susan og Dennis. En áður en tókst að hafa hendur í hári þeirra kom- ust þau úr landi. Þau höfðu náð niður að Ermarsundi þar sem þau fóra um borð í feiju sem hutti þau til Frakklands. Var ætlun þeirra að halda th Ítalíu. Gleymska En einu gleymdu þau Susan og Dennis þegar þau lögðu af stað til Frakklands. Það var lykill að íbúð í Róm en hana átti fjölskylda Denn- is. Þau áttuðu sig á þessu og sneru aftur heim frá Frakklandi til að sækja lykilinn. En það kom þeim í koh. Þegar þau stigu á land á Eng- landi aftur beið lögreglan þeirra. Voru þau handtekin og sett í varð- hald. Lögreglan sendi saksóknara öll gögn málsins og hann taldi yfir all- an vafa hafið hvað skötuhjúunum hefði gengið th. Var gehn út ákæra, og komu þau síðan fyrir rétt. Þar héldu þau því fram að um slys heföi verið að ræða. Þeim hefði gengið það eitt th að hræða Christopher svo mikið að hann féhist umyrða- laust á að veita Susan skhnað. En kviðdómendur trúðu þessu ekki og sakfelldu þau. í framhaldi af því vora þau bæði.dæmd í lífstíðar- fangelsi en þó með möguleika á náðun síðar. Christopher Whybrow gerði ráð- stafanir til þess að hefja nýtt líf. Hann sótti um skilnað frá Susan og fékk hann. Of þar eð hann er bæði myndarlegur og vel efnaður telja vinir hans að vart líði á löngu þar til hann kvænist aftur. Það hefur hins vegar vakið at- hygh margra að grasið umhverfis tjömina á Spring Farm hefur ekki verið slegið síðan þessir atburðir gerðust. Hvorki Christopher né aðrir hafa vhjað setjast upp á sláttuvélina. -i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.