Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1994, Page 26
34
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994
Bridge dv
Kvennalandslið íslands 1994, talið frá vinstri: Kristjana Steingrímsdóttir, Erla Sigurjónsdóttir, Stefanía Skarphéðins-
dóttir fyrirliði, Guðlaug Jónsdóttir og Dröfn Guðmundsdóttir.
NM í Finnlandi:
Norðurlandamót í bridge
hefst á mánudag
Línur nokk-
uð skýrar
- ekki skylda að byggingardæma
Norðurlandamót í opnum og
kvennaflokki hefst á mánudaginn í
borginni Vasa í Finnlandi. Tíu kepp-
endur eru frá islandi, fimm i hvorum
flokki. í opna flokknum spila fyrir
ísland Jón Baldursson, Sævar Þor-
björnsson, Jakob Kristinsson, Matt-
hias Þorvaldsson og Karl Sigurhjart-
arson sem jafnframt er fyrirliði hðs-
ins. í kvennaflokknum spila fyrir ís-
land Erla Sigurjónsdóttir, Kristjana
Steingrímsdóttir, Guðlaug Jónsdótt-
ir, Dröfn Guðmundsdóttir og Stef-
anía Skarphéöinsdóttir sem jafn-
framt er fyrirliði liðsins.
Undir venjulegum kringumstæð-
um ætti lið með Jón Baldursson inn-
anborðs að eiga góða möguleika á
sigri, en þegar horft er til sveita frá
hinum ríkjum Norðurlanda þá sést
að þar er valinn maður í hverju rúmi.
Frá Noregi koma Helgemo, Helness,
Grötheim, Aa, en fyrirliði án spila-
mennsku er K. Koppang. Allir þessir
bridgemeistarar hafa spilað á bridge-
hátíðum Flugleiða með góðum ár-
angri. Þeir spiluðu einnig til úrshta
um Bermudaskálina í Santiago í
fyrra en töpuðu naumlega fyrir Hol-
lendingum.
Danmörk sendir einnig þrælsterkt
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embættisins að Skógarhlíð 6,
Reykjavík, 2. hæð, sem hér segir
á eftirfarandi eignum:
Akrasel 20, ásamt bílskúr, þingl. eig.
Jón R. Ragnarsson, gerðarbeiðandi
Sameinaði lífeyrissjóðurinn, 29. júní
1994 kl. 10.00.
Ásgarður 29, þingl. eig. Valgerður
Ámadóttir, gerðarbeiðendur Lífeyris-
sjóður verslunarmanna og Samvinnu-
lifeyrissjóðurinn, 29. júní 1994 kl.
10.00._______________________________
Bergstaðastræti OO, efri hæð og ris
m.m, þingl. eig. Ámi S. Guðmundsson
og Anna Sigurðardóttir, gerðarbeið-
endur Byggingarsjóður ríkisins og
Samvinnusjóður íslands, 29. júní 1994
kl. 10.00.___________________________
Eyjabakki 10, 1. hæð vinstri, þingl.
eig. Guðbjörg Guðbrandsdóttir, gerð-
arbeiðandi Valgarð Briem, -29. júní
1994 kl. 10,00,______________________
Gautland 15, 2. hæð t.h., þingl. eig.
Þyrí Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Sam-
vinnulífeyrissjóðurinn, 29. júní 1994
kl. 13.30.________________________
Grettisjgata 90,1. hæð, þingl. eig. Auð-
ur Agústsdóttir, gerðarbeiðandi
Kaupþing hf., 29. júní 1994 kl. 13.30.
Hofsvallagata 57, neðri hæð og eitt
herb. í kjallara, þingl. eig. Birgir Guð-
bjömsson, gerðarþeiðandi Bygging-
arsj. ríkisins húsbréfadeild, 29. júní
1994 kl. 13.30. ____________________
Hrísateigur 15, hluti, þingl. eig. Guð-
finna Bjamadóttir, gerðarbeiðendur
Byggingarsj. ríkisins húsbréfadeild og
íslandsbanki hf., 29. júní 1994 kl. 13.30.
liö með stigahæsta spilara Norður-
landa, J. Auken, í fararbroddi. Aðrir
í sveitinni eru Koch-Palmund, Schou,
Dam og Schaltzhjónin. Fyrirliði án
spilamennsku er H. Werge.
Umsjón
Stefán Guðjohnsen
Þá er lið Svía engir aukvisar. Þar
spila Bennet, Wirgren, Fallenius,
Nilsland, Ryman, Flodquist og fyrir-
liði án spflamennsku er góðkunningi
frá bridgehátíð, Tommy Gullberg.
Þarna fara Evrópu- og Norðurlanda-
meistarar sem láta ekki sinn hlut
baráttulaust.
Sveitir Finna og Færeyinga eru
minna þekktar og blanda sér áreið-
anlega ekki í toppbaráttuna. Það er
því ljóst að leiðin á tindinn verður
erfið fyrir íslendinga en enginn
skyldi afskrifa þá fyrirfram. Hvaö
varðar kvennaflokkinn þá þekki ég
ekki liðin þar nema það íslenska.
Erla og Kristjana hafa verið með
bestu bridgekonum okkar árum
saman en yngri konumar þekki ég
Hulduland 1, 2. hæð t.h., þingl. eig.
Friðþjófru Pétursson, gerðarbeiðandi
Kaupþing hf., 29. júní 1994 kl. 10.00.
Kringlan 85, þingl. eig. Heiðar Víking
Eiríksson og Ellen S. Svavarsdóttir,
gerðarbeiðandi Baldur Þór Baldvins-
son, 29. júní 1994 kl. 10.00.
Kötlufell 11, hluti, þingl. eig._ Anton
Einarsson, gerðarbeiðandi íslands-
banki h£, 29. júní 1994 kl. 10.00.
Lóð fram af Bakkastíg (Bakkastígur
9), hluti, þingl. eig. Daníel Þorsteins-
son og Co, gerðarbeiðandi Klif hf., 29.
júní 1994 kl. 13.30.
Skaftahlíð 29, kjallari, þingl. eig.
Ivristín Aðalsteinsdóttir, gerðarbeið-
andi Landsbanki íslands, 29. júní 1994
kl. 13.30.
Sogavegur 105, 3. hæð, þingl. eig.
Davíð Eggert Guðmundsson, gerðar-
beiðandi Sparisjóður Rvíkur og nágr.,
29. júní 1994 kl. 10.00.
Teigasel 4,1. hæð 1-1, þingl. eig. Ingi-
björg Vilhjálmsdóttir, gerðarbeiðandi
Húsasmiðjan h£, 29. júní 1994 kl. 10.00.
Ægisíða 74, þingl. eig. Hjalti Pálsson,
gerðarbeiðandi Kreditkort hf., 29. júní
1994 kl. 13.30._________________
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtöldum
eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Bíldshöfði 12, 3. hæð forhús A, eign-
arhl. 034)1, þingl. eig. Andri hf. heild-
sala, gerðarbeiðendur Byggðastofnun
og Gjaldheimtan í Reykjavik, 30. júní
1994 kl. 15.30.
minna. Guðlaug og Dröfn eru giftar
þekktum bridgemeisturam sem
áreiöanlega hafa gefið þeim góð ráö,
hvort sem það dugir þeim til sigurs
eða ekki. í opna flokknum mætir ís-
land andstæðingum sínum í þessari
röð:
Mánudag 26. júní: Færeyjar-
ísland, Danmörk - ísland
Þriðjudag 27. júní: Finnland-
ísland, ísland - Svíþjóð, ísland -
Noregur
Miðvikudagur 29. júní: Frídagur
Fimmtudagur 30. júní: ísland-
Færeyjar, ísland - Danmörk, ís-
land - Finnland
Föstudagur 1. júlí: Svíþjóð - ísland,
Noregur - ísland
Kvennaliðið situr yfir í fyrstu um-
ferð en spilar síðan við Danmörku. Á
þriðjudaginn 27. júni eru þrír leikir,
við Finna, Svía og Noreg. A miðviku-
dag er frí en fimmtudagurinn byijar
með yfirsetu. Síðan koma leikir við
Danmörku og Finrdand. Síðasta dag-
inn er spilað við Svíþjóð og Noreg.
Það eru spiluð 28 spil og tvöfold
umferð milh sveita og óneitanlega
er þetta löng og ströng spilamenska.
En við skulum vona það besta fyrir
hönd okkar liða.
Espigerði 4, hluti, þingl. eig. Siguijón
Knstinsson, gerðarbeiðendur Frjálsi
lífeyrissjóðurinn hf., Húsasmiðjan hf.,
Lífeyrissjóður verslunarmanna,
Sjóvá- Álmennar tryggingar hf. og
íslandsbanki hf., 30. júní 1994 kl. 16.00.
Fellsmúli 14, 4. hæð t.h., þingl. eig.
Helgi Haraldsson, gerðarbeiðendur
Byggingarsjóður ríkisins húsbréfa-
deild, Búnaðarbanki íslands og Gjald-
heimtan í Reykjavík, 30. júní 1994 kl.
15.00.
Frostaskjól 28, þingl. eig. Margrét
Georgsdóttir, gerðarbeiðendur Frjálsi
lífeyrissjóðurinn, Gjaldheimtan _ í
Reykjavík, Tekjusjóðurinn og ís-
landsbanki hf., 29. júní 1994 kl. 15.00.
Háagerði 23, hluti, þingl. eig. Kjartan
Jónsson og Fanney Helgadóttir, gerð-
arbeiðendur Gjaldheimtan í Reykja-
vík og Tollstjórinn í Reykjavík, 29.
júní 1994 kl. 15.30.
Hjallavegur 14, 024)1, þingl. eig.
Gústaf Hannesson, gerðarbeiðendur
Byggingarsjóður ríkisins og Papco
h£, 29. júm' 1994 kl. 16.30.
Óðinsgata 5, hluti, þingl. eig. Guðjón
Óskarsson og Kristín D. Bergmann,
gerðarbeiðendur Byggingarsj. ríkisins
húsbréfadeild, Gjaldheimtan í Reykja-
vík og Landsbanki íslands, 29. júní
1994 kl. 16.00.
Öldugrandi 5, 024)1, þingl. eig. Halla
Amardóttir og Egill Biynjar Baldurs-
son, gerðarbeiðendur Byggingarsjóð-
ur verkamanna, Gjaldheimtan í
Reykjavík og Sýslumaðurinn í Kópa-
vogi, 30. júní 1994 kl. 16.30.
SÝSLUMAÐURINNIREYKJAVÍK
Nú hafa kynbótahrossadómarar
lokið forskoðun fyrir landsmótiö.
Geysilegur fjöldi hrossa hefur ver-
ið dæmdur, sennilega aldrei fleiri.
Þá hafa sýningar verið sterkar og
hafa mörg hross fengið afburða
góðar einkunnir.
Kristinn Hugason segir að það
fari saman nú að einkunnateygnin
sé farin að virka að fullu, hrossin
séu í góðri þjálfun og sýningar hafi
takist vel.
Umsjónarmenn kynbótahrossa
eru ekki skyldugir að mæta með
hrossin í byggingardóm á lands-
mótinu nema að dómararnir komi
fram með rökstuddar óskir um það.
Staða hrossanna á landsmótinu er
því nokkuð skýr, þó svo að hæfi-
leikaeinkunn hrossa geti lækkað
eða hækkað smávegis.
Hæfileikaeinkunnir efstu hross-
anna eru þó yfirleitt það háar aö
erfitt er getur reynst að hækka
þær.
Efstu sex vetra hross-
in skrefi framar
í sex vetra flokkunum eru Gustur
frá Hóli og Rauðhetta frá Kirkjubæ
skrefi framar en þau sem næst
koma. Það má því mikið ganga á
til að þau tapi efsta sætinu.
í flokki sex vetra stóðhesta hefur
sjötíu og einn stóðhestur fengið 7,75
í aðaleinkunn eða meir, þar af hafa
fjörutíu og þrír fengið 8,00 eða meir.
Þijátíu og fjórir stóðhestar hafa
náð landsmótslágmarkinu 8,05.
Gustur frá Hóli er með hæstu
einkunn sumarsins í flokki stóð-
hesta sex vetra og eldri. Hann er
með 8,57 í aðaleinkunn, þar af 9,01
fyrir hæfileika, en stóðhestarnir í
næstu sætum eru með jafnar ein-
kunnir.
Einungis munar 0,03 á fimm
næstu hestum. Geysir frá Gerðum
kemur næstur með 8,39, Reykur,
Hoftúni, og Svartur, Unalæk, með
8,37 og Oddur frá Selfossi og Trost-
an frá Kjartansstöðum með 8,36.
Pressa á Þórði
Þorgeirssyni
Það er ekki nokkur vafi að eink-
unnir þær sem Rauðhetta frá
Kirkjubæ fékk í forskoðuninni
setja pressu á knapann Þórð Þor-
geirsson. Hann hefur sýnt mikinn
fjölda hrossa í vor og gengið vel,
en nú verður hann að standa sig
til að réttlæta einkunnir hryssunn-
ar.
Augu allra landsmótsgesta munu
hvíla á Rauöhettu og Þórði. Rauð-
hetta er með mjög góða byggingar-
einkunn, 8,40, og því er ekki víst
að hæfileikaeinkunnin þurfi að
vera nema 8,60, til aö halda efsta
sætinu.
Hrafndís frá Reykjavík kemur
næst með 8,36 í aðaleinkunn, ísold,
Keldudal, meö 8,28, Katla, Dal-
landi, 8,26 og Vaka, Arnarhóli, 8,23.
Sjötíu og ein hryssa hefur fengið
8,00 eða meir í aðaleinkunn, sem
jafnframt er lágmarkseinkunn fyr-
ir LM, en fjórar þeirra hafa verið
dæmdar í Noregi.
Níu hryssur eru með 8,20 eða
meir, aðrar níu með 8,12 til 8,19 og
því er meginhlutinn með 8,00 til
8,11 í aðaleinkunn.
Jafnirfimm
vetragraddar
Landsmótslágmarkseinkunn fyr-
ir fimm vetra stóðhesta er 7,95 og
þar mætir tuttugu og einn stóðhest-
ur.
Fjögurra vetra stóðhestarnir,
sem þurftu 7,80 í aðaleinkunn,
verða tuttugu og fimm.
Jór frá Kjartansstöðum kemur
inn á LM með hæstu einkunn fimm
vetra hestanna 8,32, Kolskeggur frá
Kjarnholtum I er með 8,29, Þorri
frá Þúfu 8,25, Galdur frá Laugar-
vatni 8,23 og Oður frá Brún og Þyr-
ill frá Aðalbóh 8,20.
í fjögurra vetra flokknum stend-
ur baráttan milh Hjörvars frá Am-
arstöðum með 8,15 og Nökkva frá
Vestra-Geldingaholti með 8,14.
Galsi frá Sauðárkróki, Gandur
frá Skjálg og Víkingur frá Voðm-
úlastöðum eru með 8,04 og Frami
frá Sigmundarstööum 8,01.
Níu fimm vetra hryssur hafa
fengið 8,00 eða meir í aðaleinkunn
í sumar, en tuttugu og sjö náðu
landsmótslágmarki.
Röst frá Kópavogi er langhæst
með 8,24, Hera frá Prestbakka er
með 8,13 og Engilráð Kjarri 8,10.
í fjögurra vetra flokknum hafa
tvær hryssur fengið 8,00 eða meir
í aðaleinkunn, en fimmtán mæta á
landsmót.
Snælda frá Bakka fékk geysigóð-
ar einkunnir í forskoðun á Hellu
og er aðaleinkunnin 8,25. Glás frá
Votmúla er með 8,05.
Nótt hæst heiðursverð-
launahryssnanna
Nótt frá Stóra Hofi er með hæstu
einkunn þeirra fiögurra heiðurs-
verðlaunahryssna sem mæta, 127
stig fyrir 13 afkvæmi.
Fúga frá Sveinatungu er hæst
afkvæmahryssna með 119 stig fyrir
6 afkvæmi, en afkvæmahryssurnar
verða 9.
Þokki frá Garði er með hæsta
dóma fyrir afkvæmi heiðursverð-
launastóðhesta 134 stig, en þar
mæta einnig Kjarval frá Sauðár-
króki með 132 stig og Stígur frá
Kjartansstöðum með 131 stig.
Dagur frá Kjamholtum er með
hæstan stigafiölda afkvæmastóð-
hestanna með 133 stig. í þeim flokki
verða fimm stóðhestar.
-E.J.
Rauðhetta frá Kirkjubæ og Þórður Þorgeirsson verða í sviðsljósinu á
landsmótinu á Hellu í sumar. DV-mynd E.J.