Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1994, Qupperneq 40
48
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994
Andlát
Magnús Böðvarsson bóndi, Hrúts-
stöðum, Dalasýslu, lést í Borgar-
spítalanum 23. júní.
Dýrfinna Gunnarsdóttir, Máná, and-
aðist í Sjúkrahúsi Húsavíkur 23. júní.
Ásgrimur Jón Benediktsson bifreiða-
stjóri, Laugateigi 4, Reykjavík, lést á
gjörgæsludeiid Landspítalans 23.
júní.
Valgerður Sveinsdóttir frá Lang-
holti, Meðallandi, síöast til heimilis
að Hrafnistu, Reykjavík, andaðist 22.
júní.
Guðmunda Regína Sigurðardóttir,
frá Látrum í Aðalvík, lést í sjúkra-
húsinu á ísafiröi 23. júní.
Tiikyimingar
Félagsstarf eldri borgara
Gerðubergi
Heimsókn í félagsstarf eldri borgara í
Gjábakka, Kópavogi, mánudaginn 27.
júní. Lagt af staö kl. 13.30. Upplýsingar
og skráning í sima 79020.
Félag eldri borgara
í Reykjavík og nágr.
Bridgekeppni kl. 13 og félagsvist kl. 14 í
Risinu á sunnudag. Félagsstarf fellur niö-
ur frá 1. júlí til 4. ágúst. Dansað í Goö-
heimum kl. 20 öll sunnudagskvöld til 1.
ágúst. Tveggja daga ferö um Dalasýslu
6. og 7. júlí. Gist að Laugum í Sælings-
dal. Farið víða um og söguslóðir heim-
sóttar. Innritun á skrifst. félagsins og í
s. 28812.
Veiðidagur fjölskyldunnar
Hinn árlegi veiðidagur fjölskyldunnar
verður sunnudaginn 26. júní og stendur
fólki til boða að veiða í um 30 vötnum í
boði Ferðaþjónustu bænda og stanga-
veiðafélaga. Þessir aðilar hafa, ásamt
Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins,
staðið að veiðidegi fjölskyldunnar á und-
anfómum árum. Gefinn hefur verið út
bæklingur með upplýsingum um veiði-
daginn og í hvaða vötnum er leyfilegt að
veiða án endurgjalds. Hann hggur
frammi á öllum bensínstöðvum Esso,
Olis og Shell.
Tónsmiðja Ingimars
sem var stofiiuð 1991 og hefur nýlega lok-
iö vetrarstarfsemi sinni, bryddar upp á
þeirri nýjung í sumar að bjóða fólki á
öllum aldri til tónlistarkennslu. Áhersla
verður lögð á nótnalestur og tónfræði og
kennt á píanó, orgel, klassískan gítar og
þjóðlagagítar. Um er að ræða 18 klst.
námskeið. Námskeiðið er opið bæði byij-
endum og lengra komnum.
Mikil aðsókn á Kringlu-
kast í Kringlunni
Á miðvikudag hófst Kringlukast í Kringl-
unni í sjöunda sinn. Verslunar- og þjón-
ustufyrirtæki bjóða ótal tilboð á nýjum
vörum. Kringlukast stendur fram á dag-
inn í dag og er opið til kl. 16.
Kaffiskógar á Islandi
í tilefni af 50 ára afmæli íslenska lýðveld-
isins mun E1 Marino í Mexíkó leggja
grunn að kaffiskógi í hverjum landsfjórð-
imgi. í hvert skipti sem dós af E1 Marino
kaffi er keypt á íslandi verður ein trjá-
planta gróðursett, í samstarfi við Skóg- !
rækt ríkisins, í einum af þessum fjórum
kaffiskógum.
Flugdagur fjölskyldunnar
og Flugtaks
Þann 26. júní verður haldinn flugdagur
fjölskyldunnar og Flugtaks á Reykjavík-
urflugvelli. Útsýnisflug hefst kl. 9 og kl.
12-18 verður í gangi dagskrá þar sem
kynnt verður listflug, fallhlífastökk, hóp-
flug, yfirflug farþegaþotna, mótorhjól,
Landgræðslan, flugmódel, Landhelgis-
gæslan og margt fleira. Útigrill og gos á
boðstólum.
Sumarbúðir fyrir blind
og sjónskert ungmenni
Dagana 26. júní til 3. júlí verða haldnar
sumarbúðir að Varmalandi í Borgarfirði
fyrir blind og sjónskert ungmenni frá
Norðurlöndunum. Þátttakendur verða 30
talsins á aldrinum 16-26 ára. Tilgangur
sumarbúðanna er að ungmennin fái
tækifæri til að kynnast og miöla af mis-
munandi reynslu sinni.
Sýningar
Akrýl á striga
j Portinu
í Portinu, Strandgötu 50, Hafnarfirði
stendur yfir málverkasýning Bergs Thor-
berg. Á sýningunni eru 15 málverk, öll
máluð með akrýl á striga. þetta er önnur
einkasýning Bergs en henni lýkur 3. júlí.
Sýningin er opin daglega kl. 14-18 nema
þriðjudaga.
Hjónaband
Þann 14. mai voru gefin saman í hjóna-
band í Bústaðakirkju af séra Pálma Matt-
híassyni Sigrún Guðmundsdóttir og
Vilhjálmur Þorláksson. Heimili þeirra
er að Langholtsvegi 194, Reykjavik.
Ljósm. Sigr. Bachmann.
Þann 7. maí voru gefin saman i hjóna-
band’í Dómkirkjunni af séra Ólafi Skúla-
syni Sigrún Tryggvadóttir og Ólafur
Briem. Heimili þeirra er að Hlíöarhjalla
74, Kópavogi.
Ljósm. Sigr. Bachmann.
Þann 4. júní voru gefin saman í hjóna-
band í Grundarfjarðarkirkju af séra Sig-
urði Kr. Sigurðssyni Ragnhildur
Högnadóttir og Haraldur Unnarsson.
Þau eru til heimilis að Hellnafelli 8,
Grundarfirði.
Ljósmst. Mynd.
Þann 4. júní voru gefin saman í hjóna-
band í Bústaðakirkju af séra Pálma Matt-
híassyni Steina Árnadóttir og Atli Þor-
valdsson. Þau eru til heimilis að Efsta-
landi 24, ReyKjavík.
Ljósmst. Mynd.
Þann 11. júni voru gefin saman í hjóna-
band í Hjallakirkju af séra Sigfinni Þor-
leifssyni Dröfn Snæland Pálsdóttir og
Jón Ari Eyþórsson. Þau eru til heimilis
að Lautasmára 33, Kópavogi.
Ljósmst. Mynd.
Þann 11. júni voru gefin saman í hjóna-
band í Garðakirkju af séra Þorgrími
Daníelssyni Hrönn Gísladóttir og Sig-
urður Óli Guðmundsson. Þau eru til
heimilis að Holtsgötu 10, Hafnarfirði.
Ljósmst. Mynd.
Þann 14. maí voru gefin saman í hjóna-
band í Hólaneskirkju, Skagaströnd, af
séra Agli Hallgrímssyni Hulda Magnús-
dóttir og Jón Arnarsson. Heimili
þeirra er að Klyfjaseli 3.
Ljósm. Viggó Magnússon.
Þann 7. mai voru gefm saman í hjóna-
band í Selfosskirkju af sr. Sigurði Sigurð-
arsyni Nína Björg Borgarsdóttir og
Viðar Ingólfsson. Þau eru til heimilis
að Fossheiði 56, Selfossi.
Ljósm. Ljósmyndast. Mynd.
Þann 2. apríl voru gefin saman í hjóna-
band í Hjallakirkju, Kópavogi, af sr.
Kristjáni E. Þorvarðarsyni Anna
Margrét Sigurðardóttir og Gunnþór
Björn Ingvarsson.
Ljósm. Sigr. Bachmann.
Þann 14. maí voru gefin saman í hjóna-
band í Garðakirkju af séra Braga Frið-
rikssyni Oddný Guðmundsdóttir og
Jón Þór Jónsson. Heimili þeirra er að
Háaleitisbraut 50.
Ljósm. Nærmynd
Þann 7. mai voru gefin saman í hjóna-
band í Dómkirkjunni af séra Karli Sigur-
bjömssyni Sigurlaug B. Jóhannes-
dóttir og Haukur Harðarson. Heimili
þeirra er að Melabraut 34.
Ljósm. Sigr. Bachmann
Þann 7. maí voru gefin saman í hjóna-
band í Garðakirkju af sr. Braga Friðriks-
syni Berglind Waage og Jón Óli Ólafs-
son. Þau eru til heimilis að Austurbergi
10, Rvik.
Ljósm. Jóhannes Long.
Þann 21. maí voru gefin saman í hjóna-
band í Kópavogskirkju af sr. Kristjáni
Einari Þorvarðarsyni Kristín Stefáns-
dóttir og Andrés Gunnlaugsson. Þau
em til heimilis að Lautarsmára 33, Kópa-
vogi.
Ljósm. Jóhannes Long.
Þann 14. maí vom gefin saman í hjóna-
band í Laugameskirkju af séra Sigurði
Sigurðarsyni Guðrún Lilja Gunnars-
dóttir og Örn Arason. Heimili þeirra
er að Kjarrhólma 38.
Ljósm. Nærmynd
Þann 14. maí vom gefm saman í hjóna-
band í Dómkirkjunni af séra Hjalta Guð-
mundssyni Áslaug Árnadóttir og Sig-
urður P. Harðarson. Heimili þeirra er
að Hrafnakletti 4, Borgamesi.
Ljósm. Sigr. Bachmann
Þann 21. maí vom gefm saman í hjóna-
band í Hofskirkju af séra Önundi Bjöms-
syni Auður Lóa Magnúsdóttir og
Birgir Árnason. Heimili þeirra er að
Sandbakka 7, Höfn.
Ljósmyndast. Jóh. Valg.
AUGLÝSINGAR
ÞveriioKi 11 -105 Reykjavit - Sán 632700 - Bréfasítn 632727
Græni srnt 99-6272(fyrir landsfayggðina)
OPIÐ:
Virka daga kl. 9-22
Laugardaga kl. 9-16
Sunnudaga kl. 18-22
Athugið!
Smáauglýsingar í
helgarblað DV
verða að berast fyrir
kl. 17 á föstudögum.