Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1994, Page 42
50
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994
Afmæli
Óskar Jóhann Óskarsson
Óskar Jóhann Óskarsson, fram-
kvæmdastjóri og markaðsfulltrúi,
Jörfabakka 32, Reykjavík, verður
fertugur á morgun.
Starfsferill
Óskar Jóhann fæddist í Reykjavík
og ólst þar upp í Kleppsholtinu.
Hann lauk verslunarskólaprófi frá
VÍ1973 og hefur sótt mikinn fjölda
námskeiða á vegum Flugleiða, SAS,
Heklu, Stjórnumarfélags íslands og
Kristjáns Ó. Skagíjörð.
Óskar var deildarstjóri hjá Loft-
leiðum og síðan Flugleiðum í Kefla-
vík 1973-79, framkvæmdafulltrúi
hjá Heklu hf. 1980, aðstoðarstöðvar-
sfjóri á Keflavíkurflugvelli fyrir
SAS1980-82, sölumaður hjá Esso
1982-83 og fulltrúi þar í innflutn-
ingsdefld 1983-85, sölu- og markaðs-
fuUtrúi við tölvudeUd Kristjáns Ó.
Skagfjörð 1985-90, stöðvarstjóri í
Khartoum í Súdan fyrir Atlanta
flugfélagið 1991, markaðsfuUtrúi á
íslandi fyrir Geodata as í Noregi frá
1990 ogframkvæmdastjóri ÓJÖ frá
1990.
Óskar var leiðheinandi á tölvu-
námskeiðum hjá Stjómunarfélagi
íslands 1984, rekstrarstjóriTækni-
sýningar í Reykjavík 1986 og fram-
kvæmdastjóri Tandy Radio Shack
umboðins í Reykjavík í afleysingum
1984.
Fjölskylda
Óskar kvæntist 16.6.1979 Jónu
Guðrúnu ísaksdóttur, f. 13.5.1958,
afgreiðslumanni hjá ÁTVR. Hún er
dóttir ísaks Sigurðssonar vélgæslu-
manns og Gretu Ágústsdóttur,
starfsmanns við GrensásdeUd Borg-
arspítalans.
Börn Óskars og Jónu Guðrúnar
em Greta Ósk Óskarsdóttir, f. 28.12.
1979; Jóhann Fannar Óskarsson, f.
11.5.1982; Lísa Hlín Óskarsdóttir, f.
13.5.1987.
Systkini Óskars: Helga Guðrún
Óskarsdóttir, f. 23.7.1950; Guðný
Rósa Óskarsdóttir, f. 26.10.1951;
Friðrik Þór Óskarsson, f. 6.12.1952.
Hálfsystir Óskars er Sigrún Óskars-
dóttir,f. 2.3.1948.
Foreldrar Óskars em Óskar Jó-
hannsson, f. 25.5.1928, fulltrúi hjá
horgarverkfræðingi í Reykjavík, og
Elsa Friðriksdóttir, f. 23.7.1929,
starfsmaður á skrifstofu borgar-
Óskar Jóhann Óskarsson.
verkfræðings.
Óskar verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
Gunnar Pálmason
Gunnar Pálmason sölustjóri,
Þemunesi 11, Garðahæ, verður
fimmtugur á morgun.
Starfsferill
Gunnar fæddist á Skagaströnd og
ólst þar upp. Hann lauk prófi frá
fiskimannadeUd Stýrimannaskól-
ans í Reykjavík 1964 og meistara-
prófi í húsasmíði frá Meistaraskól-
anum í Reykjavík 1972.
Gunnar stundaði sjómennsku frá
1959-1967, og hefur starfað sem
húsasmiður og húsasmíðameistari
tíl 1988, en starfar nú sem sölustjóri
hjá AXIS húsgögnum.
Gunnar sat í stjóm Trésmiðafé-
lags Reykjavíkur, í stjóm Sjálfstæð-
isfélags Garðabæjar og er núver-
andi varaformaður þess, og á sæti í
byggingamefnd Garðabæjar.
Fjölskylda
Gunnar giftist 16.5.1964 Jóhönnu
Skarphéðindóttur, aðstoðarmanni
tannlæknis. Foreldrar hennar:
Skarphéðinn Gíslason, sjómaður og
vélstjóri, og Guðrún Hermannsdótt-
ir, húsfreyja, þau em bæði látin.
Börn Gunnars og Jóhönnu: Skarp-
héðinn Gunnarsson, f. 1.12.1964,
kennari, maki HUdur EUn Vignir,
þau eiga eitt harn, Börkur Gunnars-
son, f. 2.1.1970, nemi, unnusta hans
er Valgerður Guðlaugsdóttir.
Systkin Gunnars: IngibjörgPerla,
ljósmóðir, hún á eitt bam, Sigurður
Pálmason, skipstjóri, maki Eygló
Ámadóttir, og Súsanna Pálmadótt-
ir, búsett í MosfeUsbæ.
Eldri hálfsystkini Gunnars: Þórir
Haukur Einarsson, fv. skólastjóri,
Ragna Petra Einarsdóttir, búsett í
Danmörku, Hallfríður Alda Einars-
dóttir, og Ásta Einarsdóttir, búsett
í Svíþjóð.
Foreldrar Gunnars: Pálmi Sig-
urðsson, f. 22.2.1914, d. 24.4.1992,
Gunnar Pálmason.
húsasmiður, og Hólmfríður Hjartar-
dóttir,f. 31.12.1909, d. 15.12.1991,
húsmóðir.
Gunnar tekur á móti gestum á
heimiU sínu miUi kl. 10 og 12 að
morgni afmæhsdagsins.
Hansína Lovisa Jónsdóttir
Hansína Lovísa Jónsdóttir sauma-
kona, Skúlagötu 40, Reykjavík,
verður áttræð á morgun.
Starfsferill
Hansína er fædd á Teigarhomi í
Berufirði og ólst þar upp en flutti
tíl Reykjavíkur 1932. Hún nam
saumaskap hjá Moderpalladen í
Danmörku 1936-1938, vann hjá Guð-
rúnu Þórðardóttur við saumaskap,
í mötuneyti hjá GimU, saumaskap
hjá HUdi Sívertsen, saumaskap hjá
Max hf. tU 1970 og á KvennadeUd
Landspítalans þangað tU hún lét af
störfum fyrir aldurs sakir.
Fjölskylda
Eiginmaður Hansínu er Jóhann
Krtiger, f. 23.7.1923, vélvirki. For-
eldrar hans: Haraldur Krtiger, sjó-
maður og verslunarmaður, og Kon-
kordia Jóhannesdóttir, ljósmóðir.
Systkin Hansínu: SofSa, f. 2.9.
1912, húsmóðir, búsett í Bandaríkj-
unum, María, f. 13.12.1916, húsmóð-
ir búsett í Danmörku, maki Paul
Langsted, þau eiga 2 böm, Björn, f.
1.6.1918, látinn, plötusmiður, maki
Margrét HaUgrímsdóttir, þau eign-
uðust 4 börn, EUsa, f. 30.7.1922, lát-
in, húsmóðir, hún eignaöist eitt
bam, Kristján, f. 1.10.1926, bóndi.
Foreldrar Hansínu: Jón Lúðvíks-
son, húsgagnasmiður og bóndi,
Hansína Regína Bjömsdóttir, f. 22.7.
1884, d. 1973, ljósmyndari oghús-
móðir, þau bjuggu lengst af á Teig-
arhorniíBerufirði.
Hansína Lovísa Jónsdóttir.
Hansína verður að heiman á af-
mæUsdaginn.
Friðrik Ingólfsson
Friðrik Ingólfsson garðyrkjumaður,
Laugarhvammi, VarmahUð í Skaga-
firði, verður sjötugur á morgun.
Starfsferill
Friðrik er fæddur á Lýtingsstöð-
um en ólst upp á BakkaseU í Öxna-
dal. Hann er garðyrkjufræðingur
frá Garðyrkjuskóla ríkisins að
Reykjum 1943 og rak síðan garð-
yrkjustöð í Laugarhvammi, Lýt-
ingsstaðahreppi, til ársins 1990.
Fjölskylda
Friðrik giftist 20.9.1947 Sigríði
Magnúsdóttur, f. 20.7.1925, hús-
freyju. Foreldrar hennar: Hólmfríð-
ur EUn Helgadóttir og Magnús HaU-
dórsson, búsett á Sauðárkróki.
Böm Friðriks og Sigríðar: Magnús
Helgi, f. 24.4.1947, maki Sigríður
Viggósdóttir, þau eiga 4 böm, Sig-
urður Hörður, f. 1.4.1949, maki Sól-
veig Jónsdóttir, þau eiga 3 böm,
JónínaHólmfríöur, f. 9.12.1950,
maki Stefán Oddgeir Sigurðsson,
þau eiga 5 böm, Sólveig Inga, f. 5.1.
1952, maki Kolbeinn Erlendsson,
þau eiga 2 böm, Friðrik Rúnar, f.
14.11.1956, fv. maki Lovísa Sveins-
dóttir, þau eiga 4 börn.
Fósturbarn Friðriks: Magnús
Halldór Erling Jóhannesson, f.
27.10.1943, maki Hulda Garðarsdótt-
ir, þaueiga4böm.
Systkin Friðriks: GísU Ingólfsson,
f. 12.9.1918, búsettur á Grenivik, á
5 böm, Daníel Ingólfsson, f. 25.11.
1919, búsettur í Kópavogi, Eðvarð
Ingólfsson, f. 22.4.1921, d. nóvember
1979, Jón K. Ingólfsson, f. 1.10.1925,
maki Regína Magnúsdóttir, þau eiga
4böm.
Foreldrar Friðriks: Ingólfur Daní-
elsson, f. 25.1.1890, d. 1969, bóndi,
Jónína Guðrún Einarsdóttir, f. 30.9.
Friðrik Ingólfsson.
1885, d. 1962, húsmóðir, þau bjuggu
lengst af á Bakkaseli og á Steinsstöð-
um.
Friörik verður að heiman á af-
mæUsdaginn.
Ilrafnistu,
Magnús Axel Júliusson
verkamaður,Skjólvangi,:
Hafharfirði.
Magnús tekur á móti gestum í sam-
komusalnum á Hrafnistu i Hafnarfirði
á 5. hæð, railli kl. 15 og 17 á afmælisdag-
HaUJóra Sigfúsdóttir
frá Hofsstrond.
Borgarfirði
eystra,
Miöleiti 7,
Reykjavik.
Eiginmaður
íiaUdóru var
Ilalldór Stefáns-
son, alþm. ogfor-
stjóri BrunabíSta-
Freyja Stefarúa Jónsdóttir,
Vestmannabraut -12, Vestmannaeyjum.
Jóna Soffia Tómasdóttir,
Laugavegi T2, Reykjavík.
Gunnor Már
Torfason
bifreíðastjórí,
Grænukinn 17,
Hafiiarfiröi.
Gunnar tekur á
mótí gestum í
FélagsheimiU
Hjálparsveitar
skáta, Hraun-
brún 67, Hafnar-
firði, miUi kl. 17 ogl9á afinæUsdaginn.
60 ára
Guðmundur Jóhann Guðmundsson,
Urðarstíg 7a, Reykjavík.
HaUdóra veröur aö heiman á afmælis-
daginn.
Guðmundur Jónsson,
Skjólvangi, Hrafnistu, Hafnarfirði.
Helga Albertsdóttir,
Ljósheimum 20, Reykjavík.
I>orgerður Þórardóttir,
Túngötu 16, Húsavík.
Sveinn Baldvinsson,
Naustura 3, Akureyri.
Jóhanno Krístjánsdóttir,
Kaplaskjólsvegi 29, Reykjavík.
Ingihjörg Jónsdóttir,
Skólastíg I4a. Stykkishólmi.
Sigurður Ágústsson,
Þrándarseli 4, Reykjavík.
Berglaug Jóhannsdóttir,
Hliöarvegi 13, Njarðvík.
Örn Arason,
Breiðvangi 24, Hafnarfirði.
Sigrún Aadnegard,
Bergsstöðum, Skarðshreppi.
;. Sigrún tckur á móti gestum: i félags-
heimilinu Ljósheimum. Skarðshreppi,
laugardaginn 25.6. frá kl. 20.00.
Guðrún Jóhannesdóttir,
KambaseU 64; Reykjavik..
Sigrún Konný Einarsdóttir,
Silungakvísl 21, Reykjavik,
AtH Aðalsteinsson,
Túngötu 7, Vestmannaeyjum.
Örn Sævar Bjömsson,
; Réttarhnltsvegi 43, Reykjavík.:::
; Njáll Sigurðsson, :
Grenignmd 4, KópavogL
:Sören Sörensen
vörubiistjóri,
Lambeyrarbraut
5, Eskifirði.
Eiginkona hans
erSigurbörgEin-
arsdóttir hjúkr-
unarforstjóri.
Sören verður að
heiman á afmæl-
isdaginn
40 ára
Guðni Ásþór Haraldsson,
Ljósalandi 22, Reykjavík. :
Jón Háfþór Þorláksson,
Kársnesbraut 2lc, Kópavogi.
Óiafur Páisson,
Brekkutanga 29, MosfeUsbæ.
Guðrún Jóhanna Jónsdóttir,
Hnappavöllum 1, Hofshreppi.
Óliver John Kentish
Óliver John Kentish, tónskáld og
tónlistarkennari, Birkihlíð 8,
Reykjavík, er fertugur í dag.
Starfsferill
Óliver fæddist í London og ólst þar
upp en fluttist til íslands árið 1977.
Hann var sellóleikari hjá S.í. 1977-
1978, kenndi á Akureyri 1978-1986,
kennir núna í Hafnarfiröi og í Kefla-
vík, undanfarin tvö ár hefur hann
einnig séð um að flytja fréttir á
ensku fyrir Ríkisútvarpið.
ÓUver er í verkefnavalsnefnd S.í.
fyrir hönd Tónskáldafélags íslands
og hefur nýlega afhent frumsamið
tónverk sem var samið að beiðni
bresku ríkisstjómarinnar sem gjöf
til íslendinga vegna 50 ára afmælis
lýðveldisins.
Fjölskylda
Óhver giftist 25.5.1985 Hildi Pét-
ursdóttur, f. 16.2.1963, þýðanda.
Foreldrar hennar: Pétur Jósefsson,
fasteignasali, og Rósa Dóra Helga-
dóttir, kennari, þau eru búsett á
Akureyri.
Bam ÓUvers og Hildar er Edda
Þöll Kentish, f. 21.8.1984.
Systir Óhvers er Emma Kentish,
f. 31.5.1956, ritari, hún á 3 böm og
Oliver John Kentish.
erbúsettíLondon.
Hálfsystkin Óhvers: Simon Kent-
ish, f. 13.7.1959, kvikmyndagerðar-
maður, búsettur í París, Teresa
Howell, Cathy Helweg, Wilham
Morley og Perdita Davidson.
Foreldrar Ólivers: Royston Mor-
ley, f. 25.8.1912, d. 14.10.1991, rithöf-
undur og leikstjóri fyrir BBC, og
Rosemary Hill, f. 4.6.1927, d. 12.4.
1989, framkvæmdarstjóri í leiklist-
ardeildBBC.