Alþýðublaðið - 12.04.1967, Blaðsíða 6
menvt 1 fréttum
Humphrey sterkari
HUBERT H. HUMPHREY
varaforseti hefur verið á ferða-
iagi um Vestur-Evrópu á sama
tíma og áhrifa hans i banda-
rískum stjórnmálum hafa aukizt
á ný, en eftir að hann var kjör-
in í embætti sitt í nóvember
1964, minnkuðu vinsældir hans
jafnt og þétt, og hefur aðstaða
hans sennilega aldrei verið eins
slæm og í vetur.
Ástæðurnar fyrir þessari breyt-
ingu eru meðal annars þær, að
áiit Johnsons forseta hefur auk-
izt á ný og Robert Kennedy hef-
ur beðið mikinn álitshnekki. Á-
lit varaforsetans hefur jafnan
minnkað, þegar forsetinn hefur
lækkað í áliti, og þar sem Ro-
bert Kennedy hefur löngum ver-
ið talí'in aðalkeppinautiur
Humphreys um tilnefninguna
sem forsetaefni demókrata 1972
(þegar Johnson getur ekki leng-
ur gefið kcst á sér) — og jafn-
vel um varaforsetaembættið í
forsetakosningunum á næsta ári
— leiddu skoðanakannanir í Ijós
að vinsæidir Humphreys minnk-
uðu, þegar vinsældir Kennedys
jukust — og öfugt.
En "einnig hefur afsta'ða vara-
forsetans til utanríkis- og innan-
ríkismála styrkt stöðu hans. —
Bæði vegna skapferlis og
reynslu sinnar, er Humphrey
einlægur talsmaður lýðræðis og
eindreginn andstæðingur kom-
múnisma. Öfugt við flesta banda
ríska stjórnmáiamenn hefur
hann kynnzt starfsemi kommún-
ista af eigin raun, en kommún-
istar höfðu gífurleg áhrif í de-
mókrataflokknum í heimaríki
Humphreys, Minnesota, þegar
hann hóf fyrst afskipti af.stjórn
málum. Humphrey og vinir hans
urðu rð Iieyja langa og erfiða
baráttu tii þess að útrýma þess-
um kcmmúnistísku áhrifum.
Stefna Trumans forseta ____
hm 20 ára gamla „Truman-
kenning” um andstöðu gegn
undirróðui-sstarfsemi og árásar-
stefnu kornmúnista víðs vegar i
heiminum og Marshallhjálpin til
viðreisnar hinum stríðshrjáðu
löndum Evrópu — naut því ein-
dregins stuðnings Humphreys,
sem var öldungadeildarmaður á
Þeim árura. Síðan varð Ilump-
hrey emn ákafasti og duglegasti
hvatamaður þess á Þjóðþinginu,
að Bandaríkin veittu vanþróuð-
um löndura heims ríkulega efna-
hagsstoð, ekki sízt í því skyni
að efla Iýði'æðislegar stofnanir
þessara landa eins og sam-
vinnufélög og frjáls verkalýðs-
félög.
★ VIETNAM DEILU-
EFNI.
Sem varaforseti styður Hump-
hrey þá stefnu, að reynt sé að
hefta framrás kommúnismans í
Asíu, nákvæmlega á sama hátt
og hann beítti sér fyrir því að
Hægri umferö - kostnaður
og slysahætta
Það hefur verið mjög í tízku ingunni, svo sem ný kaup á stræt
undanfarnar vikur að aðilar sem isvögnum og öðrum almennings-
Humphrey
reynt yrði að hefta framrás
kommúnismans í Evrópu, þegar
liann átti sæti í öldungadeildinni
á sínum tíma. Þessari stefnu
hefur hann fylgt af festu og ein-
urð og ávallt verið sjálfum sér
. samkvæmur. En vandi hans er
sá, að frjálslyndir menn og
menntamenn í Bandaríkjunum
eru andvígir því að reynt sé að
hefta framrás kommúnismans í
Asíu, enda þótt meirihluti þeirra
hafi stutt nákvæmlega sömu
stefnu í Evrópu á sínum tíma.
Þótt órökrétt sé, hafa marg-
ir „frjálslyndir” menn í Banda-
ríkjunum borið Humphrey þeim
sökum, að hann hafi „breytzt”
og hagrætt skoðunum sínum til
þess að vinna hylli forsetans, já,
meira að segja, að hann liafi
„svikið” hina gömlu vini sína í
samtökum frjálslyndra. En sann-
leikurinn er sá, að það er eklci
Humphrey sem hefur breytzt,
heldur þeir sjálfir, því að Hump- i
lirey hefur ávallt verið sjálfum
sér samkvæmur. Eigi að ásaka
liann fyrir eitthvað, væri það
helzt það, að hann hafi ekki
fylgzt með tímanum og þeim
breytingum, sem orðið hafa á
skoðunum frjálslyndra.
Um tíma í fyrra leit út fyrir,
að frjálslyndir notuðu Hump-
hrey sem skotskífu í andstöðu
þeirra gegn styrjöldinni í Viet-
nam. Enn er efnt til fjandsam-
legra mótmælaaðgerða, þegar
hann heldur ræður við háskóla,
eins og t. d. við Stanfordháskól-
ann í Kaliforníu í febrúar, þeg-
ar nokkrir stúdentar hrópuðu:
„Svei, svei!” — og jafnvel
„morðingi” að honum. En nú
virðist meirihluti „frjálslyndra”
liafa gert sér grein fyrir því,
að einlægni og alvara býr á bak
við skoðanir hans, og þess vegna
Frh. 10. síðu.
að öðru jöfnu láta sér umferða-
mál litlu skipta, að minnsta kosti
á opinberum vettvangi, hafa
gengið fram fyrir skjöldu og
mótmælt fyrirhugaðri breytingu
úr vinstri í hægri umíerð. Hafa
þessir aðilar borið fyrir sig ó-
rökstuddar fullyrðingar um af-
leiðingar breytirígarinnar ,sér-
staklega varðandi kostnað og
aukna slysahættu.
Varðandi kostnaðinn af breyt-
ingunni taka þessir aðilar sér í
munn ótilgreindan fjöida hundr-
uð milljóna, þó fyrir liggi sund-
urliðuð’ kostnaðaráætlun frá 8.
nóv. 1965, sem nemur 49,4 millj-
ónum króna. Þessi kostnaðará-
ætlun er öllum aðgengileg m.a.
í greinargerð fyrir frumvarpi til
laga um hægri liandar umferð.
Er því þeim sem hafa mál-
efnalegan áhuga á máli þessu
auðveld leið að kynna sér for-
sendur kostnaðaráætlunarinnar,
og laganna í heild.
Það hefur ekkert komið fram
sem bendir til þess að áður nefnd
kostnaðaráæltun standist ekki
enda hefur hún aldrei verið vé-
fengd, þar sem ekki er á hana
minnzt í þeim skrifum eða ræð-
um, sem mælt hafa mót umferð-
arbreytingunni. í þess stað hafa
menn forsendusnautt búið til ■
eigin áætlanir og dregið þar inn
atriði sem ekki á neinn hátt við-
koma kostnaði af umferðarbreyt-
Nýkjörið bankaráð Verzlunarbankans Irá vinstri: Magnús J. Brynjólfsson kaupmaður, Þorvaldur Guð-
mundsson forstjóri, Kristján Oddsson aðstoöarbankastjóri, Höskuldur Ólafsson bankastjóri og Egill
Guttormsson stórkaupmaður.
VERZLUNARBANKINN EUKUR HLUTAFÉ
ADALFUNDUR Verzlunarbanka
íslands h.f. var haldinn í veitingra-
húsinu Sigtúni laugardaginn 8.
apríl sl. og hófst hann kl. 14.30.
Fundarstjóri var kjörinn Geir
Hallgrímsson, borgarstjóri, en
fundarritarar Gunnlaugur J.
Briem, verzlunarmaður og Jón I.
Bjarnason, ritstjóri.
Þorvaldur Guðmundsson, for-
maður bankaráðs, flutti skýrslu
um starfsemi bankans síðast lið-
ið ár. Kom fram í henni að á ár-
inu hafði öll starfsemi bankans
farið vaxandi. Bankinn opnaði á
árinu afgreiðslu í Umferðarmið-
stöðinni og er þar um að ræða
þjónustu fyrir ferðamenn svo og
viðskiptamenn bankans. Á síðasta
ári var öll afgreiðsla banknas end
urbætt og í notkun teknir raf-
reiknar við bókhald bankans. Hef
ir sú ráðstöfun leitt af sér veru-
lega bót á allri daglegri afgreiðslu
viðskiptamanna í bankanum. Þá
voru gerðar endurbætur á húsa-
kynnum bankans, sem nú eru
mjög rúmgóð.
Innstæður í árslok námu sam-
tals 605,1 millj. kr., en útlán
489,2 millj. króna. Aukning inn-
stæðna í sparisjóðsreikningum
nam 72 millj. kr„ en hlaupareikn
ingsinnstæður lækkuðu á árinu
um 11,8 millj. kr.
Höskuldur Ólafsson, banka-
stjóri lagði fram endurskoðaða
reikninga bankans, og skýrði þá.
Kom fram í þeim að hagur bank-
er traustur. Iílutafé bankans er
nú 12 millj. kr. og varasjóður 17
millj. kr. Reikningar bankans
voru samþykktir samhljóða.
Fyrir fundinum lá tillaga frá
stjórn bankans um hlutafjáraukn-
ingu. Hafði Magnús J. Brynjólfs-
son kaupm. framsögu fyrir henni.
Framhald á 10. síðu.
bifreiðum. Staðreyndirnar eru
þær að ýmsir sérleyfishafar, þar
með taldir Strætisvagnar Reykja
víkur, hafa frestað um nokkur
ár eðlilegri endurnýjun á vagna-
kosti sínum, þar sem umferðar-
breytingin var í undirbúningi.
Af þeim ástæðum verða ný kaup
þessara vagna óeðlilega mikil
núna, en er fjáríesting sem í stað
þess að dreifast á nokkur und-
anfarin ár kemur nú í einu lagi,
en er að sjálfsögðu fjárfesting
sem sérleyfishafar sjálfir verða
að bera allan kostnað af.
Tal og skrif um „stóraukna
slysa‘hættu“ eru órökstuddar full
yrðingar sem sízt eru til þess
fallnar að bæta öryggi í umferð-
inni hvorki fyrir né eftir um-
ferðarbreytinguna.
Það sem við höfum við að styðj
ast í þessu máli er sú reynsla
sem fengizt hefur af þeim þjóð-
um sem tekið hafa upp hægri
umferð á síðustu áratugum, en
þær eru allmargar og þar af tvær
mjög fjölmennar þ.e.a.s. Kína og
Kanada.
Engar fregnir eru af því að í
þessum löndum -hafi umferðar-
slysum fjölgað svo að fréttnæmt
þætti, og eru þó fréttastofur ó-
sínkar á að segja frá ef um slys
eða slysafaraldur er að ræða.
En reynsla sú sem fékkst af
breytingu Eþíópíumanna í júní
1964 er staðfest af sænskri sendi
nefnd sem fylgdist með þeirri
framkvæmd. Þessi sendinefnd
skilaði skriflegri greinargerð eft
ir heimkomuna.
í aðalatriðum segir þar að
brot á umferðarreglum væru þau
sömu fyrir og eftir umferðar-
breytinguna t.d. of liraður akst-
ur og röng hægri beygja hjá öku-
mönnum, og hjá fótgangandi
hvernig það fór yfir götu.
Vanþekking á umferðarreglum
sé megin orsök slysanna hæði
fyrir og eftir breytinguna, en á-
standið hafi batnað vegna að-
gerða lögreglu. Upplýsingar fyr-
ir fram hafi verið ófullnægjandi
og undirbúningur ekki sannfær-
andi en þó nægur,
Skýrslan sem heild ber það
með sér að ástandið í umferðar-
málum Eþíópíu hafi batnað, þótt
meira hefði mátt gera í almennri
fræðslu fyrirfram.
Þetta hlýtur að vera okkur ís-
lendingum ómetanleg áminning,
enda er ástandið í okkar um-
ferðarmálum á þann veg að á-
kjósanlegt væri að fá einhverja
bót !þar á. Árlega er eytt miklum
fjármunum í umferðarkennslu
og eftirlit án þess að það sýni
nægilegan árangur. Má ef til
vill um kenna hugsanaleysi of
margra vegfarenda og því hve
fáir fótgangendur líta á sig sem
virka þátttakendur í umferðinni.
í sambandi við undirbúning og
framkvæmd umferðarbreytingar-
innar hérlendis gefst okkur ef
Frh. á 10. síðu.
6 12. apríi 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ