Alþýðublaðið - 12.04.1967, Síða 8
Syngjandi systur
RAGNAFt JC
DUREN
BR
Leikmann
EINN sá meinfyndnasti sjón-
leikur, sem sézt hefur á fjölum
Þjóðleikhússins, er sýndur þar um
þessar mundir, Þar er á ferðinni
Friedrich Diirrenmatt, einn fræg-
asti leikritasmiður Evrópu og
ekki með öllu ókunnugur íslenzk-
um leikhússgestum.
Leikrit þetta, „L oftsteinninn”
(Der Meteor) — (nafni'ð er vill-
andi og óaðlaðandi) er ríkt af
fjarstæðum og þversögnum, en
eigi að síður girnilegt til fróðleiks
fyrir það, enda er þessu svo far-
ið um mörg góð gamanleikrit. En
fyndni Durrenmatts minnir stund-
um nokkuð á hnyttinVriii Bern-
ards Shaw, þótt óskyldir kunni þeir
að vera í öðru.
Sjónleikur þessi fjallar um auð-
ugan og heimsfrægan Nóbelsverð
launahöfund, sem er orðinn
harla lífsleiður, hann er leiður á
öllu, frægð, auði og nautnum.
Samt kann hann enn að meta
koníak og vindla, sennilega mest
af vana, og hann fer á dúndrandi
kvennafar kominn á grafarbakk-
ann. Þó á hann heima fjórðu kon-
una sína, 19 ára gamla fegurðar-
dís, sem áður var símavændis-
koná, og velur hann henni ófé-
lega orðaleppa, þegar hún kemur
til hans, þar sem hann bíður
dauða síns í listamannakytru, þar
sem hann dvaldist endur fyrir
löngu, þegar hann var enn snauð-
ur og óþekktur. Hann kemur þang-
að til að deyja, hefur strokið úr
sjúkrahúsinu, þar sem hann var
talinn örugglega dauður. En þótt
hann sé upprisinn, óskar hann
dauðans, og krefst þess að fá frið
til að deyja. En hann deyr enn,
FORINGJAR FALLA
skáldsaga
eftir .Hilmar Jónsson
Útgefandi: Helgafell
Prentuð í Víkingsprenti
NÝLEGA er komin út skáld-
sagan „Foringjar falla” eftir
Hilmar Jónsson, Keflavík. Er
þetta fyrsta skáldsaga höfundar.
En áður hefur höfundur gefið
út þrjár bækur, Nýjar hugvekj-
ur, ritgerðir ér út komu 1955;
Rismál, ritgerðir, sem út voru
gefnar 1964 og ísraelsmenn og
Islendingar, bók um uppruna ís-
lendinga, sem út kom 1965. í
bókunum Nýjar hugvekjur og
Rismál voru hressilegar greinar
um stjórnmál og listír, sem
Fjáröflun vegna
drengjanna
í Breiðuvík
EINS og áður hefur verið get-
ið hér í blaðinu efnir Soroptim-:
istaklúbbur Reykjavíkur til fjár-
öflunarskemmtunar næstk.
fimmtudag á Hótel Sögu. Allur
ágóði af skemmtuninni rennur
í sjóð til styrktar drengjunum á
Breiðuvíkurheimilinu, m. a. til
að styrkja efnilega en fátæka
drengi til náms eftir að þeir
koma af heimilinu, en þar dvelj-
ast þeir til 16 ára aldurs. Dreng-
irnir, sem dveljast á Breiðuvík-
úrheimilinu, hafa verið sendir
þangað vegna einhverra afbrota
eða af erfiðum heimilisástæðum,
en í Breiðuvík stunda þeir sitt
skólanám og hjálpa til við bú-
skapinn, sem þar er rekinn. For-
stöðumaður heimilisins er Þór-
hallur Hálfdánarson, fyrrum
skipstjóri, og sér hann og kona
hans Guðmunda Halldórsdóttir
um rekstur heimilisins, og hefur
rekstur þess verið mjög til fyrir
myndar.
. Á skemmtuninni á fimmtudag-
inn verður margt til skemmtun-
ar, nokkrir þjóðkunnir óperu-
söngvarar syngja óperudúetta,
einnig verður upplestur, tízku-
sýning o. fl. Kynnir verður Jón
Múli Árnason og flytur hann og
Frh. á 10. síðu,
Þessi föt verða sýnd á fjáröflunar
skemmtuninni. (Myndir: Asis).
8 12. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Hinar syngjandi systur frá Keflavík. Þeim var geysivel fagn
að í Austurbæjarbíó.
ÞAÐ er föstudagskvöfld í
Keykjavík. Við erum stödd á
aniðnæturskemmtun í Austur-
4bæjarbíó. Salurinn er þétt setinn
ungu fólki og úr andlitunum má
lesa sambland af hrifningu og
undrun. Verðir laganna gleyma
sínum steinrunna embættissvip
Ðg stara fullir aðdáunar á sviðið.
iteir harðgerðustu reyna að
brjóta af sér hrifningarfjötrana
og berjast við að telja sjálfum
sér trú um, að þetta sé bara'
ósköp venjuleg „bítiamúsik.”
En hvað er það sem vekur slíka
almenna hrifningu? Jú, það eru
tvær ungar og fallegar stúlkur,
sem reyndar eru systur. Þær eru
,að syngja „This is my song.1’ Með
líiokkafullri sviðsframkomu og
skýrum textaframburði túlka þær
4>.etta gulifallega lag Chaplins með
afbrigðum vel og hefði Charlie
-gamli verið viðstaddur, hefði hann
áreiðanlega tekið undir hið
glymjandi lófaklapp, sem glumdi
Á salnum, er lagið var á enda. —
Hverjar skyldu þær svo vera
■Jxessar yngismeyjar? Við bregðum
ökkur á bak við tjöldin og tökum
þær tali.
Þær heita Þórdís og Hanna
Karlsdætur og eru ættaðar frá
Keflavík eins og Hljómar, sem
þær reyndar eru báðar mjög hrifn
ar af. Þær ljóma af ánægju yfir
þessum glæsilegu móttökum og er
auðséð, að þetta hefur komið þeim
skemmtilega á óvart.
— Voruð þið óstyrkar?
Jú, við vorum það óneitanlega.
Sérstaklega síðustu mínúturnar
áður en við áttum að koma fram.
Það er Þórdís sem talar, 21 árs.
Og það var ekki laust við að mað-
ur fengi titring í hnjáliðina, þeg-
ar okkur var litið á allan þenn-
an fjölda, sem beið eftir því að
heyra í okkur. En þetta var aðeins
í nokkrar sekúndur.
Við komum fyrst fram á þorra-
blóti í Keflavík fyrir þremur
mánuðum. Nú er það Hanna, sem
hefur orðið, 18 ára. Þarna voru
SVIÐS
LJÓS
áheyrendurnir mest megnis af
eldri ' kynslóðinni, en okkur
finnst skiljanlega mun skemmti-
legra að syngja fyrir fólk á svip-
uðum aldri og við, enda er ungt
fólk á allan hátt mun betri og
þægilegri áheyrendur. Við finn-
um, að þá er hlustað af áberandi
meiri athygli.
Éð vil taka það fram fyrir hönd
okkar beggja, segir Þórdís, að við
erum sérstaklega ánægðar með
framkomu og undirtektir áheyr-
enda á þessum tvennum hljóm-
leikum. Þessi hneykslun á hegðun
unga fólksins á hljómleikum er
fáránleg og dæmigerð sjónarmið
þeirra, sem ekki hafa hið minnsta
vit á því, sem þeir eru svo oft og
ákaft að fordæma. Það sem skeð-
ur er einfaldlega eðlileg hrifn-
ing á fjörugum lögum.
Við vorum mjög undrandi, þeg-
ar við lásum í blöðunum, að það
mætti kalla okkur „Supremes
íslands", segir Hanna, og við vilj-
um taka það fram, að slíkar sam-
líkingar eru okkur ekki að skapi.
Supremes eru stórkostlegar og
við höfum mjög gaman af að
hlusta á þær, en að við tökum
þær sérs_taklega til fyrirmyndar
er fjarstæða.
Ef við syngjum lag, sem t. d.
Petula Clark hefur gert frægt, seg-
ir Þórdís, þá tökum við flutning
hennar til fyrirmyndar, án þess
þó að um beina stælingu sé að
ræða og svo er um öll okkar lög,
en auðvitað stefnum við að því,
að skapa okkar eigin söngstíl.
Annars erum við varla búnar að
átta okkur á þessu. Það var aldr-
ei reiknað með svona stórkostleg-
um móttökum og við eigum ekki
nógu sterk orð yfir það, hvað við
erum hamingjusamar.
Við þökkum þeim systrum fyr-
ir þettá skemmtilega spjall og
óskum þeim velfarnaðar á ókomn
um árum.
Á leiðinni út mætum við Gunn-
ari Þórðarsyni, Hljómamanni, og
við látum ummæli hans um hin-
ar „syngjandi systur” slá botn-
inn í þessa grein:
Þær eru prýðisgóðar og eiga
örugglega framtíð fyrir sér sem
vandað skemmtiatriði.
Ekki hægt að
ganga fram af
fólki
Bandaríska blaðið Time sagði
nýlega að nú væri orðið ómögu-
legt að ganga fram af fólki í
Bandaríkjunum. í leikhúsunum
væru leikrit, er sýndu kynvillu
og alls konar óeðli sem hvers-
dagslegan hlut, og í leikritinu
Marat Sade komi leikendur fram
allsnaktir. í nær öllum bókabúð-
um og “sjoppum” sé gnægð
klámbókmennta, sem hinir
beztu gagnrýnendur hrósi.