Alþýðublaðið - 12.04.1967, Page 13

Alþýðublaðið - 12.04.1967, Page 13
KSMmíoícsbÍ Ö Síml €1985 O. S. S. 117 Snilldar vel gerð og hörku- spennandi, ný, frönsk sakamála niynd. Mynd í stíl við Bond myndirnar. Kerwin Mathews Nadia Sanders. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. SMURSTÖÐIN Ssetúni 4 — Sími 16-2-27 B&limi er smurður íljðtt ag vel. Stójcra allar tetruaair af smuralíU: FJÖLI&JAN » ÍSðFIRDI URE EINð^GmJNARGLER FIMM ÁBA ABYRGÐ Söluumboð: SANDSALAN S.F. Elliðavogi 115. Sírni 30130. Pósthólf 373. Nú er rétti tíminn tSl a6 láta yfirfara og gers við vélamar fyrir vorið. Massey Ferguson-við- gerðaþjónustu annast Vélsmiðja Eysteins Leifssonai hf. Síðumúla 17. sími 30662 Suenarið með MONIKU Ein af beztu myndum Ingmar Bergmans. Harriet Andersson Sýnd kl. 9. Massey Ferguson DRÁTTARVÉLA og GRÖFUEIGENBUR Framhaldssaga eftir Astrid Estherg ÉG ER SAKLAUS Ulrik dró andann djúpt. Hann ók gegnum trjágöngin með mikl- um hraða og út á gömlu brúna. Jú, vatnið hafði risið. Hann setti Jensen af við bæinn hans. Skömmu síðar ók bifreiðin inn á skógarstíg með birkitrjám á báðar hliðar. — Hér er fagurt, sagði Mer- ete. ' . — Já, en bíddu þangað til í vetur. Þegar snjórinn er kom- inn er yndislegt að fara á skíði hér. Merete hrökk við. Hún yrði aldrei veturinn í Ulrikslundi. Þá yrði hún i Ameríku. En hún vissi ekki sjálf, hvað hún vildi eins og málið var í pottinn búið. Hann ók inn í rjóður og lagði bílnum þannig að hann var ekki fyrir þeim, sem þurftu að aka þessa sömu leið. Per var á hæl- um þeirra með vörubílinn. Svo gengu þau áfra.m. Jörðin var rök. Lengra í burtu voru menn að reyna að stífla vatnið sem ólgaði brún- grátt. — Það lítur illa út, sagði Ul- rik. — Ég vona að þeir komi bráðum með sandpokana. Merete kinkaði kolli. — Þú getur gengið um meðan við bíðum, sagði liann. — Ég kem líka. Við getum ekkert gert fyrr en pokarnir koma. Merete beit á vörina. Það var heppilegt að hann sá hana ekki núna. Hann gekk á undan og lyfti greinunum til hliðar. Það var gamalt hús í skógin- um. Það tilheyrði vitanlega Ul- rikslundi. — Það býr þar eng- inn, sagði Ulrik. — Annars er það afar fallegt. Þau gengu áfram og Merete langaði mjög til að segja honum frá bílslysinu, dóminum og — Við skulum snúa við, sagði hann með erfiðismunum. Hún þorði ekkert að segja, ekki enn. Hann gekk á eftir henni. Mer- ete leit enn einu sinni á gamla húsið. Það var óhugnanlegt eins og þar byggju skógarbúar, álfar og tröll. Ulrik brosti. — Þú ert borg- arbúi, sagði hann. — Ég get lesið hugsanir þínar. Ulrik kom til hennar. Hann dró hana að sér og hélt fast um hana. — Þú mátt aldrei fara frá mér, sagði hann biðjandi. — Ég elska þig, Merete. Hún fann varir lians snerta varir sínar. Elskaði Ulrik hana? Hann kyssti eyru hennar, háls og varir. Merete var sem löm- uð, hún var ekki vön hamingj- unni. Hún var aðeins ringluð og undrandi. Hún slcildi ekki, að Ulrik hafði sagt, að liann elsk- aði hana. Samt sá hún orðin fyrir sér. Eins og skrift, sem hún gat ekki lesið; hjarta hennar barðist ótt og títt og tárin komu fram í augu hennar. Hann kyssti þau brott. Eins og í þoku sá Merete Louise fyrir sér. — Roðann í kinnum hennar, orðin sem bjuggu yfir duldri mein- ingu. Hæðnisleg orð Hákons hljómuðu fyrir eyrum hennar. Svona hafði Ulrik kysst hana fyrr — eins og í örvæntingu. Samt hafði hann farið aftur til Louise. Merete sleit sig lausa. Hún vildi slá hann í andlitið. — Hvernig dirfistu að segja, að þú elskir mig? Ég veit að þú og.Louise — að þið — ég fyrir- lít þig. Heyrirðu það. Ég fyrir- lít þig. Hún skalf og titraði. Það fóru viprur um andlit hennar. Hann sá, að augu hennar voru svört. Þau fylltust aftur af tárum. — Louise. — Já. Hann átti að giftast henni — vefjast inn í vef hennar, verða fangi hennar. — Ég get ekki að því gert, þó ég elski þig, Merete, sagði hann. — En samt ertu á nóttum hjá Louise, meira að segja eftir að við dönsuðum saman í borg- inni. Fórstu iíka inn til hennar frá mér á Jónsmessunótt? — Ferðu þangað í kvöld — í nótt? Ég fer til Ameríku við fyrsta tækifæri...... Ulrik stirðnaði upp. Hann starði á hana augnablik án -þess að draga andann. Svo snéri hann á hæl og fór. Nú heyrðist í vöru- bílnum. Merete elti Ulrik í fjar- lægð. Hann og nokkrir menn frá óðalinu voru að henda pokum niður í mógult vatnið. Næsti poki kom. Og enn einn til. Vatnið ólgaði um fætur þeirra. Það var sem Ulrik væri óður svo ákaft vann hann. Hann tók ekkert tillit til þess þó hann yrði votur. Var hægt að elska mann og hata liann um leið? spurði hún sjálfa sig. Hún settist á stein og studdi liökunni í hendur sér. Það komu stöðugt menn á hjólum og allir fóru beint að vinna. Nú var búið að hlaða heilli stíflu úr sandpokum, vatn- ið var að tapa baráttunni. Nú var stórum moldarkögglum mok- að á stífluna og Ulrik hrópaði skipanir. Per kom með einn farm af sandpokum til viðbótar og Ul- rik gekk að vörubílnum. Vatnið streymdi af honum. Hann var óhreinn, stígvélin full af vatni. — Fjandinn er laus, sagði Per. — Það brennur í herbergi Merete. Merete stóð eins og lömuð. Henni fannst heimurinn hrynja umliverfis sig. Ulrik leit undr- andi á hana. — Hvað segirðu, Per! — Þegar Jensen kom aftur eftir matinn sá hann að það rauk út um gluggann á svefn- herberginu. Hann hljóp þangað til að athuga það. Það er slökkvi tæki á skrifstofunni og það komu menn þangað og hjálpuðu hon- um, en það var hræðilegt um að litast. Þú hefur víst hent frá þér logandi sígarettu. — Er búið að slökkva eldinn? spurði Ulrik stuttaralega. — Já, en lierbergið er ónýtt. Merete settist á stóran stein. Pæturnir báru hana ekki. Hvern- ig gat eldurinn hafa brotizt út í herbergi hennar? Hún hafði ekki verið þar síðan í morgun. Þeg- ar hún fór og skipti yfir í síð- buxur. Hún hafði ekki reykt, hún hafði ekki einu sinni notað öskubakka. Hvernig gátu slysin elt hana svona? Hvafl hélt Ulrik um hana? Þetta var alveg von- laust! Um sjöleytið var stíflan orð- in það sterk, að Ulrik þorði að trúa því, að hún myndi halda. Þau óku alla leiðina heim án þess að mæla orð af vörum. — Merete langaði til að segja hon- um að hún hefði ekki orsakað brunann, en hvernig átti hún að orða það? Þegar þau komu að óðalinu kom Louise út um dyrnar á her- bergi Merete. Hún var kríthvít og hóstaði. Tárin runnu niður kinnar hennar. Hún angaði af reykjarlykt. — Hvernig gengur? spurði Ul- rik og var stuttur í spuna. — Ekki vel; það var fyrir kraftaverk að öll álman brann ekki. Þú mátt ekki vera svona kærulaus, Merete. í hvert skipti sem ég hef séð þig leggja frá þér logandi sígarettu hef ég verið dauðhrædd um að þetta kæmi fyrir. En ég þorði ekki að segja það. Hún hóstaði. Hví- lík synd! Hún staulaðist til þeirra. Það var víst að líða yfir hana. — Louise! hrópaði Ulrik og tók utan um 'hana. Hann studdi hana inn í aðalálmuna og Mer- ete stóð kyrr og starði á eftir þeim. Það var víst Louise sem hann elskaði. Hún dró andann djúpt áður en hún fór inn. Fremra her- bergið var óskáddað. í pappírs-'"* körfunni lá tómur sígarettu- pakkinn. Hvað hafði Louise sagt? í hvert skipti, sem ég sé þig leggja frá þér iogandi sígi arettu. .. En það var lygi! Merete gekk í svefnherbergið. Þar stóð hún og mátti sig ekkl hræra. Sængin og náttborðið voru sviðin. Veggirnir brunnir. Þakið sást gegnum loftbjálkana. Hér var blautt og skítugt. Það var einhver að koma. — Anna, systir Pers. \ — Hér er geðslegt, sagði hún. — Það hlýtur að hafa kviknað í út frá rafmagni, sagði Merete og barðist við grátinn. — Sjáðu Anna! Hún fór með hana inn í setustofuna og sýndi henni papp- írskörfuna með samanvöðluðum sigarettupakkanum. Hún §agði að hún hefði aðeins átt eina sígarettu eftir og að hún hefði reykt hana á leiðinni út í bílinn. Eldspýtan lá í öskubakkanum. — Ég hef aldrei reykt í svefn herberginu, sagði hún. iilOiillliKIÉ; vjíiKi 12. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ |,3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.