Alþýðublaðið - 15.04.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.04.1967, Blaðsíða 4
 Ritstjóri: Bcncdikt Gröndal. Simar 14000—14903. — Auglýsingasími: 1490G. — A'ðselur: Alþýðuliúsið við HvcrXisgötu, Rvík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausa- sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Aiþýðufiokkurinn. Emil, U Thant og Vietnam ÓFRIÐURINN í VIETNAM kom til umræðu á Alþingi í vikunni. Var mikill munur að heyra einlægan frið- arvilja, sem fram kom í ræðu Emils Jónssonar, ut' anríkisráðherra og sanngirni hans í málinu, eða hins vegar skefjalaust ofstæki og einhliða hatur Einars Olgeirssonar. „Styrjöldin í Vietnam er ömurleg og 'hryggileg staðreynd, um það eru allir sammála, raunar bæði um þessa styrjöld og allar aðrar styrjaldir,“ sagði Emil. „Hroðalegar sögur eru sagðar um særða og deyjandi menn, grimmilega meðferð fanga, brennd- ar borgir og flýjandi fólk, sem hvergi hefur höfði sínu að halla. Hitt eru menn svo ekki eins sammála um, hverjum þetta sé allt að kenna í Vietnam og hvaða leiðir megi fara til að binda endi á þennan ó- fögnuð.“ Emil gat þess, að fjölmargir aðilar í mörgum lönd' um hefðu reynt að stilla til friðar. Síðan sagði hann: „Allar þessar tilraunirr hafa þó verið árangurslausar. Mér er vel kunnugt um það, að U Thant hefur lagt sig allan fram til þess að reyna að koma vopnahléi á og sættum, m. a. af viðræðum við hann sjálfan, þegar hann dvaldist hér á landi sl. sumar. En hann hafði þá og hefur raunar alltaf haft einlægan áhuga á að ná árangri í þessu máli.“ „Nú hefur það gerzt“, hélt Emil Jónsson áfram, „síðan þessar tillögur U Thants, sem hér liggja fyrir, voru lagðar fram, að hann hefur borið fram aðrar tillögur og mér skilst einmitt að í þeim tillögum sé farið nokkuð inn á þá braut að beina einnig tilmæl' um til Norður-Vietnam um, að þeir dragi úr sínum hernaðaraðgerðum um leið og Suður-Vietnamar draga úr sínum. Og það finnst manni eðlilegast, ef tillög- urnar eru bornar fram í þeirri veru að reyna að ná sættum og koma á friði. Hins vegar, ef aðeins er um árcður að ræða í þessu efni, er náttúrulega auðskil ið, hvers vegna aðeins er skorað á annan aðilann.“ Velkomin heim JÓN ÞORSTEINSSON ræddi um klofninginn í Al- þýðubandalaginu í ræðu sinni í eldhúsumræðunum í fyrrakvöld. Hann sagði: „Nú haía þeir atburðir gerzt, er sýna ljóslega, að jafnaöarmenn eiga ekkert erindi í bandalag með Sósí- alistaflc1 ':num. Allt það fólk, sem hvarf burt úr röð um Alþýðuflokksins fyrir rúmum áratug, er velkom ið heim í sinn gamla flokk á ný. Þá gefst því tækifæri til eðlilegra áhrifa á störf og stefnu Alþýðuflokksins til hHJla fyriv land og lýð.“ 4 15. apríl 1967 VERKTAKAR - VINNUVÉLALEIGA LOFTORKA SF. S í M A R: 214 5 0 & 3 019 0 Kópavogur Vantar blaðburðarbörn í Vesturbæ. Upplýsingar í síma 40753. 9 Björn Sveinhjörnsson hæstaréltarlögmaður Lögfræðiskrifstofa Sambandshúsinu 3. liæð. Símar: 12343 og 23338. Aðalumboð: Einar Farestveit & Co. hf. Vesturgötu 2 Tökum að okkur alls konar framkvœmdir bœði f tíma - og ákvœðisvinnu Mikil reynsla í sprengingum RAD!ONE¥E Radionette-verzlunin Aðalstræti 18 sími 1 6995 Sérhæfðir menn frá verk- smiðjunum í Noregi annast alla þjónustu af kunnáttu. tækin eru seld í yfir 60 lörxdum. rjC mim VANYAR BLAÐBÚRÐAR- FÓLK í EFTIRTALIN HVERFI: MIÐBÆ I og II HVERFISGÖTU EFRI HVERFFSGÖTU NEÐRI LAUGAVEG NEÐRI GNOÐARVOG RAUÐARARHOLT BRÆÐRABORGARSTÍG LAUGARTEIG LAUGARÁS VOGA krossgðtum ★ HRINGTORGIN. Ökumaður hefur beðið okkur um að koma þeirri fyrirspurn á framfæri við hlutaðeigandi yfirvöld, væntanlega lögregluna, livaða reglur gildi um akstur á hringtorgunum í borginni. Hann bendir á, að til dæmis á Miklatorgi sé jafnan tvö- föld röð bifreiða í hringnum og virðast menn alls ekki á eitt sáttir um það, hvorir eigi réttinn þeir, sem eru fyrir innan eða fyrir utan. Samkvæmt reglunni um varúð til vinstri eiga þeir, sem eru í ytri hringnum að eiga réttinn, en þeir aka samt margir hverjir eins og ökumenn í innri hringn- um eigi allan rétt. Þá er annað, sem ökumaður vill gjarnan fá upplýst, og það er hve langt megi aka í ytri hringnum. Sumir lialda því fram, segir hann, að í ytri hringnum megi aðeins aka milli gatnamóta, þ.e.a.s. ekki fara framhjá gatnamótum, en aðrir segja, að fara megi framhjá einum gatna- mótum og þannig megi til dæmis aka austur Hringbraut, — eftir að hafa farið um Miklatorg í ytri hringnum. Þessum spurningum vill ökumað- ur gjarnan fá svör við. ★ HRINGTORGIN TEFJA. Við erum ekki svo fróðir, að geta svarað þessum spurningum, en væntanlega koma svör frá þeim, sem betur vita, og verða þau að sjálfsögðu birt hér í þessum dálkum, þegar þau berast. Eins og ökumaður höfum við orðið varir við þetta sama, nefnilega, að menn eru alls ekki á eitt sáttir um það hvernig aka skuli hring- torgin e'ða hver eigi réttinn í hringnum. Hringtorgin voyu eitt sinn hugsuð til þess að greiða fyrir umferð í borginni, en raunin hefur hins. vegar orðið þveröfug og er nú meira að segja svo komið, að við hringtorgin á helztu umferðargötunum, að þar myndast stór- kostlegir umferðai’hnútar á annatímum dagsins, sem lögreglunni gengur misjafnlega að ráða við. Vafalaust, kemur að því, að þessi torg verða lögð niður, enda hefur sýnt sig, að þau gera allt ann- að en að greiða fyrir umferðinni. Til dæmis er það nú orðiö þannig, að margir forðast að koma nálægt Miklatorginu um hádegisbilið sé þess nokkur kostur, því þar þarf ævinlega að bíða lengi, þótt lögreglan geri sitt bezta til að greiða úr flækjunni, sem þar myndast. — K a r 1. ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.