Alþýðublaðið - 15.04.1967, Síða 10

Alþýðublaðið - 15.04.1967, Síða 10
Bonnstjórnin Frh. af 5. síöu. Ungverjar muni fresta áformum sínum um að taka upp stjórn- málasamband við Bonnstjórnina um langan tíma þrátt fyrir alla vináttusamninga við Pólverja og Austur-Þjóðverja, ef þeir hefðu mikinn ávinning af því að koma á tengslum við Vestur-Þjóðverja. En aftur á móti mundu stóru löndin í Varsjárbandalaginu haldá áfram að reyna að þvinga smærri löndin til að halda á- fram að fjandskapast við Vestur- Þjóðverja meðan þeir breyta ekki afstöðu sinni í grundvallar- atriðum. Næsti mikilvægi stjórnmálaat- burðurinn í Austur-Evrópu verður þing austur-þýzka komm- únistaflokksins, sem hefst á mánudaginn í Austur-Berlín. Þar mun Leonid Bresjnev, aðalritari sovézka kommúnistaflokksins mæta ásamt öðrum austantjalds- leiðtogum, en óvíst er hvort Rú- menar láti sjá sig, svo stirð hef- ur sambúð Rúmena og Austur- Þjóðverja verið síðan Rúmenar komu á stjórnmálasambandi við Bonnstjórnina. Enn.á ný verður lögð áherzla á samstöðu Austur- Þjóðverja og annarra kommún- istalanda og ráðizt á Vestur- Þjóðverja. Austur-Þjóðverjum verður sennilega einnig heitið efnahagsaðstoð, en nú er reynt að gera Austur-Þýzkaland að „efnahagsundri” Austur-Evrópu þrátt fyrir misfellurnar í stjórn- arfarinu. ★ RÁÐSTEFNA í KARLS- BAD. • Frá Austur-Berlín halda leið- togar Varsjárbandalagsins, aðrir en Rúmenar, til Karlovry Vary (Karlsbad) í Tékkóslóvakíu að sitja fund æðstu manna komm- únistaflokka Evrópu. Á fundin- um, sem hefst 25. apríl, verður rætt um öryggismál Evrópu og Þýzkalandsmálið og ekki hvað sízt um „einingu” kommúnista- hreyfingarinnar og andstöðuna til annarra vinstri flokka í V,- Evrópu. ítalir, sem eru lítt hrifnir af ráðstefnum kommúnistaleiðtoga, sendu nýlega leiðtoga sinn, Lu- igi Longo, til Moskvu og telja áð tekizt hafi að koma í veg fyr- ir að ákveðnar verði víðtækar aðgerðir á fundinum í Karlov- fy Vary, sérstaklega gagnvart Kínverjum. ’ Aftur á móti leikur enginn ýafi á því, að á ráðstefnunni verð úr lögð áherzla á samstöðu kommúnista gegn Vestur-Þjóð- yerjum, enda hafa hvorki ítalir né Frakkar neitt á móti því. Þau tvö lönd, sem hafa farið eigin götur, Rúmenía og Júgó- álavía, virðast ekki hafa látið telja sig á að senda fulltrúa til Karlovry Vary. Með þessari ráð- sjtefnu lýkur vetri mikilla stjórn- málastarfsemi í Austur-Evrópu. Starfsskilyrði listamanna EFTIR GYLFA Þ. GÍSLASON Úthlutun listamannalauna hefur löngum verið mikið deiluefni. Ótal greinar hafa verið skrifaðar um málið í blöð og timarit, og það hefur árum saman verið rætt á Al- þingi. En aldrei hefur náðst nægilega víðtækt Samkomulag, hvorki meðal listamanna sjálfra né stjórnmálamanna, um fastari skipan þessara mála hvað þá lagasetningu um þau. Ýmsir hafa því með réttu undrast, að frumvarp um laga setningu um þessi efni skuli vera að ná samþykki á Al- þingi, án nokkurra teljandi deilna, og virðast listamenn yf irleitt vera þeirra skoðana, að lagasetningin sé til mikilla bóta þótt enn sýnist mönnum auðvitað sitthvað um ýmislegt, eins og við er að búast. Efni málsins hefur verið rak ið í blöðum, svo að ég ætla ekki að víkja að því hér. Á hitt vildi ég minnast, að í við ræðum, sem ég átti við stjórn Bandalags íslenzkra listamanna í sambandi við undirbúning málsins, var af hálfu Bandalags ins sett fram sú hugmynd, að komið yrði á kerfi starfsstyrkja handa listamönnum, þ. e. að listamenn gætu átt kost á laun um eða styrk í tiltekinn tíma meðan þeir væru að vinna að tilteknu verkefni. Ríkisstjórnin tók þessari hugmynd vel og samþykkti. að ég skyldi skipa nefnd til þess að athuga þetta mál. Mun ég gera það, strax og Alþingi lýkur. í þessu sambandi er einnig rétt að minnast, að í frum- varpi um nýskipan greiðslu skólakostnaðar af hálfu rikis- og sveitarfélaga er ráð fyrir því gert, að menntamálaráðuneytið geti ákveðið listskreytingu skóla, að fenginni umsögn bæjar- eða sveitarstjómar og megi verja i þessu skyni allt að 2% byggingarkostnaðar. þó ekki hærri upphæð en 500.000 kr. fyrir hverja bygg- ingu. Er þetta í fyrsta sinn, sem gert er ráð fyrir lögfest- ingu heimildar til listakreyt- inga opinberra bygginga. En jafnframt er hér einmitt um að ræða þess konar starfs styrki, sem Bandalag íslenzkra listamanna hefur óskað eftir. Málarar og myndhöggvarar munu fá verkefni við sér- hverja skólabyggingu og greiðslu fyrir starf sitt. En í slíku er fólginn hinn æskileg asti stuðningur við list og lista- menn í landinu. Leiktu aldrei .. íramhald úr opnu. fíæstu ár lék hann í mörlgum evrópskum kvikmyndum, en mest lék hann þó á leiksviði. Árið 1960 fár hann til Parísar og hitti þar franska leikstjórann Francois |*0 15. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐID Truffaut og lék í mynd hans Jules > and Jim, sem varð mjög vinsæl. j Árið 1961 lék hann aðalhlutverk j ið í Henry V. í Burgtheater. 1963 fór hann með sinn eigin leikflokk til Parísar til að leika Torquato Tasso. í París hitti hann Stanley Kram- er, sem þá var einmitt að leita að leikara í The ship og Fools, og Werner varð fyrir valinu. Fyrir leik sinn í þeirri mynd varð hann heimsfrægur. Síðan kom hlutverkið í Njósn- arinn, sem kom inn úr kuldan- um, en þar lék hann austur-þýzk- an njósnara. í fyrra kom svo Wern er til Englands til að leika í mynd inni „Brennipunkt Fahrenheit 451“. í þeirri mynd leikur Julie Christie bæði konu hans og ást- mey. Þó að Werner hafi unnið marga sigra á hvíta tjaldinu, virðist skoð un hans á Hollywood ekkert hafa breytzt. Og Werner segir: Leikstjórinn Max Reinhardt sagði einu sinni: „Ef þú vilt vera sannur leikari, leiktu' aldrei. Hvorki í lífinu né á svið-inu.“ Þessi orð trúi ég á. Iþróttablaðið Frh. af 11. síðu. greinar um starfsemi ÍSÍ, frjálsar íþróttir, knatt- spyrnu, handknattleik, körfu knattleik, skíðaíþróttir, glímu, sund, badminton, golf, skautaíþróttir og skot- fimi. Þá er einnig komið út fyrsta blaðið, sem hinn nýi ritstjóri sér um, marzhefti. í því er grein um ÍSÍ 55 ára, viðtal við austurríska skiðaþjálfarann Herber Mark, grein um Magnús Guðmundsson, skíðakappa, grein um skíðastökkvarann Bjorn Wirkola, íþróttaann- áll er í blaðinu o.fl. efni. Handknattleikur Frh. af 11. siðu. í 1. deild á næsta keppnistíma- bili. Einnig mun fara fram 1 leikur í 2. deild karla milli ÍR og KR, en sá leikur hefur enga þýðingu þar eð KR hefur sigrað. Afhending verðlauna til sigur- vegara í mfl. karla og kvenna og til þess lið er verður nr. 2 í mfl. karla fer fram í Lídó en um loka hóf íslandsmótsins sér Knatt- spyrnuíélagið Valur. LesiÖ AlþýðublaðiS Augiýsið í Aiþýðublaðinu Frá Búrfellsvirkjun Á næstunni þarf að ráða vegna verktaka: 1. 4 pípulagningamenn. 2. 3 rafsuðumenn. 3. 5 rafsuðumenn með sérrafsuðupróf (Certificate). 4. 4 verkamenn. FOSSKRAFT Suðurlandsbraut 32 — Sími 38830. Tvöfalt gler - Tvöfalt gler Þið fáið tvöfalda einangrunarglerið með ótrúlega stuttum fyrirvara. GLUGGAÞJÓNUSTAN Hátúni 27 — Sími 12880. / Gluggaþjónustunni Hátúni 27: Allar þykktir af rúóugleri, litað gler, falleg munstur Sjáum um ísetningu á öllu gleri. Sími 12880. »L-

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.