Alþýðublaðið - 15.04.1967, Síða 15
Toyota Corolla kynntur hér
Forráðamenn Japönsku bifreiða-
sölunnar boðuðu fréttaraenn á
fund sinn í gær í Háskólabíói, til
að kynna fyrir þeim nýja bif-
reið frá Toyotaverksmiðjunum í
Japan. Bifreið þessi, „Toyota Cor
olla“ var fyrst kynnt á bifreiða-
sýningu í Tókíó í október sl. og
vakti þá þegar athygli, enda hafði
lengi verið búizt við nýrri bifreið
frá Toyota. Bifreiðin, sem sýnd er
í Háskólabíói er sú fyrsta sinnar
tegundar í Evrópu. Orri Vigfús-
son, framkvæmdastjóri Japönsku
Bifreiðasölunnar, skýrði frá því,
að um þessar mundir væru tvö
ár liðin frá því að fyrstu Toyota
bifreiðarnar komu til landsins,
en tala þeirra er nú hátt á þriðja
hundrað.
Toyota Corolla er í flokki „fast
back“ bifreiða og er tveggja dyra.
Vélin er 4ra strokka vatnskæld
toppventlavél 1077 cc með yfir-
liggjandi knastás og 5 höfuðleg-
um. Framleiðir hún 60 hö. við
6000 snúninga og er hámarks-
hraði 140 km á klst. Mesta lengd
er 3.85 m, breidd 1,48 m og hæð
1.38 m. Hæð frá jörðu undir
lægsta punkt er 17 cm. Bifreiðin
vegur 710 kg. og hlutfallið við af-
köst vélar 60 hö verður því að-
eins 11,8 kg. pr. ha„ sem þykir
mjög hagstætt í þessum stærðar
flokki bifreiða.
Skipting er í gólfi, 4 gírar á-
fram og gírkassinn fullkomlega
samhæfður. Hámarkshraði í 3ja
gír er 105 km. á klst. Benzín-
eyðsla er 7,7 1. á 100 km.
Þrátt fyrir lítil utanmál er bif
reiðin rúmgóð að innan. Framsæt
in eru aðskilin, fullkomlega still
anleg og er hægt að leggja þau
þannig aftur, að rúmt svefnpláss
skapast fyrir tvo. Við smíði bif-
reiðarinnar hefur áherzla verið
lögð á einangrun og er m. a.
þrefalt gólf í henni og hún öll
klædd að innan, þykk teppi á gólf
um, og flestir málmhlutir fóðrað
ir. Sveifarás með fimm höfuðleg
um og yfirliggjandi knastás dreg
ur mjög úr hávaða vélarinnar.
Gluggar eru stórir og útsýni gott
úr öllum bílnum.
Skv. upplýsingum Orra Vigfús-
sonar verða fyrstu Corolla bifreið
imar til afgreiðslu hér I júlí og
er verð þeirra áætlað um 169 þús.
krónur. Toyota Corolla verður
til sýnis í Háskólabíói ásamt Toy
ota Crown 2300 og Toyota Corona
nú yfir helgina.
- ’ ^
f 1
ÍIÉÍIÉÍÍÍÍ-' «ass
Toyota Corolla, sem verður til sýnis í Háskólabíói
Ófærð á vegum
Frh. af 1. síðu.
vegir víðast 'hvar slæmir vegna
aurbleytu.
Ekki hafa orðið teljandi skemmd
‘ ir á vegum um Austurland, þrátt
fyrir * nokkra aurbleytu. Vegna
snjóa er slæm færð í uppsveitum,
nema um Fjarðarheiði og Fagra-
dal.
Frá Akranesi
Frh. af 2 síðu.
smíðaður hjá Vélsmiðju Þor-
geirs og Ellerts á Akranesi.
Skip það sem nú er í smíð-
um hjá Dráttarbrautinni og
það sem smíði er að hefjast
á, hcfur Benedikt Guðmunds-
son skipaverkfræðingur Drátt
arbrautar Akraness teiknað,
en framkvæmdastjóri Dráttar
brautar Akraness er Þorgeir
J "jsefsson.
V*ð þökkum Ilallgrími fyrir
spjallið og óskum honum og
starfsmönnum alls góðs og er
það von okkar að þessi nýja
atvinnugrein eigi eftir að
hleypa nýju blóði í atvinnu-
líf staðarins.
PJÖUOJAN • ÍSAFIROI
r—\
5ECURE
EINANGRUNARGLER
FIMM ÁRA ABYRGÐ
Söluumboð:
SANDSALAN S.F.
Elliðavogi 115.
Síini 30120. Pósthólf 373.
Lögregla
Frh. af 1. síðu.
borginni og að afvopna borg
arlögregjypa, þar sem hún
væri farin að 'heyja verka-
lýðsbaráttu. En borgarlög-
retglan neitaði að láta af-
vopna sig og gengu lögreglu
þjónarnir óeinkennisklædd-
ir á fund Chavans innanrík
isráðherra. Sjö lögreglu-
menn hafa verið handtekn-
ir, gefið að sök að hafa
hvatt til agabrota.
Ljósvirki h.f.
(Áður Rönning h.f.)
Viðskiptamenn! Athugið
breytt símanúmer —
81620 og 81621.
LJÓSVIRKI hf.
Bolholti 6.
Tónleikar
á Akureyri
Akureyri, SJ-Hdan.
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands
undir stjórn Bohdan Wodiczko
heldur hljómleika í Akureyrar-
kirkju n.k. þriðjudag 18. apríl á
vegum Tónlistarfélags Akureyrar.
Fiutt verða tvö verk eftir Baeh
og leikur Guðrún Kristinsdóttir
einleik á píanó í öðru þeirra. Auk
þess er verk eftir Gluck og að lok
um 7. sinfónía Beethovens.
Kl. 16.00 sama dag verða æsku-
lýðstónleikar í Akureyrarkirkju
og vonast Tónlistarfélagið til að
skólafólk og aðrir unglingar láti
ekki þetta einstæða tækifæri fram
hjá sér fara.
Aðgöngumfðar verða seldir í
menntaskólanum, gagnfræðaskól-
anum og hjá Tónlistarfélaginu og
kosta aðeins 50 krónur.
Sóvézkur
sjávarútvegur
Sjávarútvegsmálaráðherra Sov-
étríkjanna A. Isjkof, sem er hér
staddur um þessar mundir í boði
Eggerts G. Þorsteinssoníir ráð-
herra, talar um sovézkan sjávarút-
veg og svarar fyrirspurnum 'á
kaffikvöldi sem MÍR gengst fyrir
í Sigtúni á sunnudagskvöld kl.
20.30
Allir MÍR-félagar og aðrir á-
hugamenn um þessi efni eru'vel-
komnir til þessárar samkomu.
Túikað verður á íslenzku.
(Frá MÍR)
Launamál
kvenna
Fundur Kvenréttindafélags ís-
iands, haldinn 21. marz 1967. faga
ar því, að síðasta áfanga laganna
um launajöfnuð karla og kvenn*
var náð 1. janúar 1967.
Fundurinn telur tímabært a8
framkvæmt verði mat á þeim
störfum á hinum almenna vinnu
markaði, sem eingöngu konur
vinna.
Fundurinn lýsir eindregnum
stuðningi sínum við þá réttmætu
kröfu talsímakvenna, að 'þær
verði hækkaðar úr 7. í 9. launa
flokk, þar sem ýmsir aðrir og bet
ur launaðir starfshópar hjá Lands
símánum hafa fengið tveggja
launaflokka hækkun, svo sem tal
símakonur við útlönd, sem hækk
uðu úr 9. í 11. launaflokk.
IPIíl
Of SW ITZ E R LA N D
Algerlega sjálfvirk
Svissnesk fagvinna
100% vatnsþétt
Magnus
Guðlaugsson
ursmiður
Hafnarfirði.
00
BÚVÉLft
SALAN
V/Miklatorg
Sími 2 3136
Leiðrétting
Þegar skýrt var frá því hér f
biaðinu að Útvegsbanki íslands
hefði tekið í notkun nýjan af-
greiðslusai þann 3. apríl síðastlið
inn féll niður í frásögn að geta
eins manns, sem sízt skyldi, Jón-
asar Sólmundarsonar húsffaigna-i
smíðameistara, en hann liafði með
höndum gerð harðviðarþilja-og af
greiðsluborða í hinum nýja sal.
Vann Jónas það verk af alkunnrl
smekkvísi og vandvirkni.
ISERVÍETTU-
PRENTUN
SÍMI S2-101.
15. apríl lð67 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J5