Alþýðublaðið - 26.04.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.04.1967, Blaðsíða 8
KASTUÓS Gríski herinn klofinn? HVERJIR áttu frumkvæðið að ”»aldatöku hersins í Grikklandi ®g átti Konstantín konungur ein- hvern þátt í henni? Byltingin var gerð í nafni konungs og hann Jindirritaði stefnuyfiriýsingu hinnar uýju stjórnar. En tók hann þátt í undirbúningi bylting- arinnar eða vissi hann ekki að bylting væri áformuð? Herinn hefur ætíð haft mikil áhrif í grískum stórmálum og lýðræði hefur átt erfitt upp- dráttar í Grikklandi. Á þessari öld hafa verið gerðar 17 bylting- ar í landinu, þrisvar sinnum hef- ur verið skipt um stjórnarform, tvær einræðisstjórnir hafa setið að völdum og borgarastyrjöld geisaði í landinu á árunum 1944 —1949. í engu öðru landi Evr- ópu hefur herinn eins mikil á- hrif í stjórnmálum. Sumir hafa talið herinn einu traustu stoð ríkisins og konungsættin hefur Jitið á lierinn sem lífsakkeri sitt. ★ GRIVAS AÐ VERKI ? | Atburðirnir í Grikklandi eru óljósir, en ýmsir hafa þótzt geta grernt áhrif hins ofstækisfulla ' GriVasar hershöfðlingja, sem Stjórnaði andspyrnu Kýpurbúa gegn Bretum á sinum tíma. Hann hefur gert misheppnaðar til- raunir til þess að komast til á- hrifa í grískum stjórnmálum. — Hin eindregna barátta hans fyrir sameiningu Kýpur og Grikklands hefur bakað honum andúð Ma- kariosar erkibiskups'ý for.seta Kýpur, sem vill að Kýpur verði áfram sjálfstætt lýðveldi. Fyrir nokkrum dögum hótaði hann að Játa af embætti sínu sem yfir- maður gríska herliðsins á Kýpur, en hann skipti um skoðun. Hver GRIVAS. taldi hann á að halda starfi sínu áfram? Hvaða loforð fékk hann í staðinn? Það var Grivas hershöfðingi sem á sínum tima kom upp um hið svokallaða Aspidasamsæri. Fyrir þremur árum, þegar Pap- andreou varð forsætisráðherra eftir kosningasigur Miðflokka- sambandsins, komst upp um sam- særi hægri sinnaðra liðsforingja, sem stofnað höfðu með sér fé- lagsskapinn ,,IDEA” (Hið heil- aga félag grískra liðsforingja). Félagsskapur þessi studdi kon- unginn og sá svo um að með- limir félagsins væru hækkaðir í tign og skipaðir í mikilvæg emb- ætti. ★ HÆGRISINNAÐIR HERFORINGJAR. Margt bendir til þess, að það hafi verið „IDEA”, sem átti frum Norðmenn rannsaka landgrunn sitt NORÐMENN hafa ákveðið að gera víðtæka vísindalega rannsókn á landgrunni sínu, að því er Robert Major, fram- kvæmdastjóri norska Rann- sóknarráðsins sagði á aðal- fundi þess. Munu margar vís- indastofnanir taka þátt í þess- ari athugun. Major skýrði svo frá, að þessi rannsókn teldist vera hin merkilegasta, enda sé landgrunnið að 200 metra dýpi jafnstórt Noregi að flat- armáli, og að 500 metra dýpi þrisvar sinnum stærra en Nor- egur. Mun „Norges Teknisk- Naturvitenskaplige Forskn- ingsrád” standa fyrir rann- sókninni, en hún verður falin sérstökum hópi vísindamanna, sem bæði eiga að gera heild- aráætlun og stýra framkvæmd hennar. Mikill melrihluti af ^isk- veiðum Norðmanna er á land- grunninu. Þar að auki hefur komið fram mikill áhugi á hugsanlegum olíu- ejfi gas- lindum á þessu svæði, sem slík auðæfi hafa íundizt á hafsbotni við Norðursjó. Hafa norsk yfirvöld þegar veitt ein- stökum aðilum rannsóknar- heimild sunnan 62. breiddar- gráðu, en hafa ekki tekið á- kvarðanir varðandi svæðið norðan þeirrar línu. kvæðið að byltingunni í Grikk- landi í síðustu viku. Þótt talið sé, að félagar í „IDEA” séu um 2 — 3000 að tölu, er hér aðeins um að ræða lítinn hluta grísku liðs- foringjastéttarinnar, og þess vegna er byltingin sennilega að eins fyrsti þáttur örlagaríks harmleiks. Þegar Papandreou komst til valda stofnuðu vinstrisinnaðir^ liðsforingjar félagsskapinn „AS- PIDA” (Skjöldurinn), en nafnið er dregið af upphafsstöfum grísks málsháttar, sem er á þá leið, að „liðsforingjar eigi að bjarga landinu, hugsjónum lýð- ræðisins, stjórn hinna göfugu.” Flestir þeir, sem gengu í þetta leynifélag, voru ungir liðsfor- ingjar. ANDREAS PAPANDREOU. Höfuðsmaður í leyniþjónustu griska hersins (KYO), Arostido- mos Bouloukos náði völdunum í „ASPIDA”. Arostidomos Boulouk- os var náinn vinur Andreasar Papandreous, sonar Georgs Pap- andreous, sem skömmu áður sneri aftur til Grikklands frá Banda- ríkjunum. þar sem hann var pró- fessor í hagfræði. Skömmu eftir að Georg Papandreou myndaði stjórn sína, skipaði hann son sinn Andreas yfirmann leyniþjónust- unnar. Með Bouloukos í stjórn „AS- PIDA” sat annar vinur Andreasar Papandreous, Papaterpos ofursti, sem á sínum tíma bárðist með skæruliðum Titos undir dulnefn- inu „Santro.” í febrúar 1965 var Bouloukos sendur til Kýpur og skipaður yfirmaður' leyniþjón- ustu gríska herliðsins þar. Ekki lei'ð á löngu þar til hann hafði fengið fjölmarga liðsforingja á Kýpur í lið með „Aspida” og var hér um öflugan hring að ræða innan gríska herliðsins. ★ RÉTTARHÖLD. Grivas hershöfðingi, sem hafði skipulagt frelsisbaráttuna á Kýp- ur undir dulnefninu „Dighenis”, fór fljótlega að gruna margt. Það var hann, sem útvegaði sönnunargögnin, sem notuð voru gegn ,,ASPIDA”-liðsforingjun- um. Uppljóstranir hans leiddu til fjandskapar Konstantíns kon- ungs og Papandreous forsætisráð- herra. Konungurinn vék Papan- dreou frá völdum, þegar Papan- dreou eldri ætlaði sér að taka sjálfur við stjórn varnarmála og skipa sig landvarnaráðherra. — Uppljóstranirnar frá Kýpur urðu einnig til þess að réttar- höld hófust í máli „ASPIDA”- foringjanna og lauk þeim ekki fyrr en í marz sl.-15 liðsforingj- ar voru dæmdir í 2 — 18 ára fang- elsi, en 13 voru sýknaðir. Einn hinna dæmdu var Papaterpos of- ursti og hlaut hann þyngsta dóm, enda var hanri talinn höfuðpaur samsærisins. J Talið er, a@ uppgjör innan gríska hersins eigi einhvern þátt í umrótinu síðustu daga. Ýmis- legt virðist benda til þess, að Grivas hershöfðingi liafi sett hin- um hægrisinnuðu liðsforingjum í „IDEA” úrslitakosti og haégri- sinnar hafi látið til skarar skríða af ótta við að Papandreou sigr- aði í kosningum þeim, sem fram áttu að fara í næsta mánuði, en sigur Papandreous hefði leitt til yfirráða vinstrisinna í heraflan- um. En allt er á huldu um það, hvort meirihluti grískra liðsfor- Frli. á 10. síðu. ♦--------------------------- Danir og Norð mennsemjaum A-Grænland í SÍÐUSTU VIKU voru und- irritaðir samningar milli Dana og Norðmanna um réttindi hinna síðarnefndu við Austur- Grænland. Undirrituðu samning- inn John Lyng utanríkisráðherra og John Knox sendiherra Dana, Kemur hinn nýi samningur í stað gamals, sem gerður var ár- ið 1924 og Danir sög'ðu upp ár- ið 1965. Samkvæmt honum heim ilaðist Norðmönnum að stunda veiðar og fiskiri á og við Aust- ur-Grænland frá Lindenovsfirði í suðri til Nordostrundingen í norðri. Samkvæmt hinum nýja samn- ingi mega norskir sjómenn stunda fiskveiðar eftir sömu reglum og danskir á sama svæði næstu 10 ár. Ef sannanlegt reynist, að þessar veiðar skaði Grænlendinga, má segja samn- ingunum upp, þó ekki fyrr en 1972. Norðmenn fá og leyfi til að reisa birgðastöðvar fyrir skip sín á Austur-Grænlandi. Loks er í samningnum talað um sameiginlegt átak til að efla fiskveiðar á Austur-Grænlandi. Samningurinn þarf nú að stað- festast af Stórþinginu. 8 26. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.