Alþýðublaðið - 26.04.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 26.04.1967, Blaðsíða 16
/smm&íMMsm Fórnfúsasta stéttin ÞEGAR líður að kosningum fá iblaðalesendur þá tilbreytingu er þeim gefst ekki hversdagslega, að gjá myndir af fjölda manns sem eru í framboðum úti um allt land iallt upp í 24 úr hverjum flokki á íiverjum stað (þ.e. Reykjavík) fyr ir ulan alls konar sprengilista er nú kváðu verða fleiri en venjulega til þess eins að skemmta þjóðinni, enda ekkert Tívolí á íslandi nú orðið. Eitthvað svipað gerist í íivert skipti sem pólitískur flokk nr heldur þing. Þannig er bless unin tvöföld að þessu sinni því að Sjálfstæðisflokkurinn er nýbú inn að halda landsfund sinn, rétt í þann mund sem myndastyrjöld in í blöðunum er liafin fyrir al- vöru. Alþýðubandalagið hélt og xnerkilegan fund, en forðaðist að mestu að birta myndir, enda - sjálfsagt hyggilegast, eins óg allt var í pottinn búið. ' Flestum þeim sem þannig sýna fríðleik sinn í blöðunum er sam eiginlegt göfugmannlegt og gáfu legt yfirbragð. En annað er þeim líka sameiginlegt burtséð frá póli tískum skoðanamun sem ekki er nú farinn að skipta svo miklu máli: Þeir eru allir óskaplega sorgmædd ir á svipinn (menn ættu bara að líta í Morgunblaðið síðustu dag ana), og skil ég ekki hvers vegna ekki hefur verið haft orð á þessu fyrr. Þeim stekkur ekki bros, eru hver um annan þveran eins og piparjúnka á laugardagskvöldi, en undantekningin sem staðfestir regluna er Bjarni Ben, ihann bros ir breitt og sælt um leið og það er tilkynnt að hann sé endurkjörinn formaður Sjálfstæöisflokksins og leikur enginn vafi á því að hann hafi liaft einhverja sérstaka og ó- persónulega ástæðu til að gleðjast því að sá maður er auðvitað lands föðurlega hafinn yfir sorg og gleði. Ástæðan fyrir þessari miklu sorg sem hleðst að mönnum þeg ar þeir koma á flokksþing eða bjóða sig fram til þings liggur auð vitað í augum uppi, þó að ég skilji ekki hvers vegna þetta hefur ekki verið viðurkennt fyrir löngu, en ekki tjóir að tala um það, laun heimsins eru vanþakklæti. Menn irnir eru alveg að bugast undan þeirri miklu ábyrgð sem þeim er á herðar lögð viö að bjarga þjóð inni (stundum allri tilverunni þeg ar þeir eru með á alþjóðaháðstefn unum o.s.frv.), því að það er bara mannlegt eðli áð 'geta ekki alltaf tekið érfiðu hlutskipti með brosi á vör (Það geta ekki néma forsæt '» !: I » !í í: ! RÍM Þeir vita það sem ortu einhvern tíma og upp á gamian móð, hvað erfitt getur stundum reynzt að ríma og reka saman ljóð. Og þyrfti ég ei við eilíft rím að strefa, ég eflaust kvæði af rausn. Og aldrei skal eg Agli fyrirgefa. að yrkja Höfuðlausn. En ég fer bara að yrkja eins og Hannes að ungra skálda sið. . * (Sko, hérna passar ekkert nema annes og á þó naumast við). Og reyndar var ég fyrr oft nærri fallinn í freistinganna dún, en var þá sem ég sæi elsku kallinn hann Sigga minn frá Brún, W isráðherrar og aðrir slíkir snilling ar). í staðinn fyrir eðlilega glaðværð manna sem þykir gaman að vera til er komin daufingjalegur leiði þeirra sem ekki sjá út úr því sem þeir hafa að gera, eða vita að hversu mjög þeir leggja sig fram verður verk þeirra aldrei nógu vel unnði. Til viðbótar er á sumum andlitunum auðmýkt píslarvotts- ins, lambsins sem leitt er til slátr- unar, og það er eins og þeir tauti fyrir munni sér hljóða bæn um að þessi bikar megi fara fram hjá. Undarlegur er sá sljóleiki þjóð arinnar að kunna ekki að meta fórn þessara inanna sem plampa alla leið norðan af Langanesi, blautir upp í klof, suður á Sel- tjarnarnés að vinna fyrir þjóð ina, ellegar þeytast bæ frá bæ og hús úr húsi vikum saman fyrir kosningar, í stað þess að vera bara heima hjá sér og hafa það huggulegt sem væri náttúrlega miklu skemmtilegra. Og mannkærleika sumra eru engin takmörk sett. Þeirra sorg yfir vondu hlutskipti manna hér í heimi nær svo langt að þeir eru gersamlega hættir að hugsa um sjálfa sig. Það eru þeir menn sem ólmir vilja fara í framboð og ger ast stjórnmálaforingjar, helzt for menn flokka, forsætisráðherrar 'og þar fram eftir - götunum, af því einu að þeim finnst þeir sjálfir ekki of góðir í skítverkin. Þeir kenna í brjósti hvor um annan svo að þeir mega ekki vatni halda, og reyna að bjarga 'hver öðrum úr leiðindunum og þrasinu. Þetta er skýringin á ýmsum furðulegum fyr irbærum í pólitík. Einmitt þetta er skýringin á mótspyrnu Þorvalds Garðars gegn Matthíasi ög Hanni bal gegn kommum í Alþýðubanda laginu. Þeir vildu bara bjarga þeim úr leiðindunum. Blessuð sé þeirra minning. r 1 ispa K sbo að hleypa honum út 26. febrúar 1997! * .. .og mundu EINAR BOLLASON SKAUT ÍR NIÐUR. Fyrirsögn í Tíma. Og nú eru rauðu varðliðarn ir í Kína farnir að berjast inn byrðis. Það mætti halda að þeir væru gengnir í Alþýðu- baindalagið hér. . . . Mér finirst það ekkert skrýt ið að apótekararnir skyldu ekki hleypa lyfjafræðingunu- um inn í gær. Þeir hafa náttúr lega haldið að gæjamir ætl uðu að fara að vinna. . . . Sá einn er vitur, sem veit ekki hvað hann er vitur. . . ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.