Alþýðublaðið - 04.05.1967, Síða 7
Brezkir skipasmiðir
í heimsókn hér
Hér á landi er nú stödd sendi
nefnd frá samtökum brezkra ,
skipasmíðastöðva, Brithis Shipbu j
ilding Exports, og ræðir við ráð'a
menn um hugsanleg skipakaup Is-
lendinga í Bretlandi. Nefndar-
menn dveljast hér fram á föstu
dag og eiga fundi með viðskipta
málaráðherra, sjávarútvegsmála-
Síldarleit
er hafin
Hinn árlegi síldar- og hafrann
sóknaleiðangur, sem farinn er á
Ægi, hófst laugardaginn 29. apríl
Tilgangur leiðangursins er að
gera athuganir á síldarmagni og
göngum í hafinu norðan og norð
austanlands, ásamt ýtarlegum
rannsóknum á ástandi sjávar,
plöntu og dýrasvifi.
Eins og undánfarið munu vænt
anlega farnar tvær slíkar yfirlits
ferðir á tímabiJinu 29. apríl til
1G. júní.
Rannsóknum þessum mun vænt-
anlega ljúka með fundi rúss-
neskra og íslenzkra haf- og fiski
fræðinga 19. — 20. júní.
Leiðangurstjóri verður Hjálmar
Vilhjálmsson. Skipstjóri á Ægi er
Sigurður Árnason.
Þá mun síldarleitarskipið Haf_
þór einig halda til síldarleitar á
austurmiðum í dag. Mun skipið til
að byrja með kanna síldargöngur
á djúpmiðum austur og suðaustur
af Austurlandi.
Skipstjóri á Hafþór er Jón Ein
arson.
ráðherra, útgerðarmönnum og
fleiri aðilum, en brezka sendiráð
ið hefur hafi milligöng- um
heimsókn þessa.
I nefndinni eru fulltrúar frá
fiórum skipasmíðastöðvum í Bret
landi og kváðu nefndarmenn þess
ar stöðvar .m.a. hafa mikla
reynslu af smíði skuttogara á
fundi með fréttamönnum í gær.
Mr. Hannam sendiráðsritari, sem
undirbúið hefur komu nefndarinn
ar, kvað Breta hafa áhuga á því
að taka að sér skipasmíðar fyrir
íslendinga, en á árunum 1947—52
var mestur hluti íslenzka togara
flotans byggður í Bretlandi. Síð
an hafa brezkar skipasmíðastöðv
ar ekki byggt fyrir íslendinga
nema tvo síldarbáta, Jörund II.
og III. sem byggðir voru í Selby
1964, og hafa gefizt mjög vel, og
rannsóknaskipið Árni Friðriks-
son er nú í smíðum í Bretlandi.
Hefndarmenn kváðust telja að
brezkar skipasmíðastöðvar væru
fyllilega samkeppnishæfar um
verð Við skipasmíðastöðvar annars
staðar í Evrópu, einkum með
tilliti til þess að í verði þeirra
væri allur búnaður skipanna inni
falinn. Þeir lögðu áherzlu. á þá
reynslu sem Bretar hefðu af smíði
og rekstri skuttogara sem þeir
töldu að ættu mikla framtíð
fyrir sér ekki sízt fyrir íslend
inga, en kváðust þó ekki komnir
gagngert í tilefni af þeim fjórum
togurum sem nú er fyrirhugað að
lata byggja. Þeir væru hingað
komnir til að stofna til kynna
vtð íslenzka útgerðarmenn og ráða
menn um sjávarútvegsmál og
kvnna þau kjör sem brezkar skipa
smíðastöðvar byðu.
60% meðalnýting herbegja á
Loftleiðahótelinu fyrsta árið
Hótel Loftleiðir hefur nú
starfað í eitt ár, en það hóf
starfsemi sína 1. maí 1966. Á ár-
inu dvöldust rúmlega 15 þúsund
gestir á hótelinu, en gistinætur
urðu 32.140, og er því meðal
dvalarlengd hvers gests rúmir 2
dagar. Gistinætur fyrir viðdvalar-
farþega Loftleiða voru þar af
10.061 á starfsárinu, eða 31,3%
af heildartölu gistinótta. Meðal
nýting herbergja á hótelinu var
um 60% og má' það teljast góð
nýting á fyrsta ári. Lægsti nýt-
ingarmánuður ársins var febrú-
ar, um 40%, en hæsti mánuður-
Leigja Rambler-bifreiðir út
Fyrir skömmu boðuðu forráða-
menn Ramblers-umboðsins, Jón
Loftsson hf. fréttamenn á sinn
fund og skýrðu frá því, að 1. maí
nk. muni fyrirtækið hefja nýjan
þátt í starfsemi sinni, sem er leiga
á nýjum Rambler bifreiðum til
lengri eða skemmri tíma. —
Rambler leigan verður með bæki-
stöð að Hi'ingbraut 121, þar sem
aðstaða er fyrir hendi i húsakynn
um Rambler umboðsins fyrir
hreinsun og viðhald á bifreiðun-
um.
Rambler leigan mun bjóða til
leigu flestar Rambler tegundir,
svo sem Rambler American 2ja
dyra, Rambler American 4ra dyra
Station, Rambler American 2ja
dyra blæjubifreið, Rambler Class
ic 4ra dyra og síðast en ekki sízt
Rambler Ambassador 4ra dyra.
Góður útbúnaður verður í öllum
bifreiðunum og hægt er að velja
um beinskiptar og sjálfskiptar bif
reiðir.
Fyrirtækið hefur reynt að stilla
leigugjöldum mjög í hóf og sögðu
forráðamenn þess, að þau væru
sambærileg leigugjöldum í flest-
um Evrópulöndum miðað við 6
manna amerískar bifreiðir.
Lægsta daggjald er þannig kr.
500.00 að viðbættum söluskatti og
kr 4.00 iá ekinn km. Hæsta leigu-
gjaldið er kr. 700.00 á dag og
kr. 4.00 pr. ekinn km. fyrir leigu
á Rambler Ambassador, en sú bif
reið er sjálfskipt. Jafnframt
Rambler bifreiðunum munu
verða til leigu nokkrir Chrysler
Farmobil jeppar, með blæju og
skúffu fyrir farangur á kr. 300.00
á dag og kr. 2.00 á ekinn km. Jepp
ar þessir eru taldir mjög hentug-
ugir ferðabílar fyrir 2-3 og fara að
sögn flest það, sem aðrir jeppar
fara, auk þess að vera mjög spar-
neytnir og skemmtilegir í akstri.
Rambler umboðið á Akureyri,
sem er til húsa á Glerárgötu 26
mun sjá um bílaleiguna þar og að
sögn forráðamanna mun vera
íhægt að taka bifreið á leigu t.d.
frá Reykjavík til Akureyrar og
skilja hana eftir þar og svo öfugt.
Forráðamenn Rambler umboðs-
ins skýrðu frá, að Rambler verk-
smiðjurnar leggi nú áherzlu á, að
sem flestir umboðsmanna sinna
a.m.k. á Norðurlöndum hafi nýj-
ar Rambler bifreiðar til leigu yf-
ir sumarmánuðina. Þar sem ljóst
þótti vera, að hérlendis væri fyrir
hendi viss vaxandi eftirspurn eft-
ir stærri bifreiðum, ákvað umboð-
ið að hefja þessa starfsemi til
reynslu á þessu sumri.
inn var ágúst, um 80%. Af gest-
um hótelsins fyrsta árið voru
innlendir gestir Vz, viðdvalarfar-
þegar Loftleiða Va, og tilfallandj
gestaumferð, bókuð beint og í
gegnum forðaskrifstofur um Vs.
Einkum er áberandi aukning inn-
lendra gesta síðustu mánuði
starfsársins, enda liagstætt verð
á herbergjum hótelsins og þægi-
legar strætisvagnaferðir til og frá
hótelinu í miðborgina. Einnig
er gestum frjáls aðgangur að
sundlaug og gufubaðstofu hót-
elsins.
Miklar bókanir liggja nú fyrir
hjá hótelinu og er fyrirsjáanlegt
að fullskipað verður í öll herbergi
í júní, júlí og ágúst. Samtals hafa
um átta þúsund herbergi verið
bókuð fyrir næstu fjóra mánuði
og berst fjöldi bókána inn á degi
hverjum.
Útbúið hefur verið sérstakt
„fjölskylduherbergi” í hótelinu,
þar sem fjölskyldum og smærri
hópum er gert kleift að kaupa
gistingu á hagkvæmu verði og
rúmar þetta herbergi átta manns.
1. marz sl. urðu hótelstjóra-
skipti á Hótel Loftleiðum og lét
þá Þorvaldur Guðmundsson af
störfum, en við af honum tók
Stefán Hirst'. Þorvaldur hafði þá
haft yfirumsjón með rekstri hót-
elsins frá opnun þess og jafn-
framt með skipulagningu þess
Framhald á 10. síðu.
Skemmtun hjá
Vestfirðinga-
félaginu í kvöld
Vestfirðingafélagið í Reykjavík
heldur skemmtun að Hótel Sögu
í kvöld til ágóða fyrir safnanir
vegna sjóslysa þeirra er orðið
hafa á Vestfjörðum í vetur. Til
skemmtunar verður m.a. Þjóð-
dansasýning, upplestur Guðbjarg-
ar Þorbjarnardóttur leikkonu og
gamanvísnasöngur Ómars Ragn-
arssonar. Húsið er opnað klukkan
7 fyrir matargesti.
Mæðradagurinn
í Hafnarfirði
Mæðrastyrksnefnd var stofnuð
innan kvenfélagsins „Sunnu“ árið
1963 og tók hún til starfa þegar
á því ári.
Verkefni nefndarinnar er hið
sama og annarra slíkra það er,
að styrkja einstæðar mæður, þær
er við erfiðar aðstæður eiga að
búa eða á einhvern hátt eru
hjálpar þurfi.
Tekjur sínar hefur nefnd þessi
að stórum hluta af merkjasölu,
(Mæðrablómið) sem fram fer - á
hverju vori auk þess nýtur hún
styrks frá ríki og bæ.
í dag uppstigningardag, fer
fram hin árlega blómasala nefnd
arinnar og er þess að vænta, að
starfsemi þessi megi njóta skiln,
ings og velvilja bæjarbúa svo sem
verið hefur á undangengnum
árum.
Vorið 1966 barst nefndinni pen
ingagjöf, er verða skyldi vísir að
sjóðsstofnun til styrktar munað
arlausum börnum í Hafnarfirði.
Ekki hefur endanlega verið geng
ið frá sjóðsstofnun þessari, en
mun verða gert nú á næstunni.
ITramhald á 10. síðu.
I
4. maí 1967 -- ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7