Alþýðublaðið - 04.05.1967, Side 9
Togarinn Maí frá Hafnarfiröi.
við þessu sé skellt skollaeyrum
og þjóðhagslega er hér um nauð
syn að ræða.
— Vildir þú íþá kannski, að rík
isvaldið léti verksmiðjunni í té
hráefni, t.d. með því að láta af
hendi við hana bát og rekstur
hans?
Það skiptir ekki máli að mínum
um dómi í hvaða formi stuðning-
ur ríkisvaldsins er. Aðalatriðið er,
að þessi tilraun verði ggrð til
hlítar. Stuðningur ríkisins við til-
raunaatvinnurekstur er svo sjálf-
sagður, að um hann þarf ekki að
fjölyrða. Hér er ekki aðeins
um að ræða eitt atvinnufyrir-
tæki heldur beinlínis undirstöðu
nýrra atvinnugreina, meiri fjöl-
breytni í atvinnulífinu og margvís
lega þjálfun fólksins í vinnubrögð
um og vinnutækni. Sama máli
gegnir um ýmiss konar iðnað.
Það má vel vera, að hann borgi
sig ekki alltaf peningalega.í bráð.
En sjálfstæð þjóð verður að
þjálfa þegnana við margs konar
störf og gera hana þess megnuga
að sinna æ fjölbreyttari fram-
leiðslu. Verkmenning er undir-
staða meira atvinnuöryggis og
betri þjóðarafkomu þegar til lengd
ar lætur. Verði þessu ekki sinnt,
er hætt við, að við sökkvum nið-
ur á nýlendustigið. Styrkur ríkis
valdsins við tilraunir í atvinnu
rekstri er framlag ' fólksins til
heillavæniegrar þróunnar í af-
komu þjóðarbúsins.
— Nú er að rísa hér á félags
svæði Hlífar stóriðja á heimsmæli
kvarða, eins og mönnum er tamt
að segja. Heldurðu ekki, að Ál-
verksmiðan í Straumsvík verði til
mikillar atvinnuaukningar?
— Jú, ekki dettur mér annað í
hug. Álverksmiðjan mun áreiðan
lega vejta mikla atvinnu og mögu
leika í byggðarlögum hér í kring.
Alltaf ber að fagna meiri atvinnu
möguleikum og auknu framlagi til
þióðarbúsins. Hinu ber ekki að
neita, að í mér er nokkur uggur
vegna samskipta félagsins okkar
við erlenda aðila. Það er annað
að fást við útlendinga en landa
sína. Samskiptin eru þegar hafin,
og hafa ekki verið árekstralaus,
svo ekki sé meira sagt. Vonandi
verða þau árekstraminni í fram
tíðinni. En þetta er nýtt svið fyr
ir okkur félagslega.
— Við minntumst á það í upp
hafi þessa samtals, Hermann, að
þjóðfélagið væri gjörbreytt frá því
sem var, þegar verkalýðshreyfing
in reis á legg. Þarf hreyfingin
ekki að breytast og þróast með
breyttum þjóðfélagsháttum?
— Vissulega. Verkfallsrétturinn
er að sjálfsögðu frumréttur verka
lýðsins. En allir geta verið sam-
mála um, að löng verkföll eru
skaðleg vinnustéttum og þjóðarbú
inu. Baráttan breytist, þótt vopn
ið verði að vera til. Nú er unn
ið að endurskipulagningu Alþýðu
sambandsins. Ég geri mér mikl
ar vonir um þær breytingar, sem
í vændum eru. Meira verður byggt
á sérsamböndum innan Alþýðusam
bandsins. Um þetta verður haldið
aukaþing í haust. Það er von mín
og trú, að þetta þing komist að
skynsamlegum og raunhæfum nið
urstöðum um skipulagsmálin, svo
að hreyfingin verði í framtíðinni
sterkari og traustari en áður.
Má ég svo að lokum óska þér
til hamingju með nýja alþýðubank
ann. Þá ert formaður sparisjóðs
stjórnarinnar er iþað ekki?
— Jú, við sparisjóðinn eru
bundnar miklar vonir. Þjóðfélags
háttum er þannig komið, að nauð
synlegt er fyrir verkalýðssamtök
in að hafa ráð á peningastofnun.
Tilgangurinn með stofnun spari-
sióðsins er að gera samtök vinn
andi fólks hæfari til að sinna verk
efnum sínum og veita launþegum
nauðsynlega fyrirgreiðslu. Ég trúi
því, að þetta merkilega spor í
sögu samtakanna verði til að gera
þau betur hæf til að gæta hags
muna fólksins og vinna að betra
þjóðfólagi.
Hafnarfirði 1. maí 1967 St. Júl.
/sson, íormann VMF Hlífar í
og 60 ára afmæli félagsins
KAFFISALAN
er í dag, uppstÉgningardag í
Laugarnesskólanum.
Kvennfélag Laugarnessóknar.
Barnaheimilið Vorboðinn
Tekið verður á móti umsóknum fyrir börn, til
sumardvalar í Rauðhólum, laugardag og
sunnudag 6. og 7. maí kl. 2-5 í skrifstofu
verkakvennafélagsins Framsókn, Alþýðuhús-
inu. Tekin verða 4, 5 og 6 ára börn.
Barnaheimilisnefnd.
Aðalfundur
Kaupfélags Hafnfirðinga
verður haldinn föstudaginn 5. maí kl. 20,30
í fundarsal kaupfélagsins.
Dagskrá samkvæmt samþykktum félags-
ins.
STJÓKNIN.
4. maí 1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9