Alþýðublaðið - 10.05.1967, Side 1

Alþýðublaðið - 10.05.1967, Side 1
Miðvikudapr 10. maí 1967 i 48. árg. 102 tbl. - VERÐ 7 KR. Bardagar í tveimur siórhorgum í Kína Slegið hefur í bardaga milli liópa menningarbyltingarmanna í tveimur stærstu borgum Kína, Peking og Shanghai, að því er op inbert kínverskt blað skýrði frá í dag. Margir meiddust i átökunum að sögn blaðsins, og iðnaðarverka menn voru hindraðir í starfi. íbúum Peking og Shanghai Ihefur verið sagt, að ef bardögum verði haldið áfram verði litið á það sem mótspyrnu gegn Mao Tse tung og allur mótþrói verði bar- inn niður með harðri hendi. □ Fréttaritari norsku fréttastof unnar NTB í Peking segir, að að alritari skrifstofu kínverska komm únistaflokksins í fylkinu Szechuan í Suðvestur Kína Li Ching-chuan, hafi verið vikið úr embætti og í hans stað hafi verið skipaður Chang Kuo-hua, sem nú er aðalrit ari flokksins og Iherstjóri i Tíbet. Þetta er gert að skipun miðstjórn Ráðstefnu verk- fræðinga lýkur arinnar og hermálanefndar henn ar. ' Ching-chuan er annar valda- mikli maðurinn í kínverska komm únistaflokknum, sem vikið er úr embætti. Hinn var Peng Chen, borgarstjóri í Peking. Kuo-hua hefur sætt harðri gagn rýni rauðra varðliða, en skaut \pp kollinum við hliðina á Mao formanni í 1. maí hátíðarhöldun um í Peking. Honum verður nú falið að koma á fót byltingarnefnd í Szechuan, helzta landbúnaðar- héraði Kína, og verður hún skip uð fulltrúum þriggja afla, hersins, rauðra varðliða og fullorðinna bylt ingarmanna. Svipaðar nefndir hafa verið skipaðar í Shanghai og fjórum fylkjum. í gær var áfram h.aldið ráð- stefnu Verkfræðingafélags íslands um vinnslu sjávarafurða. Eins og áður hefur verið skýrt frá gengst Verkfræðingafélag íslands fyrir vandaðri ráðstefnu um vinnslu sjávarafuröa dagana 8. 9. og 10 maí. Er nijög vel til ráðstefnunn ar vandað. Eins og áður hefur Kosninga- utvarp og - sjónvarp ákveðið AKVEÍBIÐ hefur verið hvern iff kosninffabaráttan fer fram í útvarpi off sjónvarpi að þessu sinni. í lok þessa mán- aðar fá flokkarnir allir 20 mínútna daffskrá, sem þeir ráða sjálfir, síðan fer .fram framboðsfundur off er gcrt ráð fyrir 3 umferðum off enn íremur verður samtalsþáttur með leiðtogum allra flokka. Allt þetta verður samtímis sent í sjónvarpi og útvarpi. Þá munu einnig fara frarn ai, mennar útvarpsumræður eins off venjuleffa og verður þeim ekki sjónvarpað. komið fram, þá tala margir kunn ir menn, sem hafa sérþekkingu á sviði sjávarútvegs og fiskiðnaðar, á ráðstefnunni. í gær voru flutt níu fróðleg er- indi um ýmsa þætti fiskverkunar og fiskiðnaðar. Loftur Loftsson, verkfræðingur, flutti erindi um saltfiskiðnað íslendinga. Sigurður B. Haraldsson verkfræðingur flutti erindi um skreiðarverkun. Síldar söltun nefndist erindi Jóhanns Guðmundssonar, efnafræðings. Vilhjálmur Guðmundsson, ver.k- fræðingur flutti ítarlegt erindi um þróun fiskimjöls og lýsisfram- leiðslunnar. Síðari hluta dags í gær voru eft irfarandi erindi flutt. Þorskalýsi þonskalifrarbræðsla, dr. Þórður Þorbjarnarson, hreinsun og herzla lýsis, Páll Ólafsson, verkfræðing ur, Nýting lýsis, Geir Arnesen, verkfræðingur, Loðna, sandsíli og spærlingur, sem bræðsluhráefni dr Þórður Þorbjarnarson, Béstun í síldariðnaði og, síldveiðum, Þór- oddur Th. Sigurðsson, verkfræð- ingur: í niðurlagi erindis síns sagði Vilhjálmur Guðmundsson, verk- fræðingur: „Örar tæknibreytingar eru ein kenni okkar tíma á mörgum svið um, og sjálfvirkni ryður sér til rúms. Fiskimjöls- og bollýsisfram- leiðsla flokkast undir kemisk- tekniskan iðnað, en flestar greinar hans eru háþróaðar eing og .kunn ugt er. Þessi iðnaður er þó frem ur frumstæður, og grundvallar- breytingar hafa ekki orðið í nær hálfa öld, þótt hráefnið, sem unn ið er úr, sé með mikilvægustu nær Til stuðningsmanna A-listans Á rúmleffa 50 ára starfsferli sínum hefur Alþýðuflokkurinn ávallt átt í fjárhagserfiðlcikum vegna nauðsynlegrar starf- semi sinnar. — Flokkurinn hefur stuðzt við fylgi fólks, sem lítið hefur verið aflögufært um fjármuni. — Þetta hefur þó bjargazt með almennri þátttöku stuðningsmanna lians, þótt hver hafi þar ekki látið stóra skammta. Nauðsynlegur kosninga undirbúningur, hefur á síðari ár- tugum vaxið mjög og krafizt síaukins fjármagns. — Það er á þessu undirbúningsstarfi, sem úrslit kosninganna gela oltið Þetta gera fjársterkari flokkamir sér ljóst og spara þess vegua í engu allan tilkostnað. — Þessum þætti kosningabaráttunnar verður ekki mætt á annan veg, en með almennri fjársöfn un. Alþýðuflokkurinn fer þess vegna enn einu sinni bónarveg til allra stuðningsmanna sinna og velunnara og biður þá, hvern eftir sinni getu, að láta af hendi rakna fé í kosningasjóð ílokks ins. Fyrir hönd fjáröflunarnefndar munu eftirtaldir aðilar veita fé móttöku; Emelía Samúelsdóttir, sími 13989, og skrifstofa A1 þýðuflokksins í Reykjavík, símar 15020 — 13374. Fjáröflv.narnefnd Alþýðuflokksins í Reykjavík: Emelía Samúelsdóttir Gylfi Þ. Gíslason. Eggert G. Þorsteinsson^ ; T Þessar konur heita Soffía Sigurðardóttir og Sóláorg Sæmundsdóttir, og þær voru í hópi þess mikla fjölda aldraðs fólks, sem sótti skemmtikvöld Kvenfélags Alþýðuflokksins í fyrrakvöld. Blaðamaður og ljósmyndari tfrá Alþýðublaðinu fó ru á þessa samkomu og tóku þá meðal annars mynd af þessum konum, sem skemmtu sér vel, eins og allir viðstaddir. Fleiri myndir og viðtöl við gesti á næstu síðn. SJÁ BLS. 2. Framhald á 15. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.