Alþýðublaðið - 10.05.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.05.1967, Blaðsíða 4
Ritstjóri: Benedikt Gröndai. Símar 14900—14903. — Auglýsingasfml: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Evik. — Prentsmiðja AlþýðuWaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausa- sölu kr. 7.00 eintakið. — Ötgefandl: Alþýðuflokkurlnn. Smekkleysa Þjóðviljinn hefur birt ræðu þá, sem Einar Olgeirs- ■son hélt á fundinum, er haldinn var til þess að hylla hann, en ekki kveðja. Margir hafa undrazt, hverjar á- herzlu Einar hefur l'agt á að minna á, að Halldór Laxness hafi verið meðal þeirra, sem studdu hann, þegar hann var fyrst kosinn á þing. Þjóðviljinn hefur einnig hvað eftir annað verið að rif ja upp kosningabar áttuna 1937 og nefna Halldór Laxness í því sam- bandi. Ef Halldór Laxness hefði á síðari árum skrifað eða talað til stuðnings Einari Olgeirssyni og þeim málstað, sem hann barðist fyrir 1937 og berst fyrir enn í dag, mætti segja, að ekkert væri við þetta að athuga. En Halldór Laxness hefur við ótal tækifæri á undan- förnum árum látið það svo greinilega í Ijós, að hann er ekki marxisti, eins og Einar Olgeirsson, að hann er ekki kommúnisti, eins og Einar Olgeirsson, að hann er ekki aðdáandi ástandsins í Rússlandi, eins og Ein- ar Olgeirsson, að það er vægast sagt smekkleysa að vera nú að draga nafn hans inn í dægurstjórnmál. Einar Olgeirsson og skoðanabræður hans í Sósíalista flokknum hafa aldrei sagt orð eða skrifað staf um það, að ekki hafi alltaf allt verið satt og rétt, sem þeir sögðu t. d. um ástandið í Sovétríkjunum. Hall- dór Laxness hefur hins vegar skrifað af fullri og drenglegri hreinskilni um fyrri afstöðu sína í þeim iefnum. Hann segir í Skáldatíma: „Stærsta axarskaft okkar vinstrisósíalista fólst í trú ’girni. Það er í. flestum tilfellum meiri glæpur að vera auðtrúa en vera lygari. Við höfðum hrifizt af bylting unni og bundum vonir okkar við sósíalisma. Sannur tómás trúir hins vegar ekki að lausnarinn hafi risið upp þó hann þreifi á naglaförunum og síðusárinu. Við 'trúðum ekki þó við tækjum á því hvílíkt þjóðfélagsá- stand var í Rússlandi undir Stalín. Við trúðum ekki af því að aðrir lygju að það væri gott, heldur af því að við lugum því að okkur sjálfir.“ Þefir eru margir, hér og út um víða veröld, sem eru hættir að ljúga að sjálfum sér. En sumir halda því áfr?m. Alþýðubandalagið er í höndum manna, sem ekki virðast geta hætt því. Franskir strigaskór FYRIR KVENFÓLK OG BÖRN — STÓR- GLÆSILEGT ÚRVAL SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100. M Vinnuskór karlmanna NÝ SENDING. SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100. ★ FLÓTTI OG ELTINGA- LEIKUR. S. A. skrifar: „Mörgum mannin- um varð á að brosa að hinni skoplegu frétt' útvarps- ins á laugardagsmorgun, þegar þulurinn tilkynnti að grunaður enskur landhelgisbrjótur hefði gert sér lítið fyrir og siglt út' úr Reykjavíkurhöfn. — Dómarar og starfslið þeirra höfðu þá tekið sér þriggja daga hvíld við langan málarekstur. Væntanlega hafa togaramenn tekið þvi illa, þar sem þeir eru vanir að vinna upp á hvern einasta dag, jafnt stórhelgidaga sem sunnudaga á togurum sínum. Og að sjálfsögðu er það dýrt fyrirtæki, að halda stóru skipi með margra manna áhöfn í kyrrsetningu á meðan dóm- ur hefur ekki fallið í meintu landhelgisbroti. Síðan hefst' eltingaleikur, varð- skipsmenn gerast víghreifir og komast í ham veiðimannsins og með nýjustu tækni og tækjuin. finnst togarinn fljótt, Togaramenn sjá sitt óvænna og og gerast samvinnuþýðir við valdið, og togarinn leggst um síðir við bryggju í Reykjavík. Löggæzlumenn leysa síðar frá skjóðunni og vonandi tekst þeim að halda togar- anum föstum við landfestar eftir hinn velheppn- aða eltingaleik. ★ SEINAGANGUR í MÁLA- REKSTRI. 1 i En óneitanlega er kappsigling skipa og flug flugvéla óæskilegri fyrir fjárhag rík- isins, heldur en góð varðgæzla í höfn. Ef til vill er þetta mjög óvenju- legt, en viðkomandi togaraskipstjóri kvað vera kunnur fyrir dugnað og aflasæld. Bretar hafa löngum verið sekir fundnir um landhelgisbrot og þá málarekstur geng- ið fljótt fyrir sig, þeir hafa og verið okkar bezta viðskiptaþjóð í gegnum liðin ár og lengi vel byggð- ist togaraútgerð íslendinga á aflasölu togara í Eng- landi. — Þess megum við og vera minnugir, þeg- ar togarar dugmikilla skipstjóra eru kyrrsettir fyrir meint landhelgisbrot og málaþóf tekur marga daga, en málsókn síðan frestað um þrjá helgidaga.” 4 10. maí 1967 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.