Alþýðublaðið - 10.05.1967, Síða 10
Sviðsijós
Frh. úr opnu.
söm fatakaup. Nei, það er af.
og frá, að söngvarar séu yfir-
borgaðir.
i
★ Hefur hjónaband áhrif á
vinsældir viðkornandi
■ söngvara?
Sandie: Já, það er enginn vafi á
því.
Cilla: Nei, það held ég ekki. Yið
getum tekið Brendu Lee sem
dæmi. Hún gifti sig og vin-
sældirnar biðu engan hnekki
við það. Aðdáendurnir virðast
yfirleitt ekki taka þetta mjög
nærri sér.
★ Hver er bezta platan þín og
hver er sú lélegasta?
Sandie: „Girl don’t come” er
mín bezta plata — og „How
can you tell” sú lakasta.
Cilla: Ég geri ráð fyrir því, að
fyrsta platan mín; „Love of the
loved” sé einna lökust, en „A-
Iife” er örugglega bezta plat-
an mín.
\
★ Hvaöa lög eru í mestu uppá-
haldi hjá þér?
■ ./
Sandie: Mér finnst mjög gaman
af gömlu lögunum með Pres-
ley. Nú eða Rock around the
clock með Bili Haley og Be
bob a lu la með Gene Vinc-
ent.
Cilla: Af þeim gömlu finnst mér
mest gaman að „Don’t be cru-
el” með Elvis.
-------------------ym----------4
Hægri umferð
Frh. af 5. síðu.
Félags íslenzkra bifreiðaeigenda
trá stofnun þess 6. maí 1932 til
1962. Þar stendur á bls. 18, í
kafla sem nefnist:' „Hægri hand-
ar akstur og umferðaröryggi.”
„Félagið hefur frá upphafi bar
izt fyrir því, að hér yrði tekinn
upp hægri handar akstur, stm
tíðkast nú um allan heim nema
í örfáum löndum, enda eru lang
flestar bifreiðar, sem flytjast til
landsins miðaðar við þess hátt-
ar umferð. Benti stjórn félagsins
þrásinnis á nauðsyn þess að koma
þessu á fyrr eða síðar, því hægri
akstur mundi óhjákvæmilega
sigra að lokum, en kostnaður við
breytingu hlyti að aukast og
margfaldast með hverju ári sem
liði.“
Þarna kemur glöggt í Ijós, að
allt frá stofnun félagsins árið
1932, hefur stjórnendum og öðr-
um forráðamönnum þess verið
‘Ijóst, að óhjákvæmilegt yrði að
taka upp hægri handar umferð
hér á landi, og af þjóðhagsleg-
um ástæðijm heppilegast að
framlcvæma þessa breytingu svo
fljótt sem verða má.
Aðalfundir félagsins hafa jafn
framt verið almennir umræðu-
fundir um ýmis mál. í fundar-
gérðum kemur glöggt fram, að
hægri umferð hefur oft verið á
dagskrá þar. Fram til 1963 munu
aðalfundir hafa verið einu al-
mennu félagsfundirnir, sem FÍB
efndi til. Frá 1963-hefur félagið
efnt til nokkurrar almennrar
fræðslu og umræðufunda ann-
arra en aðalfunda, og hafa þar
verið tekin fyrir vegamál og ör-
yggismál umferðarinnar. Þar hef
ur breyting í hægri handar um-
ferð borið á góma en engin mót-
mæli gegn henni komið fram.
Þessir fundir hafa verið fremur
fræðslufundir en ályktunarfund-
ir, enda aðalfundum ætlað síð-
ara hlutverkið, og hafa þar ver-
ið gerðar ályktanir,-sem að sjálf
sögðu eru bindandi fyrir stjórn
félagsins, og ganga allar í þá
átt, að mæla með breytingunni
í hægri handar umferð.
í þv.í sambandi má benda á
aðalfundarsamþykkt, sem gerð
var 1955 en hún er þannig:
„Aðalfundur FÍB haldinn föstu
daginn 29. apríl- 1955 í Skáta-
heimilinu samþykkir, að beina
þeirri áskorun til stjórnvalda, að
eigi verði lengur dregið að taka
upp hægri handar akstur hér á
landi, þar sem slíkur dráttur
verður aðeins til þess að auka
kostnað þann sem breytingunni
er samfara.“
Ályktun þessi var samþykkt
með samhljóða atkvæðum.
í aðalfundargerð frá árinu
1956 segir meðal annars svo fhá
umræðum um hægri handar um-
ferð:
„Álit stjórnar FÍB er það, að
það hefði átt að vera búið að
koma þessu í framkvæmd fyrir
mörgum árum, þar sem vitað er
að kostnaðurinn við breyting-
una frá vinstri til hægri aksturs
fari ört vaxandi, eftir því sem
bílum fjölgar, sérstaklega stræt-
isvögnum og langferðabifreiðum
til mannflutninga. Áleit formað-
ur fétagsins að fundurinn þyrfti
ekki að senda áskorun til ríkis-
valdsins, þar sem það hefði ver-
ið gert oft áður.“
Þessi bókun bendir til þess að
ósk hafi komið fram um það, að
gerð yrði að nýju samþykkt um
áskorun til ríkjsvaldsins um að
vinna að breytingunni úr vinstri
í hægri handar umferð, en for-
maður félagsins bendir á að slík-
ar samþykktir hafi verið gerðar
svo oft áður að ekki væri þörf á
endurtekningu að þessu sinni.
Á aðalfundi FÍB 1961 var frá
því skýrt að stjórn félagsins
hefði skipað 8 nefndir, meðal
annars til þess að athuga bif-
reiðatryggingamál, vegamál , um
ferðarmál o. fl. Var umferðar-
nefndinni falið að athuga breyt-
ingu í hægri umferð.
Á aðalfundi FÍB 19. marz ’64
var frá því skýrt að félaginu
hefði borizt til umsagnar frá
Alþingi þingsályktunartillaga um
að ríkisstjórnin láti nú þegar
fara fram athugun á því að und-
irbúa ‘hægri handar akstur hér
lá landi. Félagsistjórnin mælti
eindregið með því að hægri hand
ar akstur yrði tekinn upp hér á
landi svo fljótt sem kostur er.
Þessi ályktun var að sjálfsögðu
byggð á fyrri fundarályktunum,
á stefnu félagsins og þeim athug-
unum sem umferðarmálanefnd
hafði gert í málinu í heild.
Um áramót 1964—65 var kunn
ugt að ríkisstjórnin hefði í und-
irbúningi lagasetningu um breyt
ingu í hægri handar umferð og
þótti stjórn FÍB því eðlilegt að
mál þetta yrði enn einu sinni
10 10. maí 1967 ~ ALt>ÝÐUBLAÐIÐ
borið fram til umræðu og at-
kvæðagreiðslu. Á aðalfundi var
lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Aðalfundur FÍB, haldinn 3.
marz 1965, telur að hraða beri
ákvörðun um. breytingu í hægri
handar akstur hér á landi, þar
sem breytingin er framtíðarnauð
syn og kostnaður við hana fer
hraðvaxandi með ári hverju,
sérstaklega ef ekki verður haf-
izt handa um nauðsynlegan und-
irbúning :strax.“
Ályktun þessi var samþykkt
með samhljóða atkvæðum.
í „Ökuþór“ 1963, ’64 og ’65 er
skýrt í meginatriðum frá afskipt-
um félagsstjórnarinnar af máli
þessu, þannig að félagsmönnum,
sem hafa kynnt sér tímarit félags
ins og fylgzt með starfsemi þess
er ljóst að stjórnin hefur í einu
og öllu farið eftir fundarsam-
þykktum aðalfunda félagsins.
Varðandi breytingu í hægri
umferð ber þess að geta, að eðli
lega afstöðu til þessa máls er
einungis hægt að taka á þekk-
ingarlegum grundvelli með hlið-
sjón af þróun í bílaframleiðslu
og umferðarmálum annarra
þjóða, ásamt umferðaraðstæðum
hér í framtíðinni. Við mat þetta
tber fyrst og fremst að hafa fram
sýni að leiðarljósi, og taka fullt
tillit til fjárhagslegra hagsmuna
og öryggis bifreiðaeigenda og
þjóðarinnar allrar á ókomnum
árum.
Það er aigild og eðlileg regla,
að fólk er andvígt breytingum
(sbr. símamálið hér forðum), sem
það ekki þekkir eða skilur. Rök-
in gegn umferðarbreytingunni
eru fá og augljós, en þau sem
mæla með henni eru margslung-
in og sum flókin, þess vegna eru
þeir, sem athuga málið yfirborðs
lega og litla þekkingu hafa á*
því, andvígir breytingu í hægri
umferð.
í því sambandi viljum við að-
eins benda á eftirfarandi atriði,
sem sumum hafa reynzt torskil-
in, en ýmsum eru með öllu ó-
kunn:
1. Umferðarreglur skapa aukið
umferðaröryggi, þegar þær
miðast við aðstæður þær, sem
ríkja á fjölförnum leiðum.
2. Líkur benda til þess að innan
6 ára verði vegir, á fjölförnustu
leiðum hér á landi, gerðir með
sléttu, varanlegu slitlagi, svo
sem tíðkast erlendis.
3. Samkvæmt áliti umferðarsér-
fræðinga í Bandaríkjunum,
Bretlandi og víðar er eitt
veigamesta öryggisatriði fyrir
umferðina, á slíkum vegum, að
stýri bifreiða sé nær vegmiðju.
4. Eftir 6 ár má igera ráð fyrir
því að talið verði nauðsynlegt,
að stýri allra bifreiða í land-
inu verði nær vegarmiðju, það
er stýri hægra megin í bif-
reiðinni, ef ekki hefði verið
breytt í hægri umferð. Ef við
breytum ekki umferðinni þá
má gera ráð fyrir að við verð-
um að breyta bílum eftir 6 ár,
og flytja eingöngu inn bíla fyr
ir vinstri umferð.
5. Hér á landi er nú orðið ó-
hjákvæmilegt af öryggisástæð-
um að stýri allra strætisvagna
og raunar einnig langferðabif-
reiða sé nær vegmiðju.
6. Löndum, sem framleiða
slíkar bifreiðir, fer fækkandi
og verði breytt í hægri umferð
í Bretlandi, sem líkur eru til að
verði áður en langt líður, þá
verða hvergi framleiddar bif-
reiðir í vestrænum löndum fyr-
ir vinstri umferð.
7. Athugun hefur verið gerð
hjá nokkrum bifreiðaframleið-
endum í Bandaríkjunum hver
aukakostnaður yrði við fram-
leiðslu fólksbifreiða með útbún-
aði fyrir vinstri handar umferð
(þ. e. ljósaútbúnað og stýri)
yrði. Upplýst er að aukakostn-
aður við hverja fólksbifreið,
miðað við núverandi verðlag á
bifreiðum hér á landi, yrði um
30.000.00 kr. ef minnst væru
pantaðar 1000 bifreiðir af sömu
tegund samtímis. Séu færri bif-
reiðir pantaðar verður auka
kostnaður með öllu óviðráðan-
legur. Bifreiðaverksmiðjur á
meginlandi Evrópu hafa þegar
skýrt' frá því, að strætisvagnar,
og langferðabifreiðir fyrir vin-
stri umferð, eru nú þegar ófáan-
legar hjá .þeim.
8. Kostnaður við breytingu í
hægri handar umferð hér á
landi er nú nær einvörðungu
breyting á bifreiðum, sem hafa
verið fluttar til landsins miðað
við vinstri handar umferð, en
eru ónothæfar fyrir hægri um-
ferð. í Svíþjóð verður mestur
kostnaður við breytingu á um-
ferðarmannvirkjum, svo yrði og
hér, ef breytingunni hefði verið
frestað um nokkur ár.
9. Kostnaður við breytingar
þessar, sem verður lagður á
einkabifreiðaeigendur, svarar
að verðmætum til einnar tank-
fylli af benzíni á ári (kr. 200 —
350) í fjögur ár.
10. Yrði breytingin í hægri
umferð eigi gerð á næsta ári,
yrðu ýmsar einkabifreiðhy sem
eru algengar hér á'landi nú, að
minnsta kosti 30.000,00 krönum
dýrari en vera þyrfti eftir 6 ár,
(miðað við almennt verðlag ó-
breytt).
11. Vegna breytingar í hægri
umferð, í Svíþjóð á þessu ári,
erirnú þegar þær 3 tegundir al-
menningsbifreiða, sem svo til
eingöngu hafa verið notaðar hér
á landi, orðnar ófáanlegar fyrir
vinstri handar umferð, vegna
þess að sænski markaðurinn er
nú lokaður, fyrir bifreiðir gerð-
ar fyrir vinstri akstur.
12. Eftir 6 ár mundi það kosta
þjóðina hundruð milljóna króna
árlega í hækkuðu bílverði að
viðhalda hér vinstri handar um-
ferð. í>á mundi öllum verða ljóst
að þjóðin hefur ekki efni á slíku
og flestir viðurkenna það. Breyt-
ingin yrði þá algerlega óhjá-
kvæmileg, en jafnframt miklu
dýrari og sjálfsagt einnig hættu
meiri en nú.
Það er of dýrt og óþarflega
hættulegt, að bíða eftir því að
öllum verði ljós nauðsyn þessa
framtíðarmáls. í þessu máli hef-
ur Alþingi tekið farsæla fram-
tíðarákvörðun, sem standast
mun óbrotgjörn dóm reynslunn-
ar, enda þótt hún sé, af eðlileg-
um ástæðum, torskilin öllum
.þeim, sem lítt þekkja til máls-
ins. Óhætt mun að segja að á-
kvörðun Alþingis, í máli þessu
sé byggð á þekkingar grundvelli,
réttum upplýsingum um óyggj-
andi staðreyndir frá aðilum, hér-
lendum og erlendum, sem bezt
kunna skil á þáttum málsins.
i
Félag ísl. bifreiðaeigenda.
Magnús H. Valdimarsson.
RADI@NETTE
tækin eru byggð
fyrir hin erfiðustu
skilyrði
ÁRS ÁBYRGÐ
Radionette-verzlunin
Aðalstræti18 sími 16995
Aðalumboð:
Einar Farestveit & Co. hf.
Vesturgötu 2.
Bátabylgjur
ALÞÝÐUFLOKKSFOLK
KÓPAVOGI
Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins
er að Auðbrekku 50.
SÍMI 4241 9.
Opið daglega kl. 4—7. — Lítið inn til skrafs
og ráðagerða. Kjörskrá liggur frammi í skrif-
stofunni.
Alþýðuflokksfélag Kópavogs.