Alþýðublaðið - 20.05.1967, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 20.05.1967, Qupperneq 5
 Tangastríð í Hongkong FYRIR nokkrum mánuðum stofnu'ðu Kínverjar til uppþots í portúgölsku nýlendunni Macao og neyddu landstjórann til að ganga að nokkrum auðmýkjandi kröfum. Nú virðast Kínverjar ætla að leika sama leikinn í brezku nýlendunni Hongkong. Blóðugar óeirðir hafa geisað í nýlendunni í vikutíma, kínverska stjórnin hefur birt kröfur á hendur brezkum yfirvöldum og rauðir varðliðar hafa efnt til mótmælaaðgerða fyrir utan brezka sendiráðið í Peking, ráðizt' á brezka diplómata og ruðzt inn á heimili þeirra., Menningarbyltingin hefur blossað upp að nýju í Kína eftir nokkurt hlé, og Bretar eru síð- asta þjóðin af mörgum sem rauðu varðliöarnir beina geirum sínum að. Kínverjar vilja sýna umheim- inum að Bretar séu „pappírs- tígrisdýr”, en það er eitt aðal- atriðið í stefnu þeirra gagnvart ríkjum sem þeir telja sér fjand- samleg. En ólíklegt' verður að telja, að ætlun Kínverja sé sú að hrekja Breta frá ITongkong,. það sem fyrir þeim virðist vaka er að ganga úr skugga um hve langt þeir geti komizt með há- værum kröfum og taugastríðsað- ferðum, sem gáfust vel gagnvart Portúgölum. í Lundúnum er játað, að Bret- ar hafi farið halloka í fyrstu um- ferð þessa taugastríðs, þar sem yfirvöld í Hongkong liafi ekki gert sér rétta grein fyrir eðli á- standsins. Óeirðirnar hófust þeg- ar efnt' var til verkfalla. Margt bendir til þess, að Kínverjar hafi ekki staðið á bak við þessi ver,k- föll, en skorizt í Ieikinn og reynt að færa sér ástandið í nyt, þegar yfirvöld Breta í Hongkong reyndu að gera sem minnst úr hinum blóðugu götubardögum og héldu því fram, að hér væri að- eins um smávægilegar vcrka- mannaóeirðir að ræða. Á mánudaginn báru Kínverjar fram fimm kröfur á hendur Bret- um, og eru þær sem hér segir: 1) Að brezka stjórnin gangi að „réttmætum óskum og kröíum” kínverskra verkamanna og borg- ara í Hongkong; 2) að yfirvöldin hætti þegar í stað „öllum fasist- ískum yfirgangi”; 3) að allir þeir, sem handteknir hafa vérið, verði látnir lausir; 4) að embætt- ismenn, sem ábyrgö beri á „yfir- gangi”, verði látnir sæta refs- ingu, að þeir afsaki framferði sitt' og að skaðabætur verði greiddar; og 5) að trygging verði veitt fyrir því, að atburðir sem þessir endurtaki sig ek,ki. ★ ALVARLEG ÓLGA. Hinir kínversku lögreglumenn Breta, sem eru 10 þúsund talsins, virðast enn hafa tök á ástandinu, en éf í hart fer, geta þeir reitt sig á stuðning 7000 brezkra her- manna, sem eru í nýlendunni. 240 menn hafa verið handteknir, 150 bíða dóms, en hinir hafa verið dæmdir í 3 — 18 mánaða fang- elsi. Mikil ólga hefur ríkt meðal verkamanna í Hongkong undan- farna mánuði. Verkamenn í plast verksmiðju í Kowloonhverfinu í Hongkong gerðu verkfall og héldu verksmiðjunni í umsátri í marga daga. Fjórar leigubifreiða stöðvar hafa neyðzt til að hætta starfsemi sinni. Baðmullarverk- smiðja hefur verið lögð niður. En það var ekki fyrr en nokkrir öfgasinnaðir Kinverjar, sem veifuðu hinum frægu, rauðu kverum Maos, tóku við stjórn- inni sem þessar vinnudeilur, sem rætur áttu að rekja til efnahags- legra erfiðleika, þróuðust í ó- eirðir og blóðuga götubardaga. Sumir telja, að afskipti Kín- verja af þessum deilum standi í sambandi við Vietnamstyrjöld- ina. Bandaríski flotinn notar Hongkong fyrir bækistöð, banda- rískir hermenn, sem berjast í Vietnam, flykkjast þangað þegar þeir fá orlof og nýlendan er mikilvæg birgðastöð bandaríska herliðsins í Vietnam. Ekki er ó- líklegt, að Kínverjar vilji koma því til leiðar að Bandaríkja- mönnum verði meinað að nota Hongkong fyrir bækistöð. Útflutningur Hongkong til Sa- igon jókst um 200% í fyrra og útflutningur nýlendunnar til Bandaríkjanna'jókst um 25% og nam 12 milljörðum íslenzkra króna á sama tíma. Að jafnaði liggja fjögur eða fimm banda- rísk herskip við bryggju í Hong- kong. Auk þess veit Peking- stjórnin, að bandaríska sendiráð- ið í Hongkong er miðstöð banda- rískra njósna í Kína. Ef til vill er það ein aðalástæðan til af- skipta Kínverja af deilunum í I-Iongkong. ★ „BAKDYR” KÍNA. En Hongkong er líka eina rif- an á bambustjaldinu, og um þessar „bakdyr” fá Kínverjar rúmlega 40%- tekna sinna í er- lendum gjaldeyri. Þessi stað- reynd er svo mikilvæg, að vafa- samt verður að telja að Kínverj- ar sjái sér hag í þvi að vinna dýr- keyptan sigur, sem að vísu hefði mikið átóðursgíldi, en mundi hafa það í för með sér, að þeir glötuðu dýrmætum tekjum. Kínverjar sjá Hongkongbúum fyrir helmingi neyzluvatns þeirra og þriðjungi matvæla þeirra, og fyrir þetta fá þeir um 24 millj- árða íslenzkra króna árlega. — Útflutningur Kínverja til Hong- kong hefur sífellt farið vaxandi, og í febrúar síðastliðnum námu tekjur þeirra af þessum útflutn- ingi unr 1800 milljörðum ís- lenzkra króna miðað við 1440 milljarða á sama tíma í fyrra. Kínverska verzlunarráðið í Hong kong hefur tilkynnt, að útfiutn- ingur Kínverja til nýlendunnar Kortið sýnir legu Macao og Hongkong hafi aukizt um 30% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. „Bank of China”, sem er til húsa í risastórri byggingu við hliðina á' hinu bandaríska Hilt- onhóteli í Hongkong, er miðstöð víðtækra viðskipta Kínverja um allan heim. Kínverjar fá Hongkong að lokum, þegar leigusamningur Breta rennur út, en hann er frá árinu 1898 og gildir til 99 ára. Hongkong er ekki Macao, og enn er hér aðeins um taugastríð að ræða. Þótt ógerningur sé að draga skynsamlegar ályktanir af því sem er að gerast í Kína, þá má telja víst, að allt sé komið undir festu Breta. Ef þeir sýna festu, má búast við að Kínverjar láti í minni pokann. Oft áður hefur komið í ljós, að kínverski „drekinn” hefur orðið eins og lamb, þegar hann hefur mætt raunverulegri mótspyrnu „papp írstígrisdýra.” Blow up fékk gull í Cannes Rauöir varðliðar fyrir utan dómshús í Kowloonhverfi í Hongkong. Enska kvikmyndin The Blow- up eftir ítalska kvikmyndaleik- stjórann Michelangelo Antonioni fékk gullpálmann á kvikmyndahá' tiðinni í Cannes. Blow-up fjallar um ábyrgðarleysi ungmenna Lun- dúnaborgar. Ungur ljósmyndari verður vitni að morði, en nennir ekki að upplýsa það mál frekar og gleymir því síðan. 18 ára gömul skólastúlka frá ’ Stokkhólmi, Pia Dergermark, hlaut að þessu sinni verðlaun fyrir beztan leik í sænsku myndinni El- vira Madigan. Odded Kotler'hlaut hins vegar verðlaun fyrir bezta Framhald á 10. síðu. 20. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ .5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.