Alþýðublaðið - 20.05.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 20.05.1967, Blaðsíða 15
Gaza Frtx. af 1. síöu. að undirbúa styrjöld gegn Araba- löndum og verkalýðsblaðið ,,Trud“ sagði að ísraelsmenn bæru alla á- toyrgð á spennunni, enda stæðu vestrænir heimsvaldasinnar á toak við þá. Brown, utanríkisráðherra Breta, hefur frestað fyrirhugaðri heimsókn til Moskvu vegna á- standsins og sagði í kvöld að brott flutningur gæzluliðsins væri háð- ung fyrir friðargæzluhlutverk sam takanna. Skipunin um brottflutning gæzlu liðsins hefur gerbreytt skoðunum vestrænna diplómata í Kairó á á- standinu, og eru þeir mjög á- hyggjufullir, en þeir hafa hingað til lítið viljað gera úr ástandinu. Amer marskálkur, varaforseti Eg- yptalands, beindi alvarlegri við- vörun til ísraelsmanna í dag, og sagði að ísraelsmenn yrðu lagðir að velli, ef þeir reyndu að grípa til árásaraðgerða, en mál væri til komið að binda enda á hrokafulla framkomu þeirra. Zalman Shazar, foi’seti ísrael, sagði er hann kom við í London í dalg á leið til Kan- ada, að, ísraelsmenn myndu ekk- crt aðhafast, en aðrar yfirlýsing- ar hafa ekki komið frá ísraelsk- um leiðtogum. □ „Frelsið Paiestínu“ Ferðamenn, sem komnir eru til Kairó frá Gazasvæðinu segja að loftið sé lævi blandið. Æsinga- menn í „Frelsisher Palestínu" hafa í marga daga stjórnað mótmæla- aðgerðum og uppþotum undir kjör orðunum „Við munum berjast'* og „Frelsum Palestínu." í Bagdad lýsti landvarnaráð- herra íraks, Shukri hershöfðingi, því yfir, að her íraks mundi berj- ast við hlið Sýrlendinga og hrinda öllum árásum ísraelsmanna. í Ottawa hefur kanadiska stjóm in harmað ákvörðun Ú Thants um að kalla burtu gæzluliðið og lýst því yfir að hún muni leggja til að haldinn verði fundur í Öryggis- ráðinu um málið. □ Rök Thants í New York hefur U Thant fram kvæmdastjóri birt svar það sem hann sendi í gær við kröfu Egypta um brottflutning gæzlusveitanna. Þar leggur hann áherzlu á hið mik ilvæga hlutverk er gæzlusveitirn- ar hafa gegnt og lætur í ljós ugg vegna fyrirætlana Egypta. U Thant tjáði Allsherjaiþinginu að hann hefði fyrirskipað brott- flutning gæzlusveitanna af eftir- töldum ástæðum: □ 1. Gæzluliðið er á egypzku landi og þegar Egyptar hafa dregið til baka stuðning sinn við samning- inn um dvöl gæzluliðsins verða gæzlusveitirnar að hverfa brott. □ 2. í reynd gæti gæzluliðið ekki starfað án samþykkis Egypta og samvinnu við þá. □ 3. Miklu máli skipti að koma í ve(g fyrir að gæzluliðinu yrði stofn að í vandræði eða hættu. Liðið hefur á hendi friðargæzlu og get- ur ekki þrcngvað fram ákveðnum markmiðum. □ 4. Þegar krafan um brottflutn- inginn hafði verið borin fram, kveðst U Thant ekki hafa átt ann- arra kosta völ en að verða við kröfunni, því að ella hefði full- veldi Egypta verið rofið á þeirra ' eigin landi. HÚSNÆÐISMALASTOFNUN ríkbsins__________________mmmm í samræmi við yfiriýsingu riklsstjórnarinnar frá 28. júlí 1965, er hafin í Reykjavík bygging 312 íbúða í fjöíbýlis- húsum í Breiðholti. Gert er ráð fyrir að íbúðir þessar verðl afhentar fullbúnar á tímabilinu 15. desembér 1967 til 15. júlí 1968. Ennfremur verða byggð 23 einbýlishús (innfiutt timburhús) sem gert er ráð fyrir að verði til afhendingar í desember-mánuði og janúar-mánuði 1968. Samkvæmt 15. gr. reglugerðar sem Félagsmálaráðuneytið hefur hinn 28. apríi 1967 sett um ofangreindar ibúðabygg ingar skulu þær 260 ibúðir, sem Húsnæðismálastofnun rík- isins ráðstafar, seldar láglaunafólki sem er í verkalýðs- félögunum í Reykjavík auk 23 einbýlishúsa. Ennfremur , er lieimilt að gefa kvæntum iðnncmum kost á íbúum þess um. Þeir sem telja sig eiga rétt til kaupa á íbúðum þeim, sem að framan greinir, geta sótt umsóknareyðublöð i skrif- stofu Húsnæðismálastofnunar ríkisins, Laugaveg 77, ásamt teikningu og lýsingu á íbúðunum, upplýsingum um söiu- ■ og greiðsiuskilmála. Verða gögn þessi til afhendingar eftir þriðjudaginn 23. n.k. Umsóknir skulu berast Ilúsnæðismálastofnun ríkisins eigi síðar en fyrir kl. 17.00 hinn 15. júní n.k. Reykjavík, 20. maí 1967. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS. húsnæðismalastofnun ríkisins I.AUGAVEGI 77, SÍMI22453 Magnús E. Baldvinsson úra- og skartgripaverzlun Laugavegi 12 og Hafnarg. 49. Keflav. Algerlega sjólfvirk Svissnesk fagvinna 100% vatnsþétt 40 ára Afmælishátíð Sundfélagsins Ægis N.k sunnudag 21. þ.m. kl. 3 e.h heldur Sundfélagið Ægir upp á fertugsafmæli sitt með kaffi- drykkju að Átthagasal Hótel Sögu. Félagið var stofnað þ. 1. maí 19 27 á æskuárum þess var það for ustufélag í sundíþróttinni og hefur ætíð síðan átt sundfólk, sem hef ur verið í hópi þess bezta í land inu. Aðalfundur félagsins var hald- inn fyrir skemmstu, í skýrslu for- manns kom fram að unglingar fé- lagsins hafa staðið sig mjög vel að undanförnu m.á. vann félagið stigakeppni Unglingameistaramóts íslands sl. haust. Fráfarandi formaður Torfi Tóm asson baðst undan endurkosningu en í hans stað var kosinn Sigurð ur . Guðmundsson, fulltr. sem for maður, aðrir í stjórn voru kosnir Theódór Guðmundsson, Guðmund ur Þ. Guðmundsson. fulltr. sem for insson og Torfi Tómasson, í vara stjórn voru kosnir, Hreggviður Þorsteinsson og Marteinn Kristins son. Eins og áður er getið heldur fé lagið upp á fertugsafmælið n.k. sunnudag með kaffihófi að Átt- hagasal Hótel Sögu og hefst það kl. 3 e.h. Vonast stjóm félagsins til að sjá þar sem ílesta af vel unnurum þess. Knattspyrna Vestmannaeyjum — H. J. Um þessa helgi munu Akureyr ingar bregða sér yfir landið þvert og heilsa upp á Vestmannaeyinga. Munu Akureyringar leika tvo leiki við ÍBV, í dag, og á sunnudag. Þetta verður sennilega ein und- irbúningurinn* sem ÍBA fær fyrir átökin í I. deild sem nú fara að hefjast. Sömuleiðis verður þetta eini undirbúningur Eyjamanna áður en til skarar skríður í II. deild, en ÍBV á að leika fyrsta leikinn 4 júní og þá við Víking. Leikurinn fer fram í Eyjum. Tveir leikir hafa verið háðir milli Týs og Þórs í sumar og hef ur Týr sigrað í bæði skiptln 3:2 og 5:0. Eyjamenn æfa nú kapp- samlega. Konan mln og ég, þökkum vinum okkar í sveit og utan, hlýjan hug og höfðinglega gjöf, §em okJcur var færð 13. maí sl. Ég þakka sérstaklega nemendum mínum, sem eftir 45 vetra kennaraferil minn, minnast mín nú á vin- gjarnlegan hátt. | Guð blessi ykkur öll. Trúlofunarhringar Sendum gegn póstkröfn. Fljðt afgreiðsla. Guðm. Þorsteinsson gullsmiður Bankastræti 12. LÁRUS HALLDÓRSSON frá Brúarlandi. PADI(pNETTE tækin eru byggö fyrir hin erfiðustu skilyrði ÁRS ÁBYRGÐ Radionette-verzlunin Aðalstræti18 sími 16995 Aðalumboð: Einar Farestveit & Co. bf. Vesturgötu 2. Bátabylgjur Koparpípur og Rennilokar. Fittings. Ofnkranar, Tengikranar, Slöngukranar, Blöndunartæki. Burstafell byggingavöruverzlun Réttarholtsvegi 3. Sími 3 88 40. Ingólfs-Café Gömiu dansarnir í KVÖLD KL. 9. Hljómsveit Jóhannesar Eggertssonar. Söngvari: Grétar Guðmundsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 5. — Sími 12826. 20. maí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ |_5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.