Alþýðublaðið - 20.05.1967, Síða 11

Alþýðublaðið - 20.05.1967, Síða 11
20. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ JJJ Guðmundur bætti bið fræga met Husebys um 60sm. ÝMSIR IÞRÓTTAMENN VOKTU AT- HYGLIÁ VORMÓTIÍRI FYRRAKVðLÐ GUÐMUNDUR Hermannsson, KR, vann frækilegasta afrek Vormóts ÍR í fyrrakvöld, er hann varpaði kúlunni 17,34 m og bætti næiri 17 ára gamalt íslandsmet Gunn- ars Hoseby frá EM í Brússel um 60 sm. Þegar Gunnar setti metið sigraði bann á Evrópumóti og ann ar maður á því móti varpaði 1,60 m styttra. Fyrsta tilraun Guðmundar mæld ist 16,67 m, en síðan kom 16,84 ög þriðja 'tilraun mældist 17,34 m. Hinir óvenju mörgu áhorfendur fögnuðu metinu innilega. Fjórða tilraun Guðmundar var 17,02 m. Til gamans má geta þess, að heims met Torrance frá 1935 var 17,40 m, og þegar það var sett héldu eérfræðingar því fram, að seint yrði það slegið! Sonur Guðmundar, Amar, varð annar í kúluvarpinu með 14,65 m og nálgast nú óðfluga unglinga- metið. Þrítt fyrir kalt veður náðist góður árangur í flestum greinum. Þórður B. Silgurðsson, KR, sigraði í sleggjukasti með 50,43 m, en Þorsteinn Lövé og Jón Magnússon, ÍR, voru skammt undan. Óskar Sigurpálsson, Ármanni náði sín- um bezta árangri, kastaði sleggj- unni 47,38 m. Sleggjukasjið verður skemmtileg grein í sumar. Halldór Guðbjörnsson, KR, er í góðri æfingu, hann sigraði í 1500 m hlaupi með yfirburðum oig náði góðum tíma og varð annar í 400 m hlaupi á sínum bezta tíma, 52,5 sek. Þórarinn Ragnarsson, KR, sigraði í 400 m hlaupi. Ólafur Guðmundsson, KR, sigraði í lang- 'stökki og 100 metra hlaupi og árangurinn var sæmilegur. Jón Þ. Ólafsson, ÍR, stökk 2 metra rétta og var nálægt 2,04. í kvenna- og unglingagreinum kepptu margir nýliðar og vöktu ýmsir þeirra athygli. HELZTU ÚRSLIT: Slegrgjukast: m. Þórður B. Sigurðsson KR, 50,43 Þorsteinn Löve ÍR, 49,41 Jón H. Magnússon ÍR, 49,20 Óskar Sigurpálsson Á, 47,38 Hástökk kvenna: Sigrún Sæmundsdóttir HSÞ, 1,45 María Hauksdóttir ÍR, 1,35 Fríða Proppé ÍR, 1,35 Bergþóra Jónsdóttir ÍR, 1,35 Anna Jóhannsdóttir ÍR, 1.30 Langstökk; Ólafur Guðmundsson KR, 6,83 Karl Stefánsson KR, 5,80 Skúli Amarsson ÍR, 5,51 100 m. hlaup sveina: Þorvaldur Baldursson KR, 12,4 Elías Sveinsson ÍR, 12,6 Einar Þórhallsson KR, 13,1 Rudólf Adolfsson Á, 13,1 Jóhannes Pétursson KR, 13,4 Hallur Þorsteinsson ÍR, 13,8 Stefán Jóhannsson Á, 13,8 400 m. hlaup: Þórarinn Ragnarsson KR, 51,6 Halldór Guðbjörnsson KR, 52,5 Trausti Sveinbjömsson FH, 53,6 Helgi Hólm ÍR, 55,5 Sigurður Lámsson Á, 57,8 100 m. hlaup drengja: Kjartan Kjartansson ÍR, 12,0 Einar Þorgrímson ÍR, 12,3 Pálmi Bjarnason HSK 12,4 Ævar Guðmundsson FH, 12,5 Snorri Ásgeirsson ÍR, 12,7 Guðmundur Ólafsson ÍR, 12,7 Kúluvarp; Guðmundur Hermannsson KR, 17,34 (ísl. met.) Amar Guðmundsson KR 14,65 Erlendur Valdimarsson ÍR, 14,25 Ólafur Unnsteinsson HSK, 12,96 —Jón Þ. Ólafsson ÍR, 12,28 Óskar Sigurpálsson Á, 12,25 Hástökk: Jón Þ. Ólafsson ÍR, 2,00 100. m. hlaup: Ólefur Guðmundsson KR 11,2 Höskuldur Þráinsson HSÞ, 11,2 Trausti Sveinbjörnsson FH, 11,5 Birgir Ásgeirsson ÍR, 11,8 Valbjörn Þorláksson KR, 11,8 1500 m. hlaup; Halldór Guðbjörnss. KR 4:09,3 Þórarinn Amórsson ÍR, 4:21 8 Gunnar Snorrason UBK, 4:29,4 100 m. hlaup kvenna: Halldóra Helgadóttir KR, 13,9 Guðný Eiríksdóttir KR, 13,9 Aðalbjörg Jakobsdóttir KR, 14,2 Bergþóra Jónsdóttir ÍR, 14,5 Sigrún Sæmundsdóttir HSÞ, 14,6 Anna Jóhannsdóttir ÍR, 14,6 HEARTS vann Keflavík 6:0 Hearts frá Edinborg gjör- sigraði Keflvikinga á Laug- ardlalsvellinum í gærkvöld með 6 mörkum gegn engu. í hléi var staðan 4:0. Yfirburðir gestanna voru miklir og jafnyel enn meiri en mörkin igefa til kynna. Næsti leikur verður á mánu- dag, en þá leika þeir við ís- landsmeistara Vals. Kringrlukast: Þorsteinn Alfreðsson UBK, 44.45 Þorsteinn Löve ÍR, 44,28 Jón Þ. Ólafsson ÍR, 43.13 Erlendur Valdimarsson ÍR, 42 43 Arnar Guðmundsson KR, 42,13 Ólafur Unnsteinsson HSK, 36,32 4x100 m. boðhlaup sveina: Sveit KR, 51,4 sek. Sveit Ármanns 51,9 sek. Sveit ÍR, 53,4 sek. 4x100 m. boðhlaup drengja: Sveit ÍR, 48,9 sek. 4x100 m. boðhlaup karla; Sveit KR, 45,0 sek. Sveit ÍR, 46,2 sek. 4x100 m. boðhlaup kvenna: Sveit KR, 56,4 sek. Sveit ÍR, 58,6 sek. Guðmundur Hermannsson, KR Þegar Akranes sigraði Hafnarfjörð me5 4:1 Viðbragff í 100 m. hlaupi kvenna, frá vinstri: Bergþóra Jónsdóttir, ÍR, Halldóra Helgadóttir, KR og Guffný Eiríksdóttir, KR. rr Lokadagur" skíða manna í dag í daig er einskonar „lokadagur“ hjá skíðamönnum 'hér sunnan- lands. Skíðaráðið efnir til skemmt unar fyrir skíðafólk 16 ára og yngri í Lindarbæ kl. 15. Þar verða afhent verðlaun og auk þess kvik- myndasýning. Fyrir þá eldri verður skemmtun í Átthagasal Hótel Sögu kl. 21 í kvöld. Verðlaun verða afhent og síðan dansað. Akranesi, Hdan. Akurnesingar sigruðu Hafn- firðinga í síðasta leik Litlu bi.k- arkeppninnar er fram fór á Akra- nesi sl. laugardag með 4 mörkum gegn 1. Akranes og Keflavík verða því að leika aukaleik um sigurinn í keppninni þar sem bæði liðin hafa hlotið 8 stig. Sigur ! Akurnesinga yfir Hafnfirðingum jkom engum á óvart, sem fylgst ! hafa með leikjum liðsins að und- anförnu, enda hafa liinir ungu leikmenn verið í stöðugri fram- för, og gat orðið mun stærri eft- ir gangi leiksins. Strax á 3. mín. átti Björn Lár- usson hörkuskot rétt yfir þverslá af 20 metra færi, en á 20. mín. skorar Matthías fyrsta mark leiks ins. Komst' hann frír innfyrir vörn Hafnfirðinga og sendi knött- inn örugglega í netið. 10 mín. síðar skorar Matthías á' ný. Auka- spyrna var dæmd á Hafnfirðinga rétt fyrir utan vítateig og sendi Rúnar knöttinn í markið, en Matt hías skoraði með skalla. Á 33. min. skoruðu Hafnfirð- ingar eftir hornspyrnu og mistök hjá vörn Akurnesinga. Siðasta mark hálfleiksins skoraði Björn Lárusson með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu á' 44. mín. Þegar um 5 min. vorú liðnar af síðari hálfleik skorar Guðjón Guðmundsson 4. mark Akurnes- inga. Fékk hann sendingu innfyr- ir vörn Hafnfirðinga og skoraði örugglega. Fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir mörg góð tækifæri, sérstalo. lega hjá Akurnesingum. Lið Akraness lék á köfluin mjög skemmtiiega í fyrri hálf- leik, en síðari hálfleikur var all- ur mun slakari, ef frá eru taldar fyrstu mínúturnar. Vörnin var mjög óörugg á köflum, nema Ein- ar markvörður, sem nú virðist vera að finna sig eftir slaka leiki í vor. Þröstur Stefánsson, Björn, Guðjón og Matthías voru beztu menn liðsins. Þá' vakti Sigurður Þórðarson, sem er nýliði, nokkra athygli, en hann er yngsti bróðir hins kunna leikmanns Þórðar. Þórðarsonar. Lið Hafnfirðinga virtist mér mjög ósamstætt sem heild. Eitti er það, sem ég get ekki stillt mig um að minnast á, en það er bún- ingur, eða réttara sagt búningar þeirra Hafnfirðinga. í leiknum voru engir tveir menn í liði þeirra eins klæddir, heldur var þetta samtíningur sitt úr hverri átt- inni svo hrein raun var á að horfa. Á þetta bæði við um skyrt- ur, buxur og sokka. Því verður ekki trúað að óreyndu, að íþrótta hreyfingin í Hafnarfirði, sé svo á vegi stödd, að hún geti ekki klætt íþróttamenn sína sómasam- lega, heldur er hér um að ræða trassaskap, sem vonandi á ekki eftir að endurtaka sig. Leikinn dæmdi Guðjón Finn- bogason og gerði hann því hlut- verki góð skil. Ekki er ákveðið hvenær auka- Frh. á 10. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.