Alþýðublaðið - 20.05.1967, Page 16

Alþýðublaðið - 20.05.1967, Page 16
FÍNT EÐA ÓFlNT í>að er til dálítið, sem á út- lenzku kallazt ,.statussymbol“. f>að er á íslenzku „tákn þess, hvar í mannfélagsstiganum fólk er statt. j,Það getur verið fróð- legt að velta þessum hlutum fyr ir sér, Hvers vegna er til dæmis fínna að búa í vesturbænum en austurbænum (Austurbæingar verða að bíta í það súra epli). Þeir, sem búa í einbýlishúsum vestarlega í austurbænum sleppa þó. Hvers vegna er fínna að byggja í Fossvoginum en að búa í Blesugrófinni? Hvers vegna er Fossvogurinn fínni en Breiðholt- ið? Hvers vegna er fínt að klæða steinhúsin að innan með timbri? Hvers vegna er fínast að hafa marmara á gólfunum, næst fín- íist að hafa parkett, þar fyrir xieðan að hafa teppi út í horn, ófínast að hafa línóleumdúka, — nema því aðeins að þeir séu mjög gamlir og ofan á þeim séu hafðar ósvikin persnesk teppi? — Er nú fþað dýrasta alltaf fínast? Nei, því fer fjarri. Það er til dæmis fínna að búa í gömlu litlu timb urhúsi en stórum, nýjum kjallara. þa ðer til dæmis fínna að borða appelsínu en feitan lambakjöts- bita. Nú fer þetta dálítið eftir að- stæðum og hópum, hvað þykir fínt á hverjum tíma. Sérhver kunningjahópur hefur sinn sér staka mælikvarða á fínheiium, þótt ýmislegt höfði til svo að segja allra, Það þykir til dæmis flestum fínna að aka í Mercedes Benz en Volkswagen. En sum- um þykir fínt að eiga nýtt sófa- sett úr tekki eða eik, — öðrum þykir það óskaplega ófínt og viija helzt hafa gamlan samtín- ing í kringum sig, ýmist úr göml um búum eða af öðru landshorni. Sumir eru ennþá á því stigi að finnast fínnt að fara til útlanda vera sigldir, eins og kallað er, aðrir eru búnir að fara svo oft tii útlanda, að þeir líta ekki við öðru en íslenzku öræfunum. Ríku fólki finnst fínt að hafa mikið að gera, fátæku fólki finnst fínt að liafa frí. Það þykir fínt í Reykjavík að eiga reiðhest, — en norður í landi þykir fínt að eiga drossíu. Það þykir fínt að ganga á fjöll og synda, en ófínt að kasta kringlu og kúlu, sér- staklega þó fyrir kvenfólk. Það þykir fint að hafa lesið ákveðnar bækur, en þegar fram í sækir þykir fínt að hafa lesið bók, sem enginn annar í hópnum hefur rekizt á. — Þegar einhver er orðinn nógu ófinn getur orðið fínl að taica hann upp á sína a>’ma. Svona mætti lengi telja. í Afríku þykir fínt að hafa bein í nefinu. Hér í íslandi þykir að- eins fínt að karlmenn hafi bein í nefinu, — og það í óeiginlegri merkingu. i! I! !i Boðskapur páfa Boðskapur páfa um pilsin og postulleg eðlisgreind sýnist mér helzt til hæpin og haldlítil í reynd. Því hvað stoðar skósíð skikkja og skynsamleg fyrirheit, ef dyggðin er lausgirt að djamma og drottinn uppi í sveit. En kannski ætti fólk að taka það til athugunar næst, þegar það ætlar að steypa sér í ófyrir stíganlegar skuldir með því að kaupa sér Mercedes Benz, höll lit við sjóinn eða eitthvað því um líkt, — hvort það ætti ekki heldur að fara til Afríku og stinga beini í gegnum nefið á | séi í bókstaflegri merkingu. ... og svo sagði ég við sjálfan mig: þú ert tilneyddur til að finna 'upp á einhverju nýju í þetta sinn. — Hvaða píp er í þér pabbi, þetta er ekki vinkona mín heldur nýi kærastiun .... í miklum meirihluta tilfell- anna leiddi samanburðurina í ljós, að þeir aðilar, sem vildu stijóma, kenna eða leiðbeiaa — bæði karlar og konur — urffui gagukvæmt ástfangair af þeim, sem vildu láta sjónta sér, leiffbeina eða gagnrýna . ÚRVAL Alþýðubandalagslistinn á Vestfjörðum, þessi fyrri sem nú er fallinn úr gildi, var svo sannarlega birtur á réttum degi, segja ísafjarðarblöffin. Hann kom nefnileara fyrst á prent 1. apríl síðast Iíðinit . , Hvernig er þaff, skyidu menn verða sterkari viff aff hækka í tign innan lögreglunnar . . . Ekkert skil ég í ölltim þess- um Iátum úti í heimi. Þaff end ar meff því að þeir drepa cin- hvern .. .

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.