Alþýðublaðið - 27.05.1967, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 27.05.1967, Qupperneq 4
Á Eitstjórl: Benedikt Gröndal. Simar 14900—14903. — Auglýsingasíml: 14906. — Aðsetur: Alþýöuhúsið við Hveríisgötu, Evík. — Prentsmiöja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 109.00: — t lausa* eölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Seðlabankahöftin EITT aðalatriðið í kosningaáróðri stjórnarandstöð unnar og þó sérstaklega Framsóknarflokksins er það, að Seðlabankinn hafi, auðvitað að undirlagi ríkis- stjórnarinnar, skipulagt stórkostlega lánsfjárkreppu, sem. sé að leggja allt atvinnulíf iandsmanna í rúst. Seðlabankinn sjúgi til sín starfsfé viðskiptabankanna og „frysti“ það í fórum sínum. í öllum nálægum löndum er gert ráð fyrir því, að seðlabankarnir geti kveðið svo á, ‘að viðskiptabankar skuli eiga nokkurn hluta innstæðna sinna handbæran í seðlabankanum og að þeir skuli leggja nokkurn hluta innstæðuaukningar í seðlabankann. Lagaákvæði um þetta voru þó ekki sett hér á landi fyrr en 1958. Það var einmitt ríkisstjórn Hermanns Jónassonar, sem beitti sér fyrir setningu þeirra. Bankamál heyrðu þá undir ríkisstjórnina alla, svo að það var Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, sem mælti fyrir þeim lagafyrirmælum, sem Fram- sóknarflokkurinn telur nú undirrót alls ills í íslenzku efnáhagslífi. Hér sannast eins og fyrri daginn um Framsóknarflokkinn, að það, sem er rétt, þegar 'hann er í stjórn, er rangt, þegar hann er utan stjórnar. En hvað svo um það, að Seðlabankinn hafi notað þessar heimildir til þess að „frysta“ fé 1 stórum stíl, eins og Tíminn heldur fram? Tíminn hefur sagt mik ið ósatt fyrr og síðar, en sjaldan hefur hann farið með jafn staðlausa stafi. Á síðastliðnu ári jókst hið svonefnda „bundna“ fé í Seðlabankanum um 337 millj. kr. En hvað gerði Seðlabankinn við þetta fé? Frysti hánn það, eins og Tíminn segir? Á síðastliðnu ári jók Seðlabankinn endurkaup sín á afurðavíxlum af viðskiptabönkunum um 146 millj. kr. Auk þess fengu viðskiptabankarnir hjá honum 320 millj. kr., ýmist sem aukinn yfirdrátt eða sem úttekt á innstæðu. Viðskiptabankamir fengu með öðrum orð um 466 millj. kr. frá Seðlabankanum samtímis því sem þeir „bundu“ hjá honum 337 millj. kr. Þeir fengu 129 millj. kr. meira fé hjá Seðlabankanum en þeir létu til hans. Þetta er þá öll „frystingin“! Og þetta ætti Tíminn að geta vitað, ef hann hefði minnsta áhuga á því að segja satt. Þetta hefur svo á hinn bóginn gert viðskiptabönk unum kleift að lána meira út en innlögum í þá svar ar. Heildarútlán bahka og sparisjóða námu í fyrra 1370 millj. kr., en heildarinnlán 1074 millj. kr. Það er Seðlcbankinn, sem gert hefur kleift, að útlánin urðu 304 millj. kr. meiri en innlánin. Er hægt að hugsa sér öllu fjarstæðukenndari mál- flutning en Tíminn hefur haldið uppi í þessum efn- um? 4 27. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sérfræðingur Frh. af 3. síSu. hand íslenzkra sveitarfélaga efnir til miðvikudaginn 7. júní, þar sem rædd verður áætlunargerð sveit- arfélaga. Þann sama dag mun !hr. Waterstone einnig koma á fund Hagráðs og ræða um ýmis vanda mál áætlunargerðar. Hr. Albert Waterstone hefur starfað við Alþjóðabankann í Washington, D.G., um tuttugu ára skeið. Hann er Bandaríkjamaður, hagfræðingur að menntun. Á und anförnum árum hefur hann verið ráðunautur bankans varðandi áætlunargerð. í því sambandi hef ur hann heimsótt fjölda landa bæði til að kynna sér óætlunar- gerð og í leiðbeiningaskyni. Hann hefur ritað bækur um efnahags- þróun Mexíkó og um áætlunar- gerð í Júgóslavíu, Marokkó og Pakistan auk mikils rits um reynsluna af áætlunargerð yfir- leitt, er út kom 1965 á vegum Al- þjóðabankans (Development Planning: Lessons of Experience). Auk þess hefur hann haldið fyrir lestra og námskeið um efnahags- þróun og áætlunargerð við all- marga háskóla og verið kennari við skóla Alþjóðabankans (Eco- nomic Decelopment Institute). BRAGÐBEZTA AMERÍSKA SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. SÍGARETTAN ★ VONDUR VEGUR. Ég skrapp til Þingvalla um helg- ina, sem raunar er nú varla sérstaklega í frásögur færandi. Vegurinn austur var nánast ófær á köfl- um, fyrir smábíla að minnsta kosti. Víða voru stór- hættuleg hvörf, sem ástæða hefði verið að merkja, eða vara menn við. Það er eins og okkar ágætu vegagerðarmönnum ætli seint að lærast að merkja ófærur eða torfærur á helztu þjóðvegum landsins. Hefur þetta komið illa við margan bílinn og bíl- stjórann. Það ætti að vera vandalaust og ekki ýkja kostnaðarsamt að setja upp varúðar- merki við helztu hvörfin og torfærurnar, sem oft sjást ckki fyrr en alveg er komið að þeim. Slíkt mundi áreiðanlega vel þegið og metið af flestum ökumönnum. Annars þegar vegir eru jafnslæm- ir og vegur yfir Mosfellsheiði til Þingvalla var um síðastliðna helgi og raunar vegurinn áfram frá Þingvöllum austur að Sogi er sérstök ástæða til að setja upp varúðarmerki strax þar sem Þingvalla- vegur beygir út af Vesturlandsvegi og þar sem haldið er út með vatninu frá Valhöll. Menn vita þá að minnsta kosti að þeir geta átt von á vondu. ★ GÓÐUR MATUR. Veitingahúsið Valhöll á Þing- völlum hefur tekið stakkaskiptum á síðastliðnum árum. Þar er viðurgjörningur allur til fyrirmyndar og snyrtiherbergin, sem lengi voru helzti löstur á staðnum eru nú umbreytt og jafnvel til fyrir- myndar. Það er ágætt' að gera sér daga- mun á sunnudegi með því að fá sér ökuferð og há- degismat í Valhöll, eða síðdegiskaffi. Aldrei hef ég þó skilið fólk, sem ekur austur að Þingvöllum til að borða hakkað buff með lauk eða svínakótel- ettur, þegar hægt er að fá nýveiddan silung, bæði steiktan og soðinn, sem er hreinasta lostæti og að sjálfsögðu sá réttur, sem þetta veitingahús yfirleitt hefur fram yfir veitingahúsin í borginni. Ristaði silungurinn, sem ég snæddi þarna um síðustu helgi var afbragð og þjónusta prýðileg. Verð er ekki til- takanlega hátt, er haft er í huga, að þessi staður byggist eingöngu á umferðinni, sem þarna er á sumrin. Þarna verður áreiðanlega gest- kvæmt ekki síður en undanfarin sumur. — Karl. Auglýsið í Alþýðublaðinu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.