Alþýðublaðið - 27.05.1967, Síða 10

Alþýðublaðið - 27.05.1967, Síða 10
EGILL BENEDIKTSSON MINNING Auglýsing um styrki úr Menningarsjóði Norðurlanda Árið 1968 hefur sjóðurinn til ráðstöfunar fjáthæð sem svarar til 38,6 milljóna íslenzkra króna. Sjóðnum er ætlað að styrkja norrænt menningarsamstarf á sviði vísinda, skóla- mála, alþýðufræðslu, bókmennta, myndlistar, tónlistar, leik- listar, kvikmynda og annarra listgreina. — Meðal þess, sem til greina kemur að sjóðurinn styrki, má nefna: 1. norræn samstarfsverkefni, sem stofnað er til í eitt skipti, svo sem sýningar, útgáfu, ráðstefn- ur og námskeið. 2. samstarf, sem efnt er til í reynsluskyni, enda sé þá reynslutíminn ákveðinn af sjóðstjórninni. 3. samnorrænan nefndastörf. 4. Upplýsingastarfsemi varðandi norræna menn- ingu og menningarsamvinnu. Styrkir úr sjóðnum eru yfirleitt ekki veittir til verkefni, er varða færri en þrjár Norðurlandaþjóðir sameiginlega. Umsóknum um styrki til einstaklinga er yfirleitt ekki unnt að sinna. Þeir, sem sækja um styrki úr sjóðnum til vísindalegra rannsókna, þurfa að hafa í huga, að styrkir eru yfirleitt því aðeins veittir til slíkra verkefna, að gert sé ráð fyrir samstarfi vísindamanna frá Norðurlöndum að lausn þeirra. Að jafnaði eru ekki veittir styrkir úr sjóðnum til að halda áfram starfi, sem þegar er hafið, sbr. þó b-lið hér að fram- an. — Sjóðurinn mun ekki, nema alveg sérstaklega standi á, veita fé til greiðslu kostnaðar við verkefni, sem þegar er lokið. Umsóknir skulu ritaðar á dönsku, norsku eða sænsku á sérstök eyðublöð, sem fást í menntamálaráðuneytum Norð- urlanda og hjá Nordisk kulturfond, Nybrogade 2, Kaup- mannahöfn. Umsóknir skulu stílaðar til sjóðstjórnarinnar og þurfa að hafa borizt skrifstofu sjóðsins eigi síðar en 1. september 1967. STJÓRN MENNINGARSJÓÐS NORÐURLANDA, 22. maí 1967. í DAG verður minnzt í Dóm- kirkjunni í Reykjavík þriggja ungra manna, er fórust með ; „Austfirðingi” flugfélagsins Flngsýnar við Vestmannaeyjar j. hinn 3. maí sl. Orð mega sín lít- ils á slíkri stund, en þó veröur ií reynt' að minnast hér lítillega :í flugstjórans, Egils Benediktsson- 1 ar, sem var mér nákominn á ■ ýmsa lund. 4 Egill Benediktsson. Egill var fæddur hinn 14. jan- úar 1936 og var því nýlega orð- inn gert. Það er ævinlega sárt, eldrar hans voru þau merkis- hjónin Benedikt Gíslasoh frá Hofteigi og Geirþrúður Bjarna- dóttir. Ungur að árum fluttist hann með foreldrum sínum til Reykjavíkur og dvaldi hér æ síð- an. Hugur hans stóð snemma til flugnáms. Er hann hafði lokið því réðst hann til flugfélagsins Flugsýnar h.f. og starfaði hjá því til dauðadags. Hinn 16. maí 1959 gekk hann að eiga frænku mína, Steinunni E. Jónsdóttur og áttu þau saman hamingjuríkt hjónaband. :• Flugmennska var Agli mjög í blóð borin. Ungur að árum lét hann heillast af töfrum hennar ? og starfaði helzt ekki við ann- i að eftir að flugnámi lauk. Flug- ; ferðir gengu honum jafnan vel, ; enda naut hann mikils trausts ? farþegum hans sem gætins, og l vestan, það ég þekki til. Voru • miklar vonir bundnar við hann b r ? sem flugmann — en her for sem ‘ oftar, að því er oft líkast sem | mönnum sé markað æviskeið og í eigi verður deiit við dómarann. f Egils verður þó alltaf minnzt af : farþegum hans sem gætins og j öruggs flugstjóra, sem stýrði : flugfari sínu af festu og öryggi. í Kynni okkar eru mér enn f minnisstæð. Þau hófust á því | heimili, sem síðar varð síðasta ( heimili þeirra hjóna, Egils og r Steinunnar E. Jónsdóttur, en þá L voru þau nýlega heitin hvort ; öðru. Egill var þá bráðungur r maður að aldri en var þá' þegar | auðsjáanlega hinn mesti atgerv- ismaður og bezti dréngur. Átti hann ekki langt að sækja slíka manngerð, því að foreldrar hans og börn þeirra öll njóta hvar- vetna mikils álits fyrir gott at- gervi til líkama og sálar. Er og skemmst frá því að segja, að fjölskylda konuefnis hans fékk þá þegar á honum hinar mestu mætur og traust og hélzt það alla tíð. Er harmur okkar því mikill við fráfall hans. Ríkastur í fari hans þótti okkur jafnan hinn trausti og sterki eðlisþátt- ur. Var hann og sjálfur þannig á sig kominn, hár og þéttvaxinn, að ósjálfrátt fékk maður á' hon- um fullt traust. Góðar gáfur, óbifandi festa, hægð og varkárni, velvilji í allra garð, þessir þóttu mér sterkustu þættirnir í allri hans gerð. Tengdafólki hans er sár harm- ur kveðinn við mjög svo ótíma- bært fráfall hans. Hans verður saknað, hins prúða og hæga manns. Við hjónin áttum margar ánægjustundir með Agli og Steinunni. Nú verða þær ekki fleiri að sinni. En eft'ir stendur minningin um þann trausta og góða dreng, sem alltaf var eins og bjarg og allir gátu treyst. Steinunn býr við sára sorg en er huggun að því, að hafa átt svo góðan og vandaðan mann. Ætíð sé hann blessaður og þau hjónin bæði. Sigurður Guðmundsson. KYNNI okkar Egils Benedikts- sonar voru ekki ýkja löng. Við kynntumst á árinu 1958, er báð- ir hugðu á flugnám erlendis. At- vikin höguðu því þannig, að þar urðum við skólabræður og svo eftir að heim kom, vorum við sambýlismenn um hríð. Egill lauk flugnámi sínu á skemmri tíma en við hinir, sem stunduðum nám með honum. Hann stundaði námið af kost- gæfni og samvizkusemi, enda hlaut hann einkunnir í samræmi við það. Þau vináttubönd, sem mynd- ast' milli ungra manna, sem eru við nám fjarri heimahögum, reynast oft haldbetri en önnur. Við félagarnir áttum margar á- nægjulegar stundir saman, og þegar litið er til baka rifjast ýmislegt upp. Þegar heim kom var ekki auð- velt um vinnu fyrir unga flug- menn. Vann Egill þá um skeið á bifreiðaverkstæði, og ég er sannfærður um, að einnig þar hefur hann unnið störf sin með þeirri samvizkusemi og ósér- hlífni, sem honum var eiginleg. Árið 1961 réðist Egill til flug- félagsins Flugsýn h.f., þar sem hann starfaði sem flugmaður og síðan sem flugstjóri til dauða- dags. Þessi ár bjuggum við um skeið í sama húsinu. Við vorum þá tíðir gestir hvor hjá öðrum og það var ævinlega upplyfting að hitta Egil og spjalla við hann um sameiginleg áhugamál. Milli fjölskyldna okkar var náinn samgangur og góð kynni. Egill Benediktsson var trygg- ur félagi og hjálpsamur. Greiða- semi var honum í blóð borin, og hann var ævinlega fyrstur manna til að bjóða hjálp eða aðstoð, ef eitthvað bjátaði á. Það var gott að lynda við Egil. Hann skipti sjaldan skapi og það var í eðli hans að hyggja vel að hlutunum, og ekkert var fjær honum en óvarkárni, eða að tefla á tvær hættur. Ég tel mig heppinn að hafa kynnzt' Agli og notið vin- áttu hans og velvilja. Forsjónin hefur nú tekið í taumana og bundið enda á kynni okkar. Við því fær eng- um gert. Það er ævinlega sárt, þegar ungir menn, fullir af fjöri og lífsþrótti, eru kallaðir héð- an, þegar þeir eru rétt að byrja lífið. Fer ekki hjá því, að á slíkum stundum vakni ýmsar spurningar og leiti á hugann. Óneitanlega finnst manni erfitt' að sætta sig við það, er vinur hverfur svo skyndilega, en við örlögin fær enginn ráðið. Árið 1959 kvæntist Egill Steinunni Elísabetu Jónsdóttur. Hygg ég að leit hafi verið að hjónum, sem voru jafn samhent og samrýmd og þau voru. Henni og öðrum ættingjum Egils votta ég innilega samúð. Baldur Oddsson. BIÓ5 Frh. af. 7. síðu. Nú er um það rætt í Banda- ríkjunum, hvort ekki yrði ó- dýrara og heppilegra að þeir sjúklingar, sem mögulegt er fái hjúkrun í heimahúsum í stað þess að vera á sjúkrahús- um. — Að lokum þetta: Læknir einn í Bandaríkjun- um hefur komið með þá kenn- ingu, að svo virðist sem fólk hafi það ómeðvitað á tilfinn- ingunni, hve langra lífdaga því er auðið. Hann fylgdist með 30 sjúklingum í heilt ár og reyndi að finna eitthvert samband á milli dánardægurs og þess, hve langt' fram í framtíðina sjúkl- ingurinn hugsaði. Hann komst að þessari niðurstöðu: Þeir, sem áttu skammt ólifað, sögðu, að þeir hugsuðu ekki lengra fram í tímann en viku eða í hæsta lagi mánuð. Hinir, sem lengur lifðu, hugsuðu að minnsta kosti 6—12 mánuði fram í tímann. Árbæajrhverfi Frh. af. 7. síðu. urinn er næsta sunnudag hér í húsinu kl. 10 fyrir hádegi. Af fjölmörgum öðrum áhuga- málum sem borgaryfirvöld vinna nú að í samráði og fyrir tilstilli Framfarafélagsins má nefna skipulagningu Seláshverf isins, óskað er eftir gangbraut, hellulagðri, meðfram Rofabæ. Verið er að vinna að lagfær ingu á símanum sem hefur ver ið afleitur hér uppfrá. Umferð- arþunga Suðurlandsvegar, sem nú heitir Rofabær, hefur verið aflétt, og er því mun minni hætta af völdum umferðar vegna barnanna. Umræður hafa farið fram milli félagsins og borgaryfir- valda um: Gatnamál, staðsetn- ingu lögreglu, sjúkra- og bruna liðs í hverfinu, ásamt slysa- vakt, þeim umræðum er ekki lokið, það er enn í athugun og undirbúningi, einnig að hætt- unni sem stafar af stíflunni ó- varðri verði bægt frá. Já, mörg eru áhugamálin í hverfinu og eru þó miklu fleiri en ég hefi upptalið, hverfinu okkar, sem í mörgu má líkja við sjálfstætt bæjarfélag ein- angrað frá borgarheildinni vegna staðsetningar sinnar. Og flestum þessum málum má fá lausn á ef lagst er á eitt og þau rædd þar sem flest sjónarmið koma fram. Sameig- inlegur vilji og félagsleg ein- ing er mikið og áhrifasterkt afl. Auglýsið í Alþýðublaðinu 10 27- maí 1967 -- ALÞÝÐUBLA0IÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.