Alþýðublaðið - 28.05.1967, Side 15

Alþýðublaðið - 28.05.1967, Side 15
Alþýðublaðið Sjómannadagur - 28. maí 1967 Á ROYNDINNI Frh. aí, 7. siöu. ég gerði. Kom hann að hálf- tíma liðnum og var mér ekið í sjukrahúsið. Yar ég settur í óvistlegan klefa, þó í megn- um hita. Svaf ég vært til næsta morguns. Gerði ég þá boð eftir yfirhjúkrunarkon- unni og bað hana um betra húsnæði, en hún sagðist ekki hafa annað í bráðina. Bað ég þá að fá samtal við yfirlækn- inn og kom hann að vörmu spori. Kvartaði ég um her- bergið og lofaði hann, að ég skyldi fá betra herbergi. Fékk ég þá ágætis stofu með rúmi, legubekk og margar bækur. Var ég svo þarna í bezta yfir- læti í sex daga, og pantaði mat eftir óskum. Annars var sóttvarnarreglunni ekki fylgt' betur en svo, að á þriðja degi fóru vinnustúlkurnar að spila við mig, þegar þær voru bún- ar að verkum sínum og skildi ég við þetta ágæta fólk þar á sjúkrahúsinu með virktum. Fór ég nú með mótorbát til Vaag. Lá „Uoyndin” úti á' firðinum og fór ég beint um borð. Var skipið þá nýkomið frá Englandi og var þar í sótt- kví. Var nú farið að útbúa skipið til íslandsferðar. En alltaf skyldi einn halda vakt og gæta þess að enginn kæmi úr landi og hefði samband við skipið. Enginn var þó veikur um borð. Vakti ég strax fyrstu nóttina, og þegar leið fram yfir miðnætti fóru landsmenn að koma á kænum um borð. En ég bannaði þeim að koma upp í skipið. Vissi ég, að ann- ar kyndarinn átti talsvert af rommi og var hann að afgreiða það í flöskum yfir stjórnborðs lunningu. Annar vélstjórinn afgreiddi á hinnl síðunni og kölluðum við því jafnan stjórnborðssíðu „rommsíðu” og bakborðssíðu „gin síðu.” Ég lét svo skipstjóra vita um þessa vínsölu þarna yfir borð- stokkinn og kom hann upp og rak alla burtu og bar þá ekki á frekari vínverzlun um nótt- ina, en sams konar verzlun var rekin á hverri nóttu í fimm daga meðan við lágum í sótt- kvínni. Alltaf var rommið rétt út yfir stjórnborðsmegin en ginið út bakborðsmegin. Þegar sóttkvíin var úti voru tekin kol og salt og farið til íslands. Var afli góður undir jöklinum og vorum við fljót- ir að fá í dallinn. Þegar út kom til Vaag, skyldi nú mæla allan mannskapinn. Gekk það greiðlega, og englnn var með hitavott. En þegar læknir fór að taka saman mæla sína, vantaði einn og fannst hann eigi, hvernig sem leitað var. Fórum við þá aðra ferð til íslands og fengum aftur fullt skip fljótlega undir jöklinum, og enn var farið til Færeyja. Kom sami læknir um borð og skyldi allir mælast. Allir reyndust hitalausir. En þegar sú athöfn var búin, var nú ein- um mæli fleira, en læknirinn kom með. Var ýmsum getum að því leitt, hvar hann hefði »5 geymst' í átján daga. Að þessu var hent hið mesta gaman. Enn var farið til íslands og afli góður. Lögðum við mest af aflanum upp í Vaag. Héld- um við út á saltfiskveiðum fram að Jónsmessu og skiluð- um skipinu síðan til heima- hafnar. Þegar afskráð var af skip- inu í Vaag, héldum við að við komust með skipi, sem þá var á leið til íslands, en það varð fljótt ljóst, að einhverjir erfiðleikar voru á því að fá uppgert. Biðum við nokkra daga í Vaag og misstum af ís- landsferð í það skiptið. Lei<> uðum við mjög eftir að ná tali af aðaleigendum og forstjóra skipsins, en vegna þess að þeir voru bundnir mjög við Bakkus konung, var það eigi mögu- legt. Þegar við höfðum ráfað um í Vaag í nokkra daga, sáum við, að svo búið mátti ekki standa lengur, og ákváðum, eitt kvöldið, að gera innrás á höfuðpaurana daginn eftir. Fórum við svo allir fjórir sam- an íslendingarnir fyrir hádegi þar sem við fréttum að tveir menn voru staddir, sem við kæmumst með skipi, sem þá töldum okkur eiga erindi við. Komum við þar heim og börð- um dyra, kom kvinna fram og sagði þá eigi vera þar, er við leituðum. Fór þá stýrimað- ur inn í forstofu og sagðist vilja athuga þetta betur. Barði hann þar á' stofuhurð, en ekk- ert svar. Hins vegar heyrðum við þrusk þar inni. Opnaði þá stýrimaður dyrnar, og voru þá báðir útgerðarmennirnir þar inni. Heyrðum við, að annar sagði, að gefa skyldi stýri- manninum á kjaftinn. Ekki lík- aði okkur það, og tróðumst inn í stofuna. Sagði skipstjóri að við gætum ekki unað þessu lengur og yrðum að fá upp- gert strax. Lækkaði þá rost- inn í þeim, sem stóryrðin hafði í frammi haft. Lofuðu þeir að mæta á skrifstofu útgerðar- innar strax eftir hádegið. Var við það staðið, er við komum á tilsettum tíma. Fékk skip- stjóri ávísun í Thorshavn fyrir sem næst allri innelgninni okkar fimm. Fengum aðeins peninga fyrir farinu til Thors- havn, en þar ætluðum við að ná í skip daginn eftir, sem fara átti til íslands. Kvöddum við nú kappa þessa og fórum um kvöldið norður til Thorshavn. Komum við þar að morgni. Fórum við í Sjómannaheimilið og feng- um þar bezta beina. Þegar bankinn í Thorshavn var opnaður fór skipstjóri þang- að með ávísunina. Var honum tjáð að ekki væri hægt að greiða ávísunina að sinni. Var nú skotið á fundi og rætt hvað gera skyldi. Vorum við staur- blankir og þekktum þarna enga. Var þá strax ákveðið, að við fjórir skyldum fara með skipi til Reykjavíkur, sem fór þetta kvöld, en skipstjóri skyldi verða eftir til að gera ráðstafanir vegna hinnar und- arlegu ávísunar. En þá vantaði „Klinkið.J En lánið var með okkur mitt í óláninu. Gamall maður íslenzkur dvaldi þarna á Sjómannaheimilinu, var hann fulltrúi fyrir skozkt firma. Þegar hann heyrði sögu okkar, bauð hann okkur peninga til að komast heim, sem við þáð- um. Reyndist' hann því mik- ill velgerðarmaður okkar. Fórum við svo fjórir heim tll íslands, en skipstjóri var eftir og skyldi hann greiða fram úr fjármálunum. Þegar til Reykjavíkur kom fór ég á skrifstofu Guðmundar Kristj- ánssonar skipamiðlara, sem var umboðsmaður útgerðarfélags „Royndin” á íslandi. Greiddi hann mér að fullu kaup mitt. En mig minnir, að Pétur heit- inn fengi loks greidda ávísim- ina að einhverju leyti eða öllu leyti, og hinum gamla góða manni, sem lánaði okkur far- areyri heim, var greidd skuld- in. Þar með lauk veru okkar á færeyska togaranum „Roynd- in” eftir tveggja vertíða veru. Heyrði ég seinna, að félag þetta hefði liðast í sundur og skipið selt úr landi, og eins og fyrr segir, keypt hingað til íslands. Næsta vetur var Pétur heit- „Max Pemberton” og var ég eina vert'íð á því skipi. Var inn Maack orðinn skipstjóri á það síðasta vera mín á togara. Var skipshöfnin á Max — ef til vill að undanteknum und- irrituðum — einvalalið og all- ir hinir beztu félagar. Mér féll yfirleitt mjög vel við Færeyingana á „Royndin.” Þeir voru dugnaðarsjómenn og góðir félagar. En betur kunni ég við mig í lúkarnum á’ „Max” en á „Royndin”. Á ég margar skemmtilegar endurminningar frá veru minni, bæði á þess- um tveimur togurum og fleir- um, sem ég stundaði sjó- mennsku á. Þó að stundum væri erfitt og vond veður, þá man ég miklu betur hinar björtu hliðar frá veru minni á' þessum skipum. með Guðjóni Jónssyni í Sand- Höfðahúsi í Vestmannaeyjum Sjóslys Mun það hafa verið vertiðina 1898. Guðleifur var mikið til sjós felli, hinum einhenta, mikla sæ- garpi og aflamanni, föður Þor- valds Guðjónssonar, kunns út- gerðarmanns og skipstjóra, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Guðjón í Sandfelli kvað svo að orði, að Guðleifur væri afbragð annarra manna á allan hátt, og Ihafði hann aldrei kynnzt öðrum slíkum á' lífsleiðinni. Var Guð- jón þó ekki alltaf myr.kur í máli um mannkosti. Árið 1909 tók Guðleifur við formennsku á vélbátnum, ,Lunda“ VE 141, sem var rúm- lega 7 smálestir að stærð. Varð hann snemma farsæll og feng- sæll formaður og sjósóknari með fremstu formönnum í Eyjum. Jafnframt var hann formaður á Austfjörðum á vélbátnum „Her- kules“ fyrir Sigfús Sveinsson á Norðfirði, en „Herkules" var einn af fyrstu vélbátum á Aust- urlandi. Svipuð ummæli hafði Sigfús Sveinsson um Guðleif, sem Guðjón í Sandfelli hafði sagt. Síðar var Guðleifur for- maður á vélbátnum „Víkingi", fyrir Brynjólf Sígurðsson á' Seyð isfirði og var hann þá jafnan aflahæstur þar, og mikils met- inn formaður. Þótt Guðleifur færi snemma úr átthögum sínum undir Eyja- fjöllum, hélt hann alltaf tryggð við þau og var jafnan þar viðloð andi fram á síðustu ár. Hann átti þar t.d. hina ágætustu hesta, sem hann unni mjög. Var hann hesta- og vatnamaður mikill og góður. Hann var með hærri mönn um á' vöxt, þrekinn, dökkur yf- irlitum, svipmikill og virðuleg- ur maður. Hann var hraustmenni mikið að burðum og fastur fyrir, þegar því var að skipta. Mætti með sanni segja um hann: j „Sérhver hreyfing sýndi fjör, svipur reifur , lundin ör, örvum dreifðu augun snör . . . ( Fullur kæti, fær í margt, frískur ætíð, tefldi djarft, Iét oft mæta hörðu hart, henti þræta gaf sig vart.“ Guðleifur var viðlesinn mjög og greindur vel, hagmæltur og bráðskemmtilegur í vinahópi, hnittinn og gamansamur í til- svörum og léttur f lund. Hann var ókvæntur og barn- laus, en bjó með móður sinni í síðasta árið, sem hann lifði.. Hann átti þrjá bræður, sem allir dvöldu undir Eyjafjöllum: Sig- urjón, sem lézt á unga aldri í Yzta-Skála, Kort í Fit og Guðr mund á' Seljalandi, en þeir stund uðu báðir sjósókn frá' Vestr mannaeyjum á vetrarvertíðum. Þeir sem fórust með „íslend- ingi,” auk Guðleifs formanns, voru þessir: Ólafur Jónsson í Landamótum í Eyjum. Hann var fæddur að Eyjarhólum í Mýrdal, en fluttist til Vestmannaeyja ár- ið 1908. Var hann fyrst véla- maður á vélbátnum „Heklu“ með Friðriki bróður sínum og síðan vélamaður á „íslendingi” til dauðadags. Ólafur var mjög vand aður maður, eins og hann átti kyn til, vinmargur og mjög vel látinn. Kona hans var Geirlaug Sigurðardóttir og áttu þau tvö börn, Sigríði, sem búsett er í Reykjavík og Guðjón, sem býr í Eyjum og er einn af aflasæl- ustu formönnum þar og hefir verið um langt árabil. Einnig fórst með „íslendingi" Símon Guðmundsson friá Kvía- bóli í Mýrdal. Kom hann fyrst til Vestmannaeyja árið 1912 og var þá beitumaður á vélbátnum „íslandi", en sá bátur fórst í apvíl það ár. Dvaldi Símon síðan í Eyjarhólum þar til hann fórst, með „íslendingi". Símon var harðfrískur dugnaðarmaður og sjómaður góður. Bróðir hans er Guðjón bóndi að Prestshúsum í Mýrdal. Sá fjórði er fórst með bátnum, var Eyjólfur Sigurðs- son, frá Rauðsbakka undir Eyja fjöllum. Hann kom fyrst til Vesfc mannaeyja árið 1910 og stund- aði sjómennsku á ýmsum bátum þar. Lengst af var hann með Guð leifi Elíssyni, bæði í Eyjum og hraustmenni mikið_ og afburða á Austfjörðum. Eyjólfur var sjómaður. Hann var ókvæntur og bamlaus. Slys þetta var þeim mun hörmulegra, þar sem „ísiending ur“ 'hafði farið f tvísýnu veðri, til hjálpar öðrum bát, sem var í nauðum staddur. En sjómenn hugsa aldrei til hættunnar þeg- ar um er að ræða, að koma starfsbræðrum sínum til hjálp- ar.Það em óskráð lög sjómanns ins, að láta ekkert aftra sér frá því að veita aðstoð sína, á neyð arstund. Sendum öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra okkar beztu kveðjur og heillaóskir í tilefni af sjómannadeginum. Seyðisfjarðar

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.