Alþýðublaðið - 06.06.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.06.1967, Blaðsíða 5
VILDIHELZT FÁ AD VERA IFRIDIMEÐ SKEPNURNAR Vandi sem ekki verður leysfur með iarðýtum einum saman Gunnar Júlíusson bóndi á Laugabóli við Þvottalaugablett liefur alla ævi fengizt við búskap innan bæjarmarka Reykja- víkur. Áður en langt um líður heyrir sú atvinnugrein sögunni til. Hér fer á eftir stutt viðtal við einn síðasta fjárbóndann í höfuðborg íslands. ÞEIM fækkar ó'ðum, sem fást við búskap innan borgarmark- anna, enda hafa yfirvöld höfuð- borgarinnar þegar lagt bann við hvers kyns húsdýrahaldi í Reykjavík. Engu að síður sitja nokkrir fjárbændur við sinn keip, þrauka á meðan fært er. Við hittum einn þessara öldruðu bænda að máli fyrir skömmu. Sá heitir Guiinar Júlíusson, og býr hann á Laugabóli við Þvottalauga- blett, rétt austan við gömlu þvottalaugarnar. ív ' ~ Gunnar var að sinna búverk- um ásamt ungum pilti, þegar okkur bar að garði. Hann gaf ■sér samt tíma til að rabba við okkur og sýndi okkur um leið landareignina. •— Upphaflega voru þetta um 9 hektarar og náðu frá Laugardals höllinni að Laugarásvegi og frá Múlavegi að skuröinum hérna vestan húsanna. Fósturfaðir minn keypti landið af Óskari Halldórssyni, garðyrkjumanni, árið 1916 fyrir 2.500 krónur, sem var mikill peningur þá fyrir erfðafestuland. — Já, núna eru þeir að kippa undan mér fótunum. Hingað komu um daginn lög- regluþj’ónar í umboði borgaryfir- valda og rifu upp girðinguna. En ekki var þar við látið sitja. Tún- ið skal eyðilagt hvað sem raul- ar og tautar, því undanfarna daga hefur það verið skorið þvers og kruss og þökurnar fluttar hingað og þangað út í bæ. Ég bannaði manni þeim sem stóð fyr- ir verkinu að eyðileggja fyrir mér túnið, en hann sagSist vera sendur frá Hafliða garðyrkju- stjóra ■ og gera allt sem. Haf- liði segði honum. — Bætur? — Nei, ég hef engar bætur fengið og yfirleitt hef ég ekki verið Virtur viðlits. Þarna uppi við Laugarásveginn hafa nú þeg- ar verið byggð þrjú glæsileg ein- býlisliús. á landi mínu, með stór- um lóðum. Jú, þeir buðu með 800 krónur fyrir lóðina. Þá eru í byggingu fjögur eða fimm hús í viðbót. Og þeir sem þar eru að hreiðra um sig eru ekkert að velta vöngum yfir smámunum. Þeir rífa upp girðinguna og ryðjá heilum haugum af mold og grjóti út á túnið. Og þar er sama sag- an. Mótmæli mín eru ekki einu sinni talin svaraverð. — Jú, skepnunum fækkar óð- um; ég á núna 13 kindur, 4 kýr, 2 kvígur, eitt naut' á' öðru ári, nú og svo kálf síðan í apríl sl. Þá er ég einnig með nokkur hænsni. — Heilsan er nokkuð góð. — Ánnars fékk ég einhverja eitr- un í mig fyrir skömmu, og hef j því orðið að vera undir læknis- hendi af og til. — Hér hef ég 'varið allri ævi minni, bg hér vildi ég helzt fá að vera í friði með skepnurnar mínar. Og með það kveðjum við Gunnar á Laugabóli, en hann og snáðinn hverfa inn í húsið, sem væntanlega mun innan skamms hverfa af sjónarsviðinu. En á rústum þess mun rísa nýtízku steinhús með fallegum garði og áður en langt um líður verður Framhald á bls. 10. Aððlfundur taflfélagsins Á AÐALFUNDI ‘Taflfélags Reykjavíkur 30. mai s.l. kom fram, að nettó eign félagsins hafði meira en þrefaldazt á liðnu starfsári og nálgast nú að vera Vz millj. krónur. Félagið náði og þeim athyglis- verða áfanga á árinu, að festa kaup ó húsnæði að Grensásvegi STÆRSTA MÁLID STÆRSTA MÁL kosning- anna á sunnudaginn kemur veldur engum deilum, en þó markast úrslit þess vafalaust, þegar taliö verður upp úr at- kvæðakössunum, og þá einkum í höfuðborginni. Þeíta er hug- myndin um fyrirliugaðan lífeyr- issjóð allra landsmanna. Al- þýðuflokkurinn hefur kvatt því máli hljóðs, og undirbúningur þess er vcl á veg kominn. Nii er svo kjósendanna að fylgja því eftir við kjörborðið. Afstaða jafnaöarmanna til tryggingamálanna hefur sigrað hér á landi. Þó hefur fenginn árangur hingað til verið samn- ingsatriði af hálfu Alþýðu- flokksins við samstarfsaðila i ríkisstjóm hverju sinni, en stjórnarandstaðan barizt á móti. Þetta er góðu heilli breytt. Stærsta málið sætir ekki deil- um. Það nýtur fylgis almenn- ingsálitsins í landinu. Málefnalega stór. legum tímamótum. Hvernig má það vera? Alþýðuflokkurinn er miklu stærri en ætla mætti af at- kvæðamagni hans og þing- mannatöhi. Málefni gera hann stóran. Ekkert sannar þá full- yrðingu betur en hugmyndin um lífeyrissjóð allra lands- manna. Ber langt af. Fátt sýnir betur, að dbyrgð Alþýðuflokksins leiðir til ár- angurs. Minnsti flokkur lands- ins áorkar þvi, sem veldur sögtt- Engum dettur annað í hug en máli þessu sé tryggður framgangur. Samt veldur miklu, hver á heldur. Alþýðu- flokkurinn hefur haft forustu um heillaþróunina í trygginga- múlunum. Þess vegna er honum bezt trúandi til þess að láta drauminn um lífeyrissjóð allra landsmanna rætast eins og bezt verður á kosið. Margt er athyglisvert um stefnumál annarra flokka, en þetta ber tvímælalaust langt af. Vist er ástæða að fagna því, að slík mál kosti ekki deilur og baráttu, en reynslan hefur sýnt, að' frumkvæði Alþýðuflokksins i tryggingamálunum er nauð- synlegt til mikils og góðs ár- angurs, og svo mun enn verða. 46, sem mun í framtíðinni verða miðstöð skáklífs hér í höfuðborg inni. Við verðlaunaafhendingu fyr- ir unni afrek í kappteflum á vegum félagsins á liðnu starfsári kom m.a. í ljós sú eftirtektar- verða staðreynd, að Haukur Ang antýsson veitti móttöku ferns konar verðlaunum. Hann vann bikarkeppni T.R. og er nú hand- hafi veglegs farandbikars. Hann varð annar í röðinni í meistara- flokki á skákþingi Reykjavíkur og hlaut þar með 2. verðlaun mótsins. Haukur hreppti titilinn ,,hraðskákmeistari Reykjavikur 1967“ og vann þar með verð- launabikar til eignar, og að síð- ustu móttók hann svokallaðan Heklubikar, sem hann hlaut sem. fyrirliði í hraðskákkeppni. Stjórnarkjör fór þannig, að Hólmsteinn Steingrímsson var einróma endurkjörinn sem for- maður, Gunnar Gunnarsson var kjörinn ritari, Hermann Ragn- arsson gjaldkeri, Tryggvi Arason og Gylgi Magnússon umsjónar- menn eigna, Jóhann Sigurjpns- son mótskrárritari og Bragi Kristjánsson meðstjórnandi. Lesið Alþýðublaðið 6. júní 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.