Alþýðublaðið - 14.06.1967, Page 3

Alþýðublaðið - 14.06.1967, Page 3
^v%^w%^wwwVwwvi Nýir þingmenn hafa orðið: | Af þingmönnum Alþýðuflokksins, sem taka munu sæti á Alþingi í haust, eru tveir sem ekki hafa átt þar sæti áður. þeir Bragi Sigurjónsson úr Norð urlandskjördæmi eystra og Jón Ármann Héðinsson úr Reykjaneskjördæmi. Við höfum snúið okkur til þeirra og beðið þá að segja nokkur orð urn kosn- ingaúrslitin í kjördæmum þeirra. Bragi Sigurjónsson: Ég tel Alþýðuflokkinn hafa komið mjög vel út úr kosningunum, og það ánægjulegasta er, að fylgisaukningin er greinilega fyrst og fremst komin frá unga fólkinu, nýju kjósendunum. Al- þýðuflokkurinn einn bætti verulega við fylgi sitt á Norðurlandi eystra og nemur aukningin frá síðustu kosningum um 34% og mun það vera einsdæmi í sögu flokksins. Ég vil nota tækifærið til að færa öllum stuðn ingsmönnum okkar þakkir, en þeir unnu mjög vel í þessum kosningum. Jón Ármann Héðinsson: Þétta er í fyrsta sinn, sem ég er beinn þátt- takandi í kosningum til alþingis og það var því mjög ánægjulegt að finna þann mikla á- huga, sem rikti hjá stuðningsmönnum Alþýðu- flokksins í kjördæminu. Samstarf var mjög gott og það er fyrir mikinn áhuga fjölda fólks, að sá árangur náðist sem raun varð á. Hvernig var staðið að undirbúningi kosning- anna? Við héldum trúnaðarmannafundi í öllum fé- lagsdeildum flokksins í kjördæminu svo og al- menna þingmálafundi í Kópavogi, Hafnarfirði og Keflavík, sem allir tókust mjög vel. Hvað viltu segja um niðurstöður kosning- anna í þínu kjördæmi? Við fengum hlutfallslega aðeins minna at- kvæðamagn núna miðað við kosningarnar 1963, en þegar haft er 1 huga framboð óháðra, sem eflaust hefur tekið frá okkur talsvert atkvæða magn, getum við verið ánægðir með útkom- una. Þess skal getið, að framsóknarmenn höfðu í frammi óhemju áróður í kjördæminu. Síð- ari hluta laugardags sendu þeir frá sér blað, þar sem þýðingarmikil hagsmunamál voru rang túlkuð til að blekkja kjósendur, sér í hag. Hvert er álit þitt á hlut unga fólksins í vel- gengni flokksins? Það er sérstök ánægja til að fagna aukinni þátttöku þess, og ég er viss um að ungt fólk á mikinn hlut í þeirri aukningu, sem Alþýðu- flokkurinn fékk við þessar kosningar og færi ég því sérstakar þakkir fyrir og hlakka til sam starfs við það á komandi kjörtímabili. Eitthvað að lokum, Jón? Ég vil færa öllum, sem unnu að kosningun- um þakkir fyrir ötult og óeigingjarnt starf og vona að áfram verði haldið á sömu braut til eflingar Alþýðuflokknum. Sovét vill fund í Allsher jarþi nginu N. Y. 13. júní (NTB-Reuter) SOVÉTSTJÓRNIN fer fram á, að Allsherjarþing- Sameinuðu þjóðanna verði kallað saman til fundar til þess að ræöa ástandið Mexíkani í Mokka Á KOSNINGADAGINN opnaði ungur mexíkanskur málari sýn- ingu á verkum sínum á kaffihús- inu Mokka á Skólavörðustíg. Mál arinn heitir Maciel, fæddist lár- ið 1939 nálægt borginni Acapulco í Mexíkó. Hann hefur stundað nám í málaralist í Mexíkóborg undanfarin ár, en er nú á leið til meginlands Evrópu, þar sem hann ætlar að kynna sér málaralist og freista gæfunnar. Á sýningunni eru bæði teikn- ingar og málverk. Meðal annars Framhald á bls. 14. í löndunum fyrir botni Miðjarð- arhafs. Sovétstjórnin fór fram á þetta skömmu eftir að ákveðið hafði verið að kalla Öryggisráðið saman til aukafundar í kvöld, að beiöni Sovétríkjanna til þess að ræða sama mál. Fulltrúi Sovétríkjanna hjá Sam einuðu þjóðunum, Nikolaj Feder- enko, átti tal við U Thant í dag bg fékk honum þá í hendur beiðni Sovétstjórnarinnar um aukafund Allsherjarþingsins. U Than’t, að- alritari Sameinuðu þjóðanna, sendi skeyti til stjóma allra að- ildarríkjanna og bað um svar þegar í stað, en ef meiri hluti, það er að segja a. m. k. 62 lönd æskja eftir fundi Allsherjarráðs- ins, er unnt að boða til hans með mjög stuttum fyrh*vara. í gærkvöldi var frestað fundi, sem halda látti í Öryggisráðinu, einnig að beiðni Sovétfulltrúans, og var þá búizt við því, að hinir langþreyttu meðlimir ráðsins fengju frí fram á miðvikudag til þess að átta sig á málunum og ræða við stjórnir landa sinna. Að því er sagði í N. Y. í dag, er vitað, að Arabaríkin, sem biðu ósigur í stríðinu við ísrael, reyna allt hvað þau geta til að bera stjórnmálalegan sigur úr býtum við samningaborðið. Búizt er við löngum fundum í Öryggisráðinu. Arabalöndin munu leggja allt kapp á að fá ísraelsmenn til að j hörfa aftur inn fyrir fyrri landa- mæri og láta af hendi þau lands- svæði, sem þeir ihafa nú náð á vald sitt með vopnum. ísraels- menn munu aftur lá móti krefjast þess, að Arabalöndin viðurkenni ísrael sem sjálfstætt ríki, að ör- yggi landsins og sjálfstæði verði tryggt, að Arabar láti af vopnuð- um hótunum og að ísraelsmönn- um séu tryggðar frjálsar sigling- ar um Tíranasund. Þar til þessum kröfum er full- nægt, er búizt við, að ísraelsmenn neiti að láta af hendi þau land- svæði, sem þeir nú ráða. Hópur 38 Bandaríkjamanna, sem störfuðu liér á landi á stríðs- árunura, er nú í heimsókn til að rifja upp gamlar endurminningar og vitja staða, sem þeir dvöldust á, er þeir gegndu herþjónustu á íslandi. Þetta fólk, bæði konur og karlar, nýtur fyrirgreiðslu lir. Daves Zinkoffs og mun halda til á Hóteli Loftleiða í Reykjavík. en fara í feröalög til Vestmannaeyja, Þingvalla og Akureyrar þær tvær vikur, sem það dvelst hér. Boumedienne íór erinda Arabaríkja MOSKVA, 13. júní - (Ntb-Reuter) Forsætisráðherra Alsír, Houari Boumedienne, hefur verið í Moskvu til viðræðna við Sov- étleiðtoga um ástandið i Austur- löndum nær. Hann hélt heimleið is í dag, — en að því er sagði í stuttri opinberri tilkynningu, sem gefin var út í dag, — fjölluðu samtölin um þróun mála í lönd unum fyrir botni Miðjarðarhafs, vegna árásarstríðs ísraels. Við- ræðurnar voru mjög vinsamlegar að því er sagt er. Egypzka blaðið A1 Ahram sagði í dag, að Boumedienne hefði far ið erinda Arabaríkjanna til Moskvu, og að hann hefði haft samráð við Nasser áður en hann fór. Það var mikið um diplómata- bíla við utanríkisráðuneyti Moskvu í dag, — en þar var ambassadörum margra landa til- kynnt um þá ætlun Sovétstjóm- arinnar að beiðast þess, að Alls- heijarþingið yrði kallað saman til aukafundar. Þótt ekkert væri á það minnzt opinberlega, er vitað, að Sovétstjórnin býst við, að geta fengið meiri hluta fulltrúa á Alls herjarþinginu til þess að lýsa ís- rael árásaraðila og fordæma það. j Ambassador Bretlands og Banda ríkjanna voru ekki til kvaddir. Að því er góðar heimildir í Moskvu sögðu í dag, lofuðu sov ézku leiðtogarnir Boumedienne að gera allt, sem í þeirra valdi stæði, til þess að knýja ísrael til þess að hörfa aftur frá þeim ara bisku landssvæðum, sem ísraels- menn liafa náð á sitt vild, og tal ið er fullvíst, að Boumedienne hafi beðið Sovétmenn að hjálpa Arabalöndunum við að endurreisa sipraða herafla. BÍLAMÁLUN - RÉTTINGAR BREMSUVEDGERÐIR O. FL. BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ VESTURÁS HF. Súðavogi 30 — Sintl 35749. SMURSTÖÐIN Sætúni 4— Sími 16-2-27 BDUnn er smurSnr' fljólt ttg teU Bíjjum allaf tcgunfllr al1 AnntoUtf 14. júní 1967 - ALÞÝBUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.