Alþýðublaðið - 14.06.1967, Page 4

Alþýðublaðið - 14.06.1967, Page 4
QMMD Bltstjórl: Benedikt Grðndal. Símar 14900—14903. — Auglýsingaslml: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hveríisgötu, Bvik. — FrentsmiSja AlþýSubla'ðsins. Simi 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — i lausa- sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandl: Alþýðuflokkurinn. Farsælt starf ALÞÝÐUFLOKKUKINN vann á sunnudag einn mesta kosningasigur sinn. Má segja, að flokkurinn hafi fengið fylgisaukningu um land allt, en þó mesta í Reykjavík. Þar varð Alþýðuflokkurinn annar stærsti flokkurinn eftir úrslit kosninganna og stendur nú höjíði hærri en Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag og Hannibalistar. Undanfarin ár hefur Alþýðuflokkurinn staðið að rík iss.tjórn með Sjálfstæðisflokknum og hefur ýmsum þótt það óeðlileg stefna af sósíaldemákratiskum flokki. Hins vegar hefur Alþýðuflokkurinn metið sam- starfið eftir þeim málefnum, sem hann hefur getað komið fram, og hefur starfað af ábyrgð til að ná ár— angri. Það hefur tekizt. Alþýðuflokkurinn hefur ekki aðeins verið ábyrgur flokkur, heldur haldið áfram að vera frjór hugsjóna- flokkur og leggja til vaxtarbrodd umbótanna á ís- landi. Kjósendur vita, að kommúnistar hrópa venju lega hærra, yfirbjóða og þykjast vera róttækari en Alþýðuflokksmenn. En þeir ná ekki árangri á sama hátt og jafnaðarmenn. í þrjá áratugi hefur mikið verið talað um að sam- eina vinstriöflin á íslandi. Héðinn Valdimarsson reyndi einnig — og mistókst ekki síður. Nú getur reynslan talað. Alþýðuflokksmenn hafa reynzt hafa rétt fyrir sér í öllum megin deilumálum þeirra við •kommúnista. Það hefur reynzt farsælast að halla sér að Alþýðuflokknum og efla hann- Þar er hugsjón, þar er ábyrgðin, þar næst árangurinn- Það er gömul venja að tala mikið um hægri eða vinstri í stjórnmálum. Þessi orð liafa að vísu litla sem enga þýðingu lengur, og unga kynslóðin virðist ekki leggja mikið upp úr þeim. Hins vegar má meta áhugamál eins flokks og þann árangur, sem flokkur- inn nær í baráttu sinni. Stefna Alþýðuflokksins er ljós, svo og leið hans til að koma málum sínum fram. Kjósendur hafa veitt hvorutveggja mikla viðurkenn ingu .og styrkt áhrif flokksins. Starf Alþýðuflokksins hefur orðið íslenzku þjóðinni til mikillsr b\?ssunar á liðnum árum. Með kosningaúr slitunum á sunnudag hefur þjóðin lagt grundvöll »að því, að Alþýðuflokkurinn hafi áfram áhrif á stjóm landsins og komi hugmyndum sínum enn frekar í framkvæmd. Lltvarp og sjónvarp KOSNINGARNAR á sunnudag voru fyrstu sjón- varpskesningar á íslandi. Verður ekki dregið í efa, að sjónvarpið er sterkasti fjölmiðill, sem hér er til, og að það muni í framtíðinni verða notað í miklu ríkari mseli en nú- Ekki verður annað'sagt en bæði hljóðvarp og sjón- varp hafi staðið sig með miklum ágætum eftir að kosn ingunum lauk. Ríkisútvarpið hefur aldrei starfað með slíkum ágætum sem um þessa helgi. 4 14. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Síldaraflinn 9565 lestir BLABINU hefur borizt yfirlit frá Fiskifélaffi íslands um síldveiöar noröan lands og austan tíl 10. júní. Sumarsíldveiðarnar hófust mun síðar á þessu ári heldur en í fyrra. \ Ástæðurnar til þessa má telja hið lága verð, sem er á bræðslu- síldarafurðum á heimsmarkaðn- um, síldin er rýr að gæðum í maímánuði og því ekki eftirsótt til vinnslu og þar að auki var ekki tekin ákvörðun um bræðslu- síldarverðið fyrr en þann 31. maí. Knnfremur er síldin óvenju langt frá landi, þannig að 35—40 íklst. sigling er á miðin. Fyrsta skipið, er hélt til veiða var Reykjaborg RE 25, sem fór af stað þann 19. maí. Fékk skip- ið fyrst afla viku síðar um 150 sjómílur NA af Færeyjum, sigldi með aflann til Færeyja og land- aði þar. í fyrra veiddist fyrsta síldin þann 12. maí. Fyrsta skip- ið, sem kom með síld (hingað til lands var Harpa RE 342 og kom hún til Seyðisfjarðar iþann 3. júní. Segja má, að veiðarnar bafi gengið iheldur treglega hjá þeim rúmlega 50 skipum, sem komin eru á miðin. S. I. laugardagskvöld var vitað um 35 skip, sem ein- hvern afla höfðu fengið. Síldin hefur verið á hraðri leið norður á bóginn og er mjög stygg, stend- ur yfirleitt djúpt og næst helzt til hennar um miðnættið. Heildarmagn komið á land frá vertíðarbyrjun nemur 9.565 lest- Framhald á 14. síðu. HÚSNÆÐISMALASTOFNUN ríkisins mmrsm Umsóknir um kaup á íbúðum, sem byggðar eru 'af Framkvæmdanefnd byggingaráætlun- ar í Breiðholti í Reykjavík, verða að hafa bor- izt Húlsnæðismálastofnun ríkisins fyrir kl. 17 n.k. fimmtudag 15. júní. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS LAUGAVEGI77, SlA/ll 22453 Nýlega var dregið í Happdrætti Alþýðu- flokksins i Vesturlandskjördæmi Ferð fyrir tvo til Mallorka kom á miða no: 742 og ferð fyrir einn til Vestur-Evrópu með skipi kom á miða no: 402. Upplýsingar um vinningana gefa Baldur Ol- afsson í síma 1831 eða Sveinn Kr. Guðmunds son í síma 2230 á Akranesi. krossgötum ★ ÓSÆMILEG FRAMKOMA. Talsvert er um það, að bílstjórar aki á skepnur úti á þjóðvegimum, kindur, kýr eða hross, svo að af hljótast meiðsl og limlestingar. Ekki er þó alltaf aðgæzluleysi eða óvarkárni bif- reiðastjóranna um að kenna, þegar slys af þessu tagi eiga sér stað, stundum er ekki unnt að koma í veg fyrir slík óhöpp, þótt varlega sé farið. Hitt er Iakara til afspurnar, að sumir ökumenn láta undir höfuð leggjast að gera nokkrum viðvart um slysið, en aka þess í stað áfram eins og ekkert hafi í skorizt og skilja við skepnuna meira eða minna limlesta og ósjálfbjarga á veginum, ef þeir þá fleygja henni ekki út í skurð. Því síður hafa þeir fyrir að leita uppi eigandann, til að bæta hon- um tjónið. Svona framkoma er auðvitað ósæmi- leg og óverjandi, enda lætur enginn sómakær bíl- stjóri slíkt henda sig. Nauðsynlegt er að hafa hendur í hári þessara ökuníðinga og láta þá svara til saka. Engum má haldast uppi að sýna þvílíka grimmd og miskunnarleysi, ökumanninum ber að sjálfsögðu að ger'a þegár í stað ráðstafanir til þess að skepn- an sé aflífuð, ef um alvarlega limlestingu er að ræða, og náttúrlega er honum skylt að bæta eigandanum skaðann. \ ★ SVARTIR SAUÐIR. En fyrst á annað borð er farið að minnast á bifreiðastjóra, sem skjóta sér undan að borga skaða, sem þeir valda, er ekki úr vegi að minna á brot af öðru tagi, sem bílstjórar gera sig stundum seka um og er hvimleitt í mesta máta. En það eru ákeyrslur á bíla í kyrrstöðu. Æði margir hafa einhvern tíma orðið fyrir því, að ekið hefur verið utan í bifreiðar þeirra, þar sem þær hafa staðið á götunni og beyglað bretti eða valdið öðrum skemmdum á þeim, en síðan hefur bílstjór- inn e.kið á brott hið skjótasta án þess að biðjast afsökunar aukin heldur meir. Þetta lýsir heldur lélegu innræti að ekki sé meira sagt. Sem betur fer eru flestir íslenzkir bifreiðastjórar mestu sóma- menn og mega ekki vamm sitt vita. Hins vegar eru alltaf nokkrir svartir sauðir innan stéttarinnar, eins og gengur, sem þurfa dálítið siðferðilegt að- liald og kristilega ráðningu, ef vel á að vera. Þess vegna er nauðsynlegt að vekja athygli á þessum leiðindagemlingum, sem allir heiðarlegir bifreiða- stjórar líða önn fyrir. — S t e i n n.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.