Alþýðublaðið - 14.06.1967, Side 5
JÓHANN KRISTÓFER
Homain Rolland:
JÓHANN KRISTÓFER IX-X
Sigfús Daðason íslenzkaði
Heimskringla, Reykjavík 1967.
432 bls.
Skyldu menn ennþá endast til að
lesa um Jóhann Kristófer?
Skyldi óskadraumur Romain Roll-
ands um evrópskan anda, evr-
ópskt sarnfélag ofar þjóðum og
landamærum enn eiga hljómgrunn,
eða er liann kannski að rætast
raunverulegri mynd með Efna-
hagsbandalaginu? Megnar saga
hans enn í dag að hugtaka les-
endur sem saga einvörðungu?
Ekki skal ég leggja dóm á' þetta,
en mér er í minni hve hugfang-
inn ég var á unglinggárum af
upphafsþáttum Jóhanns Kristó-
fers í þýðingu Þórarins Björns-
sonar. Nógu hugfanginn til að
útvega mér afganginn á dönsku
þegar þýðingunni sleppti og lesa
söguna til enda í lotunni. En
hitt’ verð ég að já'ta, að undan-
farna daga hefur mér reynzt
harla torvelt að hafa mig gegnum
lokabindi Jóhanns Kristófers í
íslenzku þýðingunni, níunda og
tíunda þátt sögunnar sem nefn-
ast Logandi runnur og Hinn nýi
dagur (hvers vegna ekki Nýr dag-
ur?) í þýðingu Sigfúsar Daða-
sonar. Með þessu bindi, hinu
fimmta í útgáfunni, er þýðing
Jóhanns Kristófers loks til lykta
leidd nær tuttugu árum eftir að
hún hófst og hefur enzt' stórum
lengur en frumútgáfa sögunnar
-1903-12.
Romain Rolland var skilgetinn
sonur 19du aldar, fæddur 1866.
Hann tilheyrði þeirri „veröld sem
var” sem Stefan Zweig hefur lýst
með eftirminnilegum hætti í ævi-
sögu sinni; Rolland er raunar
einn af hetjum þeirrar bókar, ná‘-
inn vinur Zweigs um langt skeið,
og Zweig hefur einnig ritað sér-
staka ævisögu hans. Á stríðsár-
unum fyrri sat Rolland í Sviss,
eins konar páfi friðarsinna um
víða veröld, einn þeirra örfáu
manna sem vogaði sér að taka af-
stöðu gegn stríðinu frá fyrsta
fari; en síðar meir hneigðist
hann til æ meiri róttækni í þjóð-
félagsmálum og mun meira að
segja hafa orðið flokksbundinn
kommúnisti, „prógressívur mað-
ur og gúmanisti” eins og fleiri
sem töldu skylt að skipa sér
undir merki með verkalýðnum;
öllum er nú kunnug vonsvik og
blekking margra úr þessum hópi
þegar upp komst um Stalín karl-
inn. Svo langt lifði Rolland ekki
þótt hann jrrði aldraður maður;
hann lézt 1944 þegar sá fram úr
baráttunni gegn nazismanum sem
myrkvaði síðustu æviár hans.
Aldrei virtist evrópsk sameining
fjær en þá — eða öllu heldur:
hún varð um sinn veruleiki í
hinni afskræmislegustu mynd
með blóðveldi Hitlers.
Eins og höfundurinn sjálfur er
Jóhann Kristófer sprottinn af bók-
menntalegri hefð 19du aldar,
roman fleuve, langdregin,
rúmgóð og víðtæk aldarfarslýs-
ing sem tekur við af skáldsagna-
list franski-a og rússneskra
meistara 19du aldar, að líkindum
með Balzac og Zola sem sínar
fremstu fyrirmyndir. Aldarfars-
lýsingin er ákaflega fyrirferðar-
mikil og rúmfrek í Jóhanni
Kristófer og öldin er dæmd í
ljósi rómantískrar hughyggju
höfundarins; það er metnaður
skáldsagna af þessu tagi að rúma
„alla veröldina” innan einna
spjalda. Rolland persónugerir
hugsjón 19. aldar um rithöfund-
inn sem ,andlegt stórveldi’, færan
að hefja sig yfir og leggja dóm á
lítilmótlegt' stríð og stref sam-
tímans; og Jóhann Kristófer
sjálfur, snilldarandi og breiskur
maður, er mannshugsjón höfund-
arins, hetjumynd mótuð af al-
þjóðahyggju hans og húmanisma,
nánar tiltekið viðleitni að sætta
franskan „anda” og þýzkan. Nú
á dögum kann hvort tveggja að
virðast harla fjarlægt, ef ekki
öldungis úrelt, aldarfarslýsingin
í Jóhanni Kristófer og sú hug-
sjón hins andlega ofurmennis
sem hún lýsir; fjarskalegur há-
tíðleiki frásagnarinnar fellir ó-
neitanlega fölskva á alvöru
hennar, einlægni, hugsjónatrúna
sem hún lýsir. Lesandi kemst
ekki hjá þeirri ályktun að til að
geta lýst öllum þessum „þroska”,
„snilld,” „anda” og hvað það nú
heitir þurfi höfundurinn að ætla
sjálfum sér æði-mikinn þroska
líka; og á slíkum höfundum hafa
seinni menn óhjákvæmilega æði-
mikla vantrú. En þessi hugsjón
höfundarins sjálfs er óhjákvæmi-
lega innifalin í verki Rollands,
anda þess og allri aðferð; hún er
ein arfleifð hans frá öldinni sem
leið. Rolland vildi vera einhvers
konar samvizka aldarinnar og
tókst það minnsta kosti að ein-
hverju leyti; Jóhanni Kristófer,
sem er höfuðrit hans, var tekið
með kostum og kynjum þegar
hann kom út og höfundurinn
sæmdur nóbelslaunum skömmu
síðar. Manni hlýtur að finnast til
! um lýsingu Zweigs á Rolland á'
styrjaldarárunum þegar hann
tekst á hendur nánast einn síns
liðs að tala máli mannúðar, skyn-
semi, friðar í stríðstrylltum
| heimi. En hið broslega er sjald-
• an víðs fjarri liinu hátíðlega, og
j upphafin alvara þessara öndvegis
1 höfundar er ef til vill það sem
fjarlægir verk þeirra nútímanum
meira en nokkuð annað og gerir
veröld þeirra sem var torvelda
inngöngu; lesanda veitist nú á
dögum engan veginn auðvelt að
taka Jóhann Kristófer jafnhá-
tíðlega og höfundurinn ætlast til.
í níunda og tíunda þætti sög-
unnar sem nú birtast á íslenzku
segir frá efri árum og andláti
Framhald á bls. 10.
HVERING LITUR JÖRÐIN
Ln SÉÐ ÚR GEIMNUM?
ER nokkuð sem bendir til
þess að lif sé á jörðinni? Ef
geimfari frá öðrum hnetti
væri spurður þessarar spurn-
ingar, ætti hann í erfiðleikum
með að svara, nema hann hefði
ljósmyndaútbúnað, sem mjög
tæki fram þeim, sem er í Lun-
ar Orbiter.
Lunar Orbiter átti fyrst og
fremst að taka myndir af yfir-
borði tunglsins og senda mynd
Birnar til jarðar, til þess að vís-
indamennirnir í NASA gætu
áttað sig á, hvar bezt væri að
lenda Appollotunglflauginni.
Auk þess átti að taka myndir
af jörðinni til þess að auðvelda
geimförunum að gera sér grein
fyrir, hvað sæist á myndum,
sem teknar eru úr geimflaug-
af öðrum reikistjörnum í sól-
kerfi voru. Þetta er einkan-
lega gert til að vita, hvaða
áhrif sólarljósið hefur á gufu-
hvolfið. Með því að bera sam-
an myndir af Marz og jörðinni
ætla menn að fáist vitneskja
um þéttleika gufuhvolfsins um
hverfis Marz. Menn vita nefni
lega fátt um það með vissu.
Því miður urðu menn fyrir
vonbrigðum með myndimar,
sem Lunar Orbiter tók af yfir-
borði tunglsins. Þær komu að
litlu gagni til að finna nothæf
an lendingarstað fyrir Appollo
flaugina. Ekki er þar með
sagt, að myndimar hafi ekki
komið að neinu gagni. Lunar
Orbiter naut betri stjómar frá
jörðu en nokkurt annað ómann
að geimskip og sendi ófáar ó-
metanlegar upplýsingar.
Búast menn við að með
þessum upplýsingum fáist fjöl
margar fróðlegar staðreyndir
um tunglið. Eitt er talið full-
víst, að máninn er ekki alveg
hnöttóttur heldur örlítið peru-
laga.
Hæituminni
röntgen
geislar
Nýtt röntgenmyndatæki fyr-
ir tannlækna hefur verið fund
ið upp. Tækið veldur minni
geislaverkun en eldri gerðir
og úr þvi koma mun skýrari
myndir. Uppfinningamaðurinn
heitir Albert G. Richards, próf.
við Tannlæknahiáskólann í Mic
higan. Hann hefur breytt hlut-
íóllunum í röntgentæki tann-
lækna á þann veg, að sjúkling
urinn verður fyrir mun minni
geislun en áður hefur verið.
Hinn geislavirki hluti vélarinn
ar er nú um 7 cm lengra frá
sjúklingnum en vanalega. Yís
indamenn hafa lengi vitað, að
því lengri sem fjarlægðin er
milli vélarinnar og sjúklings-
ins þeim mun betri og skýrari
myndir fást. Þetta hefur Ric-
hards tekizt, og jafnframt hef
ur geislaverkunarhættan
minnkað fyrir bæði sjúkling
og tannlækni.
Þráður úr
gleri
Ný gerð af trefjagleri,
„glastran”, er eins sterkt og
stál. Þráður úr þessu nýja efni
er jafn að styrkleika og jafn-
gildur stálvír, en hefur þar að
auki þann kost að vega aðeins
L4 af þunga stáls.
General Motors Corp. hefur
staðið fyrir tilraunum við fram
leiðslu iþessa efnis fyrst og
fremst með tilliti til bygginga
á opnu hafi svo sem palla fyr-
ir olíuborun á hafsbotni og
rannsóknarstöðvar. Ennfremur
er búizt við, að það verði mik-
ið notað í stög, stór loftnet,
og festingar í loftbelgi svo og
við sjómennsku almennt. Ný-
lega var „glastran” notað í
stög í loftnetstum strand-
gæzlunnar bandarísku og hef-
ur reynzt með ágætum.
Lítil vél,
stórt hlutverk
Hún gæti verið líkan af
þrýstiloftshreyfli í leikfanga-
flugvél hvað stærðinni viðvík-
ur.
En hún getur knúið 500 kg.
geimskip hring eftir hring um
hverfis jörðina. Hreyfillinn,
sem er aðeins 28 cm langur, er
smíðaður af geimferðastofnun
Avco fyrir NASA. Hann notar
aðeins watt til að fram-
leiða þessa ofurkrafta.
Tvö þrýstitæki úr ryðfríu
stáli eru á geimfarinu til þes|
að halda því á réttum kili i
geimnum. Orkan fæst úr sólar
ljósinu og er hægt að stjórna
farinu með þessum tækjum^
sem eru hvort um sig, 1,8 cm
langt. i
Hinir hreyfanlegu hlutar vél
arinnar eru mjög smáir, lilífin m
yfir þeim er ekki nema 25 fer- m
centimetrar. Orkugjafinn ei* ®
ammoníak og getur vélin auð-
veldlega starfað í kulda og
þyngdarleysi geimsins. Véliri
tekur eldsneytisbirgðir, sem
endast í 3 ár, miðað við stöð-
uga notkun.
Vatnsbuna
sem sker
Kraftmikil vatnsbuna getur
skorið sundur þumlungsþykka
músteypu eða 55 lög af nylon-
baðmullarefni án þess að
missa afl.
Þessi nýja aðferð er fólgin
í því að vatnsbuna, sem er að-
eins 5/1000 úr þuml. er knúin
áfram með þreföldum hraða-
hljóðsins eða um 1000 m á sek.
Vélin vinnur með þrýstingi
allt að 3500 kg. á fercentimetr-
ann og. vatnsmagnið, . sem
streymir í gegnum liana nemur
um 160 1. á klst.
Próf. Norman C. Franz, seiri
er einn af smiðum þessarar-
vélar við Michiganháskóia,
heldur því fram, að hægt sé að
búa til helmingi öflugri vél,
sem sker um 50 cm múrsteypu,
Þessi . vatnsskurður hefur
marga kosti fram yfir aðrad
aðferðir til að skera eða saga
sundur hluti. Hann er mjög
fljótvirkur og nýting efnisins
er mjög góð, tækið er lipurt og
endingargott. Ef timbur er safj
að með venjulegri sög er sagar
farið minnst 4-5 mm, en með1
nýju aðferðinni aðeins brot
úr mm.
14. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5