Alþýðublaðið - 14.06.1967, Page 7

Alþýðublaðið - 14.06.1967, Page 7
Nú eru tómatar að byrja að koma á markaðinn hér, að vísu eru þeir fhálfgrænir, en samt bragðgóðir og alveg ferskir. Tó- matar eru sérlega lystugir og má borða þá með ýmsum mat og þeir eru mjög gott álegg ofan á brauð. Fylltir tómatar. 8 meðalstórir tómatar, 2 harðsoðin egg, 2 tsk. saxaður laukur, 60 g. rifinn ostur, krydd eftir smekk. Skerið efst af tómötunum og takið innan úr þeim. Hrærið það vel í sundur og bætið saman við söxuðum eggjunum, laúkn- um, ostinum og kryddinu. Fyllið síðan tómatana með þessu og berið þá fram á salatblöðum eða bakið í 10 mín í heitum ofni. Berið fram með fylltu tómötun- um soðið grænmeti og mayon- naise. Fleskomeletta með tómötum. Steikið 3-4 flesksneiðar (skorn ar í bita), takið þær síðan af pönnunni og haldið þeim heit um meðan omelettan er búin ttil. Hrærið saman 4 egg og 4 matskeiðar af mjólk, einnig salt og pipar. Gerið eina stóra eða tvær minni omelettur og skiptið í fjóra hluta. Setjið fleskið í miðjuna og lokið omelettunni. Borið fram með steiktum tóm- ötum. Makkarónur með osti og tóm- ötum. Sjóðið 120 g. af makkarónum í söltuðu vatni. Látið síðan vatn ið renna vel af þeim og hellið sósunni yfir, sem gerð er úr 30 gr. smjörlíki, 30 gr. hveiti, rúml. pela af mjólk og jafnmikið af vatninu af makkarónunum, salt og pipar, Vi tsk. sinrtep, 120 g. ostur (geymið 30 g til að sáldra yfir). Hitað í ofni í ca. 20 mín. Með þessu eru bomir bakaðir tómatar. Kjúklingasalat. 3A pvrnd soðnir kjúklingar, 1 salathöfuð, 3 matskeiðar mayoinnaise, 1. lítil dós af grænum baunum, 3 matsk. rjómi, 4 flesksneiðar. 1 rauður piparávöxtur. Skerið kjúklingakjötið frá beinunum í ræmur. Þvoið salat- blöðin og komið þeim fyrir í skál. Blandið kjötinu saman við mayonnaisið, baunimar, rjóm- ann og saltið eftir smekk. Setjið salatið síðan ofan á salatblöð- in í skálinni og skerið flesksneið arnar í litla bita, einnig pipar- ávöxtinn og setjið ofan á. Grænmetissalat með pylsum. Vi hvítkálshöfuð, 2 rauð epli, sítrónusafi, 2 gulrætur, i grænn piparávöxtur, 1. lítil dós af grænum baunum, rúml. peli af mayoinnaise, krydd eftir smekk, 30 g. saxaðar hnetur, 1 pund pylsur. 1 Takið í burtu yztu blöðin af kálinu. Skerið það til helminga og takið stofninn í burtu. Saxið blöðin fínt og setjið í sköl með ísköldu vatni í 30 mín. Þurrkið það síðan vel. Skerið eplin í fjórðunga, takið burtu steinana og skerið þau síðan smatt og setjið yfir þau sítrónusafa. Skaf ið gulræturnar og rífið þáer nið- ur. Skerið piparinn til helminga og takið í burtu steinana, saxið síðan ávöxtinn. Setjið síðan hvít kálið, (vel þurrt), eplin, gulræt- urnar og piparinn í skál. Hrærið rifna lauknum saman við mayo- innaisið, hellið yfir grænmetið og hrærið vel saman. Kryddað eftir smekk. Söxuðum hnetum er svo stráð yfir og soðnar pyls- urnar settar ofan á. Fylltir tómatar. 14. júní 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ f

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.