Alþýðublaðið - 14.06.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 14.06.1967, Blaðsíða 16
Tölur og talnaleikfimi NÚ ER kosningáhríðinni slotað og dagarnir aftur farnir að fá á sig eðlilegan blæ. Borðarnir og spjöldin og öll skilríkin hafa ver- ið tekin niður aftur, meira að segja líka stóru fallegu glans- myndirnar af framsóknarmönnun- um, sem voru negldar upp á hús- vegg suður í Garðahreppi. Fólk verður því að fara að leita að ann ars konar listaverkum til þess að gleðja augun með, en auðvitað er allt, þetta kosningaskraut hengt upp til þess að gefa fólkinu tæki- færi til að auðga anda sinn á fag urri myndlist — eða dettur nokkr um annað í hug? — Það er að minnsta kosti jfyrir því göm|ul reynzla, að öll þessi umsvif hafa sáralítil áhrif á úrslit mála; þeir eru naumast margir, sem láta fanga sig með áletruðum skraut- foorða eða gífurstórum Stalín- myndum, enda virðist það hafa komið berlega fram í þessum kosningum, þar sem nærri því má segja, að árangurinn hafi ptaðið í öruggu thlutfall!) við metratölu uppnegldra borða. Annars hafa blöðin meðhöndl- að kosningaúrslitin á dálítið ó- venjulegan hátt að þessu sinni. Hér skal ekki sagt hvort það er framför eða afturför, en Það und arlega hefur gerzt, að m'álgögn flokkanna eru nú engan veginn sammála um að þeirra menn hafi unnið frækilegan sigur. Blöðin viðurkenna jafnvel að þeirra flokltar hafi tapað, þegar þeir hafa tapað og hefði það einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. Að visu örlar dálítið á því í svart leturspistli Tímans, Staksteinum eða livað hann heitir, að gerð er tilraun til að 'uppbyrja svolitla talnaleikfimi, enda hefur það blað og skriffinnar þess óvenju- lega hæfileika til þess að reikna í prósentum, þannig, að útkoman sé ævinlega þeim sjálfum í hag. Prósentureikningur er nefni- lega svo hreint ágætur með það, að hann er einkar sannfærandi og fræðilegur á ytra borðinu, en hins vegar geta tölur hans verið mjög .breytilegar eftir því hvað er mið að við. Þess vegna er alltaf hægt að fá háa prósentutölu þegar það á við og lága þar sem það á við, ’ef bara samanburðargrundvöllur- inn er rétt valinn. Og auk þess er ekki endilega nauðsynlegt að hafa neinn samanburðargrundvöll, því að það nennir hvort eð er eng- inn að fara yfir dæmið og athuga, hvort það sé rétt. Það er gengið út frá því að útkoman hljóti að vera rétt, fyrst 'hún stendur á prenti. Tölur hafa mikinn sjarma, en öruggasta ráðið í umgengni við þær, mun þó vera að treysta þeim varlega. Sérstaklega á þetta við um prósentutölur, en atkvæðatöl- ur geta svo verið tvíeggjaðar líka, svo að ekki sé minnzt á buxna- tölurnar, sem geta hrokkið af þeg ar verst gegnir. Þar er merkur, mætur, lieill, svalt og bjart, þegar Gutt- ormur var til moldar borinn. Tímiun. Tilkynning frá Nýju mjólkurþjónustunni Við aðstoðum okkar fóllc, hvern íbúa ness og fjarðar, og dreifing og miðlun á mjólk er mál, sem alla varðar. í einu orði sagt þarf hér uppbyggingu frá grunni, en mikil er okkar magt í Mjólkurþjónustunni. Við leggjum leiðslu í hvert hús og látum mjólkina buna og fyllum könnu og krús í kappi við fjölskylduna. Ef anginn æpir á mjólk, þá auðvitað fær ’ann hana, og uppgefið erfiðisfólk þarf aðeins að skrúfa frá krana. í.i . IK' f i.r i irn — Viltu hætta að tala um mig sem „núverandi konuna þína“... — Ég kom til að segja þér, að þessi hundur þinn... Fífí, hættu þessum fleðulátum. Mér fannst það skrýtið, sem Tíminn hafði í gær eftir Ey- steini, að það hefði munað mjóu í kosningunum. Mér skilst að það hafi munað Helga Bergs og ég hef aldrei fyrr heyrt sagt að hann væri neitt tiltakanlega mjór. Ef þessi þjóðhátíðarnefnd ætlar að leggja þjóðhátíðina niður, væri þá ekki besrt a* byrja á því að leggja nefnd- ina niður sjálfa? Ég hef hlustað á svo mikið af tölum að undanförnu, að ég er alveg orðin uppgefln eg ég hef þó liingað t41 þótt vera tölug.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.