Alþýðublaðið - 25.06.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 25.06.1967, Blaðsíða 9
Sunnntfags AlþýðublaðiS 25. Júnf 1966 9 Eftir Magiiils F. Jónsson Veturinn 1909-10 var höfundur vinnumaöur hjá séra Eyj- ólfi Kolbeins á Melstaö í Miöfiröi. Hann var þar í miklum metum og kallaði prestur hann ævinlega „þjón“ sinn. í þessari frásögn segir höfundur frá ferðalagi, er hann fór eitt sinn með presti, en hann segir, að séra Eyjólfur standi sér enn mjög lifandi fyrir hugskotssjónum, enda sé hann eftirminnilegasti maðurinn, er hann hafi kynnzt á langri lífsleið. upp úr vasa sínum og skar á reipabrögðin, svo ég fékk tvo enda — og var þá auðgjört að leysa upp alla bindinguna. Þeg- ar ég hafði hlaðið sátunum á siaSann á ný, sagði prestur mér, hvernig ég skyldi haga binding- unni. Um að gera að hafa hana einfalda og óbrotna, því enginn heggur Gordionshnútinn nema einu sinni. Nokkuð af þremur reipum gengu af, sem ekki sýnd- ist' ástæða tii að nota. Órækur vottur um heimsku mína. Ég skyldi taka í lurginn á Jóhanni við tækifæri. Nú vissi ég, að það var bara háð og spott, allt hólið, sem hann hafði sett á mig fyrir bindinguna á ækinu. Ég bar þó engan kala til hans. En það var sjálfsagt að ná hefndum fyrir allar mótgerðir. Eftir þetta gekk ferðin vel út í • kauptúnið. Þegar þangað kom, fór ég með heyækið á’ skipaafgreiðsluna hjá Riisverzl- un. Prestur. fylgdist með mér þangað, en fór þó ekki af hest- baki. Svo teymdi ég Jarp gamla, þangað sem Guðrún Ólafsdótt- ir vert1 bjó. Hún hafði stórt hesthús og tók ferðamanna- hesta í geymslu og umsjá. Guð- rún stóð úti fyrir dyrum; hún hafði víst séð til okkar. Hún var ævinlega árvökul að hæna gesti að húsi sínu, því hún stóð í harðri samkeppni við aðra veit- ingakonu á staðnum, sem Anna liét og var hinn mesti dugnaðar- hamur. Prestur heilsaði Guð- rúnu mjög virðulega og þéraði hana. Hann sagði að það gleddi sig að sjá hana hrausta og glaða; hún væri skjöldur og skjól Hún- vetninga, þegar þeir væru í kaupstaðarferðum. Svo benti hann á hestana: Við þurfum að fá hús fyrir gripina og svo þörfn- umst við góðrar kaffihressingar, því báðir höfum við unnið af- reksverk í dag. Þjónn minn, — hann benti á mig, — hnýtti ó- leysanlegan Gordionshnút, áður en við fórum á stað heimanað, en ég hjó á hann eins og sá mikli konungur Alexander gerði forð- um. Kannski maður leggi eitt- hvað undir sig af heiminum fyrr en varir. Guðrún studdi höndum á mjaðmir sér. Fingur hennar stuttir, holdugir og ekki tandur- hreinir, breiddu sig út á svuntu- bleðilinn, eins og mörg tilvitn- unarmerki, sem gáfu til kynna, að hún ætti húsum að ráða og væri tilbúin að veita ferðamönn- um nauðsynlega þjónustu. Ég veit ekkert hvað Gordions hnútur er, svaraði Guðrún, en ég held að það sé hægt að leysa flestan vanda með útsjón og þolinmæði. Svo bað hún prest að ganga í veitingastofuna. Guðrún Ólafsdóttir var rosk- in kona. Hún hafði Verið gift Kristjáni ívarssyni, sem var gott alþýðuskáld og kvað betri vísur en aðrir Húnvetningar. Séra Sigurður Norland kann mikið af kveðskap hans; hann er fáum mönnum líkur að því, að hann man allt, sem hann hefur heyrt og tekið eftir. Kristján var eng- inn búhöldur eða framkvæmda- maður, svo Guðrún hafði mest- an fordrátt um afkomuna, en þau áttu nokkur börn, en stopula staðfestu. Guðrún var stórgreind og dugnaður hennar og útsjón var óbilandi. Ekki skorti hana lieldur áræði. Þegar verzlun hófst' á Hvammstanga um aldamótin 1900, fluttist hún þangað, þá var Kristjá’n maður hennar lát- inn og börn þeirra uppkomin. Guðrún byggði þar torfbæ með kjallara undir, hann gróf hún sjálf og vann að veggjahleðsl- unni, eins og karlmaður, því ekki skorti hana vilja eða hagleik. Er bærinn var fullgerður, hóf hún greiðasölu og farnaðist vel. Það orð hafði áður farið af Guðrúnu, að hún væri viðsjál og ófyrirleitin í skiptum, ef í hart dró, Hún átti systur, gifta og •búsetta austanmegin Hrútafjarð- ar. Þær höfðu, er -faðir þeirra féll frá, tekið lítinn arf eftir hann. Guðrún taldi sig afskipta af erfðinni og munaði þó litlu. Eitt sinn fór Guðrún að heim- sækja systur sína. Hún var hjá henni eina nótt. Daginn eftir var hún hin rólegasta og lét í veðri vaka, að hún yrði tvær nætur að sinni. Þegar komið var að kveldi, sýndi hún á sér ferða- snið, kvaddi fólk í skyndi og hélt af stað heimleiðis. Systir henn- ar vildi láta vinnumann sinn fylgja henni á leið, því brúna myrkur var á. Guðrún afþakk- aði fylgdina og hvarf úr bæn- um. Hún gekk til fjóss, leysti þar út snemmbæra kvígu og leiddi með sér austur fyrir Mið- fjörð um nóttina þangað sem hún átti heima. Þannig jafnaði hún áhalla í arfaskiptum í eitt skipti fyrir öll. Þegar Guðrún byrjaði á greiðasölunni á Hvammstanga, voru fyrstu peningar sem lagðir voru í lófa hennar eins og af himnum sendir. Hún hafði varla á ævi sinni séð hið töfrandi silfurgjald, sem var sá Sesam, er opnaði leiksvið, sem hent- aði hinni tápmiklu og viljasterku konu. Fyrstu misserin keypti hún énga aðstoð við gistihúsrekstur- inn. Hún vann nótt með degi; Bjó til allan mat, hreinsaði hús, þvoði stórþvotta, háfði kaffi í suðumarki alla daga og heyjaði á engjateigum að sumrinu, þeg- ar lítið var um gesti. Kom sér upp stóru hesthúsi með lítilli hjálp og hirtl í því gestahesta að vetrinum. Hún var rausnar- leg í öllum útlátum og tók vel á . móti gestum og þó bezt, er þeir komu hraktir að húsum hennar og þurftu mestrar að- hlynningar við. Hún gerði sér ekki mannamun, en lét sama yf- ir alla ganga. Allir guldu henni greiða með reiðufé. Ekki safn- aði hún silfri í sjóvettlinga eða eltiskinnskjóður, en notaði alla afgangsaura í viðbygging- ar og endurbætur á húsum sín- um, því stórframkvæmdir voru henni nær skapi en peninga- nurl. Þó bændum og búaliðum úr miðsveitum Húnavatnssýslu þætti mikið hagræði að hinu nýja kauptúni á Hvammstanga og flyttu þangað viðskipti frá Blönduósi og Borðeyri eftir því, sem hentaði, þótti mörgum, eink- um hinum eldri mönnum nokkuð á skorta reisn hins nýja staðar, að þar var ekki leyfð vínsala hvorki í verzlunum eða vertshúsi. Hrökt- um lestamönnum þótti mikið Framhald á bls. 10. VEITINGAHÚS - GISTISTAÐIR - SÖLUSKÁLAR Þörf ferðamanna á snyrtingu er mikil, þar af leiðandj er oftast snyrting það fyrsta sem þeir leila uppi þegar þeir heimsækja yður. Það er ofviða hverjum stað, að allt ferða- fólk getj fengið þurrt og hreint -handklæði. Leysið því vand ann með STEINER pappírsþurrkuskápunum, sem skammta eina pappírsþurrku 1 einu. Með því móti fær hver sína hreinu og þurru handþurrku. MUNIÐ AÐ FERÐAMAÐURINN BER STAÐ YÐAR VITNISBURÐ ~ Eigum ávallt nægar birgðir af handþurrku- skápum og pappír. 'v Pappírsvörur h.f. ’SKÚLAGÖTU 32. — SÍMI 21530. Opinber stofnun vill ráða kvenfólk og karlmenn til fulltrúa- starfa. Tilboð sendist lafgreiðslu blaðsins merkt „full- trúastarf“ fyrir 27. júní 1967. Verkakvennafélagið Framsókn Félagsfundur þriðjudagskvöldið 27. júní kl. 8,30 í Alþýðuhúsinu. FUNDAREFNl: 1. Félagsmál. 2. Rætt um sumarferðalagið. Mætið vel og stundvíslega. STJÓRNIN. Áskriftasíminn er 14901

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.