Alþýðublaðið - 06.07.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 06.07.1967, Blaðsíða 8
Sven Öste, fréttaritari sænska stórblaðsins Dagens Nyheter, skrifaði þessa grein nýlega í blað sitt. Sven Öste er fréttaritari Dagens Nyheter í Suð-Austur-Asíu með fast aðsetur í Hong Kong. Að undanförnu hefur hann ver- ið á ferð um Norður-Viet-nam, — en áður hef- ur hann margsinnis verið í Suður-Viet-nam. Hann var fréttaritari blaðsins í Washington, áður en hann fór til Hong Kong. Hann er gjörkunnugur málum í Suð-Austur-Asíu og hefur m.a. skrifað bækur um styrjöldina í Viet-nam, sem vakið hafa mikla athygli. ER allt undir eftirliti, er hlustað á ailt, sem sagt er, er ekki ritskoðun? Er gesturinn alltaf undir smásjá, alltaf teymd- ur? Fær hann aðeins að sjá það, sem Norður-Vietnammenn vilja að hann sjái? Ég verð oft spurður þessara spurninga, — það er áreiðan- legt. Þær eru að vissu leyti eðlilegar. Norður-Vietnam er ekki aðeins kommúnistískt land, sem í margra augum er sama og fullkomið lögregluríki, — held- ur einnig land í stríði. En, þegar um er að ræða Norður-Vietnam verða spurning- ar sem þessar óraunsæiar. Ég finn ekki til ncinnar tor- tryggni í kringum mig, — þótt gestgjafinn, sem er nánast ut- anríkisráðuneytið í Hanoi, viti fullvel, að gesturinn er af ann- arri pólitískri skoðun. Ég leit- aðist ekki heldur við að leyna því, að ég hef margoft verið í Suður-Vietnam og búið þrjú ár i Bandaríkjunum, en árangur þessara upplýsinga varð ekki nein eftirtektarverð tortryggni, aðeins áhugi og fjörugar samræður. Freklegar spurningar, sem komu upp um tortryggni m í n a virtust ekki hafa áhrif á fram- komu þeirra fremur en gagn- Eyðil engr rýni gestsins og reiðiköst, sem oft voru barnsleg og fljótfærn- isleg, vegna stirðbusalegrar skriffinnsku. Þeir tóku því öllu höfðinglega eins og eðlilegra við- ræðna „milii vina.” ★ RITSKOÐUN. 1 Kannski sýndi framkvæmd henn- ar bezt framkomu gestgjafanna. Samkvæmt lögum, sem allir blaðamenn verða að lúta, af hvaða þjóð eða stjórnmálaskoð- un, sem þeir eru, á utanríkis- ráðuneytið »ð fá afskrift af öll- um blaðaskeytum, sem send eru frá Hanoi. En mér var sagt, að ég skyldi annað hvort' skrifa á ensku með kalkipappír eða skriía á sænsku og þýða það síð- an sjáifur yfir á ensku. Þeir ypptu bara öxlum, þeg- ar þeim var á það bent, að þetta veitti mér ótakmarkaða mögu- leika til svindls og svika, gerði ritskoðunina einskis virði. Þetta er sjálfsagt góð sálarfræði: auð- vitað voru þær þýðingar, sem þeir fengu 100% réttar og aldr- ei var minnzt á greinarnar, eng- inn kvartaði eða reyndi að hafa áhrif á mig, jafnvel þótt þeir hafi haft gildar ástæður til þess að vera ekki alveg ánægðir. Myndirnar voru lika skoðað- ar: Filmurnar voru framkailað- ar og rannsakaðar í utanríkis- ráðuneytinu. En sjaldan var tek- ið til skæranna, og þegar það var gert, var það ekki alveg út í bláinn. Ég var látinn afhenda no.kkrar myndir af lestum og brúm, með tilvísun til settra á- kvæða, um leið og þeir viður- kenndu, að Ameríkanarnir hefðu líklega ennþá betri myndir ein- mitt af brúnum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.