Alþýðublaðið - 06.07.1967, Blaðsíða 7
I
Gestur Guðfinnsson;
UNDIR BERU LOFTI
SNÆFELLSJ ÖKULL er að
flestra dómi tilkomumikið
fjall og hefur sjálfsagt alltaf
þótt það. Ekki get ég þó varizt
þeirri hugsun, að viðhorf út-
róðtoruanna í verstöð\4mum|
undir Jökli fyrr á tímum hafi
verið dálítið önnur í þessum
efnum heldur en bæði mín og
annarra, sem heiðrum Jökul-
inn með nærveru okkar á
hvítasunnunni ár hvert eða
öðrum tyllidögum og lofum
hann hátt og í hljóði.
Allt fi’am um síðustu alda-
mót fóru Breiðfirðingar, innan
úr eyjum og víðar, til róðra
út undir Jökul og sóttu sjó úr
verstöðvunum þar, einkum úr
Dritvík og frá Hellissandi. Frá
þeim tímum er þessi ágæta
vísa:
ílengjast ég ætla mér
undir Snæfellsjökli,
kuldalegur karlinn er,
klæddur snjóahökli.
Okkur, sem nú erum þarna
á flandri, er óneitanlega tam-
ara að nota önnur lýsingarorð
um Jökulinn en að hann sé
kuldalegur, þótt víst eigi það
við á' stundum. Svo hefur sjálf-
sagt verið, þegar Ingjaldur
bóndi á Ingjaldshóli reri til
fiskjar forðum daga. Þá „drö
upp flóka á Ennisfjalli og gekk
skjótt yfir. Þar næst kom
vindr ok fjúk með frosti.“ Og
gerði veður svo sterkt og
myrkt, að eigi sá stafna milli.
Þann dag var komið upp á
skjá heima á Ingjaldshóli og
kveðið þetta með dimmri raust:
)
Út' reri einn á báti
Ingjaldr í skinnfeldi.
Týndi átján önglum
Ingjaldr í skinnfeldi
ok fertugu færi
Ingjaldr í skinnfeldi.
Aftr komi aldri síðan
Ingjaldr í skinnfeldi.
Annars láta flestir Jökulsins
að litlu getið á seinni öldum í
skrifum sínum. Sá kunni for-
maður og sjósóknari, Snæbjörn
í Hergilsey, sem reri vertíð
eftir vertíð frá Hellissandi og
hafði hann daglega fyrir aug-
unum á sjó og landi, nefnir
hann varla á nafn í ævisögu
sinni, en talar hiris vegar um
..blessaðan sjóinn”, sem var
honum þó ekkí alltaf sérlega
dæll.
Þuríður Jónsdóttir, vinnu-
kona séra Eggerts á Ballará,
reri niargar vertíðir í Dritvík,
þar sem Jökullinn blasir við í
allri sinni dýrð. Þess er þó
ekki getið, að hún minntist
hans að neinu, aftur á móti er
í frásögur fært, að hún talaði
um „indælið að róa í Vík” og
//
KULDALEGUR KARLINN ER
//
raulaði jafnan þessa vísu fyrir
munni sér:
í Vík að róa víst er mak.
Vík er nóg af dyggðum rik.
í Vík á drottinn vænt stak.
Vík er Paradísu lík.
í
Þetta má teljast djai-flega
kveðið um þann stað á jarð-
kringlunni, þar sem synd-
samlegast líferni kvað hafa
verið iðkað fyrr og siðar að
Sódómu og Gómorru ekki und-
anskilinni, enda eyddi drott-
inn byggðina, ekki aðeins i
Dritvík, heldur á allri strand-
lengjunni frá Malarrifi út á
Öndvei’ðárnestá, svo að þar
sést ekki einu sinni saltstólpi
í kvenmannsmynd, aukin held-
Ég á' orðið nokkuð márgar
ferðir á Snæfellsjökul og aliar
góðar, enda er fjölbreytilegt
landslag á Nesinu og margt að
sjá og skoða. Því til viðbótar
hafði mig lengi langað til að
virða hann fyrir mér úr lofti,
en aldrei átt þess kost. Fyrir
tilviljun barst tækifærið upp
í hendur mér. Það var hérna
á árunum, þegar mest var í
tízku að sjá eldgos alls stað-
ar, bæði á sjó og landi. Þá bar
svo við einn góðan veðurdag,
að hringt var til Alþýðublaðs-
ins vestan úr Rifi og tilkynnt,
að ef til vill væri Snæfells-
jökull að byrja að gjósa, hvítir
gufubólstrar stigju til lofts
sunnan við Geldingafellið og
að öllum líkindum væri von
meiri tíðinda. Alþýðublaðið brá
skjótt við eins og góðu frétta-
blaði sæmdi og sendi menn á
vettvang til að kynna sér at-
burði og taka myndir af eld-
stöðvunum, en jarðfræðingur
Snaefellsjökull, „Þúfurnar“_
var fenginn til að punta upp
á ferðalagið. Ég var svo hepp-
inn að komast í þessa ferð og
þó að tíðindanna gætti lítið í
blaðinu daginn eftir, þá varð
þessi flugferð sannkölluð lysti-
reisa fyrir mig.
Þegar vestur kom fyrir-
fannst auðvitað ekkert eldgos
og sást ekki svo mikið sem
skýhnoðri á lofti, jafnvel hin-
ir dularfullu gufubólstrar Rifs-
aranna voru allir á bak og burt.
Flugvélin hnitaði nokkra hringi
yfir jöklinum, hvítum og
hreinum, og Þorleifur Einars-
son, en sá' var jarðfræðingur-
inn, fræddi okkur ósköpin öll
um sköpun heimsins og þó
Snæfellsnessins sérstaklega,
enda er hann allra manna fróð-
astur um þann veraldarinnar
punkt. M. a. held ég hann hafi
frætt okkur á því, að Snæfells-
jökull hefði ekki gosið síðuslu
tvöþúsund árin og þó að í því
felist kannski ekki nein eilífð-
artfygging, þá er slíkt samt
nokkur huggun fyrir hinar
blómlegu verstöðvar og þorp,
sem eru að vaxa upp undir
Jökli.
En fallegur var Snæfellsjök-
ull þennan dag og gaman að
eiga þess kost að virða hann
fyrir sér úr lofti, þó að ég
taki raunar fjallgönguna franx
yfir flugið.
Það er kannski út í hött, að
fara að barna þetta spjall með
kosningasögu, en mér dettur
hún stundum í hug, þegar ég
á milli ferða að velja og Snæ-
fellsjökull er í boði. Það var
á kosningadaginn í alþingis-
kosningunum árið 1963, að við
efndum til ferðar á Skjaldbreið
nokkur saman. Þegar upp var
komið fór einhver að impra
á því, hvort við myndum ná í
bæinn áður en kjördeildurp
yrði lokað klukkan ellefu og
þótti okkur tvísýna á því. Ölí-
um þótti hins vegar einsætt að
neyta atkvæðisréttarins og þó
að vísu væri ekki auglýstur
kjörstaður uppi á' Skjaldbreið,
þá varð niðurstaða umræðn-
anna sú, að við útbjuggum
eins konar kjörseðil, þar sem
á var ritað: Við kjósum Skjald-
breið. Þrátt fyrir mismunancíi
skoðanir á landsmálum og
flokkum greiddu allir viðstadd-
ir fjallinu atkvæði og rituðu
nafn sitt undir ti) staðfesting-
ar. Skjaldbreiður átti sýnilega
miklu fylgi að fagna. Því er
ekki ólíkt farið með SnæfellS-
jökul. Enginn þarf að fara í
grafgötur með hvaða fjall er
fylgismest á Snæfellsnesi og
þótt stærra svæði væri nefnt.
Jökullinn er þar í öruggu sæti.
Þegar hann er í framboði er
maður ekki í neinum vandræð-
um með atkvæðið sitt.
Dritvík, Tröllakirkja til hægri.
6- júlí 1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ J